Tíminn - 18.01.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.01.1975, Blaðsíða 3
Laugardagur 18. janúar 1975. TiMÍNN Hjalti Jóhannsson ogGýmir Guðlaugsson sáu þyrluna hrapa: Eldur blossaði upp um leið og vélin skall í jörðina FB—Reykjavik. „Tveir menn á olíubíl frá BP, 0-1577, voru rétt komnir i gegnum Tíðaskarð i gær, er þyrlan fórst á Kjalar- nesinu. Bilstjórinn, HJALTI JÓ- HANNSSON og GÝMIR GUÐ- LAUGSSON báöir úr Reykja- vfk, lýstu þvi sem þeir sáu á þennan hátt. Við vorum hér á ferð á oliu- bilnum, og vorum að dreifa oliu á b'æi á Kjalarnesi. Við vorum Hjalti Jönsson (t.h.) og Gýntir Guölaugsson sáu þyrluna hrapa til jarðar. Timamynd G.E. rétt komnir i gegnum Tiða- skarð, þegar okkur verður lituð til vinstri. Sjáum við þá þyrl- una, og virtist ekki fara á milli mála, að hún væri stjórnlaus og væri að hrapa. Við horfðum á hana I um það bil eina minútu, en á meðan hrapaði hún til jarð- ar. Okkur fannst sem hún hrap- aði þannig, að hún hefði verið komin yfir sjóinn, nærri strönd- inni, og visaði stélið aftur til lands. Hrapaði vélin siðan aftur á bak, stélið fyrst, og við gizkum á að stélið hafi komið niður fyrst. — Eitt augnablik sáum við ekki vélina. Annaðhvort höfum við litið af henni, eða eitthvað borið á milli, við gerðum okkur ekki grein fyrir þvi. En svo var vélin komin I jörðina, og um leið blossaði eldur upp i henni. — Við vorum um það bil einn og hálfan kilómetra frá slys- staðnum, þarna sem við vorum i bflnum á veginum. Við flýttum okkur þegar heim að Hjarðar- nesi, en þá var Jósep Kristjáns- son, sem þar býr, kominn út og búiB var að hringja eftir hjálp. Við fórum þegar að slysstaðn- um, en þar var svo mikill eldur, að ekkert var hægt að gera. • — Við heyrðum aldrei I vél- inni og ekki heldur þegar hún skall I jörðina, enda var biilinn i gangi hjá okkur, svo vélarhljóð-. ib i honum hefur yfirgnæft allt annað. Ingunn og Jósep í Hjarðarnesi: Sprenging í þyrlunni um leið og Ingunn leit út um gluggann í Hjarðarnesi FB—Reykjavik. — A Hjarðar- nesi búa ung hjón, JÓSEP KRISTJANSSON og INGUNN BJORNSDÓTTIR. Þau vinna á Jósep og Ingunn i Hjarðarnesi: Eldhafið svo mikið, að engri björg- un varð við komið. Timamynd G.E. Alafossi, en leigja Ibúðarhúsið i Hjarðarnesi. Ingunn og Jósep sögðust hafa verið að vinna langt fram eftir I gærkvöldi, og þess vegna voru þau ekki vökn- uð, þegar þyrlan flaug I átt að bænum. Ingunn sagðist þó i svefnrof- unum hafa heyrt flugvélarhljóð, og þótti henni það eitthvað und- arlegt, en sagði, að það gæti vel stafað af þvi, að þetta var þyrla en ekki venjuleg flugvél. Hún segist svo hafa heyrt spreng- ingu, eiginlega um leið og hún stökk út að glugganum, og aldrei segist hún hafa séð vélina á lofti, þetta hafi allt gerzt ein- hvern veginn samtimis, að hún heyrði I vélinni, vaknaði, leit út um gluggann, og sprengingin kvað við. Jósep sagðistþegar hafa þotið á fætur og út, en þegar hann kom að þyrlunni var eldur svo mikill, aðhann sá ekkert, hvort einhverjir væru i henni, eða hún væri mannlaus. Var engri björgun þar við komið. Um leið og Jósep þaut út úr hdsinu fór Ingunn I simann, og hringdi i simstöðina á Brúar- landi og bað um að aðstoð yrði send. Ingunn sagði, að klukkan heföi verið rétt um ellefu þegar hún hringdi, en enginn slökkvi- bfll