Tíminn - 17.01.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.01.1975, Blaðsíða 3
Föstudagur 17. janúar 1975. TiMINN Mjólkurdagurinn helgaður morgunverði og nestispakka Fyrsti mjólkurdagurinn var 1972 FB—Reykjavik. iannað sinn á ts- landi er efnt til „mjólkurdags". Er hann i dag, föstudaginn 17. janúar. Fyrsti mjólkurdagurinn var 24. október 1972. Tilgangurinn meö þvi aö heiga einn dag á árinu mjólkinní var, aö minna lands- menn á þessa þýðingarmikhi Þetta er veggspjaldið, sem sýnir fæðuhringinn. Honum er skipt niður f 6 reiti. t fyrsta reit er grænmeti. Það gefur kolvetni, A- og C-fjörefni og steinefni. Næst er reitur með ávöxtum, þá er reitur með mjölkurvör- um, sem gefa protein (eggjahvltu), kalk A-og D-fjörefni. Þá er komið að kjöti, lifur, fiski, eggjum og hrognum, sem gefa protein og járn. Þá er 5. reitur með brauði og mjöli, sem gefa kolvetni, járn og B-fjörefni. Slðasta sneiðin i hringnum sýnir smjör, lýsi og þorsklifur, sem gefa fyrst og fremst fitu, einnig mikið af A-, D- og E-fjörefnum. Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstöðum hefur um áratugaskeið neytt mikils mjólkurmatar, og telur hann þaö hafa aukiö hreysti slna. Hér stendur hann við morgunveröarborð, sem teljast má til fyrirmynd- ar. fæðu og jafnframt að stuðla að aukinni kynningu á hinum fjöl- breyttu matvælum, sem uiinin eru úr mjólk. Mjólkurdagurinn 1972 var að mestu helgaður skyri, en að þessu sinni er á „mjólkurdegi" minnzt á morgunverð og nestispakka. Af þvi tilefni hefur verið gefinn út bæklingur með ábendingum um hollan morgunverð og gefnar leiðbeiningar um morgunverð, framreiddan á sjö mismunandi vegu. Bæklingnum verður dreift frá öllum verzlunum, er selja mjólk. Auk þess mun veggspjaldi verða komið upp viðs vegar og sýnir spjaldið fæðuhringinn. 1 fæðuhringnum er getið þeirra fæðutegunda, sem fólk þarf að byggja fæði stitt upp á til þess að fá öll þau efni, sem likamanum eru nauðsynleg. 1 tilefni af „mjólkurdeginum" var efnt til hádegisverðar, sem mjólkurdagsnefnd stóð fyrir. t mjólkurdagsnefnd eru Cskar Gunnarsson forstjóri Osta- og smjörsölunnar, Pétur Sigurðsson mjólkurtæknifræðingur, Oddur Helgason sölustjóri Mjólkursam- sölunnar, Grétar Símonarson mjókurbUsstjóri og Agnar Guðnason ráðunautur. Bauð nefndin til hádegisverðarins, fræðslustjórunum i Reykjavik, Kópavogi, og Hafnarfirði, for- manni Kvenfélagasambands ts- lands, formanni Félags snyrti- fræðinga og námsstjóra hús- mæðrafræðslunnar auk nokkrum öðrum gestum. Fyrst flutti Kristrún Jóhanns- dóttir, manneldisfræðingur erindi um hollustuhætti. Gat hún þess m.a. að morgunverður væri und- irstaða góðs mataræðis, og mjög nauðsynlegur vinnandi fólki, skólabörnum sem og öðrum. Hún gat þess, að sleppti fólk morgun- mat hefði komið i ljós við rannsóknir, að slysahætta ykist á vinnustöðum, og afköst á vinnu- stöðum minnkuðu. Þá skýrði hún einnig frá þvi, að um 40% hita- eininganna, sem neytt væri, væri fita, auk þess sem hún sagði að hver landsmaður neytti um 50 kg af sykri árlega. Kristrún sagði ennfremur, að komið hefði i ljós, i rannsóknum i Bandarikjunum, að 6 af hverjum 10 unglingsstúlkum væru vannærðar og 4 af hverjum lOunglingspiltum. Einnig