Tíminn - 17.01.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.01.1975, Blaðsíða 6
TÍMINN Föstudagur 17. janúar 1975. Guðmundur G. Þórarinsson borgarfulltrúi: Síður en svo, að nýju tekjustofnalögin hafi þrengt hag Reykjavíkur — þrótt fyrir barlóm fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Fiármunamyndun Reykjavíkurborgar hefur aldrei verið eins mikil og undir gildandi tekjustofnolögum Við afgreiðslu fjárhags- áætlunar Reykjavíkurborgar fyrir áriö 1975 I desember sl. fjallaði Guðmundur G. Þórarinsson, borgarfuiltrúi Framsóknarfiokksins, sérstak- lega um gerð fjárhagsáætlunar- innar frá hendi meirihlutans og komst svo að orði f upphaf i máls sins: Það hefur verið reynt að skil- greina hlutverk fjárhags- áætlunar þannig, að hún sé I fyrsta lagi hugsuð sem stjórn- tæki, i öðru lagi sé hún að vissu marki stefnumörkun, og i þriðja lagi eigi hun að gefa möguleika til eftirlits með fjármálum borgarinnar. Og ef við lítum á þessi þrjú meginmarkmið, sem við hófum með f járhagsáætlun, þá liggur ákaflega nærri að velta þvi siðan fyrir sér, hvernig þessi fjárhagsáætlun, sem hér hefur yerið lögð fram i borgar- stjórn, stendur undir þessum skilyrðum. Hvernig nær hún að uppfylla sitt hlutverk? Ef við Htum á þessa fjárhagsáætlun sem stjórntæki, þá sjáum við strax, að henni er ákaflega mik- ið ábótavant sem stjórntæki. HUn er singöngu endanlegar niöurstöður, eins og þær verða I árslok 1975, þær tölur, sem varið er til hinna ýmsu þátta I starf- semi borgarinnar hverju sinni og eiga að ganga upp I árslok. Þessi f járhagsáætlun segir okk- ur ekkert um þaö, hvernig reksturinn muni ganga fyrir sig á komandi ári. Með henni fylgir engin sjóðstreymiáætlun, sem sýni á hverjum tlma tekjur — hvernig reikna megi með að tekjur komi inn I borgarsjóðinn, sem hægt sé siðan að bera sam- an við Utgjöld borgarsjóðs á hverjum tima. Bilið á milli þeirra áætlana, sem þannig kæmu fram, væri raunverulega áætlun um skammtlmalán, sem borgarsjóöur þyrfti að afla á ár- inú. Og það eru hreint ekki litils- verðar upplýsingar um rekstur borgarsjóðsins með fjárhags- áætluninni, sem við gætum fengið Ut úr þvi. Þessi f járhags- áætlun er þess vegna afskap- lega Htils virði. Hún sýnir niöur- stöður I árslok, en hún sýnir ekkert um reksturinn á árinu. HUn sýnir heldur ekki niður- stöBurnar I árslok, þvi aB I hana vantar ýmislegt til þess. Þessi fjárhagsáætlun er opin I báða enda, hún er I rauninni spá um tekjur og spá um það, hvernig viB viljum sIBan verja þeim tekjum, en hún gefur alls ekki upp þær fjárhreyfingar, sem verBa hjá borgarsjóBi á árinu. Til þess aB skoða þær, vantar glettilega mikiB. ViB sjáum t.d. aB þaB eru skuldir, sem koma inn. FramkvæmdasjóBurinn greiBir inn I borgarsjóð 53 millj. kr. á ári. HvaB verBur um þær? 1 hvaB verBa þær notaBar? Hvernig er fjárstreymið I borgarsjóð? Hve mikið er úti- standandi hjá borgarsjóði núna um þessi áramót? Hve mikið er útistandandi I útsvörum? Hve mikið er Utistandandi I ýmsu öBru? Hvernig kemur þetta fé inn? Hvað nemur þetta allt saman mörgum hundruðum milljóna, og hvaB verBur gert viB þaB fé? Allt þetta vantar i þessa fjárhagsáætlun, þannig aB hUn er algjörlega opin, og segja má, aB þarna sé um gletti- lega mikiB fjármagn að ræBa, sem borgarsjóBur hefur raun- verulega til ráBstofunar utan fjárhagsáætlunar. Þessi fjárhagsáætlun er ekki