Tíminn - 16.01.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 16.01.1975, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 16. janúar 1975. nvnw '3 ..Vio reynum ao klippc leikfléttur þeirra" — segir Birgir Björnsson, þjólfari FH- liðsins, en hann er bjartsýnn á sigur gegn ASK Vorwarts Frankfurt í Evrópukeppninni Landsmót UAAFI ó Akranesi... Undir- bún- ingur í fullum gangi A fundi landsmótsnefndar, sem haldinn var á Akranesi sl. föstu- dag, lagði framkvæmdastjórn fram skýrslu um gang mála varð- andi undirbúning 15. landsmóts- ins. Kom þar fram, að fram- kvæmdum við Iþróttahús og Iþróttavöll miðar vel áfram, og er útlit fyrir að aðstaða öll á Akra- nesi verði i bezta iagi. Þá ákvað nefndin einnig að láta setja upp útisundlaug á iþróttasvæðinu. ,/Ég er bjartsýnn á, að okkur takist að sigra A- Þjóðverjana hér á heimavelli#" sagði Birg- ir Björnsson, þjálfari FH-liðsins, á Liaða- mannafundi i gær, — ASK Fran kfurt er geysilega sterkt lið, sem hefur á að skipa snjöll- um leikmönnum. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna sigur í heima- leiknum. Það verður erfitt, en ef okkur tekst vel upp, þá ætti það að vera hægt. — Hvaða leikaðferð munuð þið leika gegn þeim, Birgir? — Ég reikna fastlega með þvi, að við leikum 4-2 vörn gegn þeim, og reynum þannig að taka lykilmenn þeirra úr umferð. Við munum þvi leika framarlega, þannig að við klippum nógu fljótt á leikflétt- ur A-Þjóðverjanna. Ef okkur tekst það ekki á réttu augna- bliki, þá eru varnarmenn okk- ar eins og „aukaleikarar”, þegar leikfléttur A-Þjóðverj- anna ganga upp. — Viltu spá einhverju um tölur? — Það er erfitt, en ég er nokkuð bjartsýnn á sigur FH- liðsins. Leikurinn verður örugglega jafn, og ef ég á að nefna tölur, þá segi ég 18:17 fyrir FH. -SOS ASK Vorwarts Frankfurt Nú um helgina eru boðaðir fundir til kynningar landsmótinu á eftirtöldum 7 stöðum á landinu: Borgarnesi 18. jan. kl. 13.00 Núpsskóla 18. jan. kl. 14.00 Reykjaskóla 19. jan. kl. 13.00 Egilsstöðum 18. jan. kl. 16.00 Y-Njarðvik 19. jan. kl. 13.00 Akureyri 18. jan. kl. 13.00 Hvolsvelli 18. jan. kl. 13.00 Formenn félaganna og íþrótta- kennarar 1 nágrenni fundastaða eru boðaðir á fundina, en af hálfu fundarboðenda mæta, fulltrúi úr stjórn UMFl, fulltrúi landsmóts- nefndar og tveir iþróttakennarar. Tveir hinna fyrrtöldu munu greina frá undirbúningi og væntanlegri framkvæmd lands- mótsins, en iþróttakennararnir munu leiðbeina félögum sínum um fimleikaprógrömm, er sýna skal á landsmótinu. Þau eru út- skýrð i máli og myndum, og þeim fylgir tónlist, er panta má hjá landsmótsnefnd. Landsmótsnefnd leggur áherzlu á, að sem flest héraðs- sambönd og ungmennafélög verði með i fimleikum landsmótsins, og einnig að fimleikaprógrömmin komi að notum i skólum og félög- um, þótt ekki sé endilega stefnt að sýningu á landsmóti. Þá þurfa þeir, sem ætla að taka þátt i sýningum þjóðdansa, að til- kynna það