Tíminn - 16.01.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.01.1975, Blaðsíða 9
8 TÍMINN Fimmtudagur 16. janúar 1975. Fimmtudagur 16. janúar 1975. TÍMINN 9 Jennifer Statham Louis enska konan, sem hefur verift gift Victor Louis, sem er fæddur i Sovétrlkjunum, i sextán ár og eiga þau þrjú börn. Þaö er álitiö aö hún viti einna bezt af blaöamönnum um allt baktjalda- makk i Moskvu. Ein af þeim eftirtektarveröustu persónum I rússneska þjóöfélaginu i dag, er ljóshærö 42 ára gömul kona, Jennifer Staham Louis, aö nafni. Hún er fædd og alin upp i Dorking, Surrey i Englandi, en hefur búiö i Sovétrikjunum siðan 1955, og giftist þar hinum þekkta, eða óþekkta, Victor Louis árið 1958. Victor Louis, en i reyndinni er hið rétta nafn hans Vitali Yevgennevich Lui, er 46 ára gamall blaðamaður, fæddur i Sovétrikjunum. Hann hefur unnið fyrir Mc Graw-Hill, Time, NBC, CBS, Times of London, Parade og hið fræga timarit Look og greinar hans hafa birzt i The Washington Post, The New York Times og óteljandi fleiri blöðum og tima- ritum um allan heim. Hann vinnur nú fyrir The London Evening News, sem hinn sovézki fréttaritari blaðsins, og það hefur verið sagt um hann, án þess að hægt sé að sanna það, að hann sé meðlimur KGB, sovézku leyniþjónustunnar. Einnig hefur þvi verið lýst yfir, að hann sé njósnari fyrir sovézka utanrikisráðuneytið og um leið einn af mikilvægustu mönnum KGB, og þegar ýmis „viðkvæm málefni” koma upp, er flogið með hann til Bandarikjanna, Mexico, Canada, tsrael, eða hvar i heiminum sem það er, að sovézku yfirvöldin hafa einhverra mála að gæta. Louis, neitar öllu þessu að sjálf- sögðu og heldur þvi fram, aö hann sé ekkert annað en venjulegur blaðamaður. Nóg af fréttum. Siðastliðin tiu ár, hefur The London Evening News komið með meira af fréttum frá Sovét- rikjunum, heldur en nokkurt ann- að enskt dagblað, og er þetta að þakka Louis. Það virðist enginn vafi leika á þvi, að Kremlin notar Louis og borgar honum fyrir að birta fréttir, sem öðrum blaöamönnum er ekki heimilað. Einnig vita stjórnvöld landsins að Louis þekkir raunverujega hvern einasta erlendan fréttamann i Moskvu — en hann hefur unnið með mörgum þeirra — og það sé þess vegna sem yfirvöld nota sambönd hans til að breiða yfir ýmis mál sem er þeim þyrnir i augum, eins og t.d. yfirlýsingar j dóttur Stalins, Svetlönu f Alliuyeva, og nóbelsverðlauna- hafann, Alexander Solzhenitzyn, en hann þekkir Louis persónu- lega, en þeir kynntust i fangabúð- um I Kazakhstan 1954, er þeir voru þar báðir i haldi. Louis heldur þvi fram, að stjórn Stalins hafi sent sig ifangabúðir, fyrir þær sakir einar að hafa haft of mikið og náið samband við út- lendinga. Spurningin En hvað um það, hvernig stóð á þvi, að velættuð ensk stúlka eins og Jennifer Statham, giftist Victor Louis, eignaðist með hon- um þrjá syni, og býr i stóru einbýlishúsi þar sem öll nýtizku vestræn heimilistæki eru, sund- laug, tennisvöllur, nokkrar bif- reiðir eins og Mercedes, Porsche, Volkswagen og þrjá þjóna til hjálpar, og svo siðast en ekki sizt, taka þátt i samkvæmislifi, sem aðeins um fimmtiu af háttsett- ustu mönnum Sovétrikjanna er leyfður aðgangur að? „Ég get sagt það,” segir Jennifer, „að það er sama hvernig Victor er tengdur sovézk- um yfirvöldum, kemur mér ekki við og ég veit ekkert um það. Ég vilekki vita það. Þetta er nokkuð sem aðeins kemur Victor einum við en ekki mér og drengjunum. Þegar við giftumst sættumst við á þetta, þvi það er bezt fyrir fjöl- skylduna. „Ef eitthvaö kemur fyrir” heldur hún áfram, án þess