stjórntæki ÞaB er algjörlega nauBsyn- legt, aB fjárhagsáætluninni sé lokaB, ef hUn á aB vera stjórn- tæki, aB hUn sé heildarspá yfir þaB, sem um er aB ræBa, en aB ekki liggi hingað og þangað hundruB milljóna, sem koma inn og fara Ut og hreyfa sig á ýmsan hátt algjörlega fyrir ut- an fjárhagsáætlunina, eins og hér er um að ræða. AnnaB mál er þaB, aB ákaf- lega erfitt er aB átta sig á þess- ari fjárhagsáætlun, ef maBur vill meta raunverulegt ráð- stöfunarfé borgarsjóðs á árinu, burtséð frá öllum þeim fjár- magnshreyfingum, sem ég nefndi áðan, vegna þess að bæði beinar tekjur borgarsjóðs og framlag rikissjóðs til ýmissa framkvæmda koma til frádrátt- ' ar I undirliðum, og koma alls ekki fram I raunverulegu tekju- yfirliti f f járhagsáætlun. Þar má nefna leigutekjur af fasteignum upp á 20 millj., framlag stöBu- mælasjóðs upp á 4.3 millj., og framlag rlkissjóðs til fræðslu- og heilbrigBismála, sem nemur hundruBum milljóna króna og alls ekki kemur fram i tekju- yfirliti borgarinnar. Ef menn Hta á tekjur borgarsjóðs eins og þær koma fram I þessari fjár- hagsáætlun, þá eru þær alls ekki þannig, þær eru I rauninni allt öBru vlsi. Og síðan er þetta fært á svo marga mismunandi vegu, að sums staðar koma tekju- liðirnir til frádráttar inni I bók- ^inni I undirliBum, þannig aB maBur getur þó séB, að þeir koma fram þar, en annars staB- ar koma þeir hreinlega til frá- dráttar, án þess aB koma fram I fjárhagsáætluninni, og eru þá dregnir frá einhverjum liB i undirliði og borgarfulltrúar sjá alls ekki um hvað muni vera að ræða. Enn á ný hljótum við þvi aB fella þann dóm, aB mikiB vanti á, ao þessi fjárhagsáætlun sé raunverulega gott stjórntæki, og aB hUn sé stefnumarkandi. ÞaB er heldur alls ekki hægt aB segja, aB hUn marki stefnu I þeim skilningi, sem flestir óska eftir aB fjárhagsáætlun geri. Stefnumarkandi fjárhagsáætlun segir okkur, um leiB og viB litum á hana, hve miklu fé er variB I þennan máiaflokk, til þessa atriðis, og hvernig hreyfingin er á þvl frá siðasta ári. Ósamræmi i færslum Guðmundur G. Þórarinsson ræddi ítarlega uppsetningu f jár- hagsáætlunarinnar og hin fjöl- mörgu afbrigðilegu frávik til sönnunar þvi máli sínu, að hun missti marks I gerð sinni. Það væri alls ekki reynt að fylgjast með þeirri þróun, sem orðið hefði I gerð fjárhagsáætlana og gera hana þannig Ur garði, að hún væri raunverulega stefnu- markandi stjórntæki. SIBan hélt GuBmundur áfram: — Ef menn vilja velta fyrir sér ýmsum liðum i þessari f jár- hagsáætlun, eins og t.d. vaxta- tekjum Reykjavikurborgar, þá verBur aB viBa að sér ýmsum liBum Ur ýmsum áttum, og fáránlegasta færslan á vaxta- tekjum Reykjavlkurborgar er aB færa vaxtatekjur undir HBn- um önnur Utgjöld. Undir liðnum önnur Utgjöld eiga menn að fara aö meta vaxtatekjur borgar- sjóBs! NU, ef tekið er fyrir þriðja markmið með fjárhags- áætlun, þ.e.a.s. aB meB henni og I gegnum hana sé unnt að hafa eftirlit með þvi, hvernig þetta íé fer — hve tekjurnar eru miklar og hvernig þaB fer, og bera saman og annaB slikt á eftir, þá lendum við enn i miklum erfiB- leikum. Þeir stafa af þvi, aB þessi fjárhagsáætlun þjónar ekki heldur þvi hlutverki. Hér er um gifurlegt ósamræmi aB ræBa. ÞaB er svo mikiB ósam- ræmi I færslum, að það er nán- ast ótrUlegt, aB menn skuli vinna þetta á þennan hátt. Eftir aö minni hlutinn hefur flutt Itrekaðar tillögur um það, að