Tíminn - 18.01.1975, Page 13

Tíminn - 18.01.1975, Page 13
Laugardagur 18. janúar 1975. •TÍMINN T3 „TAKMARKIÐ ER EVR- ÓPUMEIST ARATITILLIN N" o — segja þjdlfarar ASK Vorwarts Frankfurt. „FH-liðið er fyrsta hindrunin d þeirri braut" „OKKAR takmark er að verða Evrópumeistarar", sögðu þjálfarar ASK Vorwarts Frankfurt, á blaðamannafundi á f immtudagskvöldið. — FH-liðið verður fyrsta hindrunin, sem við verðum að yfirstíga á þeirri braut. Við þekkjum ekki FH-liðið og getum við því ekki spáð um úrslit leiksinsá laugar- daginn. Þjálfararnir . Manfred Förster og Waldemar Pappusch, sem tvisvar sinnum hefur orðið heimsmeistari með A- Þýzkalandi í handknattleik utanhúss og á 70 landsleiki að baki, sögðust vera mjög ánægðir með að fá tæki- færi til að koma með lið sitt til Islands — sérstaklega vegna þess að liðið hefur ekki leikið hér áður. Þegar þeir voru spurðir að þvi, hvort leikmenn ASK Vorwarts Forráöamenn FH-liðsins og A- Þjóðverjarnir Hans-Jiirgen Losensky, blaðamaður. Papp- usch og Förster, þjálfarar og Peter Gorny, fararstjóri á blaða- mannafundinum. (Timamynd Gunnar) Frankfurt hefðu vonast til að fá einhverja ákveðna mótherja i Evrópukeppninni, áður en dregið var i 8-liöa úrslitin, sögðu þeir: — Nei, við töldum, að öll þau liðin i 8-liða úrslitunum væru álika sterk. öll hefðu þau svipaða möguleika á að komast áfram i undanúrslitin. — Eruð þið búnir að afla ykkur uppiýsinga um styrkleika FH- liðsins? — Nei, ekki getum við sagt það — FH-liðið er óþekkt lið fyrir okk- ur. Við vissum að visu að fjórir leikmenn úr FH, höfðu leikið með islenzka landsliðinu gegn A- Þýzkalandi i Laugardalshöllinni i desember. Þá vissum við, að FH- liðið hafði slegið SAAB og St. Ot- mar út i keppninni og staðið sig mjög vel á útivelli gegn liðunum. Það eitt nægir til að benda á styrkleika FH-liðsins. Þegar þeir voru spurðir að þvi, hversu oft lið þeirra æfði i viku, sögðu þeir: — Það æfir 10-12 tima á viku, og þar að auki falla leikir liðsins i a-þýzku meistarakeppn- inni inn i æfingaprógrammið”. Frankfurt-liðið æfir handknatt- leik alit árið, og hann er mjög vin- sæll i A-Þýzkalandi. Það sést bezt á þvi, að um 110 þús. manns æfa þar handknattleik. Förster og Pappusch sögðu einnig að fjögurra tíma æfing á viku (eins og hjá FH-liðinu), væri að þeirra mati ekki nægileg til að ná góðum árangri. Þegar þeir sögðu þetta, voru þeir ^purðir að þvi, hvort þeir væru þá ekki öruggir með sigur gegn FH. Þeir svöruðu: — Við erum ekki örugg- ir með sigur, þvi að við þekkjum ekki FH-liðið, og þess vegna get- um við ekki spáð neinu um úrslit. Að lokum má geta þess, að þeir Pappusch og Manfred hafa verið þjálfarar Frankfurt-liðsins i tæpt ár. Þeir sögðust vera ánægðir með þann árangur, sem þeir hefðu náð með liðið. Þann árang- ur fá islenzkir handknattleiks- unnendur að sjá i Laugardalshöll- inni i dag. — SOS „Sóknarleikurinn er okkar sterkasta hlið FH-LIÐIÐ leikur gegn hinu sterka a-þýzka meistaraliði ASK Vorwarts Frankfurt I Laugar- dalshöllinni f dag. Frankfurt- liöiö, sem er skipaö mönnum úr landher A-Þýzkalands, er eitt sterkasta félagsliö Evrópu um þessar mundir. 