Tíminn - 18.01.1975, Side 8

Tíminn - 18.01.1975, Side 8
 lllilsplfilliiiliiilillilif Pll ;ii|f x-xixixix-xi-xt: 1 « ' '"mm itxlxtxltxlxlll 1— liiiii f II X: .:;X;X-X; ' ': ••••.••: •xx.'.-x-:-.'.' '•ijijijljiy'"''’' -;í. ''S ; ................................:................................................. TÍMINN Laugardagur 18. janúar 1975. Laugardagur 18. janúar 1975. TÍMINN Innvegið mjólkurmagn fró upphafi 1370 millj. lítrar millj. lítrar á síðasta óri söluverð 2200 millj. kr. FB-Reykjavík. Mjólkursamsalan varð 40 ára 15. janúar. Innvegiö mjólkurmagn samsölunnar frá upphafi nemur um 1370 milljón- um litra. Innvegiö mjólkurmagn fyrstu fimm starfsárin var 61 milljón litra, en til samanburöar má geta þess, aö mjólkurmagniö á siðasta ári var um 58 milljónir litra. Sala Mjólkursamsölunnar á siöasta ári var um 2200 milljónir króna, og er þá ekki reiknuö meö sala undirfyrirtækja hennar. Ef reiknaö er meö um 300 söludögum á ári, er salan rúmar sjö milljónir dag hvern. Daglegt sölumagn mjólkur frá Mjólkurstöðinni i Reykjavik var i upphafi 12-13 þúsund litrar, en er nú 84 -86 þúsund litrar, en mjög mismikið eftir dögum. Þar við bætast svo aðrar vörutegundir, svo sem rjómi, skyr, ýmsar súr- mjólkurtegundir, jógúrt, sýrður rjómi og fleira. 1 tilefni af afmæli Mjólkursam- sölunnar var blaðamönnum boðið að skoða fyrirtækið. Oddur Magnússon stöðvarstjóri sýndi þeim fyrirtækið, sem er mjög umfangsmikið. 1 stöðvarhúsun- um við Laugaveg.og Brautarholt eru til húsa skrifstofur, söludeild, lager, mjólkurstöðin sjálf, rannsóknarstofa, fsgerð,' brauðgerð, bilaverkstæði og tré- smiðaverkstæði, auk teiknistofu. Þar við bætist svo, að Mjólkur- samsalan rekur mjólkursamlag i Búðardal, og 70 mjólkurbúðir, og svo á hún og rekur að hálfu Osta- og smjörsöluna. Fastir starfs- menn Mjólkursamsölunnar og fyrirtækja hennar, að undan- skilinni Osta- og smjörsölunni, eru 430. Félagssvæði Mjólkursam- sölunnar náði í upphafi frá sunnanverðu Snæfellsnesi austur að Skaftafellssýslu, en nær nú frá Þorskafirði i Reykhólasveit að Skeiöarársandi. Að Mjólkursam- sölunni standa nú fjögur mjólkur- samlög. Þrjú önnur hafa starfað lengri eða skemmri tima innan hennar vébanda, en verið lögð niður af hagkvæmni — ástæðum, en þau voru öll smá. Markmiöið með stofnun Mjólkursamsölunnar og starfsemi hennar hefur alla tiö miðazt að þvi að halda mjólk og mjólkur- vörum i hæsta gæðaflokki, siauka fjölbreytni i mjólkurafurðum og gæta þess, að vinnslu- og dreifingarkostnaður yrði sem lægstur. Hefur þetta tekizt vel, þvi að hlutfallið, sem bændur fá, þegar búið er að greiða allan kostnað, er yfir 70% af innkomnu andvirði, og hefur komizt upp i 73%. Til samanburðar má geta þess, að i Englandi og á Norður- löndunum, að Noregi undanskild- um, er þetta hlutfall 40-50% og þykjast menn þá sleppa vel. 1 Noregi er það um 60%. Forsenda meiri gæða mjólkur- og mjólkurvara er góð kæling mjólkurinnar, aukið hreinlæti og gæðaeftirlit. Þróunin