Tíminn - 18.01.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 18.01.1975, Blaðsíða 15
Laugardagur 18. jantiar 1975. TÍMINN 15 Fimm tíma á flugvöllinn — 20 kílómetra leið KS-Flateyri. — Miklir samgöngu- erfiöleikar hafa verið að undan- förnu í önundarfirði, og vegir allir ófærir. Vegna veðurs komst djúpbáturinn heldur ekki frá tsa- firði og var þvi orðið mjólkurlitið á Flateyri, en mjólk safnaðist fyrir hjá bændum. Aðeins eitt snjóruðningstæki er i önundar- firði, jarðýta, en hún hefur vegna mikilla snjóa ekki ráðið við verk- efnið og hefur verið greipið til þess ráðs að reyna troðninga ofan á snjónum. Snjórinn er hins vegar það laus, aö troðningar þessir haida tæpast bilum. í dag, fimmtudag, var fyrsta flugferð Vængja eftir óveðrið á Fiskverðið ókomið SJ-Reykjavik. Fundir voru haldnir i gær hjá yfirnefndum um fiskverðið og loðnuverðið. Engin ákvörðun um verð var tekin á þessum fundum, samkvæmt upplýsingum, sem fengust hjá Verölagsráöi sjávarútvegsins. Stórgrýti í Njarðvíkurhöfn SJ-Reykjavik.I óveðrinu i byrjun vikunnar fór stórgrýti yfir skjól- vegginn við Njarðvikurhöfn. Hafnarstjórinn I Keflavik og Njarðvik hefur varað skipstjórnarmenn við að sigla skipum nálægt ytri hafnargarðin- um vegna þessa. Strax eftir helgina verður grjótið væntan- lega fjarlægt úr höfninni. Fundur fjölmiðl- unarnefndar og blaðamanna Fjölmiðlunarnefnd hefur ákveðið að halda I dag, laugardag fund með blaða- mönnum varðandi fyrir- hugaða kennslu i fjölmiðlum i Háskóla íslands. Fundurinn verður að Hótel Esju kl. 14. Samningafundur í gaer: Ræddu vísitölu- mólið og kusu starfsnefndir I gær var haldinn fundur milli niu manna samninga- nefndar Alþýðusambands Is- lands annars vegar og fulltrúa Vinnuveitendasambands Is- lands og Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna hins vegar. Rædd voru ýmis mál, er gagnkvæma þýðingu hafa fyrir aðila vinnu- markaðarins. Mestum tima var varið til þess að skiptast á skoðunum um visitölumáliö. Sérstakar starfsnefndir voru kjörnar til þess að athuga ákveöna þætti samninga- málanna. Næsti fundur aðila var ákveðinn föstudaginn 24. janúar kl. 14. Geirfinnur beðinn að eima Gsal-Reykjavik. — Haukur Guðmundsson, rannsóknarlög- reglumaður I Keflavik staðfesti i samtali við Timann I gær, að það væri rétt sem slegiö hefur verið fram i fréttum, að Geir- finnur Einarsson hafi verið fenginn til aö eima sjórekinn spira stuttu áður en hann hvarf. Sagði Haukur, aö Geirfinnur hefði sjálfur ekki átt nein tæki til þess að eima, en hins vegar hefði kunningi Geirfinnst haft slík tæki undir höndum. Ekkert hefur þó komið fram við þessa vitneskju, sem skýrt getur hvarf Geirfinns. flugvöll önfirðinga I Holti, en hann er um 20 km. frá Flateyri. Fimmtán farþegar fóru i vélina með tveim jeppum frá Flateyri og úr sveitinni. öflug dráttarvél með drifi á öllum hjólum fór fyrir bilunum og varð að draga þá meira og minna alla leiðina, en bilstjórar og farþegar urðu að moka bilana upp hvað eftir annað. Frá