Tíminn - 16.01.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 16.01.1975, Blaðsíða 15
13 Fimmtudagur 16. janúar 1975. Mark Twain: Tumi gerist leyni- lögregla átakanlegt að sjá gamla manninn sitja þarna og gripa andann á lofti með lokuðum augunum, alveg eins og maður sem er að deyja. Ekkert okkar áræddi að hreyfa sig nema Benny, sem stóð upp með tárvotar kinnar og læddist hægt til hans. Hún staðnæmdist við hlið hans og hallaði hæru- gráu höfði hans að vanga sér og strauk það, og siðan gaf hún okkur bendingu um, að við skyldum fara, og við gerðum það eins hljóðlegaog ef dauðinn hefði birzt i herberginu. Við Tumi héldum þungir i skapi út i skóg, og á leiðinni skröfuðum við saman um það, hversu allt væri nú orðið breytt frá þvi i fyrra sumar, þegar við vorum hér. Þá var allt svo friðsælt og allir glaðir og ánægðir, og öllum þótti svo vænt um Silas frænda, sem var glaður og vingjarnlegur og hóg- vær og hjálpfús. En sjá hann núna. Ef hann var ekki beinlinis genginn af vitinu, þá vantaði vist ekki mikið upp á það. Að minnsta kosti sýndist okkur það. Það var yndislegt veður og glampandi sólskin, og þvi lengur sem við gengum yfir hæðirnar og nálguðumst sléttuna, þvi fegurri og yndislegri fannst okkur trén og blómin, og þeim mun undarlegra og hreint og beint óréttlátt fannst okkur, að það skyldi þurfa að vera Snjóflóð á Ljótsstöðum ó Höfðaströnd Fjárhús og hlaða eyðilögðust — sjötíu kindur dauðar SJ-Reykjavík Aðfaranótt þriðju- dags féll snjóflóð A tvenn fjárhús og hlöðu að Ljótsstöðum á Höfða- strönd, skammt frá mynni Una- dals. 87 kindur voru f húsunum, og seinnihiuta dags i gær hafði tekizt að bjarga um 20 kindum og talið vfst, að fleiri væri ekki lif- andi i rústunum. Hús og fénaður voru óvátryggð, og er þetta áfali mikið fjárhagslegt tjón fyrir bóndann að Ljótsstöðum, Svein- björn Sveinbjörnsson, og fjöi- skyldu hans. Sex manns er i heimili á bænum. Einnig var tal- ið, að heyið I hlöðunni hefði glat- azt að mestu. — Við fundum nokkrar kindur lifandi i dag, sagði Sveinbjörn, þegar við töluðum við hann i sima i gær. — Snjóflóðið féll einhvern tima i fyrrinótt, við vitum ekki hvenær. Ég varð þess var hvernig komið var, þegar ég fór f húsin um morguninn. Alltaf þriggja metra snjór var ofan á öllum hús- unum. Þá fór snjóflóðið ofan á önnur fjárhús, sem standa neðar, og setti þau á kaf, en þar skemmdust hvorki mannvirki né fénaður. Aðeins einn maður af næsta bæ komst til hjálpar á þriðjudag vegna veðurs, en þá tókst að bjarga um tiu kindum. t gær voru 14-15 manns af ná- grannabæjum og frá Hofsósi til aðstoðar heimilisfólki að Ljóts- stöðum. Siðdegis höfðu þeir lokið við að moka ofan af húsunum, sem eru gjörónýt, og dysja féð i snjó. — Þetta hefur verið sorglegt verk, sagði Sveinbjörn Svein- björnsson bóndi i gær. — En hér er ekki meira að gera að sinni, nema grafa kindurnar, þegar snjóa leysir. 