Tíminn - 18.01.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 18.01.1975, Blaðsíða 13
Laugardagur 18. janúar 1975. •TÍMINN 13 TAKMARKIÐ ER EVR- ÓPUMEISTARATITILLINN" o segja þjálfarar ASK Vorwarts Frankfurt. „FH-liðið er fyrsta hindrunin á þeirri braut" „OKKAR takmark er að verða Evrópumeistarar", sögðu þjálfarar ASK Vorwarts Frankfurt, á blaðamannaf undi á fimmtudagskvöldið. — FH-liðið verður fyrsta hindrunin, sem við verðum að yf irstíga á þeirri braut. Við þekkjum ekki FH-liðið og getum við því ekki spáð um úrslit leiksins á laugar- daginn. Þjálfararnir . Manfred Förster og Waldemar Pappusch, sem tvisvar sinnum hef ur orðið heimsmeistari með A- Þýzkalandi í handknattleik utanhúss og á 70 landsleiki að baki, sögðust vera mjög ánægðir með að fá tæki- færi til að koma með lið sitt til íslands — sérstaklega vegna þess að liðið hefur ekki leikið hér áður. Þegar þeir voru spurðir að þvi, hvort leikmenn ASK Vorwarts Frankfurt hefðu vonast til að fá einhverja dkveðna mótherja i Evrópukeppninni, áður en dregið var i 8-liða úrslitin, sögðu þeir: — Nei, við töldum, að öll þau liðin i 8-liða úrslitunum væru álika sterk. öll heföu þau svipaða möguleika á aö komast áfram i undanúrslitin. — Eruð þið búnir að afla ykkur upplýsinga um styrkleika FH- liðsins? — Nei, ekki getum við sagt það — FH-liðið er óþekkt lið fyrir okk- ur. Við vissum að visu að fjórir Forráðamenn FH-Iiðsins og A- Þjóðverjarnir Hans-Jú'rgen Losensky, blaðamaður, Papp- usch og Förster, þjálfarar og Peter Gorny, fararstjóri á blaða- mannafundinum. (Timamynd Gunnar) leikmenn úr FH, höfðu leikið með islenzka landsliðinu gegn A- Þýzkalandi i Laugardalshöllinni i desember. Þá vissum við, að FH- liðið hafði slegið SAAB og St. Ot mar út i keppninni og staðið sig mjög vel á útivelli gegn liðunum. Það eitt nægir til að benda á styrkleika FH-liðsins. Þegar þeir voru spurðir að þvi, hversu oft lið þeirra æfði i viku, sögðu þeir: — Það æfir 10-12 tima á viku, og þar að auki í'alla leikir liðsins i a-þýzku meistarakeppn- inni inn i æfingaprógrammið". Frankfurt-liðið æfir handknatt- leik allt árið, og hann er mjög vin- sæll i A-Þýzkalandi. Það sést bezt á þvi, að um 110 þús. manns æfa þar handknattleik. Förster og Pappusch sögðu einnig að fjögurra tima æfing á viku (eins og hjá FH-liðinu), væri að þeirra mati ekki nægileg til að ná góðum árangri. Þegar þeir sögðu þetta, voru þeir s,puröir að þvi, hvort þeir væru þá ekki öruggir með sigur gegn FH. Þeir svöruðu: — Við erum ekki örugg- ir með sigur, þvi að við þekkjum ekki FH-liðið, og þess vegna get- um við ekki spáð neinu um úrslit. Að lokum má geta þess, að þeir Pappusch og Manfred hafa verið þjálfarar Frankfurt-liðsins i tæpt ár. Þeir sögðust vera ánægðir með þann árangur, sem þeir hefðu náð með liðið. Þann árang- ur fá islenzkir handknattleiks- unnendur að sjá i Laugardalshöll- inni i dag. — SOS „Sóknarleikurinn er okkar sterkasta hlið FH-LIÐIÐ leikur gegn hinu sterka a-þýzka meistaraliði ASK Vorwarts Frankfurt f Laugar- dalshöitinni f dag. Frankfurt- liðið, sem er skipað mönnum úr landher A-Þýzkalands, er eitt sterkasta félagslið Evrópu um þessar mundir. i liðinu eru 3 