Tíminn - 17.01.1975, Síða 16

Tíminn - 17.01.1975, Síða 16
Föstudagur 17. janúar 1975. J Nútíma húskapur þarfnast BHUER haugsugu \^j Guðbjörn Guöjónsson Ekki blæs byrlega fyrir Ford: fyrir góðun nmi $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Þingmenn demókrata and- snúnir tillögum hans Reuter-Washington. Leiðtogar demókrata á Bandarikjaþingi sögðu Gerald Ford Bandarikja- forseta hreinskilnislega i gær, að 'þær tillögur, er forsetinn lagði fyrir þingið i fyrradag, ættu erfitt uppdráttar og yrði að likindum breytt verulega i meðförum þingsins. Þingleiðtogar sátu á fundi með Ford i gærmorgun og á þeim fundi kom þessi aðvörun fram. (Eins og skýrt var frá i Timanum i gær, lagði forsetinn fram marg- háttaðar tillögur fyrir þingið i fyrradag. Tillögurnar eiga það sammerkt, að þeim er ætlað aö draga úr þeim efnahagsörðug- leikum, er nú steðja að banda- risku efnahagslifi, þ.á m. draga verulega úr innflutningi á oliu til Bandarikjanna.) 1 ávarpi sinu á Bandarikjaþingi i fyrradag sagði Ford, að útlitið væri dökkt — og þvi yrði að gripa sem fyrst til aðgerða i þvi skyni að koma efnahag Bandarikjanna á réttan kjöl. Fundur Fords með þingleiðtog- um beggja flokka i gærmorgun var fyrsta skref hans i þeirri við- leitni að fá tillögurnar samþykkt- ar á þingi. Og sannarlega virðist ekki blása byrlega fyrir forsetan- um. Robert Byrd, öldungadeildar- maður frá Vestur-Virginiu og leiðtogi demókrata i deildinni, kvaðst hafa sagt forsetanum, að i tillögum hans væri ekki komið nægilega til móts við þá, sem standa höllum fæti, og sömuleiðis næðu tillögurnar i orkumálum of skammt. Einkum virðast tillögurnar i orkumálum þyrnir i augum þing- manna demókrata. Þær gera ráð fyrir samræmdri áætlun i þvi skyni að draga úr oliuneyzlu, þ.á m. að stuðlað verði að aukningu kola- og kjarnorkuframleiðslu innanlands. Þingmennirnir telja, að áætlunin geti aukið þá verð- bólgu, sem i dag tröllriður banda- risku efnahagslifi. Þá hafa demókratar gagnrýnt tillögur forsetans i skattamálum, er gera ráð fyrir 12% skattalækk- un. Segja þeir, að slik breyting komi sérlega illa við meðal- og lágtekjumenn. Ford er samt sem áður ekki af baki dottinn. Hann virðist stað^ ráðinn i að láta sverfa til stáls, og hefur m.a.s. hótað þinginu að taka til sinna ráða i krafti stjórnarskrárbundins valds sins, hafni þingið tillögum hans. William Simon fjármálaráð- herra sagði i gær, að tillögur Fords væru ekki merki um, að breytt hefði verið um stefnu. (Sem kunnugt er beitti forsetinn sér fyrir skattahækkun i haust, en hefur nú lagt til, að skattar verði IRA GEFUR ÚT „STRÍÐS- YFIRLÝSINGU f r — Mikið ófall fyrir brezka rdðherra Reuter-Dublin. trski lýðveldis- herinn (IRA) hefur ákveðið að framlengja ekki vopnahléð það, er i gildi hefur verið á Norður-lr- landi og Bretlandi undanfarna 25 daga. Búizt er við, að þessi ákvörðun sé merki um, að ný alda hryðju- verka hefjist i brezkum borgum, svo og eru fréttaskýrendur ugg- andi um, að ófriður magnist á Noröur-lrlandi. 