Tíminn - 19.01.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.01.1975, Blaðsíða 3
Sunnudagur 19. janúar 1975. TÍMINN 3 Gömlu húsin á ísafirði friðlýst GS-Isafirði. — Bæjarstjórn ísa- fjarðar samþykkti á fimmtu- daginn að friðlýsa hús þau frá átjándu öld, sem uppi standa á tsafirði, fjögur i Neðstakaup- stað og eitt i Hæstakaupstað. Samþykktin, sem gerð var, er svolátandi: „Bæjarstjórnin samþykkir að friðlýsa eftirtalin hús með það fyrir augum að vernda þau sem menningarminjar til komandi kynslóða: Tjöruhús eða beykishús, byggt 1734, sölubúð eða kram- búð, byggða 1757 og 1761, faktorshús, byggt 1765, turnhús, byggt 1784 og 1785, og ibúðarhús i Hæstakaupstað,. byggt 1788. Friðlýsing þessi er gerð i samræmi við ákvæði 26. greinar þjóðminjalaga nr. 52 frá 1969. Friðunin skal vera samkvæmt A-flokki. Skal þess vandlega gætt, að notkun sú, sem verður á húsunum, breyti i engu minja- gildi þeirra og engar breytingar verði gerðar á þeim umfram það, sem segir i þjóðminjalög- um”. Timinn villdáta þess getiðað Guðm. Sveinsson bæjarfulltrúi flutti þessa tillögu fyrst í ágúst- mánuði i sumar, og hefur siðan verið undirbúin fullnaðarsam- þykkt hennar. BSRB hvetur til baráttu fyrir nýjum viðhorfum — í ávarpi sínu í tilefni kvennaársins „BSRB vill stuðla að þvf á alþjóð- legu kvennaárinu að efla skilning og viðurkenningu félaga sinna og allra landsmanna á fjölþættu vandamáli og hvetja til baráttu fyrir nýjum viðhorfum og breyt- ingum, sem tryggja fullkomið jafnrétti karla og kvenna á öllum sviöum þjóðlifsins”. Svo segir i ávarpi frá BSRB, sem nýlega hefur borizt Timan- um. I tilkynningunni segir, að kvennaárið sé baráttuár fyrir sköpun jafnrar aðstöðu beggja kynja og til að vinna að endur- skoðun aldagamalla hugmynda um verkaskiptingu eftir kynjum, verði m.a. lögðaukin áherzla á hlutverk föður i uppeldi og heimilishaldi, og að þjóðfélagið skapi aðstöðu til virkrar þátttöku beggja foreldra i atvinnu og félagsmálum. Stjórn BSRB vill af heilum huga taka undir kjörorð Samein uðu þjóðanna á alþjóðlegu kvennaárinu: JAFNRÉTTI — FRAMÞRÖUN — FRIÐUR. 8% hækkun hjá smur- stöðvum SJ-Reykjavik. Verð á þjónustu smurstöðva hækkaði um 8% i vikunni. Hjá Gisla Sveins- syni, Smurstöðinni Hafnarstræti 23, fengum við þær fregnir að þessi hækkun síafaði af þeim breytingum, sem' orðið hefðu á verði hráefnis og annarra liða, sem rekstur smurstöðva krefst. — Þessi hækkun er þó ekki nema litið brot til móts við hækkanir á hráefni, rafmagni o. fl. Smurfeiti t.d. hefur hækkað um 76% og raf- magnsverð er a.m.k. 15% hærra en það var i marz i fyrra, þegar siðasta hækkun var á okkar þjónustu, sagði Gisli. Það er ranghermt, að hækkunin hjá okkur orsakist af kauphækkun- um, að visu kom láglauna- uppbótin á þessu timabili, sem taxtinn frá þviimarz i fyrra hefur gilt, en hún vegur litið á móti öðrum hækkunum. Lifið getur verið eins og að spila sömu plötuna aftur og aftur. Væri ekki gaman að reyna að spila hinum megin? Þarf það að vera alltaf sama starfið, sömu launin, sömu áhyggjurnar? Efastu stundum um hæfileika þina til að leika nýtt lag? Sennilega efast þú ekki um sjálfan þig en aðrir halda að þú gerir það. Ef til vill hikar þú við að segja nokkur orð á fundum, frestar þvi að taka ákvarðanir eða mistekst að túlka skoðun þina á skýran og kröftugan hátt. Þú gætir verið að gefa alranga mynd af þér. Dale Carnegie námskeiðin hafa þjálfað meira en 2.000.000 einstaklinga i þvi að hugsa, framkvæma og taka árang- ursrikar ákvarðanir og við höfum uppgötvað, að flestir einstaklingar hafa miklu meiri hæfileika til að ná árangri heldur en þeir sjálfir héldu. Um þetta fjallar Dale Carnegie námskeiðið — kenna þér að komast áfram á eigin hæfileikum. Nú, ef þú vilt spila hina hliðina á plötunni okkar, þá er inn- ritun og upplýsingar i sima 82411. Stjórnunarskólinn Konráð Adolphsson CT-5151 STEREO CASSETTE DECK PIONEER CT- 4141 A STEREO CASSETTE DECK PIONEER CT- 3131 A STEREO CASSETTE DECK PIONEER

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.