hefði verið kominn á stað- inn fyrr en um eða upp úr klukk- an tólf. Sagði hún að það væri ótrúlega langur timi, þar sem bæði lögregla og sjúkralið hefðu komið á vettvang mun fyrr. Sigríður Böðvars dóttir í Saurbæ: lin steypti stömpum og féll til jarðar FB-Reykjavik — SIGRÍÐUR BÖDVARSDÓTTIR, 17 ára stúlka frá Saurbæ á Kjalar- nesi var ein þeirra, sem sáu, þegar þyrlan fórst. Sigriður var ekki heima, þegar Timinn ætlaði að ná sambandi við hana, en Anna Sigurðardóttir húsfreyja i Saurbæ sagöi, að Sigriður hefði lýst tildrögum slyssins á þann hátt, að hún sjálf hefði verið á leið upp á veginn, þeg- ar hún sá þyrluna koma fljúg- andi yfir ásana við Tiðaskarð og fljúga áfram út að sjónum. Ekki tók telpan sérstaklega eftir ganghljó&i þyrlunnar, enpegar hún var komin um það bil yfir landamerkin milli Saurbæjar og Hjarðarness sá Sigriður, hvernig stél þyrlunn- ar reis allt i einu beint upp i loftið. Virtist henni eins og flugmaðurinn hefði ekki stjórn á vélinni, þvi hún steypti stömpum i loftinu og lenti svo i jörðinni. Fólkið i Saurbæ fór þegar á slysstaðinn, en þar var ekkert hægt að gera enda mikill eldur i vélinni. Anna Sigurðardóttir Guðmundur Egilsson, mjólkurbílstjóri: Fluglag þyrlunnar einkenni- legt GUÐMUNDUR EGILSSON injólkui'bilHtjiiri I Borgarnesi var á leið suður, rétt áður en slysið varð og sá til vélarinn- ar. Honum sagðist svo frá i við- tali við Timann: — Um klukkan ellefu var ég staddur á Kjalarnesinu á leið til Reykjavikur með mjólk úr Borgarnesi. Þá sá ég þyrlu á flugi uppi við fjallið. Þaö vakti athygli mina hversu einkenni- legt fluglagið var og slingrandi — allt öðruvisi en ég hef áður séð þyrlur fljúga. Það var þó ekki fyrr en ég var kominn á móts við Korpúlfsstaði, að mér datt i hug, að eitthvað hefði verið að vélinni og að hún hefði jafnvel hrapað, þvi að þá mætti ég sjúkrabil, lögreglu og flug- björgunarsveitarbilum. Þegar ég kom svo upp i mjólkurstöðina I Reykjavik, hitti ég að máli tvo starfs- bræður mina, þá Ragnar Felixson og Sigurð Þórðarson, sem höfðu séð þyrluna og okk- ur bar öllum saman um, að fluglagið hefði verið undar- legt. Guðmundur Egilsson. Honum varboðið að fara með þyrlunni: Annir ollu því að ég hafnaði — sagði Baldur Helgason — ÞAD HEFUR talsvert mætt á méi' að undanförnu vegna sl felldra bilana á raflinum i ótíðinni, sem verið hefur svo vlða um laml, og ég afþakkaði þetta boð, sem mér var gert, sagði Baldur Helgason, tækni- fræðingur hjá Rafmagnsveit- um rikisins, við Timann i gær. Baldur var einn þeirra, sem átti þess kost að fara vestur á Snæfellsnes með þyrlunni, sem fórst á svo hörmulegan hátt á Kjalarnesi i gær- morgun. — Mér fannst ég hafa svo mörgu að stjórna hérna i bæn- um, sagði Baldur ennfremur, að ég gaf mér hreinlega ekki tima til þess að fara þessa ferð. Það var sitthvað, sem mér var kappsmál að ljúka við sem fyrst. Það eru, eins og skiljanlegt er, margir óþreyjufullir, þegar svo margt fer úrskeiðis samtimis og einskis manns færi að sinna öllu I einu. Þess má geta, að meðal annarra, sem boðið var sæti i þyrlunni, voru þeir Kári Einarsson verkfræðingur og Ólafur Magnússon, rafvirki hjá Rafmagnsveitum rikisins. En þeir höfnuðu til allrar hamingju boði eins og Baldur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.