að skýra þetta „eitthvað” nánar, „og yfirvöldin tækju mig kannski i yfirheyrslur og spyrðu mig um mann minn, get ég svarað þeim á þá leið, að ég viti ekkert um hvað þeir eru að tala, og segi satt”. Það sem hún veit ekki „Það eru sumir hlutir, sem eiginkona ætti ekki að vita um,” segir Jennifer, „og i minu tilfelli er það samband Victors við stjórnvöldin hér, ef þau eru þá nokkur. Ég spyr ekki og hann segir ekki neitt. Á öllum öðrum sviðum vinnum við saman og leysum öll vandamál saman.” T.d. er það vinna hans sem blaðamaður. Victor sér um að út- vega allar fréttir, les rússnesku dagblöðin og notar þau sambönd sem hann hefur hér. Ég er aftur á móti ensku-sérfræðingur hans og einnig vélritunarstúlka. „Eftir að Victor hefur safnað efninu saman, vinn ég úr þvi, hreinskrifa það. Þetta gengur bara ágætlega hjá okkur. Við skrifum fyrir Sydney Morning Herald i Astraliu, Der Stern Magazine i Þýzkalandi, fyrir blöð og timarit i Danmörku, Israel, Sviss og svo auðvitað The London Evening News. Við skrifum ekk- ert fyrir sovézku blöðin. Victor er ekki meðlimur kommúnista- flokksins og gæti þvi ekki skrifað fyrir blöðin, þótt hann vildi.” „Eiginlega” útskýrir Jennifer Louis og brosir litið eitt, „þá höf- um við verið mjög heppin. Að skrifa frá Moskvu er okkar starfssvið. Hugsið ykkur bara ef við þyrftum skyndilega að flytja til London eða Washington, hvað gætum við gert án þess að hafa einhver sambönd? Mjög litið er ég hrædd um.” Tími til spillis. „Hvað vikur orðróminum um okkur, þá verð ég að segja að hann er hlægilegur. Nær allar fréttir sem koma héðan eru rakt- ar til okkar. Ef við ættum að neita þvi, þá myndum við ekki hafa neinn tima til að vinna. Og ef við kærum fyrir dómstólum, mynd- um við aðeins eyða peningum DULARFULLA KONANí MOSKVU okkar til einskis i erlendum dóm- sölum. Svo við lifum lifinu frá degi til dags, tökum hvaða tækifæri sem gefst til öflunar frétta. Þú spyrð hvort Victor hafi þýtt My Fair Lady. Hann gerði það, ásamt tveimur vinum sinum löngu áður en samkomulagið milli Sovét og Bandarikjanna var gert um þýð- ingarrétt. Okkur tókst að fá nokkrar rúblur fyrir þetta. En við þurfum mikið á okkur að leggja við vinnuna og hver rúbla sem við vinnum okkur inn er árangur mikillar vinnu. Við lifum góðu lifi, og ég hef ekki eftir einu að sjá”. Jennifer Statham hitti Victor Louis árið 1957 en þá vann hún i Moskvu sem einka-kennslukona á heimili Adrians Northey, sem er brezkur höfuðsmaður. Koman til Moskvu. „,Ég kom til Moskvu 1955” segir Jennifer, „ég hafði þá gert tveggja ára samning við Northey um að kenna börnum hans tveim. Ég talaði ekki rússnesku þá, en ég lærði mikið af Northey-hjónun- um. Fyrst bjuggum við á Savoy hóteli, sem nú heitir Berlin Hotel. Seinna flettum við svo i Brezka sendiráðið, sem hristist alltaf, þvi að neðanjarðarjárnbraut Moskvu lá undir þvi. Það var mjög kalt þennan vetur og lif okkar snerist mest i kringum starfsemi sendi- ráðsins. Þá leit ég á hlutina frá allt öðru sjónarmiði heldur en ég geri núna.” „Um sumarið 1957, ég held það hafi verið i júli, fór ég i Bolshoi leikhúsið, þvi mér þykir gaman að horfa á ballet. Þegar sýning- unni lauk, var komin hellirigning, en ég hafði regnhlif með mér. Það hafði maðurinn.sem stóð við hliðina á mér, ekki. Við byrjuðum að tala saman, og ég var undrandi á að heyra að hann talaði ensku. Hann bauð mér i kaffi á Metropole hótelið, og ég þakkaði fyrir.” „Auðvitað töluðum við aðeins um okkur sjálf. Við skiptumst á ævisögum. Victor sagði mér að hann ynni fyrir Daniel