landsmótsnefnd, sem útvegar leiðbeinendur, ef óskað Eitt allra sterkasta félagslið Evrópu FH-ingar mæta hinu sterka a-þýzka meistaraliði ASK Vorwarts Frankfurt í Laugarda Ishöl linni á laugardaginn og verður leikurinn, fyrri leikur lið- anna í 8-liða úrslitum Evrópukeppninnar í hand- knattleik. Frankfurt-liðið er eitt allra sterkasta félagslið Evrópu i dag, í því leika fjórir landsliðs- menn, sem léku hér með a- þýzka landsliðinu á dögun- um — markvörðurinn Wolfgang Pötzsch og hinir reyndu landsliðsmenn hans Engel, Joachim Pietzsch og Dietmar Schmidt. Liðið er nú í efsta sæti 1. deildarkeppninnar A-Þýzkalandi og er mjög TVEIR NÝLIÐAR — leika sinn fyrsta Evrópuleik með FH-liðinu FH-liðið leikur með alla sina sterkustu leikmenn gegn ASK Vorwarts Frankfurt. Með liðinu leika tveir nýliðar, þeir Tryggvi Haraldsson og Guðmundur Árni Stefánsson, en þeir hafa aldrei leikið áður með FH-liðinu í Evrópu- keppni. FH-liðið verður skipað þess- um leikmönnum: Markverðir: Birgir Finnbogason Hjalti Einarsson Aðrir leikmenn: . Geir Hallsteinsson Viðar Simonarson Gunnar Einarsson Ólafur Einarsson Arni Guðjónsson Gils Stefánsson Jón Gestur Viggósson Tryggvi Haraldsson Guðmundur A. Stefánsson Þórarinn Ragnarsson Kristján Stefánsson getur ekki leikið með liðinu, vegna meiðsla, sem hann hlaut i leik FH gegn Fram. Þjálfari liðs- ins er Birgir Björnsson, en liðsstjóri er Boði Björnsson. — SOS ★ Fjórir landsliðsmenn leika með liðinu ★ Forsalan hefst í dag í Laugardalshöllinni og í Firðinum líklegt, að liðið verji meistaratitil sinn í ár. ASK Vorwarts Frankfurt hefur slegið meistaralið Póllands og Belgiu út úr Evrópukeppninni. Liðið mætti pólska meistaraliðinu Slask i fyrstu umferð. Fyrri leik- ur liðanna fór fram i Póllandi og lauk honum með sigri A-Þjóð- verjanna 18:12 og siðan sigruðu þeir heima 16:12. 1 16-liða úr- slitunum lék liðið gegn Sasja frá Belgiu og sigruðu A-Þjóðverjarn- ir útileikinn 25:19, en heimaleik- inn unnu þeir með yfirburðum — 36:9. FH-liðið er næsti mótherji A- Þjóðverjanna og fer fyrri leikur- inn fram i Laugardalshöllinni á laugardaginn, en siðari leikurinn fer fram i A-Þýzkalandi 1. febrú- ar. ASK Vorwarts kemur hingað með alla sina sterkustu leikmenn, en þeir leika mjög góðan hand- knattleik og skemmtilegan. Liðið er tvimælalaust eitt það sterk- asta, sem hefur leikið hér á landi og hafa mörg sterk lið leikið hér, lið eins og Dukla Prag, Tékkó- slóvakiu, Gummersbach, V- Þýzkalandi, Honved, Ungverja- landi, Partizan Bjelovar, Júgó- slaviu, svo eitthver séu nefnd. Handknattleiksunnendum er bent á, að forsala aðgöngumiða hefst i iþróttahúsinu i Hafnarfirði og Laugardalshöllinni i dag kl. 17.30-20.00 og einnig verða seldir miðar á sömu stöðum á morgun, ef eitthverjir verða eftir. — SOS ÞÓRARINN RAGNARSSON... sést hér skora i leik gegn St. Otmar frá Sviss i Evrópukeppninni. (Timamynd Róbert)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.