Mosvöllum að flugvelli eru um 5 km, en Vegagerðin getur ekki rutt þennan kafla, vegna þess að skammt frá Mosvöllum, er brú, sem ekki ber þessa einu ýtu, sem Vegagerðin hefur. Litil ýta, sem notuð er til þess að hreinsa flugvöllinn, hafði þó troðið slóð eftir þessum hluta leiðarinnar, og gekk sæmilega eftir henni, enda sú ýta lág, þannig að hryggur eftir hana stöðvar ekki jeppa. Þó urðu þarna nokkrar tafir, er bilarnir lentu út úr förunum. Ferðalagið þessa 20 km tók alls fimm klukkustundir, en ferða- fólkinu þótti verst, að jarðýta vegagerðarinnar hafði ekið veginn nokkurum klukkustundum áður, en ekki ýtt úr mörgum smá- sköflum á Bakkahlfð, sem töföu mikið fyrir, en sú vinna hefði ekki BH—Reykjavik. — A fundi borg- arstjórnar á fimmtudaginn var flutt svohljóöandi tillaga frá Al- freð Þorsteinssyni: „Undanfarna vetur hefur nokk- uð skort á, að nægilega vel hafi verið séð fyrir snjóruðningi aö sklðasvæöinu I Bláfjöllum. Með þviað nú hafa verið reistar nýjar skfðaiyftur og aðstaða til skíöaiðkana hefur batnað I Blá- fjöllum, er nauðsynlegt, að vegin- Geir hittir Sisco I tilefni aldarafmælis byggðar tslendinga I Vesturheimi hefur Þjóöræknisfélag tslendinga þar boðið Geir Hallgrimssyni, for- sætisráðherra og konu hans, frú Ernu Finnsdóttur, til tslendinga- byggða i Manitobafylki i Kanada eins og Timinn hefur skýrt frá, og að sitja 56. þing Þjóðræknis- félagsins, sem haldið verður i Winnipeg. Ráöherrahjónin hafa þegið boðið og halda af stað I ferð- ina 19. janúar. Forsætisráðherra mun dveljast einn dag I New York og hitta þar Joseph J. Sisco, aðstoðarutan- rikisráðherra Bandarikjanna, ásamt fleiri fulltrúum Banda- rikjastjórnar, þ.á.m. John Scali, sendiherra Bandarikjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Jafnframt mun hann fara til Ottawa, höfuð- borgar Kanada, til fundar við Pi- erre Elliott Trudeau, forsætisráð- herra, mánudaginn 27. janúar. I fylgd með forsætisráðherra- hjónunum verður Björn Björns- son, deildarstjóri I forsætisráðu- neytinu. o Flugslys vinnur að rannsókninni ásamt fulltrúum Loftferðaeftirlits. Eins og áður er frá greint var ferðin öðrum þræði reynsluferð, og henni heitið að Vegamótum á Snæfellsnesi, en þar hafa vinnu- flokkar verið við smiði spenni- stöðvar og annarra framkvæmda á vegum Rafmagnsveitna rikis- ins. Indriði Einarsson og Tómas Sigurösson fóru með þyrlunni þeirra erinda að huga að linu- stæði vestur yfir Kerlingarskarð til Stykkishólms. Konan sem fórst, Sigurbjörg Guðmundsdóttir var ráðin matráðskona og átti að verða eftir hjá vinnuflokknum á Snæfellsnesi. Stefán Ólafsson dregið úr hraðferð ýtunnar þarna. önfirðingum finnst, að gera mætti miklu betur i snjóruðnings- málum og hafa raunar sent sam- gönguráðherra og vegamála- stjóra óskir þar að lútandi, án þess að árangur hafi enn kom- ið I ljós. Togararnir Ólafur Bekkur og Þormóður goði, lönduðu hér i byrjun vikunnar, en frystihúsiö Hjálmur keypti fiskinn að mestu. Kaupfélag önfirðinga er með harðfiskþurrkun og