Schorr (fréttamaður CBS) og hefði áður unnið fyrir aðra bandariska fréttamenn. Við hittumst oft þetta sumar og um haustið fór ég til Englands með NortHey-fjölskyldunni og hjálpaði þeim að flytja og koma sér fyrir á heimili þeirra nálægt Windsor. Þá var hjónaband með Victor mjög ofarlega i huga mér”. Lítillar hjálpar aö vænta. Jennifer ræddi við móður sina, vini og starfsmenn i brezka sendiráðinu i Moskvu um mögu- lega erfiðleika á að giftast sovézk um rikisborgara. Það voru nærri allir sem réðu eindregið frá þvi. Brezki sendiherrann sagði: „Þetta er auðvitað þitt mál. En ef þú giftist þessum náunga, þá get- ur þú ekki leitað til okkar, ef þú lendir ieinhverjum vandræðum.” Þrátt fyrir allar ráðleggingar og varnaðarorð, fór Jennifer aft- ur til Sovétrikjanna og giftist Victor, meira að segja tvisvar sinnum, fyrst borgaraleg vigsla 9. nóvember 1958 og siðan i kirkju 23. nóvember. Ed Stevens, sem þá var fréttamaður fyrir Christian Science Monitor tók myndir af athöfnunum og Eugene Stamoglov, sem þekkt hafði Victor i mörg ár, var svara- maður. „Við byrjuðum búskap i litilli eins-herbergis ibúð” heldur Jennifer áfram, „hún var I suð - vestur Moskvu og var ekki upp á marga fiska. Victor hóf að vinna fyrir Bob Gibson (sem nú er með erlendu fréttirnar hjá Los Angeles Times) og ég fékk vinnu sem lausráðinn fréttamaður við London Times.” Svo komu börnin. Þegar Jennifer var ófrisk að Nicholas, fór hún heim til Englands, þar sem fyrsti sonur þeirra fæddist i Dorking. Af sovézkum yfirvöld- um er Nicholas tekinn sem sovézkur rikisborgari, en stundar skólanám i Sussex. Yngsti sonur- inn, Anthony fæddist 1968 i Moskvu, þar sem hann stundar sitt skólanám. Það var árið 1960, eftir langa leit og hlaup á milli stjórnvalda, sem Louis-hjónunum tókst að fá stærri ibúð við Leninsky Prospect. Þremur árum seinna, keyptu þau lika næstu ibúð við, hjuggu niður veggina og létu gera báðar ibúðirnar upp. Þótt þau hafi keypt sér dacha (sveitasetur) 1965 þá halda þau enn ibúðinni i Moskvu, sem eru mikil sérréttindi i þessari mann- mörgu borg, þar sem mjög erfitt er að fá húsnæði. óvenjulegír vinir. Eftir að hafa búið 20 ár i Sovét- rikjunum, er Jennifer Louis ein af þeim mest mikilsmetnu og mikilvægustu konum i Sovét- rikjunum. Hún talar ekki aðeins málið, heldur á hún heilan hóp af sovézkum og erlendum vinum, sem er mjög óvenjulegt þar. Hinn venjulegi sovétborgari forðast út- lendinga eins og heitan eldinn. Það voru þau Jennifer og maður hennar, sem gáfu út einu ensku simaskrána sem til er i Moskvu (þau stórgræddu á þeirri útgáfu), jafnframt öllum þeim aragrúa af greinum og fréttum, sem þau senda frá sér i viku hverri,stundum 20-30 fréttir á viku. „Ég er yfirleitt mjög fljót að vinna,” segir Jennifer, þvi ég hlaut ágætis menntun. Ég út- skrifaðist úr menntaskóla 1948 og fór siðan i háskólann í Edinborg. Þaðan útskrifaðist ég sem list- fræðingur og fór siðan á einka- ritaranámskeið, þar sem ég lærði bæði vélritun og hraðritun. For- eldrar minir, William og Isa- bella Statham, sem voru i út- gáfustarfsemi, voru þá skilin, svo ég ákvað að fullnuma mig sem einkaritari. Byrjaði að vinna. „Ég fékk fyrst vinnu við lög- fræðiskrifstofu i Dorking sem varð mér dýrmæt reynsla en ég varð að hætta þar til þess að lita eftir börnum fyrir frænku mina, sem varð veik og lá lengi á sjúkrahúsi og sá ég um heimilið á meðan.” „Það var þá, sem ég ákvað að reyna að fá mér vinnu erlendis við að lita eftir og kenna börnum. Ég svaraði miklum fjölda af auglýsingum, þar á meðal einni frá