Tíminn - 16.01.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.01.1975, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 16. janúar 1975. J Tímínn er peningar Auglýsid iHmanum fyrirgóðan mai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Heimsókn Wilsons og Callaghans til Moskvu: AAARKAR ÞÁTTASKIL í samskiptum Breta og Sovétmanna Reuter-Moskvu. Harold Wilson, forsætisráðherra Bretlands, og James Caliaghan utanrikisráð- herra halda til Moskvu á næst- unni til viðræðna við sovézka ráöamenn. Fréttaskýrendur telja, að öryggismálaráðstefna Evrópu beri hæst í viðræöum brezku ráö- herranna við þá Alexei Kosygin, forsætisráöherra Svoétrikjanna, og Andrei Gromyko utanrikisráð- herra. Sovézkum ráðamönnum finnst eflaust, að Bretar — jafnvel öðr- um þjóðum fremur — reyni að tefja störf öryggismálaráðstefn- unnar. Afstaða brezku stjórnar- innar er hins vegar sú, að leysa þurfi mörg ágreiningsefni milli austurs og vesturs, áöur en hægt sé að ljúka störfum ráðstefnunn- ar. (Þótt stjórn Verkamanna- flokksins, sem nú situr, liti ráð- stefnuna ekki sömu tortryggnis- augum og stjorn íhaldsflokksins, þá er stjórnin þó sömu skoðunar að þessu leyti.) önnur mál koma eflaust til um- ræðu, þ.á m. ástandið i Mið- jarðarhafslöndum — en Sovét- stjórninni finnst brezka stjórnin hafa haldið um of að sér höndum i viðleitni til að sætta Araba og Israelmenn — og siðast en ekki sizt afvopnunarviðræðurnar i Genf, þar sem hvorki gengur né rekur, að þvi er virðist. Þá ber gagnkvæm viðskipti Bretlands og Sovétrikjanna ef- laust á góma i viðræðunum. I fyrra var gerður viðskiptasátt- máli milli rikjanna til tiu ára, en ennþá bera viöskiptin keim af þeirri stiröu sambúð, er rikti I samskiptum Breta og Sovét- manna á árunum 1971 til 1973. (Sjá siðar.) Að undanförnu hefur verið unn- ið að gerð samninga milli rikj- anna tveggja á sviði efnahags- mála, visinda og tækni. Emb- ættismenn hafa upplýst, að flestir þessara samninga verði fyrst til- búnir til undirskriftar um miðjan febrúar, en engu siöur er vist tal- ið, að þeir Wilson og Callaghan ræði efni þeirra við sovézka starfsbræöur sina. Fréttaskýrendur telja, að heimsókn þeirra Wilsons og Callaghans marki þáttaskil i samskiptum Bretlands og Sovét- rlkjanna. Eins og áður er vikið að, var sambúð rlkjanna stirð áárunum 1971 til 1973. Sá stirð- leiki átti rætur að rekja til þeirrar ákvörðunar brezku stjórnarinn- ar, að visa yfir eitt hundrað sovézkum sendiráðsstarfsmönn- um úr landi vegna gruns um njósnir af þeirra hálfu. A árinu 1973 fór Sir Alec Douglas-Home, þá utanrikisráð- herra Bretlands, til Moskvu og um likt leyti batnaði sambúð rikj- anna að nýju. Stuttu sfðar mynd- aði Verkamannaflokkurinn stjórn og þá styrktust tengslin að mun. I tímaritinu Kommunist, sem er helzta hugsjónamálgagn sovézka kommúnistaflokksins, birtist fyrir skömmu grein, þar sem farið er lofsamlegum orðum um Bretland og klykkt út með orðunum: — Það væri óráðlegt að telja Breta úr sögunni, þótt þeir eigi i bili við efnahagsörðugleika að etja. Ford hefur í hótunum — leggur víðtæka óætlun um olíusparnað fyrir Bandaríkjaþing Reuter-Washington. Gerald Ford ávarpaöi Bandarikjaþing i gær- kvöidi, um ieiðog hann lagöi fyrir þingið margháttaðar tillögur til að berjast gegn þcim efnahags- örðugleikum, er nú steðja að Bandaríkjunum. Meginefni tillagna forsetans er, aö skattar veröi lækkaðir allveru- lega og lagt verði innflutnings- gjald á oliu, sem flutt er til Bandarikjanna. Ford skoraði á þingið að samþykkja tillögur sinar