Tíminn - 19.01.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.01.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 19, janúar 1975. Sunnudagur 19. janúar 1975 Vatnsberinn (20. jan.—18. febr.) Það litur út fyrir, að loksins sé komið að þessu mikla. Þú færð stoð og stuðning annarra og viðurkenningu fyrir störf þin. Að visu skyggir það á gleði þina, að þetta vekur öfund ákveöinna aðila, en viö þvi er ekkert aö gera. Fiskarnir (19. febr.—20. mai . Það er nú einu sinni svo, aö dagarnir geta veriö hver öðrum likir, og þú hefur verið i ládeyðu-timabili, sem enn er ekki á enda. Meðan svo er, skaltu ekki slita þér út á þvi að brambolta eitthvað, sem kemur ekki að neinu gagni. Hrúturinn (21. marz—19. april) Ef það er eitthvað sérstakt, sem þú vilt endilega koma fram, þá skaltu fara að öllu meö gát og ekki vera alltof hreinskilinn og opinskár um það, sem þú ert að gera, eða hvað þér finnst? Þaö kemur þér bara i koll siðar. Nautið (20. april—20. mai) Þessi dagur er heppilegur til ritstarfa, og þá sér- staklega til þess aö svara bréfum, og litur út fyr- ir, að sum þeirra séu jafnvel farin að þrengja svo að þér, að ekki verði lengur undan komizt. Hertu upp hugann. Tviburarnir (21. maí—20. júni) Það er eins og þetta verði skemmtilegur dagur fyrir þig. Að visu verður talsvert um að vera, en það er óvist, að það snerti þig nokkuð, að minnsta kosti ef þú reynir að láta það fara framhjá þér. Astamálin eru hagstæð. Krabbinn (21. júní—22. júli) Það litur út fyrir, að það sé ekkert auðvelt að ná sambandi við þig þessa dagana, og jafnvel engu likara en þú lokir þig inni i skel. Þetta skaltu forðast, hrista af þér slenið og lita bjartari aug- um á umhverfið og tilveruna. Ljónið (23. júlí—23. ágúst) Þú gerir skynsamlegast i þvi að einbeita þér að skylduverkunum, þvi að verkefnin sópast að þér, og það er um aö gera fyrir þig að sýna nú, hver dugur er I þér. Þaö verður vænlegast til árangurs upp á framtiðina. Jómfrúin (24. ágúst—22. sept.) Það litur út fyrijj að einhverjum finnist þú vera anzi einráður og sjálfumglaður þessa dagana, en þaö er ekki vist, að það sé þaö allra versta i fari manns, a.m.k. ekki i dag. Maöur þarf ekki alltaf að vera allra. Vogin (23. sept.—22. okt.) Það litur út fyrir, aö þetta verði mikill annadag- ur hjá þér, og það veröur svo mikiö að gera hjá þér, að i öllum önnunum hættir þér til að gleyma þinum nánustu, en viö þvi er sérstök ástæða til þess aö vara þig i dag. Sporðdrekinn (23. okt.—21. nóv.) Það litur út fyrir, að i dag gefist þér tækifæri til þess að hafa samband við fólk, sem hefur eitt- hvað að segja og getur orðið þér aö liði viö að koma áformum þinum á framfæri. En til þess þarftu að láta á þér bera. Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.) Þú kemur málum þinum og fyrirætlunum langt i dag, ef þú lætur orð og skoöanir annarra eins og vind um eyrun þjóta og framkvæmir aðeins eft- ir sannfæringu þinni og trú á það, sem þú ert að gera. Þá kemstu lika langt. Steingeitin (22. des.-19. jan) t dag skaltu búast viö þvi, að þú veröir fyrir sterkum áhrifum af samtölum eða bréfum, og er þó ekki þar með sagt, að þau komi endilega i dag, þau gætu verið eldri. Lofaöu engu, sem þú getur ekki staöiö viö. Timlnner peningar Í Auglýsitf í Timanum: •• Myndin sýnir leikendur i Saklausa svaliaranum. Lengst til hægri er leikstjórinn Birgir Sigurðsson Saklausi svallarinn sýndur fyrir austan Ungmennafélag Gnúpverja tók til æfinga i vetur gamanleikinn Saklausa svallarann eftir Arnold og Bach i þýðingu Emils Thor- oddsens. Leikurinn var frumsýndur i Árnesi 11. janúar við húsfylli, en næsta sýning var 15. janúar, einnig við mjög góða aðsókn. Leikendur og leikstjóra var frá- bærlega vel