Guðmundur G. Þórarinsson. raunverulegar tekjur borgar- sjóðs séu færðar sem tekjur, hefur þó það veriB tekiB upp, aB gatnagerBargjöld borgarsjóðs eru færB sem tekjur. En þetta kemst bara ekki I gegnum alla fjárhagsáætlunina. Hjá Reykja- vikurhöfn er þetta alls ekki fært þannig, heldur beint inn á eignabreytingareikning, en ekki sem tekjur hafnarinnar. Þarna er orðið beint ósamræmi í upp- byggingu fjárhagsáætlunarinn- ar. Sums staðar eru gatna- gerðargjöldin talin með beinum tekjum, sums staðar ekki. Eftir hverju fer þetta? Ég veit ekki hvort einhver getur frætt mig á þvi, eftir hverju það fer, — hvernig þetta er fært eða sett upp, en aö sjáifsögðu á að byggja þessa fjárhagsáætlun upp þannig, að það sé samhengi I þvi, sem um er að ræBa. Mælt fyrir tillögum Þessu næst fjallaði Guðmund- ur G. Þórarinsson um ýms þjón- ustufyrirtæki borgarinnar og furðulegar færslur á rekstrar- reikningum þeirra I sambandi við fjárhagsáætlun, — einnig ýmsa einstaka liði, þar sem hann benti á, að vanreiknað hefði verið. Ég vil þá mæla fyrir tveimur tillögum, sem lagBar hafa veriB hér fram og ég hef nU raunar þegar rökstutt. 1 fyrsta lagi til- lögu frá borgarfulltrUum Al- þýBubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks: „I frumvarpi aB fjárhags- áætlun fyrir Reykjavikurborg 1975 eru tekjur borgarsjóBs áætlaBar kr. 5.899.527 þUsund. Ráðstöfunarfé borgarinnar er þó mun meira, þar sem hundruð milljóna króna, bæði beinar tekjur borgarsjóBs og framlag ríkissjóBs til ýmissa fram- kvæmda, koma til frádráttar á undirliðum. Á eignabreytinga- reikning er færður fjárhags- stuðningur borgarsjóðs við ýms fyrirtæki, svo sem S.V.R. og BæjarUtgerð, þ.e.a.s. hundruð millj. króna, sem raunverulega tapast i rekstri. Þá vantar i frumvarpiB fjárhagsáætlun fyr- ir BæjarUtgerð Reykjavikur. Þrátt fyrir itrekaBan tillögu- flutning um lagfæringar á framangreindum atriBum, er fjárhagsáætluninni enn veru- lega ábótavant. Borgarstjórn telur þvi nauðsynlegt, að eftir- farandi breytingar verði gerðar á uppbyggingu hennar: 1) Að á yfirliti um tekjur borgarsjóðs komi allar tekjur fram. 2) Að þaðfé, sem borgarsjóður leggur borgarfyrirtækjum vegna rekstrarhalla þeirra, verði fært sem rekstrarkostnaður, þegar engin von er um endurgreiðslu. 3) Að gerð verði fjárhagsáætlun fyrir B.O.R. og 4) Að með fjár- hagsáætlun hverju sinni fylgi tlmasett sjóðstreymisáætlun. Þessi atriði eru raunar öll nauð- synleg til þess að fjárhagsáætl- un nái þvi hlutverki og skili þvi, sem af henni er ætlazt." Ég vil jafnframt mæla fyrir tillögu, þar sem segir, að borgarstjórn samþykki að afskrifa skuldir BÚR viB FramkvæmdastjóB á sama hátt og skuldir Fram- kvæmdasjóðs við borgarsjóð eru afskrifaðar, þó að ég sé ekki fyllilega sáttur við það, hvernig skuldir Framkvæmdasjóðs við borgarsjóð eru afskrifaðar. Þvi að óneitanlega gefur sU aðferð stjórnendum borgarinnar möguleika á að vera á hverju ári með nokkra tugi milljóna til ráBstöfunar, eins og þetta hefur veriB fært nUna, utan fjárhags- áætlunar. Furðuleg greinargerð borgarhagfræðings MeB þessari fjárhagsáætlun fylgdi rit, sem ég fékk i hendur, Framkvæmda- og fjáröflunar- áætlun Reykjavikurborgar fyrir áriB 1975-'79, sem mér þykir satt ao segja nokkuB undarlegt plagg, þegar þaB er lesiB I gegn. Hér er fróBlegur formáli, sem mun vera greinargerð borgar- hagfræðings. Þar ræðir