er ljóst, að unglingsstúlkur eru verst nærði hópur þjóðfélagsins þar i landi. Þetta er mjög alvarleg staðreynd, sem jafnvel má reikna með að eigi við i öðrum löndum, en Bandarikjunum, þar sem eng- um er nauðsynlegra að búa við holla næringu en einmitt verðandí mæðrum. Könrtun á samfelldri skóladvöl Þá kom fram i þessu sambandi, að á skólaárinu 1971 til 1972 fór fram könnun á vegum fræðslu- ráðs Reykjavikur á samfelldri skóladvöl nemenda i skólum borgarinnar. Meðal annars var þá gerð athugun á neyzluvenjum unglinga varðandi morgunverð og nestispakka. Það kom fram, að nær 25% nemenda mæta i skólanum, án þess að hafa neytt fullnægjandi morgunverðar og 36% af nemenduni höfðu ekki með sér nesti i skólann. Tæplega 8% nemenda höfðu hvorki neytt morgunverðar eða höfðu með sér nesti i skólann. Það er þvi von þeirra, sem standa að mjólkurdeginum, að með útgáfu bæklingsins um morgunverð og nestispakka verði athygli foreldra skólabarna og unglinga vakinánauðsyn þess, að nemendur séu vel undir daginn Framhald á 5. siðu. Bógborio ástand Ein af þeim tillögum, sem borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins felldu við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykja- vlkurborgar nýlega, var til- laga um iþróttamannvirki I Breiðholtshverfum. Gerði AI- freð Þorsteinsson grein fyrir þessari til- lögu af liálfu borgarfull- trúa ininiii- •' hiutaflokk- anna. Kom fram I ræðu hans, að ástandið I þessum málum væri næsta bágborið i þessum stærstu hverfum borgarinnar, þar sem barna- og unglingafjöldinn er jal'u- framt mestur. Eina Iþróttaað- staðan, sem hægt væri að tala um, væri fþróttahús Breið- holtsskóla, sem byggt er sem skólahúsnæði. Um aðra iþróttaaðstöðu væri ekki að ræða, þrátt fyrir slendurtekn- ar óskir Ibúa Breiðholts- hverfa, sem leggja mikla áherzlu á, að Iþróttaaðstaða fáist I hverfunum. Skóla úr skóla, án íþróttakennslu Ataldi Alfreð mjög þann drátt, sem orðið hefur I þess- um efnum. Gat hann þess, að sum börn á sköiaskyldualdri hefðu flutzt á niilli skóla I hverfunum, án þess að lá nokkru sinni iþróttakennslu. Þannig hefðu börn, sem hófu skólagöngu i Breiðholtsskóla, verið án iþróttakennslu 1 byrj- un. Þegar iþróttahúsið við þann skóla var tilbúið, fluttust þau i Fellaskóla, þar sem eng- in aðstaða er til iþrótta- kennslu. Og nú, þegar hillir undir iþróttahús við þann skóla, flytjast þau i Hóla- brekkuskóla, þar sem ekkert Iþróttahús er. Horfið fró sund- laugarbyggingu 1 upphafi ræðu sinnar kynnti Alfreð tillögu þá, seni borgar- fulltrúar minnihlutaflokkanna fluttu, en hún fjallaði um nauðsyn þess, að staðið væri við fyrirheit um sundlaugar- byggingu við væntanlegan fjölbrautaskóla, en sam- kvæmt fjárhagsáætluninni hefur þvi verkefni nií verið vikið til hliðar. Sagði hann, að siikt ráðslag væri alvarlegt, þvl að óverjandi væri að halda sundkennslu uppi með þeim hætti, að börn ur Breiðholts- hverfum yrðu aö sækja hana utan hverfisins. Las Alfreð siðan bréf frá ibúum hverfis- ins, en i þvi leggja þeir til, að byggð verði bráðabirgðasund- laug úr plasti. Sagði hann, að greinilegt væri, að íbúar Breiðholtshverfa væru hættir að reikna með sundlaugar- byggingunni I bráð, og þar með hættir að trúa loforðum Sjálfstæðismanna um iþrótta- aðstöðu I Breiðholtshverfum. t lok ræðu sinnar sagði Al- freð, að erfitt væri að vera með kröfugerð nú, með tilliti til þess ástands, sem rikti i þjóðfélaginu, en kvaðst vilja minna á, að hér væri um van- rækslusyndir Sjálfstæðis- flokksins að ræða. Sérstaða Breiðholtshverfa væri slik, að ekki mætti dragast lengur að koma upp viðunandi aðstöðu til Iþróttaiðkana fyrir börn og unglinga i hverfunum. Þ.