1 yfirlýsingu frá herráði IRA, sem gefin var út i gær, segir m.a. að brezka stjórnin hafi ekki aöhafzt neitt i þá átt að koma á varanlegum friði. Vist er að ákvörðun IRA verður brezkum ráðherrum mikið áfall. Þeir nöfðu einmitt vonazt til, að timi gæfist til að finna bráðabirgða- lausn á deilumálum á Norður-lr- landi, meðan vopnahléð stæði. Reuter-Washington. t gær- kvöldi náðist samkomulag á ráðstefnu helztu iðnrikja heims, sem haidin var á veg- um Alþjóða gjaldeyris- sjóðsins. Samkomulagið er i stuttu máii fólgið t, að stofnsettir verða tveir sjóðir, sem ætlað er aðtreysta efnahag þeirra oliuneyziurikja, sem eiga i mestum erfiðleikum af völd- um verðhækkana á oiiu. Denis Healey, fjármála- ráðherra Bretlands, lýsti ánægju sinni með samkomu- lagið og kvað það tryggja hundruðum milljóna manna viðunandi lifskjör I fram- tiðinni. Sadat í viðtali við blað í Líbanon: ísrael á leik! NTB/Reuter-Beirut. Anwar Sadat Egyptalandsforseti hgfur lýst yfir, að tsraelsstjorn hafi þriggja mánaða frest tii að kaiia herlið sitt heim frá landamærum Egyptalands, Jórdaniu og Sýr- iands — ella mæti Arabar til friðarráðstefnu i Genf og hespi henni af. (Sadat á væntanlega við, að innan þriggja mánaða verði að leysa deilur Araba og tsraelsmanna — ella brjótist út strið I Miðjarðarhafslöndum. Þessi ummæli komu fram i viðtali við Sadat, er birtist i hinu útbreidda dagblaði An-Nahar, sem gefið er út i Libanon. — Ég mun ekki fallast á aðra lausn en þá, áð tsraelsmenn dragi sig til baka frá öllum landamærunum samtimis. Arið 1975 er ár fram- lækkaðir.) Simon lagði áherzlu á, að stefn- an i efnahagsmálum yrði að vera sveigjanleg, svo að hægt væri að mæta breyttum aðstæðum á efna- hagssviðinu. Fjármálaráðherr- ann kvað rétta stefnu að létta skattbyrðinni af bandariskum borgurum, en sagðist lita á greiðsluhalla rikissjóðs á liðnu ári með „hryllingi”. — Við verð- um að stöðva þessa gegndarlausu eyðslu hins opinbera, sagði hann. Orðrómur hefur að undanförnu verið á kreiki um, að Simon væri i þann veginn að segja af sér.Ráð- herrann visaði þessum orðrómi á bug i gær og kvaðst ekki hafa i huga að láta af embætti fjármála- ráðherra, þótt syrti i álinn. Simon: Draga veröur úr gegndarlausri eyðslu hins opinberaj Sadat ásamt Henry Kissinger, utanrikisráðherra Bandarikjanna: Ein- læg vinátta nær langt, en nægir ekki. kvæmda, þvi að næsta ár fara fram forsetakosningar i Banda- rikjunum. Eitthvað verður þvi að gera — og það hið fyrsta, sagði forsetinn i viðtalinu. Sadat kvað ekki annað koma til greina en heildarlausn á deilum Araba og Israelsmanna. — Ráðist ísraelsmenn á Sýr- lendinga, skerast Egyptar umsvifalaust I leikinn. Þetta veit Israelsstjórn eins og Bandarlkja- stjórn, sagði forsetinn ennfrem- ur. Egyptalandsforseti sagði, að Israelsmenn ættu næsta leik. — Okkur hafa ekki borizt nein friðartilboð frá þeim tií þessa — og þeir verða sjálfir að bera ábyrgð á sliku aðgerðarleysi, sagði Sadat i lok viðtalsins. Sadat til Parisar Reuter-Kairó/Paris. Opinberlega var tilkynnt I Kairó I gær, að Anwar Sadat Egyptalandsfor- seti færi I opinbera heimsókn til Parisar dagana 27.-29. janúar n.k. I boði Valery Giscard d’Estaing Frakklandsforseta. 1 fréttum frá Paris I gær segir, að ástand mála i Miðjarðarhafs- löndum muni að sjálfsögðu bera hæst i viðræðum forsetanna. Þetta verður i fyrsta sinn, að þjóðarleiðtogi Egypta, ferðast til Evrópu frá þvi Farúk konungi var steypt af stóli fyrir 22 árum. NTB-Nikósiu. Innan fárra daga verður mynduð loftbrú milli Tyrklands og brezku her- stöðvarinnar Akrotiri á Kýp- ur. A tæpum hálfum mánuði er ætlunin að flytja á brott frá eynni u.