hann nokkuB gildandi lög um tekju- stofna sveitarfélaga, sem veiti Reykjavikurborg HtiB svigrUm til þess aB mæta Utgjaldaaukn- ingu meB auknum tekjum. Og þarna kveður raunar við þann sama söng, sem ihaldið hefur sungið og söng alla tlð meðan . vinstri stjórnin sat, að þessir tekjustofnar og þessi nýju tekjustofnalög þrengdu mjög hag Reykjavikurborgar og hinna ýmsu fyrirtækja, og væru nánast aðför að Reykjavlkur- borg. Slðan fer borgarhag- fræðingur Ut i það aB reikna út fjármunamyndun, og siBan prósentuhluta af rekstri borgar- innar, þann prósentuhluta af veltunni, sem unnt er að verja i rekstrarafgang, afskriftir og vexti, og tekur afgjald til borgarsjóBs þar með, þ.e.a.s. raunverulegt fé til eignabreyt- inga, auk þess afgjalds, sem fyrirtækin greiða til borgar- sjóðs. Þegar þessar töflur eru skoB- aðar, kemur i ljós, að fjármuna- myndun Reykjavikurborgar hefur aldrei nokkurn tima verið jafnmikil og einmitt undir gild- andi tekjustofnalögum. Aldrei. Það er bæði hægt að finna hér Ut I tölum og prósentum og ein- faldast fyrir menn að lesa á bls. 10 og 11 i þessari áætlun. Þar kemur fram, að samanlagt fé til fjármunamyndunar borgar- sjóðs og borgarfyrirtækja er ár- ið '69 um 2.1 milljarður, 1970 nærri þvi 2.2, 1971 er það 2.2, og helzt þar i stað þessi þrjU ár undir viðreisnarstjórninni og gömlu tekjustofnalögunum. Ar- ið 1972 (undir nýju tekjustofna- lögunum) fer fjármuna- myndunin upp i tæpa 3 milljarða, og árið '73 I 3.6, og ef þetta er tekið i prósentum, eins og hér fyrir neðan, sýnir það sig, að fjármunamyndun eykst árið 1972 um 51%. Fjármuna- myndun borgarfyrirtækja eykst um 51% árið '72, fyrsta árið undir nýju tekjustofnalögunum, og ég hef ekki fundið i þeim gögnum, sem ég hef farið i gegnum, aðra eins aukningu nokkurs staðar. Ekki á nokkru einu ári. Og eftir þá aukningu koma slðan um 25% I viðbót árið '73! Mjög góð útkoma Ef litið er á prósentuaukningu fjármunamyndunar hjá borgar- fyrirtækjum og borgarsjóði samanlagt frá '69, minnkar fjármunamyndunin. Hún verB- ur um 24% minni 1969 heldur en áriö áður. Næsta ár á eftir (1970) hækkar fjármunamynd- un um 0.5%. 1971 hækkar hUn um 1.7%, og það ár er unnið sið- ast undir gömlu tekjustofna- lögunum. En hvað gerist svo? Fjármunamyndunin verður 34% árið 1972, og hún verður 22% I viðbót við það árið 1973. Þ.e.a.s. frá þvi aö vera neikvæð árið á undan, og liggja frá 0 og upp I 1% árið 1970, stekkur aukningin sem sagt upp i 33% og 22% þau ár, sem unnið er undir nýju tekjustofnalögunum. Hvað meina menn svo með svona málflutningi? Hér aftar i þessari töflu eru teknar hlutfallstölur, þ.e.a.s. raunverulegar prósentur af veltu, sem einstök fyrirtæki og borgarsjóður hafa til eigna- myndunar. Þegar þessar tölur eru skoðaðar, kemur i ljós, að á þessum árum er um að ræða mjög góða afkomu borgarsjóðs og fyrirtækja. Arið '71, sem er slðasta árið, sem unnið er undir þessari gömlu tekjustofnaáætl- un, þá er þetta hlutfall 27.1%. Áriö 1972 (undir tekjustofna- lögunum nýju) hækkar það hins vegar upp I nær 43%, og næsta ár á eftir, 1973, fer það upp I 40%. Otkoman væri ekki alveg eins hagstæð fyrir borgarfyrir- tækin I heild, ef hun væri tekin saman, en þó liggur þetta I 30%, og samanlagt kemur þetta mjög vel Ut. Ef borgarsjóður og fyrir- tækin eru tekin saman, er þetta Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.