tók það einnig fisk af togurunum. Mikið er nú rætt um nauðsyn þess að kaupa snjóbil i héraðið og er helzt rætt um, að Flateyrar- hreppur, Mosvallahreppur og Mýrarhreppur sameinist um þau kaup. Ekkert hefur þó verið ákveðið um það mál. Með skarði eða göngum i Breiðadalsheiði væri snjóbill nauðsynlegur til þess að halda uppi samgöngum við ísafjörð, meðan mestu snjóar eru. Um skemmdirnar á bryggjunni á Flateyri er það að segja, að reiknað er með, aö rifa verði upp allan kaflann, sem sigið hefur, um 30 metra að lengd, og að sjálf- sögðu þekjuna likuna. Er þetta mikil og kostnaöarsöm fram- kvæmd. um að skíðasvæðinu sé haldið opnum, sérstaklega um helgar, þegar aðsóknin er mest. Borgarstjórn felur þess vegna borgarverkfræöingi að sjá svo um, I samráði við önnur sveitarfélög, sem aðild eiga að Bláfjallasvæðinu, að þess verði gætt, eftir þvi sem aðstæður leyfa, að veginum verði haldið opnumá aðalannatima skfðafólks frá janúarlokum fram I april.” 1 framsöguræðu sinni gat Al- freö þess, að aðstaða til skiðaiðk- ana I BÍáfjöllum heföi batnaö talsvert að undanförnu, og nú væri verið að leggja siðustu hönd á að koma upp tveimur nýjum skiöalyftum. Fyrir væri skáli, sem Reykjavikur- borg, hefði látiö reisa. Auk þess hefðu skiða- deildir ein- stakra félaga komiö sér upp aö- stöðu. Það væru þess vegna ekki nema eðlilegar kröfur, aö Reykjavikurborg og nágranna- sveitarfélögin, sem aðild eiga að Bláfjallasvæðinu, sæju um að halda veginum að Bláfjallasvæð- inu opnum yfir aðalannatima skiðafólks. Nokkurrar gagnrýni. hefði gætt á siðasta ári, vegna þess að vegurinn var lokaður vegna snjóa margar fyrstu vikur ársins. Elin Pálmadóttir (S) sagðist vera sammála tilögunni i öllum aðalatriðum, nema hvað hún vildi ekki viðurkenna, að slælega hefði verið staðið að snjóruðningi á sið- asta ári. Bar hún fram breytingartillögu, sem var sam- hljóða tillögu Alfreðs i einu og öllu, nema rökstuðningi fyrir til- lögunni var sleppt. Var tillagan þannig breytt samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum. verkfræðingur var þeirra erinda með þyrlunni, að hann hugðist fylgjast með gangi bygginga- framkvæmda, en hann er bygg- ingaverkfræðingur. Upphaflega var ráðgert, að ferðina færu átta manns og átt- undi maður yrði Valgarð Thor- oddsen, rafmagnsveitustjóri. Valgarð hvarf frá þvi að fara ferðina. Ýmsum öðrum var boöið sæti, þar á meðal Baldri Helga- syni tæknifræðingi, en hann hafn- aði boðinu, og svo gerðu fleiri. Rætt er við Baldur á öðrum stað i blaðinu i dag. Ljóst er að stórt skarð er höggvið i verkfræðingahóp Raf- magnsveitna rikisins, þar sem þrir fórust I slysinu af sjö starf- andi verkfræðingum RARIK. Tillaga Alfreðs Þorsteinssonar í borgarstjórn: BORGIN SJÁI UM SNJÓ- RUÐNING í BLÁFJÖLLUM Framsóknarfélögin I Hafnarfirði halda fund um fjárhagsáætlun Hafnarfjaröar og önnur bæjarmál að Strandgötu 33, þriðjudag- inn 21. janúar kl. 20:30. Frummælendur Ragnheiður Svein- björnsdóttir og Markús A. Einarsson. Allir