70 fjár voru i húsunum, sem björguðust, ásamt fjórum geld- neytum. Fjósið stendur nær bæjarhúsunum, og þar voru sjö kýr. 1 snjóflóðinu missti Svein- björn þvi nær helming bústofns sins. Hann kvaðst tæpast búast við þvi að verða heylaus, en önnur hlaða er að Ljótsstöðum, og e.t.v. mætti bjarga einhverju af heyinu, sem i flóðinu lenti. Sveinbjörn kvaðst ekki vita til að snjóflóð hefði orðið á þessum slóðum áður. Hann sagði, að ekki væri ná- kvæmlega hægt að gera sér ljóst, hvar upptök snjóflóðsins hefðu orðið. Óveðrið hamlar loðnuveiðum FB—Reykjavik. óveðrið undan- farna daga hefur komið I veg fyrir, að skip færu á ioðnuveiðar. Áður en óveðrið skall á, vissi loðnunefnd i Reykjavik um 12 skip, sem iögð voru af stað austur til þess að hefja þar veiðar, en siðan hefur ekkert skip lagt úr höfn, né heldur hafa þessi tólf skip getað hafið veiðar fyrir aust- an. Sömu sögu er að segja um leitarskipið Arna Friðriksson, sem hefur ekki getað leitað loðnu siðustu dagana vegna veðurs, en fyrir helgina höfðu borizt fréttir af loðnutorfum, sem skipið hafði fundið austur af Langanesi. ENN RAFMAGNSLAUST Á HVAMMSTANGA BS—Hvammstanga. Rafmagns- laust var enn á Hvammstanga á miðvikudag, en Vatnsneslina komst i samband um hádegi á miðvikudag. Færð var mjög stirð hér um staðinn i gær og mjólk var flutt frá mjólkursamlaginu á snjóbil i kaupfélagið. Þess má geta að snjóbillinn kom I siðustu viku til Hvamms- tanga. Lyonsklúbburinn Bjarmi á Hvammstanga stóð fyrir al- mennri söfnun i Hvammstanga- læknishéraði til kaupa á þessum snjóbil. Hann var notaður i fyrsta sinn til þess að flytja mjólkina eins og fyrr sagði, en að þvi búnu flutti hann ýtumann fram á o Júgurbólga með minni nyt, ekki undir 400 milljónum króna. 1 stuttu viðtali, sem blaðið átti við Brynjólf Sveinbergsson, mjólkurbússtjóra á Hvamms- tanga, sagðist hann geta staðfest, að þetta væri sizt vanreiknað. Sagði hann, að þar sem fræðsla og eftirlit væri lengra komið en ann- ars staðar, mætti reikna með að tjónið væri 10%, en annars staðar, þar sem skemmra væri á veg komið, færi tjónið áreiðanlega i 15%. Hann sagði, að við skoðun dýralæknis á kúm á þvi svæði, sem samlagið á Hvammstanga nær til, hefði júgurbólgan verið i 13-15% kúnna. Þar af leiðir, að á þvi svæði er 10% ekki ofreiknað fyrir heildina. Má af þvi sjá, hversu nauðsynleg baráttan gegn júgurbólgunni er fyrir landsmenn alla. Nánar segir frá afmæli Mjólkursamsölunnar siðar. Laugarbakka, en eftir það átti hann að fara til Blönduóss og ná þar I viðgerðarmenn og efni til þess að gera við rafmagnsbilun- ina á Hvammstanga. Færð út um sveitir er mjög breytileg. Verið er að opna leið- ina vestur i Hrútafjörð, niður i Viðidal og verða mjóíkurbllar sendir á þessar leiðir strax og þær opnast. Ennfremur var á mið- vikudag búið að ná hluta af mjólkinni úr Miðfirði. 29 símastaurar brotnir í Fóskrúðsfirði SJ—Reykjavik. i gær voru bilanir á sima viðsvegar á landinu. Að sögn Sigurðar Þorkelssonar voru þetta mest minniháttar bilanir, sem fljótt yröi gert við, þegar komizt yrði til þess vegna veðurs og færöar. i Fáskrúðsfirði varð hins vegar alvarleg bilun, en þar brotnuðu 29 simastaurar, og tek- ur eina 2-3 daga að gera við þá, þegar veður hægist. Þó var ekki simasambands- laust við Fáskrúðsfjörð, þar sem aðeins önnur linan til Reyðarf jarð ar var biluð. Hins vegar er sam- bandslaust milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar. Allmargar simstöðvar i