Tíminn - 18.01.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 18.01.1975, Blaðsíða 16
[ Laugardagur 18. janúar 1975. Pólí Halldórsson, þyrluflugmaður hjá Landhelgis- gæzlunni: Aðfcoman var hroðaleg Páll Halldórsson þyrluflug- maður hjá Landhelgisgæzl- unni flaug upp á Kjalarnes skömmu eftir aö kunnugt varð slysið til þess að kanna hyort gæzluþyrlan gæti orðið aö ein- hverju liði. — Þegar upp eftir kom var ljóst, að við gætum ekkert gert, sagöi Páll, og við fórum þess vegna skömmu siðar aft- ur til Reykjavikur. Aðkoman þar efra var hroðaleg. Ég get ekki gert mér i hugarlund hvað komið hefur fyrir. Aö visu var veöur þann- ig, sviptivindar og anzi harðir hnútar annað kastið — að ekki er loku fyrir það skotið, að slikt gæti hafa valdið slysinu, þótt ekkert sé hægt aö full- yröa. Leifarnar af vélinni voru hins vegar svo illa leiknar, að greinilegt er að eitthvað of- boðslegt hefur gerzt. Annað hvort hefur orðið sprenging i vélinni, eða hún hefur fallið til jarðar eins og steinn. Páll Halldórsson þyrluflug- maður: Aðkoman var hroða- leg. Guöbjörn Guðjónsson Heildverzlun Sioumúla 22' Slmar 85694 & 85295 Nútíma búskapur þarfnast BJtUER haugsugu G§ÐI fyrirgóóan tnai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Sikorskyþyrlan var 20 ára, en endurbyggð árið 1971 FB-Reykjavfk. Sikorsky-þyrlan, er fórst, var smfðuð árið 1954, en endursmiðuð árið 1971. Hún hafði verið í eigu Orlando Helecopter Airways i Florida, og notuð þar til farþegaflugs, að þvi er Guðjón Sigurgeirsson flugvirki tjáði blaðinu. Guðjón sagði, að þyrlan hefði komiðhingað til lands á nýársdag með Brúarfossi. Hún hefði komið samsett, og hefði þetta verið þriðja ferð hennar. Fyrsta ferðin var farin fyrir Rafmagnsveiturn- ar inn að Burfelli. Að sögn Guðjóns hafði vélin verið I eins fullkomnu lagi og hægt var að hugsa sér. Hún hafði verið notuð til farþegaflugs i Florida, og gat hún tekið 11 far- þega og 2 flugmenn. Lúðvlk Karlsson flugmaður og eigandi vélarinnar hafði réttindi til þyrluflugs, og hafði hann m.a. verið I Orlando hjá Orlando Hele- copter Airways og lokið þaðan prófi með góðum vitnisburði á þyrluna. Flughraði vélarinnar var um 140 km á klukkustund, en flugþol rúmlega fjórar klukkustundir. Allt brann, sem brunnið gat, enda voru mörg hundruð lltrar af benslni I vélinni. TlmamyndRóbert. Þyrlan var öll sundurtætt eftir slysið. —Tlmamynd: Róbert. Brakið I móunum við Hjarðarnes. Timamynd Róbert Þannig leit Sikorsky-þyrla Þyrluflugs h.f. út. TlmamyndGunnar Þau létu lífið í flugslysinu Indriði H. Einarsson yfirverkfræðingur I Framkvæmdadeild Rafmagnsveitna rikis- ins, Sævarlandi 6 Reykjavlk, fæddur 09-08 1932. Lætur eftir sig konu og tvö börn, sjö ára dreng og fimm ára stúlku. Tómas Sigurðsson deildarverkfræðingur RARIK, Arahólum 2, Reykjavlk, fæddur 07-12 1938. Ókvæntur. Lætur eftir sig foreldra. Guðmundur E. Hannes- son yfirverkstjóri Llnu- deildar RARIK, Hjalla- vegi 18, Reykjavík, fæddur 12-09 1933. Kvæntur og lætur eftir sig 4 börn, tvo drengi og tvær stúlkur á aldrinum 9-16 ára. Stefán ó. ólafsson, verkfræöingur RARIK, Sporðagrunni 14, Reykjavik, fæddur 21-07 1924. Lætur eftir sig konu og l'imin börn, þrjá drengi og tvær stúlkur á aldrinum 9-25 ára. Sigurbjörg Guðmunds- Lúðvik Karlsson, flug- dóttir, matráðskona RARIK, Vesturbergi 81, Reykjavik, fædd 24-05 1911. Lætur eftir sig átta uppkomin börn. maður, Sæviðarsundi 52, Reykjavlk, fæddur 11-03, 1943. Lætur eftir sig konu og þrjú börn. Kristján S. Helgason framkvæmdastjóri, Nesvegi 64, Reykjavlk, fæddur 08-02 1945. Lætur eftir sig konu og þrjú börn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.