1 liöinu eru 3 leik- menn, sem léku úrslitaleikinn i HM-keppninni gegn Rúmenum — segir Waldemar Pappusch, þjdlfari Frankfurt-liðsins, sem mætir FH í dag kl. 3 JOACHIM PIETZSCH. . . fyrirliöi ASK Vorwarts Frankfurt, hefur leikiö 65 landsleiki. þaö eitt gefur bendingu um styrk- leika liösins. Tekst FH-liðinu aö sigra þetta sterka liö? Þeirri spurningu getur enginn svaraö, þvi aö fslenzkt félagslið hefur ekki leikið áöur gegn félagsliði frá A-Þýzkalandi. Hins vegar er vitaö, aö A-Þjóöverjar eru meöal sterkustu handknattleiksþjóöa heims, og ber frammistaða þeirra í sföustu HM-keppni órækt vitni um þaö. Takist FH-liðinu upp, er engin ástæða til svartsýni. Vörnin hjá FH-liðinu hefur verið geysilega sterk undanfarið, og ef Hjalti Einarsson og Birgir Finnbogason eru i essinu sinu, þá eru þeir vörninni traustur bakhjarl. Og á morgun koma Gunnar Einarsson Loftur verður dfram með Haukum hann hefur hætt við að ganga yfir í raðir FH-inga AAarkaskorarinn mikli úr Haf narf irði Lof tur Eyjólfsson, sem var mark- hæstur í 2.deildarkeppninni sl. keppnistímabil, hefur nú gengið aftur yf ir í raðir LOFTUR EYJÓLFSSON. . . skor- aði 15 mörk fyrir Iiauka i 2. deild sl. keppnistimabil. Hauka. Loftur gekk yfir í FH, eftir sl. keppnistíma- bil, eins og hefur komið fram. Hann mun því leika áfram með félögum sínum úr Haukum i sumar, en þeir ætla sér stóra hluti — nefnilega 1. deildarsæti. Róbert Jónsson, hinn kunni unglingaþjálfari úr Val, hefur verið ráðinn þjálfari Haukaliðs- ins og tekur hann við starfi félaga sins Þorsteins Friðþjófssonar, sem verður með Breiðabliksliðið. Tvö önnur 2. deildarlið hafa nú ráðið til sin þjálfara. Sölvi ósk- arsson, fyrrum þjálfari Breiða- bliks, verður með Reykjavikur- liðið Þrótt og Keflvikingurinn Hólbert Friðjónsson, verður með Ármannsliðið. — sos og ólafur Einarsson, sem hefur verið i banni i Evrópukeppninni, inn I liðið á nýjan leik. Vonandi eiga þeir, ásamt Viðari Simonar- syni og Geir Hallsteinssyni, eftir aö velgja A-Þjóðverjunum undir uggum með langskotum sinum. Þjálfarar A-Þjóðverjanna, þeir Waldemar Pappusch og Manfred Förstern, hafa lýst yfir þvi, að ASK ';orwarts Frankfurt-liðið leiki ekki kerfisbundinn hand- knattleik, heldur leiki leikmenn liösins eftir aöstæöum hverju sinni. Sterkasta hlið liðsins er sóknarleikurinn, en varnarleik- urinn er veikari. Þessar upplýs- ingar þeirra borgar sig ekki að taka alvarlega, þar sem þeir eru einir til frásagnar. Þá sögðu þeir, aö Wilfried Waber væri aðal markaskorari liðsins, sem er nú i efsta sæti i 1. deildarkeppninni i A-Þýzkalandi, einu stigi á eftir Magdeburg, að 6 umferðum óloknum. Þeir vildu ekki segja, hvernig Waber skoraði flest mörk sin, það myndi áhorfendur fá að sjá I dag. Við vitum, að islenzkir áhorfendur eru mönnum sinum mikill styrkur i leikjum — þeir hafa hátt og láta heyra i sér. Við vonum, að við verðum ekki fyrir aðkasti frá þeim. AFRAM FH! Ahorfendur láta FH-inga örugglega njóta þess, aö þeir leika á heimavelli. Meö þvi aö hvetja FH-liðiö til dáöa, veita áhorfendur leikmönnum liðsins mikinn stvrk, sem getur oröið til þess, aö FH-liöiö beri sigur úr býtum. — SOS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.