Tíminn - 18.01.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.01.1975, Blaðsíða 7
Laugardagur 18. janúar 1975. TÍMINN 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausasöiu kr. 35.00. ^ Askriftargjald kr. 600,00 á mánuði._Blaðaprent h.f. Norska olían Eftir að olia fannst undan ströndum Noregs og byrjað var að nýta hana, hafa orðið vaxandi um- ræður um það, hvort ekki yrði hagstætt fyrir ís- lendinga að beina oliukaupunum þangað, með langtimasamninga fyrir augum. Timinn lagði nýlega þessa spurningu fyrir Vil- hjálm Jónsson, forstjóra Oliufélagsins, og var svar hans á þessa leið: ,,Við fslendingar verðum að kaupa oliu þaðan, sem hagkvæmast verð býðst á hverjum tima, og leggja áherzlu á það, að kaupin þjóni sem bezt hagsmunum þjóðarinnar. Þetta er orðið okkur enn mikilvægara nú, þegar oliuverðið er orðið svo hátt, að 20% af gjaldeyristekjum okkar renna til kaupa á þeirri einu vörutegund. Ég er alveg fordómalaus um það. frá hvaða þjóð helzt beri að kaupa oliu, en hvað snertir spurning- una um oliukaup af Norðmönnum, langar mig að benda á þrjú atriði: a) Þótt fundizt hafi verulegt magn oliu á yfir- ráðasvæði Norðmanna i Norðursjó, er enn langt i, að sú olía komist á markaðinn. Það var árið 1970, að olia fannst á Ekofisksvæðinu i Norðursjó. Norska fyrirtækið Petronord á aðeins 20% þeirrar oliu, sem þar fæst, og það verður ekki fyrr en lokið er lagningu oliuleiðslu til Bretlands, að umtalsvert magn kemst á markaðinn. Ég held þvi, að vart sé ástæða til að gera þvi skóna, að Norðmenn bjóði hagstæða samninga i nánustu framtið. b) Eins og öllum er kunnugt eru orkumálin i mikilli óvissu og erfitt að sjá fyrir þróun þeirra. Ég tel þvi afar varhugavert að gera nokkra lang- timasamninga um oliukaup nú. c) Ég er alls ekki viss um, að rikisstjórn Noregs muni selja oliu á lægra verði en hægt er að fá hana hjá öðrum aðiljum. í þvi sambandi langar mig að vitna i upplýsingar, sem fram komu i blaðaviðtali, er Dagens Nyheter átti við Erik Grafström, for- mann sænska orkuráðsins, fyrir skömmu. Hann sagði, að Sviar hefðu ekki notfært sér þá samn- inga, sem þeir gerðu s.l. vor við oliuframleiðslu- rikin Lýbiu og Kuwait, vegna þess að olia keypt beint af rikisstjórnum oliuframleiðslurikjanna væri dýrari en olia, sem fjölþjóða oliufyrirtækin settu á markaðinn. Ástæðuna kvað Grafström þá, að þótt fjölþjóða oliufyrirtækin keyptu oliu af þessum rikisstjórnum á sama verði og selt væri til annarra aðilja, hefðu þau jafnframt aðgang að eigin framleiðslu,þannig að meðalverðið frá þeim yrði til muna lægra en frá rikisstjórnum oliuframleiðslurikjanna. En þetta atriði á eftir að breytast, þvi að oliurik- in taka nú framleiðsluna i eigin hendur i æ rikari mæli, i stað þess að láta fjölþjóða oliufyrirtækjum hana eftir gegn vissum skatti eða hlutdeild i hagn- aði. Sú hugmynd hefur komið fram, að Islendingar fælu oliuhreinsunarstöðvum i Vestur-Evrópu að vinna úr þeirri jarðoliu, sem þeir hugsanlega kynnu að kaupa af Norðmönnum. Ég tel þá hug- mynd vart raunhæfa, þvi að með þeim hætti yrðu kaupin öll gerð flóknari, og sennilega óhagkvæm- ari”. Til viðbótar má geta þess, að á fundi Norður- landaráðs i Álaborg var upplýst, að það yrði fyrst eftir 1980, sem Norðmenn gætu farið að selja oliu til annarra Norðurlanda. Bersýnilegt er af þessu, að sá vandi, sem nú er glimt við i þessum efnum, verður ekki leystur með oliukaupum frá Noregi. Það verður i fyrsta lagi raunhæft eftir nokkur ár, að hægt verði að kaupa oliu þaðan, og þá getur ástandið verið orðið gerbreytt i þessum efnum. Þ.Þ. Benedikt Ásgeirsson, námsmaður í Göttingen: Keppa Schmidt og Strauss 1976? Ástand og horfur í efnahagsmálum Þýzkalands NÝUTKOMIÐ hefti þýzka timaritsins ,,Der Spiegel'' er einkum helgað miklum og vaxandi áhrifum Þýzkalands á alþjóðavettvangi. Forsiðu- frétt blaðsins hljóðar meira að segja: ..