Tíminn - 18.01.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.01.1975, Blaðsíða 8
TÍMINN Laugardagur 18. janúar 1975. Innvegið mjólkurmagn frá upphafi 1370 millj. lítrar HHBHHHMŒHBHPHHHBHBHB FB-Reykjavik. Mjóikursamsalan varö 40 ára 15. janúar. Innvegiö mjólkurmagn samsölunnar frá upphafi nemur um 1370 milljón- um litra. Innvegi6 mjólkurmagn fyrstu fimm starfsárin var 61 milljón lítra, en til samanburðar má geta þess, aö mjólkurmagnið á siöasta ári var um 58 milljónir litra. Sala Mjólkursamsölunnar á slöasta ári var um 2200 milljónir króna, og er þá ekki reiknuð með sala undirfyrirtækja hennar. Ef reiknað er með um 300 söludögum á ári, er salan rúmar sjö milljónir dag hvern. Daglegt sölumagn mjólkur frá Mjólkurstöðinni i Reykjavik var i upphafi 12-13 þúsund litrar, en er nii 84 -86 þúsund litrar, en mjög mismikið eftir dögum. Þar við bætast svo aðrar vörutegundir, svo sem rjómi, skyr, ýmsar súr- mjólkurtegundir, jógúrt, sýrður rjómi og fleira. í tilefni af afmæli Mjólkursam- sölunnar var blaðamönnum boðið að skoða fyrirtækið. Oddur Magnússon stöðvarstjóri sýndi þeim fyrirtækið, sem er mjög umfangsmikið. 1 stöðvarhúsun- um við Laugaveg.og Brautarholt eru tilhiísa skrifstofur, söludeild, lager, mjólkurstöðin sjálf, rannsóknarstofa, ísgerð,' brauðgerð, bilaverkstæði og tré- smiðaverkstæði, auk teiknistofu. Þar við bætist svo, að Mjólkur- samsalan rekur mjólkursamlag i Búðardal, og 70 mjólkurbúðir, og svo á htin og rekur að hálfu Osta- og smjörsöluna. Fastir starfs- menn Mjólkursamsölunnar og fyrirtækja hennar, áð undan- skilinni Osta- og smjörsölunni, eru 430. Félagssvæði Mjólkursam- sölunnar náði í upphafi frá sunnanverðu Snæfellsnesi austur að Skaftafellssýslu, en nær nú frá Þorskafirði í Reykhólasveit að Skeiðarársandi. Að Mjólkursam- sölunni standa nú f jögur mjólkur- samlög. Þrjú önnur hafa starfað lengri eða skemmri tima innan hennar vébanda, en verið lögð niður af hagkvæmni — ástæðum, en þau voru öll smá. Markmiðið með stofnun Mjólkursamsölunnar og starfsemi hennar hefur alla tíð miðazt að þvi að halda mjólk og mjólkur- vörum I hæsta gæðaflokki, siauka fjölbreytni i mjólkurafurðum og gæta þess, að vinnslu- og dreifingarkostnaður yrði sem lægstur. Hefur þetta tekizt vel, þvi að hlutfallið, sem bændur fá, þegar búið er að greiða allan kostnað, er yfir 70% af innkomnu andvirði, og hefur komizt upp i 73%. Til samanburðar má geta þess, að í Englandi og á Norður- löndunum, að Noregi undanskild- um, er þetta hlutfall 40-50% og þykjast menn þá sleppa vel. t Noregi er það um 60%. Forsenda meiri gæða mjólkur- og mjólkurvara er góð kæling mjólkurinnar, aukið hreinlæti og gæðaeftirlit. Þróunin á þessu sviði hefur verið mjög ör hin siðari ár, og hefur hin svokallaða tankvæðing verið veigamikill þáttur i þeirri þróun. 1 stað þess að kæla og geyma mjólkina i mjólkurbrúsum i köldu vatni, hafa bændur fengið mjólkur- tanka úr fyðfriu stáli einangraða og rafkælda. Þetta er bændum til A myndinni eru, talið frá vinstri, Jóhann H. Jónsson, Gunnar Guðbjartsson, Gunnlaugur Ólafsson, Ein- ar ólafsson, Agúst Þorvaldsson, Stefán Björnsson, Eggert Ólafsson, Guðlaugur Björgvinsson, Oddur Helgason og Oddur Magniisson. (Tlmamynd Gunnar.) mikils hagræðis. Mjólkin er sött heim i mjólkurhús, og kæling mjólkurinnar er ekki lengur háð vindi og veðrum og það sem mikilvægast er, mjólkin er nú betri vara en áður. JTankvæðingu á svæði Mjólkur- samsölunnar er að mestu lokið og um 98% af mjólkurmagni til stöðvarinnar er nú flutt með tankbilum. Samhliða tank :væðingunni hafa verið gerðar miklar breytingar á kæliútbúnaði Mjólkurstöðvarinnar. Um leið og mjólkinni er dælt af tankbilum inn i Mjólkurstöðina, er hægt að kæla hana niður i 1 gráðu C, Sfðan berst hún eftir lokuöu kerfi og kemst aðeins i snertingu við ryðfritt stál, þar til hún er komin i umbúðir. Segja má að i Mjólkurstöðinni hafi verið tekin upp eins míkil sjálfvirkni og hægt er og þekkist i mjólkurvinnslu. Notað er sjálf- virkt þvottakerfi til hreinsunar á öllum tönkum, mjólkurleiðslum og vélum, sem mjólkin kemst i snertingu við. Nýjar og fullkomnar áfyllingarvélar hafa verið teknar i notkun, þær siðustu núna i desember s.l. Mjólkursamsalan eykur mjög fullkomna rannsóknar'stofu. Þar er öll mjólk og allar mjólkurvörur sem berast til stöðvarinnar, rannsakaðar, svo og vörur, sem frá henni fara. Sýni þau, sem rannsóknarstofan tekur á'r- lega.skipta tugum þúsunda. Einn meginþáttur í starfi Mjólkursamsölunnar og helzta hlutverk frá stofnun er að annast Mjólkurtankblll við stöðvarvegg. sölu og dreifingu mjólkur, rjóma og skyrs og fleiri mjólkurafurða á verðjöfnunarsvæði sinu. Mjólkur- bú Flóamanna og Mjólkursam- lagið i Borgarnesi annast þann þátt á heimasvæðum sinum i um- boði Mjólkursamsölunnar, en Mjólkursamlagið i Búðardal reisti Mjólkursamsalan og rekur til að taka við mjólk og annast sölu og dreifingu á norðanverðu Snæfellsnesi, Dalasýslu og austanverðri Barðaströnd. Dag- legt sölu- og dreifingarsvæði Mjólkursamsölunnar mi er þvi þéttbýlið við sunnanverðan Faxa- flóa, Akranes og Vestmanna- eyjar, en var í upphafi aðeins Reykjavik. Við stofnun Mjólkursam- sölunnar voru 34.000 ibúar á dreifingarsvæðinu, en eru nú Tveggja litra áfyllingarvél Mjóikurstöðvarinnar. Þessar fernur hafa notið mikilla vinsælda. Nýjasta tegund mjoikurumhúða, eins litra fernur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.