á þessu sviði hefur verið mjög ör hin siðari ár, og hefur hin svokallaða tankvæðing verið veigamikill þáttur i þeirri þróun. I stað þess að kæla og geyma mjólkina I mjólkurbrúsum i köldu vatni, hafa bændur fengið mjólkur- tanka úr fyðfriu stáli einangraða og rafkælda. Þetta er bændum til Á myndinni eru, talið frá vinstri, Jóhann H. Jónsson, Gunnar Guðbjartsson, Gunnlaugur Ólafsson, Ein- ar Ólafsson, Ágúst Þorvaldsson, Stefán Björnsson, Eggert Ólafsson, Guðlaugur Björgvinsson, Oddur Helgason og Oddur Magnússon. (Timamynd Gunnar.) Tveggja litra áfyllingarvél Mjólkurstöðvarinnar. Þessar fernur hafa notið mikilla vinsælda. mikils hagræðis. Mjólkin er sótt heim I mjólkurhús, og kæling mjólkurinnar er ekki lengur háð vindi og veðrum og það sem mikilvægast er, mjólkin er nú betri vara en áður. JTankvæðingu á svæði Mjólkur- samsölunnar er að mestu lokið og um 98% af mjólkurmagni til stöðvarinnar er nú flutt með tankbilum. Samhliða tank :væðingunni hafa verið gerðar miklar breytingar á kæliútbúnaði Mjólkurstöðvarinnar. Um leið og mjólkinni er dælt af tankbilum inn I Mjólkurstöðina, er hægt að kæla hana niður i 1 gráðu C., Siðan berst hún eftir lokuðu kerfi og kemst aðeins i snertingu við ryðfrítt stál, þar til hún er komin i umbúðir. Segja má að i Mjólkurstöðinni hafi verið tekin upp eins mikil sjálfvirkni og hægt er og þekkist i mjólkurvinnslu. Notað er sjálf- virkt þvottakerfi til hreinsunar á öllum tönkum, mjólkurleiðslum og vélum, sem mjólkin kemst i snertingu við. Nýjar og fullkomnar áfyllingarvélar hafa verið teknar i notkun, þær siðustu núna i desember s.l. Mjólkursamsalan eykur mjög fullkomna rannsóknarstofu. Þar er öll mjólk og allar m jólkurvörur sem berast til stöðvarinnar, rannsakaðar, svo og vörur, sem frá henni fara. Sýni þau, sem rannsóknarstofan tekur ár- lega.skipta tugum þúsunda. Einn meginþáttur i starfi Mjólkursamsölunnar og helzta hlutverk frá stofnun er að annast Mjólkurtankbiil viO stöðvarvegg. sölu og dreifingu mjólkur, rjóma og skyrs og fleiri mjólkurafurða á verðjöfnunarsvæði sinu. Mjólkur- bú Flóamanna og Mjólkursam- lagið i Borgarnesi annast þann þátt á heimasvæðum sinum i um- boði Mjólkursamsölunnar, en Mjólkursamlagið i Búðardal reisti Mjólkursamsalan og rekur til að taka við mjólk og annast sölu og dreifingu á norðanverðu Snæfellsnesi, Dalasýslu og austanverðri Barðaströnd. Dag- legt sölu- og dreifingarsvæði Mjólkursamsölunnar nú er þvi þéttbýlið við sunnanverðan Faxa- flöa, Akranes og Vestmanna- eyjar, en var i upphafi aðeins Reykjavik. Við stofnun Mjólkursam- sölunnar voru 34.000 ibúar á dreifingarsvæðinu, en eru nú Nýjasta tegund mjólkurumbúða, eins litra fernur nálægt 132.000. A sama tima hefur fjöldi vörutegunda aukizt Ur 5 (þ.e. nýmjólk, súrmjólk, undan- renna, rjómi og skyr) i 21 tegund mjólkur og mjólkurvara. 