Tíminn - 19.01.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.01.1975, Blaðsíða 7
Sunnudagur 19. janúar 1975. ilMINN 7 Getið tímarita Tlmaritin hafa veriö i nokkurri lægö aö undanförnu samanboriö viö baö sem áöur var. Svo finnst mér aö minnsta kosti. Þó eru til ágæt timarit, sem koma út reglu- lega. Þar vil ég nefna tfma- ritiö Súlur á Akureyri, sem er ungt aö árum, en fer hiö bezta af staö og lofar góöu. Hitt ritiö, sem ég óska aö nefna hér, er ársrit Vest- mannaeyja, Blik, helgað Vest- mannaeyjum og gefið þar út. Það er enginn unglingur, þvi að núna fyrir jólin barst mér 31. árgangur þess I hendur og var það góð sending. Blik er mjög sérstætt rit vegna þess að einn og sami maðurinn hefur ritað það að mestu einn og gefið það út á eigin kostnað öll þessi ár. Það mun vera eins dæmi. Þetta rit hefur ritstjórinn og útgefandinn helgað málefnum Vestmannaeyja og sinum eigin áhugamálum, og hugðarmálum, sem öll snerta þetta gagnmerka byggðarlag, snerta sögu þess og lif Eyja- búa, enda hefur útgefandinn starfað þar i tæp 50 ár, en er Austfirðingur, að uppeldi a.m.k. I Eyjum hefur Þorsteinn Þ. Vlglundsson verið gagnfræða- skólastjóri og sparisjóðsstjóri og tekið slíku ástfóstri við byggðarlagið, að lifssaga þess er rakin og skráð i árgöngum ritsins, og mun ekkert byggöarlag á landinu eiga eins Itarlega sögu skráða svo að segja jafnóðum og hún hefur gerzt. Enda eiga fá byggðar- lög stórbrotnari og merkilegri athafnasögu en Vestmanna- eyjar. Þá má bæta þvi við, að út- gefandi ritsins hefur komið upp og lagt grundvöllinn að Byggðarsafni Vestmanna- eyja. Frá öllum þessum stofn- unum skýra hinir mörgu ár- gangar ritsins ljóslega. Þetta siðasta hefti Bliks er sem fyrr vandað i alla staði, prentað á ágætan pappir og prýtt fjölda mynda, eins og alltaf áður. Myndirnar gera sjón sögu rlkari og auka mjög gildi ritsins. Eins og ég gat um, þá er þetta mest eins manns verk, en þó rita fleiri I þetta hefti. Vil ég þar nefna ágæta grein núverandi menntamálaráð- herra Vilhjálms Hjálmars- sonar. Hún fjallar um Mjóa- fjörö, ættstöðvar þeirra beggja. Markverðasta ritgerðin I þessu hefti er löng grein eftir ritstjórann, sem heitir „Bréf til vinar mins og frænda.” Þó að ekkert annað væri i ritinu væri að þvi mikill fengur. Ég held að þessi grein eigi engan sinn lika i Islenzkum bók- menntum, hreinskilnin — óhllfnin er þó hófsöm og var- færin — er frábær, studd óyggjandi rökum með tilvitn- unum I prentaðar heimildir, sem gera þáttinn svo merkan að eins dæmi mun vera. Fáir mundu trúa frásögninni, ef ekki væri vitnað I þær heimild- ir. Þetta er baráttusaga höfundar og mun fáa eiga sina lika. Meira verður ekki sagt hér, en ég held að margir hefðu gott af þvi að ná sér I þennan 31.árgang Bliks og lesa hann, þegar jólalestur bókaflóðsins fer að sjatna I vitund manna, þvi að efni þessa rits á ekkert skylt við jólagjafatizkuæði, sem alltof mikið ber á I jóla- bókaflóði siðustu ára. Á þrettándanum 1975 Jóhannes Davlösson, Hjaröar- dal neöri. Tíminner Auglýsícf peningar iTímanum Frystiskápar og kistur í úrvaii frá Bauknecht * Fljót og örugg frysting. * Öruggar og ódýrar í rekstri. * Sérstakt hraðfrystihólf. * Einangraöar að innan með áli. * Eru með inniljosi og læsingu. * 3 öryggisljós.sem sýna ástand tækisins og margir fleiri kostir. Greiðsluskilmálar eða staögreiðsluafslattur Leitið upplysinga strax. (BauknBrht veit hvers konan þarfnast Samband íslenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármúla 3 Reykjavík sími 38900 Fulltrúi launþega segist vera máls- vari kaupmanna BH-Reykjavik. — Þaö vakti tals- verða furðu á borgarstjórnar- fundi s.l. fimmtudag, að Magnds L. Sveinsson, einn af borgar- fuiltrúum Sjáifstæöisflokksins og jafnframt framkvæmdastjóri Verzlunarmannafélags Reykja- víkur, lýsti þvi yfir, aö hann væri málsvari kaupmanna. Magnðs gaf þessa yfirlýsingu eftir að Björgvin Guðmundsson (A) hafði lýst furðu sinni á þvi, að Magnús, fulltrúi launþega skyldi túlka sjónarmiö kaupmanna vegna tillöguflutnings Björgvins um að endurskoðaður yrði vöru- listi sá, sem á boðsólum er i sölu- opum verzlana. Sagðist Magnús ekkert skammast sin fyrir það að vera málsvari kaupmanna, enda færu hagsmunir kaupmanna og verzlunarfóks saman. Þess má geta að á fundi borgar- ráðs nýlega voru samþykktar breytingar á launakjörum gæzlu- kvenna við leikvelli Reykja- vikurborgar. Voru laun þeirra hækkuð. Greiddu allir borgar- ráðsmenn tillögunni atkvæði, nema Magnús L. Sveinsson „fulltrúi launþega”. Hann sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Auglýsing frá F.Í.B. um þjónustu til fá um þjónustu til félagsmanna Afsláttur af hinum ýmsu kostnaðarliðum til bifreiða. Aðstoð við útvegun varahluta. Lögfræðilegar leiðbeiningar i ýmsum ágreiningsmálum i sambandi við bifreið- ar félagsmanna. Alþjóðaökuskirteini 50% afsláttur. Tæknilegar leiðbeiningar v/bifreiða. Vegaþjónusta. Aðstoð við útvegun ódýrra talstöðva i bif- reiðar. Afsalseyðublöð og sölutilkynningar v/kaupa og sölu bifreiða. Félag islenzkra bifreiðaeigenda. Ármúla 27. Simi 3-36-14. VERÐLÆKKUN! há' teð er . v,ð Ctá i*kkjF,n' ' 45°z °kkar oot fil okkar ?9 ^es vi/dr • hc an9'>ósez?,'rw> Ka' sPi Opið til kl. 7 á föstudögum — Lokað á laugardögum Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.