velkomnir. Stjórnirn- ar. FUF Reykjavík Aðalfundur FUF i Reykjavik verður haldinn 30. janúar næst- komandi. Tillögur um fulltrúa i fulltrúaráö skulu berast stjórn- inni fyrir 15. þessa mánaöar, að Rauðárstig 18, Reykjavik Stjórnin Kópavogur Framsóknarfélögin I Kópavogi halda sitt árlega þorrablót laugardaginn 1. feb. Nánar auglýst siðar. Alcranps Framsóknarfélag Akraness heldur framsóknarvist i félags- heimili sinu að Sunnubraut 21 sunnudaginn 19. jan. kl. 16. öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. AAosfellssveit Fimmtudaginn 30. jan. kl. 8 verður haldið skemmtikvöld i Hlé- garði i Mosfellssveit. Dagskrá. Einar Agústsson utanrikisráð- herra flytur ávarp, Garðar Cortés syngur einsöng við undirleik Krystyna Cortes. Siðan verður spiluð framsóknarvist, annað kvöldið I þriggja kvölda keppni. Góð kvöldverðlaun. Heildar- vinningur er glæsileg sólarferö til Kanaríeyja með Sunnu. Allir Framsóknarfélag Selfoss heldur fund um Hreppsmál þriðjudag- inn 21. jan. kl. 20.30, að Eyrarvegi 15. Hreppsnefndar-mennirnir Hafsteinn Þorvaldsson og Eggert Jóhannesson flytja framsögu- erindi. Fundurinn er öllum opinn. Stjórnin Safn Símsons GS-tsafirði. — Martin Simson, sem lengi var ljósmyndari á ísa- firði og landskunnur maður fyrir margra hluta sakir, arfleiddi Isa- fjarðarkaupstað að Ijósmynda- safni, sem var mikið að vöxtum og gagnmerkt. Nemandi hans, Jón A. Bjarna- son, sem nú á heima i Kópavogi, til ísafjarðar hefur raðað safninu og skrásett það, og nú er það á leiöinni til Isa- fjarðar, þar sem þvi verður búinn staður I Héraðsskjalasafninu. Sendingin kemur með Esju, og er hún um tvær smálestir að þyngd, enda eru þetta mest- megnis glerplötur. RIT TIL HEIÐURS DR. BIRNI SIGFUSSYNI t TILEFNI af sjötugsafmæli dr. Björns Sigfússonar, fyrr- verandi háskólabókavaröar, nú hinn 17. janúar hafa vinir hans ákveöið að láta á þrykk út ganga afmælisrit honum til heiöurs. A þann hátt vilja þeir færa honum þakkir fyrir gagnmerk fræöistörf og fá- gætlega óeigingjörn bóka- varðastörf undanfarna ára- tugi. í ritinu munu birtast fræði- legar ritgerðir og annað efni eftir sextán höfunda, en þeir eru: Arni Böðvarsson, Björn Teitsson, Björn Þorsteinsson, Böövar Guðmundsson, Finn- bogi Guðmundsson, Gunnar Karlsson, Heimir Pálsson, Helgi Skúli Kjartansson, Her- mann Pálsson, Ingi Sigurðs- son, Kristján Eldjárn, Ólafur Hjartar, Susan Bury, Svavar Sigmundsson, Sverrir Tómas- son, Þórhallur Vilmundarson. Ritið verður væntanlega um 250 bls. að lengd, og Sögu- félagið stendur að útgáfunni. Fremsti ritinu verður skrá yf- ir þá áskrifendur að þvi, sem jafnframt vilja færa afmælis- barninu heillaóskir (tabula gratulatoria). Þeir, sem vilja gerast áskrifendur og hafa ekki ennþá látið til sin heyra, eru beðnir að snúa sér bréf- lega til dr. Björns Þorsteins- sonar, prófessors, Arnagarði við Suðurgötu, Reykjavik, fyr- ir janúarlok, og skulu þeir þá láta áskriftarverðið, kr. 2500,00, fylgja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.