tekið. Leikurinn er i þremur þáttum og eru leikendur 10. Lekstjóri er Birgir Sigurðsson skólastjóri og leikritaskáld. Aðalleikendur eru Aðalsteinn Steinþórsson, Gestur Jónsson og Þorbjörg Aradóttir. í rúm 60 ár hafa ungmenna- félagar i Gnúpverjahreppi staðið að leikstarfsemi, og hefur hún lengst af verið einn merkasti þáttur I starfi þeirra. A þessum tima hafa leikrit verið tekin til æfinga og sýninga nær fimmtiu sinnum. Ætlunin er að fara með þennan bráðskemmtilega leik um Suðurland, og verður næsta sýning i Selfossbiói laugardaginn 18. janúar ðg siðan i Aratungu 23. janúar. Er fólk eindregið hvatt til að sjá þennan leik. Formaður leiknefndar er Gestur Jónsson. Ráð- stafanir gean hálku BH-Reykjavik. — A borgar- stjórnarfundi sl. fimmtudags- kvöld var samþykkt að visa eftir- farandi tillögu Oddu Báru Sigfús- dóttur til borgarráðs: Vegna mikillar slysahættu af völdum hálku, ekki sizt við bið- stöðvar strætisvagna, felur borgarstjórn borgarverkfræðingi að láta auka sand- eða saltdreif- ingu á gangstéttir, þegar hálka er, meðan önnur betri ráð til hálkueyðingjr eru ekki tiltæk. Var borgarfulltrúum yfirleitt heldur illa við hálkuna, en sum- um, meirihlutamönnum blæddi þaö I augum, að eytt skyldi 11 milljónum i snjómokstur á sl. ári, og vildu undirstrika þörf laga- setningar, þar sem almenningur tæki á sig hluta erfiðisins. Xom Markús örn Antonsson m.a. inn á það atriði. Kristján Benediktsson benti á, að rannsóknir i Stokkhólmi hefðu leitt i ljós, að vissara væri að fara hófsam- lega I saltaustur á götur. Snjór- inn þiðnaöi og myndaöi leðju, sem siöan þorn- aði og þyrlaöist upp og settist m.a. á ljós bifreiða og ylli slysum, auk þess sem saltið færi illa með farartæki. Væri haldbetra ráð að reyna að hreinsa snjó jafnóðum og hann félli, og lita þá sérstak- lega til þeirra staöa, þar sem aldraö fólk væri á ferli, og við bið- skýli. Væri það álit hans, að borgarráð fjallaði um málið ásamt gatnamálastjóra og borgarverkfræðingi og reyndi að finna raunhæfar leiðir til úrlausn- ar. Var siðan samþykkt að visa tillögunni til borgarráðs með 11 atkvæðum gegn 4. Talstöðvar- *. eigendur Höfum ávallt fyrirliggjandi allt til talstöðva Kristala — Loftnet — Mikrófóna — Kapal — Allar gerðir af tengjum — Rafhlöðukassa — Asamt hinum viðurkenndu Commander PR 24 A handtalstöðvum. BENCO H.F. Laugavegi 178 — Simi 2-19-45. Helztu útsölustaðir: Póllinn, isafirði, Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi. KEA, Akureyri, Kaup- félag Reyðarfjarðar.Kaupfélagið Höfn, Hornafiröi. Menntamálaráðuneytið, 15. janúar 1975. Styrkir til háskólanáms eða rannsóknastarfa i Finnlandi Finnsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa islendingi til háskólanáms eða rannsóknastarfa i Finnlandi náms- árið 1975-’76. Styrkurinn er veittur til niu mánaða dval- ar frá 10. september 1975 að telja og er styrkfjárhæðin 900 mörk á mánuði. Þá bjóða finnsk stjórnvöld einnig fram eftirgreinda styrki, sem mönnum af öllum þjóðernum er heimilt að sækja um: 1. Tiu fjögurra og hálfs til niu mánaða styrki til náms I finnskri tungu eða öðrum fræðum, er varða finnska menningu. Styrkfjárhæð er 900 mörk á mánuði. 2. Nokkra eins til tveggja mánaða styrki handa visindamönnum, listamönnum eða gagnrýnendum til sérfræðistarfa eða námsdvalar I Finnlandi. Styrkfjárhæð er 1.200 mörk á mánuði. Umsóknum um alla framangreinda styrki skal komið til menntamálaráöuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykja- vik, fyrir 1. marz n.k. Umsókn fylgi staðfest afrit próf- sklrteina, meömæli og vottorð um kunnáttu I finnsku, sænsku, ensku eða þýzku. — Sérstök umsóknareyðu- blöð fást I ráðuneytinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.