Tíminn - 19.01.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.01.1975, Blaðsíða 8
8 l'l.MINN Sunnudagur 19. janúar 1975. Sveitafólk — og eitt pó Blómaklukkan i Edinburgh. Hún gengur alveg hárrétt, Tvö bankaútibú — blóöbankinn og Royal Bank of Scotland Gamiar byggingar eru hreinsaöar af sóti — og fegraöar meö blómum í körfum utan viö gluggana Glaðskógaborg er stærsta borgin i Skotlandi, og svo er hún vinaborg Reykjavikur. Þetta er lika vinaleg borg— en maður þarf að gefa sér tíma til að kynnast henni, og þann tima hafa fáir. Hérna koma nokkrar svipmyndir frá liðnu hausti, þegar undir- ritaður dálkafyllir skrapp með konuna og strákana tvo og myndavél til þessa staðar — og upplifði þar skemmtilega daga, sem gott er að hugsa til i svart- nætti skammdegisins, þegar myrkrið nær jafnvel stundum að umvefja hugann.... Við tökum strætó inn i borgina frá flugstöðinni. Veðrið er yndis- legt, kyrrt og hæfilega sólarmikið til að vera mátulega þægilegt, og skapiðeftir þvi. Við þekkjum ekki taxta leigubilstjóra á þessum stað, og kannski hefur Skotinn i eðli okkar þegar náð yfirhönd- inni. Við vitum af reynslunni að endastöð strætó er örskammt frá hótelinu okkar, — og svo þarf að sýna strákunum að við kunnum að ferðast. Hver maður með sína tösku, og hana ekkert mjög þunga. Strætó stoppar að visu ekki þar, sem við gerðum ráð fyrir, og við erum reynslunni rikari. Gerum okkur samt grein fyrir þvi, að ekki muni langt að fara og örkum af stað. En það virðist vera hægt að villast þarna, ekki sizt þegar nema þarf staðar við svo til hvern einasta verzlunarglugga og út- skýra á einfaldasta hátt, hvert v verð ákveðinna 'hluta — sums staðar nokkuð margra — sé i is- lenzkum peningum. Svo fara menn að beita meginþekkingunni og þá sækist allt léttara, en það þarf að stoppa ærið oft. Maður og kona og tveir strákar, hvert með sina ferðatöskuna i hendinni, labbandi eftir miðhluta stórborgarinnar, nemandi staðar við velflesta búðarglugga, með tilheyrandi upphrópunum, bendingum og útskýringum á framandi tungumáli. A götuhorni er ég loks orðinn rammvilltur, svo að ég sný mér að lcgregluþjónum, sem standa þar og spyr þá, hvar hótelið kennt við Ivar hlújárn sé staðsett. Sá yngri býðst strax til að fylgja okkur þangað. Þetta sé ekki ýkja langt, eiginlega næsta stræti, en fyrir nokkur húshorn að fara. En þá kem ég þessu fyrir mig og þakka honum með virkt- um. Daginn eftir erum við að góna i búðarglugga í allt annarri götu, góðan spöl I burtu. Þá erum við ávarpaðir á ensku og inntir eftir þvi, hvort við hefðum fundið hótelið okkar. Þetta er lögregluþjónninn frá deginum áður. Við röbbum góða stund saman, en eiginlega finnst strákunum ekki virkilega til um þetta fyrr en ég geri þeim ljóst, að i þessari borg búi um ein og hálf milljón manna. En við erum líka staddir i Glaðskógaborg og hún er allt öðru visi en aðrar borgir, en af hverju — það veit naumast nokkur. Hvað er það, sem gerir þessa borg svona viðfeldna, að aftur og aftur leitar hugurinn þangað, þegar maður hefur dvalið þar um smátima, og manni hlýnar um hjartaræturnar við endur- minningarnar? Kannski er það þetta furöulega sambland af nýju og gömlu, sem vekur þrána i eðli grúskarans Kannski þetta innilega sjálfsagða kaupmangarastand, sem gerir búðarráp að skemmtun. Kannski fólkið, sem fyllir göturnar og virðist aldrei liggja á fólkið, með þennan gæðalega rólegheitasvip, fólkið, sem myndar biðröð af minnsta tilefni, að manni finnst, hvort sem það er að biða eftir leigubil eða kaupa dagblað fyrir 3 pens. Kannski eru það andstæð- urnar i umferðinni, sem gera hana snurðulausa, og óttalausa. Kannski hestarnir, er bera virðu- lega lögregluþjóna úti i umferð- inni eða draga ruslvagna eftir steinhellunum innan umblikk- beljurnar. Kannski hundarnir, sem labba um allt eins og fólk, áreitnilausir eins og hinir. Kannski laufskrúðið og blóma- dýrðin i fögrum skemmtigörðum, eða einmana sina út úr kolugum tigulsteinavegg. Kannski nætur- lifið, sem tekur svo snöggan endi, jafn iðandi ög það var, meðan það stóð. Kannski hef ég ekki einu sinni komið nálægt kjarna málsins. Eitt er vist. Lykt miðborgar- innar er sambland af útblásturs- eimyrju bilanna og steikarfitu- lykt úr kartöflupottum, og hún nær bara anzi langt i áttina til syfjulegra úthverfanna, sem eru næstum uppi i sveit, með skjöldóttar beljur, svartar og hvitar og hornóttar. Sumsstaðarer Ijósadýrðin bara á neðstu hæð Það er svolitið gaman að sjá svipinn á fólki, þegar maður fer að hrósa Glaðskógaborg og hæla henni fyrir fegurð. Þeir eru svo margir, sem finnst þessi borg, heldur tilkomulitil og jafnvel ljót. Þetta sé bara bila- og viðskipta- borg, og ekkert annað geti afsak- að erindi manna þangað. Þetta nálgast guðlast i eyrum þeirra, sem unna borginni sem slikri, og þeir eru margir. Ég hef um fáar borgir heyrt sungið inni- legar en þarlendir syngja um borgina sina. En það þurfti Eng- lending til að tjá henni einhverja innilegustu ástarjátningu, sem ein borg hefur fengið, er hann segir, að ,,The warm, warm heart of Glasgow bring the heart of Scotland to me.” Ég veit ekki fyrir vist, en ég held, að Skotar hafi næstum eins mikið yndi af að syngja og við Is- lendingar. Og ég held, að þeir eigi lög við öll sin kvæði. Skelfing væri gaman, ef við ættum lög við öll okkar kvæði. Og ekki væru ort önnur kvæði en þau, sem sungin væru. Óskaplega myndi þá rnikill leir fara fyrir bi. En tilfellið er, að Glaðskóga- borg er falleg, og það er ótrúlega mikið gert til þess að fegra borg- ina og gera hana aðlaðandi. Ég ætla ekkert að fara að sökkva mér niður i heilabrot um dýrðar- daga sóts og ryks og skits þegar iðnaðurinn átti sitt blómaskeið. Það má svo sem vel vera, að hann eigi það ennþá, en blessunarlega eru reykháfarnir peðlaga, spúandi reyk og stund- um eldi, komnir út fyrir borgina og aðeins endurminningin um þá eftir á þeim götum, sem fjöl- farnastar eru. Það er lika alltaf verið að rifa í Glaðskógalandi og á grænu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.