Moskvu. Og þannig var það að ég fór þangað.” t dag segir Jennifer að hún hafi svo mikið að gera, að hún þurfi að fara á fætur klukkan sex á morgnana. Hún eyðir hálftima á hverjum degi til yoga-æfinga og fer siðan i kalda sturtu. Fyrir morgunverð kennir hún yngsta syni sinum, Antony, ensku i einn tima, og að þvi loknu er morgun- verður með allri fjölskyldunni. Hin daglega stundaskrá Hún segir matreiðslumannin- um fyrir verkum, ásamt bilstjóranum og þjónustu- stúlkunni. Garðyrkjumaðurinn fær einnig sin fyrirmæli frá henni. Siðan fer hún i gegnum póstinn, borgar alla reikninga og byrjar siðan að vinna úr og vélrita þær greinar, sem maður hennar hefur safnað. Venjulega fer fjölskyldan til Englands einu sinni á ári og búa þá hjá móður Jennifer i Dorking. Þegar Jennifer var spurð um hvar hún vildi eyða ellidögunum, svaraði hún, án þess að hika: „Við hlið eiginmanns mins. Þvi hvað sem aðrir segja um Victor, þá er hann góður maður, indælis faðir og elskulegur eiginmaður.” (Þýð. GB) Jennifer Louis, ásamt eiginmanni sinutn Victor og móður sinni, Isabella Statham. Þau eru hér I hléi i Bolshoi leikhúsinu f Moskvu. Jennifer og móðir hennar, heimsækja hverja aðra á hverju ári milli Englands og Moskvu. Dr. Jóhann M. Kristjdnsson: Passíusálmar HLJÓMKVIÐA ÍSLENZKRAR KRISTNI ÞRJÚ HUNDRUÐ ára afmælis séra Hallgrims Péturssonar hefur verið minnzt á við og dreif allt þetta ár, með misjafnlega viðeigandi hætti, en eðlislægri natni þjóðar, sem þakkar eigin skáldum lifið i þúsund ár. Erindi Sverris Kristjánssonar sagnfræðings um séra Hallgrim og PASSÍUSALMANA I Ríkisút- varpinu á s.l. föstu mun vera það fyrsta á þeim vettvangi árs- ins, og þannig upphafið að þvi ritflóði, er á eftir fór, en flóð i anda sem efni gjörast oft váleg, enda á þeim væng framvind- unnar, sem veldur umróti, jafn- vel byltingu, svo að á yfirborðið kemur oft það, sem áður var ekki vitað, að væri til. Flóð þetta flæðir I islenzkri þjóðmenningu, „vogrek” þess vitnar þvi um þroska þeirrar menningar. Hefur hún vökvað það TRÉ sem hún nú mynnist við, sem hæst ÓX og fegurstu krónuna ber, eöa hefur flætt úr jarðvegi þess eitthvað af þeim vaxtarskilyrðum, sem voru þar fyrr? Verður það um aldir enn skýrasta tákn þess hvlta undurs israels, sem Guömundur Guðmundsson skáld nefnir i ljóðinu KRISTUR„Hina fegurstu hugsjón i tsraels skáldanna Uóði”. Góðu lofar ræða óskars Hall- dórssonar, lektors við Háskóla tSLANDS, flutt I dag, 1. desem- ber. Ræðan er lifsspeki út af fyrir sig. Með þaulreyndri hug- kvæmni skilgreinir lektorinn háspeki PASSIUSALMANNA og ber saman og samræmir ýmsa þætti mannlifsins — innri sem ytri — við speki sálmanna, svo að niðurstaðan verður ramm- gerð heimsádeila og háþróuö siðfræði. Lektorinn brýtur stóra „mola” úr þvi eðla bergi vizk- unnar, sem séra Hallgrimurog önnur vitmenni mannkynssög- unnar hafa hlaðið, svo úr verður sá kjarni siðgæðis og vizku, sem er sá eini „myntfótur”, er höf- uðstóll mannlegs þroska og framvindu verður að grundvall- ast á. + + + Og arnflug Sverris Kristjáns- sonaníSagnfræðings— i erindum þeim, er að framan greinir — þar sem huglæg reisn sagn- fræðingsins ber hátt við himin skáldsins. Stærð eðalsteinsins segir ekki alltaf til um verðgildi hans. Þessi erindi Sverris Kristjáns- sonar með PASStUSÁLMANA dýpkar skilning hlustandans á speki og helgi sálmanna, styrkir trúna á gildi þeirra, eykur áhrif þeirra og fegurð. Þetta er djásn á djásni i ISLANDS „skáldanna ljóði”. + + + NÚ hafa PASSÍUSÁLMARNIR verið lesnir t Rikisútvarpið um margra ára skeið. Flestir