leik- menn, sem léku úrslitaleikinn I HM-keppninni gegn Rúmenum — segir Waldemar Pappusch, þjálfari Frankfurt-liðsins, sem mætir FH í dag kl. 3 JOACHIM PIETZSCH.. . fyrirliði ASK Vorwarts Frankfurt, hefur leikið 65 iandsieiki. það eitt gefur bendingu um 'styrk- leika liðsins. Tekst FH-liðinu að sigra þetta sterka lið? Þeirri spurningu getur enginn svarað, þvi að fslenzkt félagslið hefur ekki leikið áður gegn félagsliði frá A-Þýzkalandi. Hins vegar er vitað, að A-Þjóðverjar eru meðal sterkustu handknattleiksþjóða heims, og ber frammistaða þeirra f sfðustu HM-keppni órækt vitni um það. Takist FH-liðinu upp, er engin ástæða til svartsýni. Vörnin hjá FH-liðinu hefur veriö geysilega sterk undanfarið, og ef Hjalti Einarsson og Birgir Finnbogason eru I essinu sinu, þá eru þeir vörninni traustur bakhjarl. Og á morgun koma Gunnar Einarsson Loftur verður áfram með Haukum hann hefur hætt við að ganga yfir í raðir FH-inga Markaskorarinn mikli úr Hafnarfirði Loftur Eyjólfsson, sem var mark- hæstur í 2.deildarkeppninni sl. keppnistímabil, hefur nú gengið aftur yf ir f raðir LOFTUR EYJÓLFSSON. . . skor- aði 15 mörk fyrir Hauka i 2. deild sl. keppnistimabil. Hauka. Loftur gekk yfir í FH, eftir sl. keppnistíma- bil, eins og hefur komið fram. Hann mun því leika áf ram með f élögum sínum úr Haukum í sumar, en þeir ætla sér stóra hluti — nefnilega 1. deildarsæti. Róbert Jónsson, hinn kunni unglingaþjálfari úr Val, hefur verið ráðinn þjálfari Haukaliös- ins og tekur hann við starfi félaga sins Þorsteins Friðþjófssonar, sem verður með Breiðabliksliðið. Tvö önnur 2. deildarlið hafa nú ráöið til sin þjálfara. Sölvi Osk- arsson, fyrrum þjálfari Breiða- bliks, verður með Reykjavikur- liðið Þrótt og Keflvikingurinn Hólbert Friðjónsson, verður með Armannsliðið. — sos og Ólafur Einarsson, sem hefur verið i banni i Evröpukeppninni, inn i liðið á nýjan leik. Vonandi eiga þeir, ásamt Viðari Simonar- syni og Geir Hallsteinssyni, eftir aö velgja A-Þjóðverjunum undir uggum með langskotum sinum. Þjálfarar A-Þjóðverjanna, þeir Waldemar Pappusch og Manfred Förstern, hafa lýst yfir þvi, að ASK ^orwarts Frankfurt-liðið leiki ekki kerfisbundinn hand- knattleik, heldur leiki leikmenn liösins eftir aðstæðum hverju sinni. Sterkasta hlið liðsins er sóknarleikurinn, en varnarleik- urinn er veikari. Þessar upplýs- ingar þeirra borgar sig ekki að taka alvarlega, þar sem þeir eru einir tilfrásagnar. Þá sögðu þeir, að Wilfried Waber væri aðaí markaskorari liðsins, sem er nú i efsta sæti i 1. deildarkeppninni i A-Þýzkalandi, einu stigi á eftir Magdeburg, að 6 umferðum óloknum. Þeir vildu ekki segja, hvernig Waber skoraði flest mörk sin, það myndi áhorfendur fá að sjá I dag. Við vitum, að islenzkir áhorfendur eru mönnum sinum mikill styrkur i leikjum — þeir hafa hátt og láta heyra i sér. Við vonum, aö við verðum ekki fyrir aðkasti frá þeim. ÁFRAM FH! Ahorfendur láta FH-inga örugglega njóta þess, að þeir leika á heimavelli. Með þvi að hvetja FH-liðið til dáða, veita áhorfendur leikmönnum liðsins mikinn styrk, sem getur orðið til þess, að FH-liöið beri sigur úr býtum. — SOS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.