1 byrjun voru umbúðir gler- flöskur og járnbrúsar undir mjólk og rjóma en trédallar undir skyr. Mikill hluti varanna var seldur i lausu máli i búðum. Arið 1959 voru fyrstu pappaumbúðirnar teknar i notkun, og eru nú allar söluvörur sendar út í neytenda- umbúðum, nema hluti skyrsins. Frá upphafi var Mjólkursam- sölunni skylt að sjá um, að ætið væri nóg af neyzlumjólk til sölu á hverjum tima og jafnframt að ákveða útsölustaði. Aður en hún var stofnuð, var mjólk seld i um 100 búöum i Reykjavik. Þótti sölu- og dreifingarkostnaður allt of hár, og var búðum þvi fækkað. Nú eru i Reykjavik 83 mjólkurút- sölur, en á daglegu sölusvæði Mjólkursamsölunnar 135. Þar af rekur Mjólkursamsalan 66, en aðrir 69. Mikil breyting hefur orðið á fyrirkomulagi og búnaði mjólkurútsala. 1 byrjun var allt afgreitt yfir búðarborð og kæling i búðum léleg og sums staðar engin. Nú er sjálfsafgreiðsla i öllum búðum, og eru þær búnar vélkælingu. Mikið hefur verið rætt um mjólkursölumálin, og sumir viljað að breytingar yrðu þar á. Nefnd var skipuð til þess að gera drög að frumvarpi um heildar- skipun mjólkurmálanna, og var frumvarpið lagt fram á siðasta þingi. Þar var lagt til að Mjólkur- samsalan yrði heildsölufyrirtæki. Mál þetta var ekki afgreitt. Ef mjólkursamsalan yrði heildsölu fyrirtæki, leiddi af sjálfu séf að allar verzlanir hennar yrðu lagðar niður, en kaupmanna- verzlanir eða samvinnufyrirtæki tækju söluna I sinar hendur. Mjólkursamsalan myndi þá að sjálfsögðu losa sig við allar verzlanir sinar, og gæti alls ekki tekið við dreifingunni áfram, og yrði ekki aftur snúið, eins og Agúst Þorvaldsson, formaður stjórnarinnar sagði á blaða- mannafundinum. Stefán Björns- son, forstjóri Mjólkursam- sölunnar, kvaðst telja, að reikna mætti með 20-30 fermetra auka- rými i venjulegri verzlun, ef hún hygðist taka upp mjólkursölu. Yrði sú breyting gerð á mjólkur- sölulögunum, yrði að tryggja það, að verzlanir tækjur allar aðrar mjólkurvörur, auk mjókurinnar sjálfra, til dreifingar. En ýmsir Úr Isgerð Mjólkursamsölunnar. Guðbrandur Hliðar, yfirmaður rannsóknarstofu Mjóikurstöövarinnar, sýnir hér plastöskju, sem bóndinn getur fengið til þess að setja mjólk- ursýni i. Þessi sýni eru siöan rannsökuö með tilliti til júgurbóigu, en þær rannsóknir eru liður í starfi rannsóknarstofunnar. Frá þeim var skýrt i frétt I Timanum á fimmtudaginn, og kom þar fram, að mjög mikið fjárhagstjón verður á hverju ári vegna júgurbólgu i kúm. Er þetta tjón jafnvel talið skipta hundruöum milljóna. Oddur Magnússon útskýrir, hvernig nota á eitt af stjórnboröum Mjólk- urstöðvarinnar. óttast, að af þessu gæti leitt það, að kostnaður við dreifinguna yrði meiri og kröfur um hækkaða álagningu gætu stungið upp kollinum, þegar fram liðu stund- ir. Fyrstu árin var yfirstjórn Mjólkursamsölunnar i höndum stjórnskipaðrar mjólkur- sölunefndar en vorið 1943 varð sú breyting á, að stjórn hennar komst i hendur bænda. A aðalfundum mjólkurbúanna, sem að M jólkursamsölunni standa, eru kosnir fulltrúar til að starfa að þessum málum i umboði bænda, en þeir kjósa siðan