Tíminn - 16.01.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.01.1975, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 16. janúar 1975. TÍMINN 3 SNJÓFLÓÐ í ÓS- LANDSHLÍD (GÆR Ndlgizt ekki hd- spennu- línurnar SJ—Reykjavik. Athygii hef- ur verið vakin á þeirri hættu, sem stafar af háspennulin- um á þeim stööum á landinu, þar sem mikili snjór er og þær komnar f seilingarfæri. Loftlinurnar geta veriö hættuiegar, þótt ekki sé komiö viö þær. Menn geta fengiðstraúm i sig án þess aö snerta háspennulfnurnar, og er mismunandi eftir ýmsum aöstæöum, hve hættusvæöiö nær langt frá línunum. Rétt- ast er þvi aö gæta fyllstu varúöar, þar sem loftlfnur eru í byggö. — t3r,99la kílómetra SKÖMMU eftir hádegi i gær féll afarmikið snjó- flóð i Óslandshlið, sem gengur til norðurs frá mynni Kolbeinsdals við austanverðan Skaga- fjörð. Kom það úr Hlíð- arfjalli, sem þó er ekki sérlega bratt, tók sig upp við fjallsbrún og hljóp niður á láglegndi á þriggja kilómetra kafla á að gizka. — Hér hefur verið látlaus hriö siðan á sunnudagsnótt, ságði breitt, að talið er Þóra Kristjánsdóttir, húsfreyja á Óslandi, er Timinn ræddi við hana i gær, og það er fyrst i dag, að farið er að rofa. Ekkert hefur þvi sézt til fjallsins, en vafalaust hefur safnazt þar fyrir óskapleg hengja. Ég er borin og barnfædd á þessum slóðum, og ég hef aldrei heyrt fyrr um snjóflóð á þessum stað. — Ég sá ekki, þegar flóðið kom, sagði Þóra enn fremur, en menn urðu þess varir hér á öðrum bæj- um i grenndinni. Það mun hafa farið yfir landjaðra — Óslands, Melstaðar, Marbælis og Kross. Hvorki urðu fyrir þvi hús né skepnur, en það hefur vafalaust brotið mikið af giröingum, og sums staðar fór það heim á tún — einkum á Marbæli og eyðibýli, sem er hér skammt undan og til- heyrir óslandi. Frá Sauðárkróki frétti Timinn, að ummerki flóðsins hefðu sézt þaðan siðdegis i gær, áður en dimmdi, en þaðan eru sem næst tuttugu kilómetrar i beina linu skáhallt yfir botn Skagafjarðar. FÉKK 9 MILLJÓNIR Á TROMPMIÐAN N 1 gær var dregiö I 1. flokki Happ- drættis Háskóla Islands. Dregnir voru 6.075 vinningar aö fjárhæö sextiu og þrjár miiijónir króna. Hæsti vinningurinn, niu milljón króna vinningar, komu á númer 41249. Voru allir miðarnir seldir i umboði Arndisar Þorvaldsdóttur, Vesturgötu 10. Sami maðurinn áttialla miðana, E, F, G og H, og einnig B-miðann eða FIMM- FALDA TROMPMIÐANN. Fær hann þvl niu milljónir. 500,000 krónur komu á númer 31566. Allir bókstafirnir E., F., G og H, og einnig TROMPMIÐINN voru seldir á AKUREYRI. 200.000 krónur komu á númer 4790. Frimann Frímannsson I Hafnarhúsinu hafði selt alla bók- stafina, E., F., G og H og einnig TROMPMIÐANN af þessu núm- eri. 50.000 krónur: 5401 5864 8853 14393 15517 19814 26274 27188 33876 34279 41248 41250 41832 47336 53463 54202 54387. Ófærðin hamlar flugsamgöngum BH— Reykjavik. — Veöriö, sem gengiö hefur yfir iandiö undan- farna daga, hefur enn sin áhrif á flugiö, þótt birt hafi i lofti, og lægt. Stórbruninn á Reykjavíkur- flugvelli hefur ekki haft nein áhrif á innanlandsflugiö hjá Flug- félagi íslands, sem veriö heföi meö eölilegum hætti I gær, ef ófærö og veður heföi ekki hamlað. Flugfélag Islands hélt i gær uppi flugferðum til Patreksfjarð- ar Sauðárkróks, Hornafjarðar, Vestmannaeyja og Færeyja. Ófærð á flugvöllum hamlaði þvi, að flogið væri til Akureyrar og Isafjarðar, sömuleiðis á Þing- eyri, en snjókoma kom i veg fyrir, að flogið væri til Húsavikur og Norðf jarðar. Hjá flugfélaginu Vængjum fengum við þær upplýsingar, að gærdagurinn hefði verið ágætur og byrjað með glæsibrag. Farið var á Snæfellsnes og Bildudal. Einnig var farið til Blönduóss og Hólmavikur, tvær flugvélar til Blönduóss. Meira fengu þeir Vængja-menn ekki að gert igær sökum ófærðar úti á landi. Var þar ekki aðallega um