hafa vissulega lesið vel. Einn las þó sá, er af ber. Hæpið er, að nokkur hlióm- sveitarstjóri hafi flutt Beethovens HLJÓMKVIÐUR með svo höfgri innlifun, sem. Jón Helgason, skáld og- prófessor, flutti Islenzku þjóðinni (i nefndu útv.) HLJÓMKVIÐU tSLENZKRAR KRISTNI, PASStUSALMA Hallgrims Péturssonar. Ég gjöri það að tillögu minni, að næstu þrjár föstur verði endurtekinn I Rikisútvarpinu flutningur prófessorsins á PASStUSALMUNUM með er- indum sagnfræðingsinsog ræðu iektorsins. Það legði birtu á þorrann og góuna I islenzkum hjörtum. 1. desember 1974. Óskar Halldórsson. Dr. Jón Helgason. Sverrir Kristjánsson. Fréttabréf úr Strandasýslu Fimmtudaginn 30. des. var hér nokkuð hvöss vestanátt, en kl. 12 um kvöldið skall á ofsa- stormur og stóð aftakaveður af NV fram til kl. 4 um nóttina. Þá fór heldur að draga úr veðrinu. Allt lék á reiðiskjálfi, einsog allt ætlaði um koll að keyra. Þegar dagaði og menn gátu farið að at- huga verksummerki, kom i ljós, að margt hafði farið forgörðum. Engum var fært út meðan of- viðrið stóð. A Munaðarnesi tók þak af hlöðu, sem hey var i . Fauk það út I veður og vind, og sést lítið eftir af þvi, allt gjörónýtt. I Norðurfirði braut glugga og hurðir I vélageymslu og hurðir frá heyhlöðu. Hjá Kaupfélagi Stranda- manna sogaði veðrið burt hurð frá nýbyggðum bilskúr I heilu lagi. Þakplötur fuku af gamla ibúðarhúsinu. Fleira var þar á tjá og tundri. A Krossanesi sviptist af hluti af hlööuþaki. Lenti það á gafli ibúðarhússins, steinsteyptum, braut þar glugga úr eldhúsi og sprengdi steinsteypu út frá hon- um. Ný Zetordráttarvél stóð úti. Brak úr hlöðuþakinu, eða ann- að, hefur lent á henni, brotið framrúðu og þak hennar. Einnig tók þar vélsögunarborð, og sést ekkert eftir af þvi. A Gjögri tók þak af ibúðarhúsi Sveins Jónssonar. Húsið var mannlaust. Hjá Axel á Gjögri tók járnþak af skúrbyggingu, áfastri við ibúðarhúsið. A Kjörvogi lagðist i rúst sög- unarhús, sem stóð við lending- una. Aðrar minniháttar skemmdir urðu, sem ekki verða taldar hér. Engum varð svefnsamt þessa nótt, a.m.k. ekki á meðan mesti veöurofsinn geisaði. Margir fóru ekki úr fötum, þvi að við öllu mátti búast. Þetta ofviðri er af ýmsum tal- ið það mesta, sem menn muna. Þar sem misvindasamt var I þessari vindátt, stóðst ekkert fyrir. Til marks um veðurhæð- ina á Krossanesi má geta þess, aö nokkuð stóran bút (um 50 sm langan) úr sverum stálbita tók upp af sléttum grunni, og kast- aðiisthann langt úr stað. Einnig steypta stéttarhellu, sem lá á sléttri jörð. Tjónið af þessu veðri er mikiö. Veröur engin tilraun gerð hér til að meta það. Þar sem það var mest, á Krossanesi, nemur það eflaust mörgum tugum þús- unda. Daginn eftir og næstu daga hélzt veður hvasst og með snjó- komu. Var þvi örðugleikum bundið að byrgja til bráða- birgða það sem aflaga fór og opiðstóð, i nær ófærum veðrum. Ekkert hefur verið átt við sumt, t.d. ibúðarhúsið á .Gjögri, enda er það mannlaust, eins og áður sagði. íbúarnir fluttu burt i haust til Hnifsdals. Tiö er enn rysjótt, og nú er kominn nokkur snjór á jörð og vegir ófærir, nema á köflum. Flogið var hingað 6. og 7 janúar. Þá fóru þeir, sem þurftu að mæta i skólum og til vinnu eftir jólafriið. Mönnum finnst þetta hafa verið hranaleg og köld kveðja á gamlársdag góðs árs. Margir hafa sömu sögu aö segja. Svo er þó fyrir að þakka, að engin slys eða óhöpp hafa orðið á mönnum I þessum veðraham. Með ósk um farsælt ár og þökk fyrir það liöna. Bæ. 8. jan. 1975 Guðmundur P. Valgeirsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.