stjórn Mjólkursamsölunnar. Er stjórn hennar skipuð fimm mönnum. Núverandi formaður er Agúst Þorvaldsson á Brúnastöðum, for- stjóri Mjólkursamsölunnar er Stefán Björnsson, og hafa þrir menn gegnt þvi starfi áður. Hermann Jónasson. Séra Sveinbjörn Högnason. STYRJOLDIN UM MJÓLKURLÖGIN Það er til dæmis um, hvernig mjólkursölumálunum var komið, að þrennt gat gerzt samtimis: Tekin var upp gerilsneyðing allrar sölu- mjólkur á einum stað, útsölu- verð mjólkur I Reykjavik lækkaöi um einn til tvo aura, i 38-40 aura litrinn, eftir þvi hvort hún var keypt I búö eða send heim, og bændur fengu 24% hærra verð en áður. Þetta var unnt með miklum sparn- aði á rekstrarkostnaði, sem fylgdi nýju skipulagi. Mjólkurbúðir bæjarins höfðu verið orðnar 105 og margar fjarri þvi að fullnægja lág- markskröfum um hollustu- hætti, og var þeim fækkað I 38, en þess þó gætt, aö hvert hverfi hefði sína mjólkurbúö. Staðgreiðsla var tekin upp til þess að afnema innheimtu- kostnað, og kostnaður viö mjólkurflutninga stórminnk- aði. Árið 1934 voru harðar kosningar háðar. Fram- sóknarfiokkurinn og Alþýðu- flokkurinn náðu meirihluta. og Hermann Jónasson, er þá var i fyrsta skipti kjörinn þing- maður Strandamanna, mynd- aði rfkisstjórn, er þeir Ey- steinn Jónsson og Haraldur Guðmundsson tóku sæti i. Þá var heimskreppan i al- gleymingi, almannahagur bágborinn, atvinnuleysi megnt og afurðasölumál bænda komin i öngþveiti. Eitt af fyrstu verkum Hermanns Jónassonar, með tilstyrk þeirra fiokka, sem studdu stjórn hans, var að setja af- urðasölulögin, er reyndust það bjargráð, sem byggt hefur verið á fram á þennan dag. 1 byrjun árs 1935 tók svo Mjólkursamsalan til starfa. Svo undarlegt sem það kann að viröast nú, ollu afurðasölu- lögin, og þó sérstaklega mjólkurlögin, pólitiskri styrjöld, sem stóð linnulaust árum saman. Andstæðingar rikisstjórnar- innar, meö Sjálfstæðisflokkinn i broddi fylkingar, börðust af alefii gegn mjólkurlögunum og Mjólkursamsölunni, og þegar veturinn 1935 var svo- nefnt Húsmæðrafélag Reykja- víkur tvfvegis látiö efna til mjólkurverkfalla, og i Morgunblaðinu birtist eins konar matseðill, sem átti að sýna, hvernig nota mætti gos- drykki i stað mjólkur handa ungbörnuni. Þótt m jólkur verkfa llið rynni út i sandinn, gengu æsingar fjöllunum hærra ár- um saman, og brotnuðu þar þyngstar bylgjur á Hermanni Jónassyni, landbúnaðarráð- herranum á þessum árum, og séra Sveinbirni Högnasyni, formanni mjólkursölunefnd- ar, sem var allra manna vlg- reifastur og einbeittastur i sókn og vörn, svo sem þeir vita, er hann muna. Að lyktum voru þó vopnin sliðruð, enda höfðu afurða- sölulögin fyrir löngu sannað, hviiikt gagn þau höfðu gert, og munu nú þeir, sem harðast börðust gegn þeim, sem minnzt vilja halda baráttu sinni á lofti, likt og þeir, sem i byrjun aldarinnar riöu til Keykjavikur til þess að mót- mæla simanum, gerðust siöar á ævinni fáorðir um þá för sina.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.