að kenna snjóþyngslum á völlunum, heldur ófærð i byggðarlögum. Viða var ástandið á flugvöllunum sjálfum gott, hafði skafið og blásið af þeim, en færð innan bæja, t.d. á Blönduósi og út á Skagaströnd, svo að dæmi sé nefnt, var afleit. Mikil bjartsýni var rikjandi hjá Vængjum um það, að nú færu góðir dagar I hönd. í morgun var áætlað að fljúga til Blönduóss og Siglufjarðar. Veðurhamurinn hefur valdið þvi, að flugfélagið Vængir hreyfði ekki flugvél i þrjá daga, og það er langt „stopp” á þeim bæ og verra en t.d. i fyrra. RITSTJÓRASKIPTI VIÐ FREY UM ÁRAMÓTIN RITSTJÓRASKIPTI hafa orðiö við Frey. GIsli Kristjánsson lét af ritstjórninni um áramótin, en viö tók Jónas Jónsson frá Yztafelli. Freyr hefur verið gefinn út i Gisii Kristjánsson rúm sjötiu ár, og hefur Gisli Kristjánsson verið ritstjóri hans I tuttugu og niu ár samfleytt — allt frá heimkomu sinni frá Dan- mörku i lok heimsstyrjaldarinnar siðari. Jónas Jónsson. Fleirí þök sligasf undan fannfergi JK-Egilsstöðum — Hér á Fljóts- dalshéraöi er nú mesti snjór, sem komið hefur I mörg ár, og þarf aö leita iangt aftur til aö finna annan slikan vetur. Aöalerfiöieikarnir, sem af fannferginu stafa, eru þar sem skeflir á þök, en þá er hætta á aö þau gefi sig undan farginu. Viða hafa þök bilað. 1 gær fóru þök inn á fjárhúsum aö Árbakka i Hróarstungu og Ormsstööum i Eiðaþinghá, og varö mjög mikiö tjón á báöum bæjunum. Aö Fljótsbakka i Eiðaþinghá var þak aö siigast inn, en mokað var af þvi og reynt aö styrkja þaö. Viða hefur veriö mokaö af þökum húsa og rekiö undir þau. Mokað var af fjósi og hlöðu á Egilsstaðabúinu á mánudag og þriðjudag. 1 fyrrinótt var vegur- inn þaðan inn i kauptúnið ruddur með jarðýtu, og var það mjög mikið verk þótt um skamma vegalengd sé hér að ræða, nokkur hundruð metra. Egilsstaðabúar fengu i gærmorgun mjólk þaðan, sem nægir fyrir þorpið. Að öðru leyti eru allir vegir út- frá Egilsstöðum og innan þorps- ins ófærir bflum og illfærir gang- andi fólki. Skaflar eru geysilegir og berrifið á milli, enda var veð- urhæðin mikil. Iðulaus stórhrið skall á aðfaranótt sunnudags, sem stóð þangað til i gærmorgun, og náði hámarki á þriðjudags- kvöld. Ibúar Reyðarfjarðar, Eski- fjarðar og Seyðisfjarðar eru mjólkurlausir og hafa verið siðan á föstudag. Simabilanir hafa verið nokkrar á Fljótsdalshéraði og i nágrenni, og sömuleiðis rafmagnsbilanir, en þó tiltölulega litlar miðað við veðurofsann. t gærmorgun birti og lægði á Egilsstöðum, og i gær var þar éljagangur. Verið var að moka frá skólanum, en kennsla var enn ekki hafin. Margar byggingar voru á svartakafi, m.a. bensin- og oliutankar kaupfélagsins og sölu- skáli, og var ýtt frá þeim i gær til þess að ná i eldsneyti á bila. Vidgerðum lokið SJ—Reykjavik.útlit var fyrir, að i gærkvöldi yrði lokið viðgerð á rafmagnslinum á Snæfellsnesi og Norðurlandi vestra. Aðallega var um linuslit að ræða, en i Breiðu- vik á Snæfellsnesi brotnuðu einir 2-3 staurar. Sennilega hafa þvi flestir staðir á þessu svæði aftur fengið raforku i gærkvöldi. Óbein órds á Lúðvík Bersýnilegt er, aö hin byltingarsinnaðri öfl I Alþýöu- bandaiaginu beina nú mjög vopnum sinum gegn þeim Lúövik Jósefssyni og Magnúsi Kjartanssyni. Oftast er þetta þó gert á óbeinan hátt. Þannig segir á þessa leið i forustu- grein Þjóöviijans i fyrradag (17. jan.): „Myndirnar á siöum dag- biaðanna sanna hverjir þaö voru sem eyddu gjaldeyris- varasjóðnum: Þar gekk heild- salastéttin i broddi fylkingar. Eigi að saka vinstristjórnina um eitthvaö i þessu sambandi er þaö fyrst og slðast linkind hennar viö aö taka rækilega á heildsaiastéttinni: linkind hennar viö aö draga úr alls- konar innflutningi, sem var svo mikili á sl. ári aö til ann- ars eins er ekki unnt aö jafna. En þar strandaöi sem jafnan fyrr á pólitisku kjarkleysi framsóknar: