Tíminn - 19.01.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.01.1975, Blaðsíða 4
TÍMINN Sunnudagur 19. janúar 1975, á__ Danskur „náttúrulæknir" læknar íslendinga af flogaveiki og íslandi til þess að safna átta dropum af blóði. Atta dropum af von um bjartari framtið til handa þjáöu fólki, sem heyrt hafði um furðulega hæfileika hans og boðið honum til sögu- eyjarinnar. Siðan er blóðdropunum komið fyrir i tækjum náttúrulæknisins, ásamt upplýsingum um sjúk- lingana. Þá er komið að sjálfri meðhöndluninni. — Ég get ekki um það sagt, hversu langur timi mun liða, bar til sjúklingar minir á Islandi fá bata, segir Aksel Jensen, en hinu get ég lofað, að þeim mun fara fram með degi hverjum. Ég hef fengið köllun til þessa starfs og mátt, sem gerir mér kleyft að hjálpa öðrum. Ég er hugsjónamaður, og mesta umbun min er sú, að sjá gleði þess fólks, sem forðað hefur verið frá sársauka og þjáningu. Ef peningagræðgin réði gjörð- um minum, hefði ég haldið áfram i viðskiptalifinu, en ég er þeirrar skoöunar, að lækningar séu meira virði en viðskipti. Aksel Jensen meöhöndlaði hina Islenzku sjúklinga á heimili eins þeirra. Hér sitja nokkrir sjúkiinganna og blða þess að röðin komi að þeim. illkynjuðum höfuðverk I danska blaðinu Se og Hör birt- ist fyrir skömmu grein um danska „náttúrulækninn” Aksel Jensen. Þar er þvi lýst, hvernig Aksei læknar sjúklinga á tslandi með aðferðum, sem ýmsum kunna að koma kynduglega fyr- ir sjónir. Allt um það mun ýms- um vafalaust þykja forvitnilegt að lesa um „náttúrulækninn” og aðferöir hans. Greinin I Se og Hör er svo- hljóðandi, i lauslegri þýðingu: Fyrir skömmu hóf náttúru- læknir einn i Óðinsvéum að lækna fólk i mörg þúsund kiló- metra fjarlægð. Hann stillti hnappa á tækjum sinum á Fjóni til þess að lækna átta illa haldna sjúklinga á....tslandi. Ótrúlegt, en satt. Meðferðin, sem brátt mun hjálpa þessu hrjáöa fólki I fjarska, nefnist radioni. Aksel Jensen, náttúrulæknir i Óðinsvéum, dvaldist eina viku á Náttúrulæknirinn Aksel Jensen matar tækjabúnaðinn á blóði, ásamt upplýsingum um Það er eins og ég hafi öölazt nýtt lif, segir Jakobina Helgadóttir, sem sjúklingana. árum saman hafði þjáðzt af illkynjuðum höfuðverk. DENNI DÆMALAUSI „Vertu ekkert að flýta þér, mamma. Ég ætla að lita i kring- úm mig á meðan.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.