Þýzkaland. heims- veldi gegn vilja sinum". Hvort Þýzkaland hefur nokkuð á móti þvi að verða heimsveldi er umdeilt mál. Söguleg reynsla þeirra sjálfra og ná- granna þeirra af þeim á þess- ari öld hefur hins vegar gert það að óskhyggju meðal ým- issa Þjóðverja og ekki siður nágranna þeirra, einkum Frakka. að riki Þjóðverja verði ekki mjög valdamikið. Það er ekki ætlunin að ræða hugarfar Þjóðverja til þessar- ar þróunar frekar, heldur aö kanna ýmsar staðrevndir, sem eru mikilvægari i þessu tilliti. Spegillinn (þ.e. Der Spiegel) rökstyður þá fullyrðingu sina, að Vestur-Þýzkaland sé orðið að heimsveldi. á þrjá vegu: 1 fyrsta lagi er hann mjög drjúgur yfir gæðum herafla Þýzkalands, sem á að skara fram úr herjum annarra rikja Vestur-Evrópu. Spegillinn virðist hins vegar gleyma þvi, að herlið Þjóðverja nemur ekki hálfri milljón manna, og að það ræður ekki yfir neinum kjarnorkuvopnum . Þess vegna er tæplega hægt að halda þvi fram, að her Vestur- Þjóðverja beri þess nokkur merki, að Þýzkaland sé heimsveldi. í öðru lagi bendir Spegillinn á hinn samkeppnis- hæfa iðnað Þýzkalands. I þriðja lagi er bent á risavax- inn gjaldeyrisvarasjóð Þjóð- verja. Með öðrum orðum, efnahags- og fjármálavald Vestur-Þýzkalands hefur gert það að heimsveldi. Það er ekki hægt að efast um, að hið trausta efnahagslif Þýzka- lands hafi aukið áhrif þess og virðingu á alþjóðavettvangi. Af þvi leiðir hins vegar ekki skilyrðislaust, að Þýzkaland sé orðið að heimsveldi. Vera má, að Spegillinn ætti að ihuga betur ummæli Epplers, fyrr- verandi þróunarmálaráð- herra i stjórn Schmidts, sem sagði, að Þjóðverjar hafi aldrei getað metið sjálfa sig rétt. Sagan mun leiða það endanlega i ljós á sinum tima hvort Þýzkaland er heims- veldi eða ekki, en þar sem þró- un efnahagsmála er greini- lega mjög mikilvæg i þessu sambandi er eðlilegt að ihuga hana nokkuð nánar. AÐALFJARSJÓÐUR og stolt Þjóðverja er gjaldeyris- og gullvarasjóður þeirra, sem nemur nú um 88 milljörðum þýzkra markra. Hann er stærri en gjaldeyrisvaraforði nokkurs annars rikis. Ekki eru miklar likur fyrir þvi, að hann minnki á næstunni. Viðskipta- jöfnuður Þýzkalands var hag- stæður um 39 milljarða þýzkra marka árið 1974, og þvi er spáð, að á þessu ári verði hann hagstæður um 43 milljarða þýzkra marka. Veruleg aukn- ing gjaldeyriskostnaðar vegna hækkana á oliuverði virðast skipta mjög litlu máli i þessu sambandi. Þessi hagstæði við- skiptajöfnuður stafar eðlilega af þvi, að iðnaður Þjóðverja framleiðir mjög mikið fyrir erlenda markaði. Þar liggur lika ein af hættunum fyrir þýzka hagkerfið. Ef kreppu- ástand skapast i mikilvægustu viðskiptalöndum Þýzkalands, t.d. i Bandarikjunum og Efna- hagsbandalagsrikjunum, þá mun það draga mjög úr eftir- spurn, þar á meðal eftir þýzkri framleiðslu. Þetta hefur þegar Frans Josef Strauss er ini á ferðalagi i Kina, og munu Iíússar ekki vænta sér góðs af þeirri för. komið fram i þvi, að dregið hefur úr innflutningi þýzkra bila til Bandarikjanna. Enn fremur er sennilegt, að gjald- eyriserfiðleikar ýmissa mikil- vægra viðskiptalanda Þýzka- lands, sern geta aukizt enn, ef oliuverðið hækkar.leiði til tak- mörkunar á innflutningi þeirra. Það myndi koma harkalega niður á þýzka efna- hagslifinu. Af þessum ástæð- um kæmi heimskreppa mjög illa við Þýzkaland, eins og öll önnur lönd. t AUGNABLIKINUá Þýzka- land við ýmsa efnahagserfið- leika að etja. Hagvöxtur árið 1974 nam aðeins 0,5%, miðað við 5,3% 1973. Alitið er, að hann verði 2,5% á þessu ári. Rauntekjur verkamanna juk- ust um 9,5% siðast liðið ár, samanborið við 13,5% hækkun árið 1973. Þvi er spáð að hækk- un þeirra verði aðeins 8,5% á þessu ári. Arðsemi fyrirtækja hefur lækkað verulega frá 1973, en vegna sérstakra ráð- stafana stjórnarinnar á hún að aukast til muna á þessu ári. Þjóðverjum hefur tekizt að halda verðbólgunni i skefjum. 1 desember '74 nam hún aðeins 5,9%, sem er nokkur lækkun, þvi meðaltal ársins 1974 er 7,0%. Þvi er spáð, að verð- bólgan fari minnkandi og verði aðeins 5,5% á þessu ári. Alvarlegasta efnahagsvanda- mál Þjóðverja um þessar mundir er atvinnuleysi. 