einstakir for- ustumenn hennar heföu beinllnis veriö öllu sliku and- vlgir og fésýslumenn hótaö aö draga úr fjárveitingum i flokkssjóð Ólafs Jóhannesson- ar og Kristins Finnbogason- ar.” Hér er reynt aö láta lita svo út, sem veriö sé að ráöast á Framsóknarfiokkinn og kenna honum um gjaldeyriseyösl- una, en raunverulega er þetta dulbúin árás á Lúövik Jósefs- son. Hann var viðskiptamála- ráöherra á þessum tima, og frá honum komu ekki neinar tillögur um aö draga úr gjald- eyriseyðslunni. Ef slfkar til- lögur heföu komiö frá honum, heföi ekki staðið á Framsóknarflokknum, aö styðja þær. Þetta veit Þjóö- viljinn vel, enda er þessi beina og ómaklega árás hans á Framsóknarmcnn fyrst og fremst hugsuö sem dulbúin árás á Lúövik Jósefsson. En riststjórar Þjóöviljans eru heldur ekki syndiausir i þessum efnum. Um þetta leyti fyrir ári birti Mbl. oft greinar um að gjaldeyrisvarasjóður- inn væri aö tæmast. Þá risu ritstjórar Þjóöviljans venju- lega upp og sögöu Mbi. fara með rangjærslur um gjald- eyrisvarasjóöinn, og þvi væri ekkert að óttast. Þjóöviljinn skrifaöi þannig talsvert ööru visi um þessi mál þá en nú. Þannig á hann sinn þátt I þvi, hvernig farið hefur. Mbl. og mdlfrelsið Morgunblaöið heldur fram þeirri furöuiegu kenningu i Staksteinum i fyrradag, aö búnaðarmálastjóri megi ekki taka upp vörn fyrir land- búnaöinn i áramótayfirliti sinu. Þaö er vitanlega ein af skyldum búnaöarmálastjóra aö vera til andsvara, þegar ráöist er á landbúnaöinn, og ekki slzt þegar þvi er haldiö fram, aö hann eigi engan tilverurétt á tslandi. Þetta er skylda búnaöarmálastjóra, hver sem I hiut á, meira aö segja þótt þaö sé jafn voldugur maöur I Sjálfstæöisflokknum og ritstjóri Visis. Vísir „skýtur langt yfir mark" Annars þarf búnaöarmála- stjóri ekki aö vera meö öilu óánægður meö þessi skrif Mbl. þvi aö I leiöinni gerir blaöiö eftirfarandi játningu, sem vissulega er þess verö, aö henni sé veitt eftirtekt: „Morgunblaöiö hefur itrek- aö vakiö athygli á þvi, aö iand- búnaðarskrif Visis skjóti langt yfir mark, þó aö ritstjóri þess sé aö sjálfsögöu frjáls aö skoö- unum slnuin. Morgunblaðið hefur m.a. lagt áherzlu á: 1) Aö framleiösla, sem er gjald- eyrissparandi, gegni sama hlutverki og gjaldeyrisafl- andi, 2) aö niðurgreiösiur landbúnaöarafuröa séu hagstjórnartæki og fremur I þágu neytenda en framleiö- enda, 3) aö úrvinnsla land- búnaöarafuröa og iðnaðar- og verzlunarþjónustu viö land- búnaðarhéruö sé ein helzta stoðin i atvinnulífi og afkomu velflestra þéttbýliskjarna á landsbyggöinni og I 4) aö tilvist landbúnaöar sé ein meginforsenda byggöar i landinu öllu, m.a. fjölmargra útgerðar- og fiskvinnslubæja, sem eru veigamiklir hlekkir i nýtingu fiskimiða okkar, sem liggja allt umhverfis landiö.” Þetta er allt rétt og satt. Þó hefur enginn • þingmaöur Sjálfstæðisflokksins enn mót- mælt skrifum Visis. Þ.Þ. Húsfreyjan á Hruna sýnd á Suðurlandi Ungmennafélag Hrunamanna, hefur að undanförnu sýnt Hús- freyjuna I Hruna eftir Gunnar Benediktsson á nokkrum stöðum noröan lands, en efni þessa ieiks er sótt i Sturlungu, þar sem segir frá Þorvaldi Gissurarsyni og Jóru konu hans, sem var laundóttir Kiængs biskups i Skálholti. Leik- rit þetta var tekiö til sýningar fyrir atbeina þjóöhátíðarnefndar Árnessýslu. Veröa næstu sýning- ar á Laugaiandi I Hoitum I dag klukkan hálfþrjú, i Aratungu ann- aö kvöld klukkan hálftiu, I Þjórs- arveri á laugardagskvöld klukk- an niu, Gunnarshólma á sunnu- daginn klukkan tvö og Hvoli sama dag klukkan niu aö kvöidi. A myndinni eru leikendur, taldir frá vinstri: Sigrún Ágústsdóttir, Jó- hannes Helgason, Guörún Sveins- dóttir, Anna Magnúsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Anna Björk Matthiasdóttir og Guö- mundur Ingimarsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.