i efna- hagsmálum og lagði áherzlu á, að gildistaka þeirra þyldi enga bið. Hann sagði, að leggja bæri allt kapp á að gera Bandarikjamenn sem óháðasta viðskiptum við út- lönd, þannig að ákvöröun á borð við þá ákvörðun Arabarikjanna að hækka oliuverð gæti ekki haft jafn afdrifarikar afleiðingar i för með sér fyrir efnahag Banda- rikjanna I framtiðinni. Ford vék aðeins litillega að utanrikismálum i ávarpi sinu. Hann kvað Bandarikjamenn verða að gera sér ljóst, að þeir gætu aðeins sigrazt á hinum miklu efnahags- og orkuvanda- málum meö náinni samvinnu við önnur riki heims. Þá gagnrýndi hann þingið fyrir að taka fram fyrir hendur sinar. (Frétta- skýrendur telja augljóst.að með þessu hafi Ford viljað snupra þingmenn fyrir þá ákvorðun að hætta hernaðaraðstoö við Tyrki nema forsetinn hafi — fyrir 5. febrúar n.k. — sýnt fram á að Grikkir og Tyrkir hafi setzt að samningaborði i þeim tilgangi að leysa Kýpur-deiluna.) í ávarpinu rökstuddi Ford til- lögur sifiar i efnahagsmálum. Lagt er til, að sett verði innflutningsgjald á oliu til að draga úr oliuneyzlu i Banda- rikjunum, en auk þess er ætlunin að gera nokkrar hliðar- ráðstafanir I sama tilgangi. Þá áformar Bandarikjastjórn að lækka skatta um tólf af hundraði. Sú lækkun hefði — ef til kæmi —I för með sér 16 þús. dala tekjutap fyrir bandariska rikið. Skattalækkunin yrði — að áliti efnahagssérfræðinga forsetans — til að auka fjárfestingu banda- riskra fyrirtækja, en húnhefur verið i lagmarki að undanförnu — og um leið auka einkaneyzlu, er aftur leiddi til aukins peninga- streymir i bandari bandarisku efnahagskerfi. (Það eru einmitt þessir tveir þættir — minnkandi fjárfesting og samdráttur I einka- neyzlu — sem valdið hafa hvað mestum erfiðleikum I efnahags- ltfi vestan hafs. I ávarpinu boðaði Ford alhliða áætlun til aö draga úr innflutningi oliu. Hann hótaði jafnvel þinginu og kvaðst ekki hika við að tak- marka innflutning á oliu eöa gripa til annarra ráðstafana i krafti þess valds, er stjórnar- skráin tryggði honum. Banda- rikjastjórn hyggst t.d. beita sér fyrir endurreisn kolaiðnaðar I Bandarikjunum og margvisleg- um stuðningi við aðra orkufram- leiðslu innan lands. Ford forseti á fundi með helztu ráðgjöfum sfnum f efnahagsmálum. Fremst á myndinni er hinn þekkti hagfræöingur, John K. Gailbraith. ^fmSHORNA IVIILLI NTB-Moskvu. Henry Kissinger, utanrikisráðherra Bandarikjanna, upplýsti á fundi með fréttamönnum i fyrrinótt, að Sovétstjórnin hefði sagt upp viðskipta- samningi þeim, sem verið hefur í gildi milii Banda- rikjanna og Sovétrikjanna frá árinu 1972. Ástæðan var að sögn Kissingers sú, að Banda- rikjaþing hefði neitað að veita Sovétmönnum sömu viðskiptakjör og þau riki hafa, er beztra kjara njóta i Banda- rikjunum — nema sovézkum Gyðingum yrði leyft að fara úr landi að eigin ósk. Ráðherrann lýsti yfir þvi, að Bandarikjastjorn ætlaði að boða til alþjóðaráðstefnu á næstunni. Ætlun hennar væri, að á ráðstefnunni yrði gerður nýr sáttmáli um millirikja- verzlun, þar sem lagt væri bann við að binda viðskipta- kjör milli rikja pólitiskum skilyrðum. Tass-fréttastofan skýrði frá ákvörðun Sovétstjórnarinnar I gær, um leið og sagt var frá fundi Kissingers. Sovézkir ráðamenn hafa ekki tjáð sig opinberlega um málið, enda fylgdu engar athugasemdir frétt Tass-fréttastofunnar. Fréttaskýrendur I Moskvu álita, að Sovétstjórnin telji samþykkt Bandarlkjaþings brjóta i bága við viðskipta- samninginn frá 1972 — og sömuleiðis, að hún sé brot á þeirri þjóðréttarreglu, er meinar riki að