Þ. Vilja lóta hraða smíði heilsugæzlustöðva TÍMANUM hefur borizt tvær tillögur um heimilis- læknisþjónustu i þéttbýli frá fundi, sem haldinn var að til- hlutan landlæknis og fleiri i Domus Medica. á þriðjudaginn. Á fundinn var boðið fram- kvæmdastjórum sjúkrasamlag- anna á Akureyri, I Reykjavik, Kópavogi, og Hafnarfirði. Enn- fremur borgarstjóranum i Reykjavik og formanni heilbrigðisráðs Reykjavikur, heimilislæknum i Reykjavik og nágrenni, fulltrúum Læknafélags Reykjavikur og skólayfirlækni. A fundinum greindu fram- kvæmdastjórar sjúkrasamlag- anna frá heimilislæknaþjónustu hver 1 sinu umdæmi. Miklar umræður urðu um máliö og að lokum voru samþykktar eftir- farandi tillögur um málið mótat- kvæðalaust: 1. Hraöa ber byggingu heilsu- gæzlustöðva til þess að bæta al- menna læknisþjónustu. 2. Til bráðabirgða verði bætt Ur brýnasta skortinum með þvi að sjúkrasamlög og bæjarfélög i samvinnu við rikið — taki á leigu eða reisi hentugt húsnæði og bUi heilbrigöisstéttum viðunandi starfsaðstöðu. Reynsla ýmissa bæjafélaga hefur einmitt sýnt fram á gildi slikrar lausnar. Undir tillögurnar rita nöfn sin, Ólafur Ólafsson landlæknir, Páll Sigurðsson, ráöuneytisstjóri og SkUli Johnsen, borgarlæknír. Smygl og stétta skipting meðal efnis í Kastljósi t Kastljósi i kvöld veröur f jall- aö um smyglmálið, sem nU er á döfinni. Guðjón Einarsson ræðir við Kristin ólafsson tollgæzlu- stjóra og Kristján Pétursson, deildarstjóra tollgæzlunnar á Keflavikurflugvelli. Þórunn Klemenzdóttir talar við Dóru Bjarnason félagsfræðing um félagsfræöilega könnun á stétta- skiptingu I Islenzku þjóðfélagi. Valdimar Jóhannesson ræðir við Björgvin Guðmundsson i við- skiptaráðuneytinu um „átthaga- fjötra" eins og Valdimar nefnir þaö, þ.e. þær hömlur, sem eru á gjaldeyrisyfírfærslu, þegar fólk ætlar aö flytjast af landi brott. Gestir gæða sér á hádegisverði I tilefni „Mjólkurdagsins." (Timamyndir GE). SNJOFLOÐ I DALSMYNNI SJ—Reykjavik. Snjóflóö féll I Dalsmynni fremst I Fnjóskadal aðfaranótt þriðjudags sl. Snjó- flóðið varð I austanverðu Dals- mynni og nær alveg milli bæjanna Skarðs og Þverár að heita má óslitið og er a.m.k. 2 km að breidd, að sögn Skirnis Jónssonar I Skarði. Meginhluti snjóflóðsins kom Ur svonefndri Stóru skál og er skóg- urinn i hliðinni fyrir neðan illa farinn og svo girðingar. Vegurinn um Dalsmynni hefur ekki veriö ruddur siðan þetta varð og er óvist, hvort það verður fyrir helgi. Mjólk Ur Fnjóskadal verður flutt til Húsavikur en ekki Akur- eyrar, en þangað er nU ófært bæði um Dalsmynni og Vaðlaheiði. Rafmagnslaust hefur verið að Skarði siðan snjóflóðið féll, en þar er heimarafstöð til vara, sem komið hefur að góðum notum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.