sveit- um landsins voru sambandslaus- ar I gær vegna áðurnefndra bil- ana. Þá var sambandslaust við Vik i Mýrdal, Kirkjubæjarklausí- ur, Stöðvarfjörð, Breiðdalsvik og Hólmavlk. Sambandslaust hafði verið við Raufarhöfn og Leirhöfn, en siminn þangað var kominn i lag i gær. 11— ni SBSlifl Fimmtudaginn 16. jan kl. 20.30 verður haldið skemmtikvöld i Hlégarði i Mosfellssveit. Dagskrá: Ólafur Jóhannesson flytur ávarp, Guðmundur Jónsson syngur einsöng við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Karl Einarsson fer með gamanmál. Siðan verður spiluð framsóknarvist. Fyrsta kvöldið i þriggja kvölda keppni. Guðmundur G. Þórarinsson stjðrnar. Góð kvöld- verðlaun. Heildarvinningur er glæsileg sólarferð til Kanarieyja með Sunnu. Allir Velkomnir. Framsóknarfélag Kjósarsýslu og Mosfellssveitar. Mosfellssveit FUF Reykjovík Aðalfundur FUF i Reykjavik verður haldinn 30. janúar næst- komandi. Tillögur um fulltrúa i fulltrúaráð skulu berast stjórn- inni fyrir 15. þessa mánaðar, að Rauðárstig 18, Reykjavik Stjórnin Kópavogur Framsóknarfélögin I Kópavogi halda sitt árlega þorrablót laugardaginn 1. feb. Nánar auglýst siðar. 3 Hvammstangaskip- stjórar missa báta BS-Hvammstanga. Þegar birta tók I gærmorgun á Hvamms- tanga, var veöur farið að ganga niður. Þá var skyggni orðið a 11- sæmilegt. Það fyrsta, sem blasti við ibúum staðarins, er litið var út á leguna, var það, að einn af þremur bátum, sem þar höfðu legið við legufæri, haföi sokkið. Þetta var báturinn Stakkafell, sem var 28 lestir að stærð. Þar sem Stakkafellið hafði legið, var nú uppblásinn gúmbátur frá bátnum, og var hið eina, sem sást af Stakkafellinu. A legunni lágu ennfremur Rósa og Hinrik. Voru þessir bátar báðir mjög isaðir. 1 gær voru þegar gerðar ráðstafanir til þess, að menn færu um borð og berðu af þeim isingu. Eru þeir þvi úr hættu. Stórskaði hefur nú orðið á Hvammstanga i annað sinn á skömmum tima, þvi aðfaranótt gamlársdags slitnaði upp af legunni i suðvestanveðri rækju- báturinn Straumur, 18 lestir að stærð. Heimamenn náðu að bjarga honum á gamlársdag, en siðan var varðskipið Albert fengið til þess að draga Straum til Siglufjarðar til viðgerðar. Þegar komið var út af Skaga, vildi svo óheppilega til, að Straumur sökk, en mönnunum af h'onum var bjargað naumlega. Hafa þvi Hvammstangamenn misst á hálfum mánuði tvo af fimm rækjubátum sinum. Ennfremur má bæta þvi við, að skipstjóri og háseti á Sæbirni, sem sökk i höfninni á Skaga- strönd nú i óveðrinu, eru frá Hvammstanga. Eru þvi þrtr skipstjórar og þrir hásetar trá Hvammstanga búnir að missa báta sina á hálfum mánuði. 0 Hagstjórn fengizt varanleg lausn á vanda eftirspurnarstjórnar. Leggja verði aukna áherzlu á ráðstafanir I fjármálum og peningamálum, og áriðandi virðist, að valdsvið stjórnvalda i peningamálum nái til annarra peningastofnana en banka og sparisjóða. ,,Hvað sem liður aukinni heildarstjórn i pen- ingamálum, má minnast þess, að I siðustu ársskýrslu var vikið að þeirri aðferð að ráðstafa fjár- magni með opinberri skömmtun i stað þess að beita til þess mark- aðsöflum og vaxtastefnu", segir svo undir lokin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.