blanda sér i innanrikismál annars rikis. NTB-Lissabon. Nú er ljóst, að Angóla —sem verið hefur ný- lenda Portúgala um aidaraðir — fær fullt sjálfstæði þann 11. nóvember n.k. Viðræður hafa nú staðið i tæpa viku milli fulltrúa Portúgalstjórnar og þeirra þriggja hreyfinga, sem barizt hafa fyrir sjálfstæði Angóla. Viðræðurnar hafa farið fram i bænum Penina i suðurhluta Portúgal. Fréttaskýrendur fullyrða, að tekizt hafi að leysa öll þau deilumál, er verulegu máli skipta. Það eina, sem enn stendur styrr um, er val á bráðabirgðalandstjóra Port- úgala i Angóla, en auk þess er eftir að ganga frá nokkrum smáatriðum i samkomulagi Portúgalstjórnar og þjóö- frelsishrey finganna. Sáttmálinn verður mun lengri og flóknari en samsvar- andi sáttmálar um sjálfstæði þeirra fjögurra nýlendna Portúgala, er nýlega hafa fengið sjálfstæði- Angóla-sátt- málinn byggir að meginstefnu til á þriskiptingu rikisvalds milli frelsishreyfinganna þriggja. Þær hafa til skamms tima verið ósammála um flest atriði, en tókst að jafna ágreininginn — a.m.k. á yfir- boröinu — áður en sameigin- legar viöræður þeirra við Portúgalstjórn hófust. Reuter-Washington — Yfirmenn bandarisku leyni- þjónustunnar (CIA) viður- kenndu i gærkvöldi, að leyni- þjónustan hefði stundað njósnir innan Bandarikjanna, en CIA er slikt óheimilt. Þessi játning kom fram i yfirheyrslum fyrir nefndum Bandarikjaþings, er nú rann- saka málefni CIA. (Nánari fréttir verða að biða til morguns.) Marchais. Reuter-Pa rís. Georges Marchais, leiðtogi franska kommúnistaflokksins, fékk hjartaáfail I fyrrakvöld og var fiuttur I skyndi I sjúkrahús. Siðdegis I gær var liðan Mar- chais siæm, þótt hann væri ekki talinn i lifshættu. Sex manna ráð kommú- nistaflokksins fer með stjórn flokksins, unz og ef Marchais tekur aftur við stjórnar- taumunum. Marchais er einn þekktasti stjórnmálaleiðtogi Frakk- lands. Hann er hlynntur sovézka kommúnistaflokkn- um, þótt hann hafi nokkrum sinnum gagnrýnt stefnu Sovétstjórnarinnar. Stærsta afrek Marchais á stjórnmálasviðinu er að áliti flestra það samstarf, er tekizt hefur milli kommúnista og sósialista i Frakklandi — sam- starf, sem hafði næstum tryggt vinstri mönnum forseta landsins I kosningunum i fyrravor. Sterkur orðrómur hefur verið á kreiki um, að sletzt hafi upp á vinskapinn milli þeirra Marchais og Francois Mitterand, leiðtoga sósialista, enda eru sósialistar taldir hagnast á samstarfi við kommúnista á kostnað þeirra siðastnefndu. Reuter-Salisbury. Ian Smith, forsætisráðherra Ródesiu, lýstiyfir I gær, að möguieikar á samkomulagi i viðræðum þeim, er nú standa yfir milli Ródesiustjórnar og leiðtoga Afriska þjóðfrelsisráðsins I Ródesiu, væru „sáralitlir”. Smith sagði i ræðu I tilefni af opnun nýrrar verksmiðju, að „gapandi bil” væri á milli skoðana stjórnarinnar og blökkumannaleiðtoganna. Hann sagði, að stjórnin vildi semja, en aðeins „okkur i hag”, eins og ráðherrann orðaöi það. Að sögn Smiths hefur Ródesiustjórn tekið fyrsta skrefiö á hinni óralöngu leið til samkomulags. Hann sagði, að stjórnin biði þess nú, að blökkumannaleiðtogarnir gerðu hiðsama.Fyrr yrði ekki um frekari tilslakanir að ræða af hennar hálfu. Þá sakaði Smith leiðtogana um að hafa brotið samkomu- lag þaö,er gert var i Lusaka i fyrra mánuði, þar sem deilu- aðilar féllust á að leggja niður vopn og setjast að samninga- boröi. (Þess má geta, að blökkumannaleiðtogarnir hafa einnig sakað stjórn Smiths um ftrekuð brot á fyrr- nefndu samkomulagi).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.