þ.b. 8000 tyrknesku- mælandi flóttamenn. Melih Esenbel, utanrikis- ráðherra Tyrklands, sagði á fundi með fréttamönnum i gær, að brezka stjórnin hefði loks gefið samþykki sitt til þessara flutninga fyrir tveim dögum. Esenbel sagði, að ákvörðunin hefði án efa i för með sér batnandi sambúð Bretlands og Tyrklands. Ekki hefur ákvörðun brezku stjórnarinnar alls staðar verið fagnað. Griskumælandi menn á Kýpur hafa ákaft mótmælt henni, t.d. efndu hundruð stú- denta til mótmælaaðgerða á aðaltorginu i Nikósiu, höfuð- borg Kýpur: Þá hélt Makarios Kýpurforseti sérstakan fund með nýskipaðri rikisstjórn sinni vegna þessa máls. Talsmaður brezka utan- rikisráðuneytisins sagði i gær, að ákvörðun þessi hefði verið tekin af mannúðarástæðum. Aður hefði farið fram könnun meðal þeirra flóttamanna, sem dvelja i herstöðinni, til að ganga úr skugga um, hve margir þeirra óskuðu að flytj- ast til meginlandsins. Demetrios Bitsios, utan- rikisráðherra Grikklands, hefur gagnrýnt ákvörðunina og sagt, að þetta mál hefði fremur átt að leysa með samningum grisku- og tyrk- neskumælandi eyjarskeggja. Reuter-Gautaborg. Sænsku Volvo-verksmiðjurnar hafa ákveðið að draga úr bifreiða- framleiðslu á þessu ári vegna hins ótrygga efnahagsástands á Vesturlöndum. Talsmaður Volvo-verk- smiðjanna upplýsti I gær, að samdráttur I framleiðslunni yrði liklega um sex af hundraði. Hluti þeirra verka- manna, sem nú vinna við framleiðslu fólksbifreiða, verða fluttir til innan fyrir- tækisins. Þetta er gert til að koma i veg fyrir uppsagnir starfsmanna — og kvað tals- maðurinn þessar tilfæringar koma sér vel, bæði fyrir fyrir- tækið og starfsmenn þess. 232 þús. bifreiðar voru framleiddar hjá Volvo-verk- smiðjunum á liðnu ári, en áætlað er, að 220 þús. bifreiðar verði framleiddar i ár. Þess má geta, að Volvo var á sið- asta ári stærsti útflutnings- aðili i Sviþjóð. Reuter-Stokkhólmi. Sven Anderson, utanrikisráðherra Sviþjóðar, sagði I gær, að sænska stjórnin hefði form- Iega slitið öllu stjórnmála- sambandi við stjórn Suöur- Vietnam, sem situr i Saigon. Þetta kom fram i svari utanríkisráðherrans við fyrir- spurn frá leiðtoga sænskra kommúnista, C.H. Hermans- sons, sem borin var fram i sænska þinginu og vék að tengslum Sviþjóðar við stjórn- ina I Saigon. Reuter-Bonn. Áreiðanlegar fréttir frá Bonn hermdu i gær, að Helmut Schmidt kanslari ætiaði að fresta fyrirhugaðri heimsókn sinni til Kina, sem áformuð er I vor. Ástæðan tii þessarar ákvörðunar eru þær góöu móttökur, er Franz-Josef Strauss, leiötogi CSU (systur- flokks kristiiegra demókrata i Bæjaraiandi), fékk er hann sótti Kínverja heim fyrr i þessari viku. Schmidt er einkum talið sárna, að Strauss — sem tal- inn er helzti keppinautur kanslarans á stjórnmálasvið- inu — var tekið sem þjóðar- leiðtoga i Kina, t.d. var lagður rauður dregill að þotu þeirri, er Strauss ferðaðist með. Að sögn hefur Schmidt kvartað yfir þessum höfðinglegu mót- tökum við kinverska sendiráð- ið i Bonn og farið fram á, að tekið verði á móti sér „með viðeigandi hætti” við komuna til Kina. Schmidt

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.