1 lok ársins 1974 nar- tala atvinnu- lausra945 þús., sem samsvar- ar um 4,2% atvinnuleysi. Hún hefur farið ört vaxandi undan- farið, og búizt er við, að um ein milljón manna verði orðnir atvinnulausir i lok janúar, og hálf önnur milljón, þegar liður á veturinn. Þetta er mesta at- vinnuleysi hér i 16 ár. Þetta vandamál hefur valdið nokkr- um deilum innan stjórnarinn- ar i Bonn. Til að byrja með var Schmidt kanslari ásamt fjár- málaráðherra sínum, Apel frá SPD, og efnahagsmálaráð- herranum Friedrichs frá FDP, tregur til að gripa til nokkurra ráðstafana. Þeir álitu, að auknar framkvæmd- ir, sem ættu að draga úr at- vinnuleysi, myndu fyrst og fremst auka verðbólguna. En sósialdemókratar, flokkur verkamanna og — ekki siður — verkalýössamtaka, gat hins vegar ekki leyft sér að horfa aðgerðalaus á ört vaxandi at- vinnuleysi. Eftir miklar deilur innan stjórnarinnar — FDP og SPD kom ekki saman um hvað gera skyldi og báðir flokkar vonuðust til að hafa pólitiskan hagnað af aðgerðunum — var ákveðið að stuöla að aukinni fjárfestingu með þvi að greiða rikisframkvæmdir, sem eiga að skapa aukna atvinnu milli- liðalaust. Þetta óvenjulega mikla atvinnuleysi á sér margþættar orsakir, m.a. samdráttur i útflutningsiðn- greinum og lokun fyrirtækja i þeim atvinnugreinum, sem eru ekki lengur samkeppnis- hæfar. Þegar þessar ástæður eru hafðar i huga, er óliklegt, að takmarkaðar aðgerðir stjórnarinnar dragi nema litið úr atvinnuleysinu. ANNAÐ ..vandamál’’ fyrir stjórnina i Bonn eru þær óvin- sældir, sem hún skapar sér með þessu atvinnuleysi. Það átti nokkurn þátt i tapi SPD/ FDP i fylkiskosningunum i Hessen og Bæjaralandi i októ- ber s.l. A þessu ári fara fleiri slikar kosningar fram, m.a. i Nordreihn-Westphalen, sem er fjölmennasta fylki Þýzka- lands. Þar er stjórn SPD og FDP við völd, en hún stendur frekar höllum fæti. Það væri mikið áfall fyrir þessa flokka og stjórn þeirra i Bonn, ef hún félli. Hið vaxandi atvinnuleysi og óvinsældir stjórnarinnar hafa valdið nokkurri ringul- reið innan FDP. Þessi litli flokkur hefur alla tið verið hræddur við að hljóta ekki til- skilin 5% atkvæða til að fá mann kjörinn á þing. Upp á siðkastið hefur þessi ótti farið vaxandi og m.a. valdið erfið- leikum i stjórnarsamstarfinu við SPD. Ef bæöi verðbólga og at- vinnuleysi aukast til muna og hálfgert kreppuástand skap- ast — það er reyndar mjög ó- liklegt, að slikt gerist á næst- unni — þá mun það eðlilega hafa veruleg áhrif á þróun stjórnmála. Ein afleiðing sliks kreppuástands er hugsanlega og jafnvel sennilega sú, að for- maður CSU i Bæjaralandi, Frans Josef Strauss, verði næsti kanslari. Hann hefur hug á að verða frambjóðandi CDU/ CSU til kanslara i kosn- ingunum 1976. Eins og er — og nú rikir ekki neitt kreppu- ástand — hefur hann, sam- kvæmt nýlegri skoðanakönn- un, álika góða möguleika og Helmut Kohl, formaður CDU, og Gerhard Stoltenberg, vara- formaður CDU, (Dr. Karl Carstens formaður þingflokks CDU/ SCU hefur enga mögu- leika). Schmidt kanslari virð- ist reikna með þvi, að Strauss verði mótframbjóðandi sinn. Þetta er siöasti möguleiki Strauss til að verða kanslari, og það er ekki hægt að útiloka það, að honum takist að not- færa sér þær kröfur um „sterkan stjórnanda”, sem oft er haldið á lofti á erfiðleika- timum, og verða kanslari. 1 byrjun þessarar greinar var rætt um þaö, hvort Þýzka- land væri heimsveldi. Strauss er ekki i neinum vafa um það. Hann myndi i samræmi við þá skoðun sina án efa beita fjár- málavaldi Þýzkalands af mik- illi hörku á alþjóðavettvangi. Hingað til hefur hann ekki hik- að viö að gripa til ýmissa vafasamra aðgerða til að framkvæma áform sin. Þann- ig gæti hann hæglega unniö hinum góða orðstir Þýzka- lands eftirstriðsáranna óbæt- anlegt tjón.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.