Tíminn - 19.01.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.01.1975, Blaðsíða 9
Sunnudagur 19. janúar 1975. riMiw 9 ó gömlu húsin, svörtu og skugga- legu, og i staöinn koma reisulegar byggingar, og svo er alls staöar veriö aö gróöursetja. Ósjálfrátt hvarflar aö manni óljós grunur urn, aö borgarstjórn- in okkar hafi fyrirmyndina aö „Grænu byltingunni” sinni úr einni feröinni hingaö, hann heföi bara átt að taka garöyrkjustjór- ann sinn meö til aö sjá, hversu vel hún hefur heppnazt á þessum staö. Blómabeö, blóm I körfum og krukkum utan við stórbyggingar, grasgarðar og trjágróöur. Það þarf ekki aö leita lengi til aö finna þetta i rikum mæli á þessum stað. Og maöur finnur svo greinilega fyrir þvi að þessu er ekki bara slett hér og þar eins og af handa- hófi, hérna þjónar fegrunin til- gangi, sem kemst alla leiö til hjartans i manni. Þaö er svolitiö gaman aö regn- inu, sem maður kynnist i Glaö- skógaborg. Það var rólegt regn, alveg eins og fólkið. Það er enginn hasar i þvi eins og i regn- inu okkar. Þaö sitrar niöur, stritt eöa smátt, eftir flaumnum og maöur finnur sjaldnast fyrir þvi, jafnvel þótt maður sé úti viö. Hins vegar er gaman aö sjá þaö út um glugga i hlyju hótelher- bergi, fylgjast meö leiö þess niður húsgaflana, suma svarta, nötur- lega meö tómar svartar rúður. Það eru svo mörg há yfirgefin hús, meö háa strompa og járn- stiga uppeftir öllu, rétt eins og þeim hafi veriö tildraö þarna upp i vel unninni sviösmynd, meö borgarljósin i baksýn. Sumar framhliðarnar eru meö fornu út- flúri, turnspirum og finngálknum uppi undir burstum og steinguð- um og hundamyndum hið neðra. Þeir hima þarna samvizkusam- lega á hækjum sinum, eins og þeir séu að vakta af samvizkusemi eignir löngu horfins eiganda. Þarna er lika gróður, fölleitur og angalangur, sem teygir sig út i ljósið á daginn og svelgir i sig regnið, þegar þaö fæst. Hvers konar jaröveg hann hefur fundið sér þarna á mjóum sillum hús- gaflanna, getur hver og einn gert sér i hugarlund. Regniö er skemmtilegast tilsýndar uppi á efstu hæöunum á mannlausu húsunum, sem biða tortimingar sinnar eða endur- reisnar, þvi aö mikiö hefur verið gert i rétta átt i borginni á furöu stuttum tima, og bráðum nær ljósdýrökaupahéönanna upp eftir öllu. En sums staöar er hún ennþá aðeins á neðstu hæöinni. Aö bjarga sér, eftir beztu getu á þessum stað Hvernig skyldu strákarnir bregðast viö stórborgarlifinu? Vissulega vorum við búin að flækjast viöa um meö þá, og þeir höfðu aldrei sýnt neinn hjárænu- hátt eöa mannfælni. En þaö var nú bara á Islandi, þar sem allir skildu alla. Nú verða þeir að bjarga sér meðal fólks, sem ekki skilur orö i móðurmáli þeirra. I flughöfninni hlaupa þeir á undan okkur inn langan ganginn. Viö enda gangsins biöur út- lendingaeftirlitiö. Alúöleg stúlka spyr hvort einhver tali ensku. Eldri drekinn minn svarar af bragði, svo heyrist langt fram eftir gangi: — Jessædú! Þau eiga all-langt og vafalaust uppbyggilegt samtal áöur en ég, seinfær leiöangursstjórinn, kem- ur á vettvang, og veröur stúlkan hálfhissa á þvi, aö annar i fjöl- skyldunni skuli geta rætt viö hana á máli hennar, og klappar á kollinn á pilti en hann ljómar i framan, og jafnast hamingja hans næstum þvi á viö lok feröa- lagsins, þegar einkennisklæddur lögregluþjónn sýnir þeim bræör- um þann tvimælalausa heiöur aö þukla þá i leit aö skotvopnum, áö- ur ■ en þeir fá aö fara út f flugvél- ina eins og aðrir karlmenn. Þarna rennur upp fyrir þeim, sem ekki hefur gert sér grein fyrir þvi áöur, hvaö sólskinsbros er i raun og veru. Ég undrast þaö á leiöinni inn i borgina, hvaö þeir hafa við bilstjórann aö ræöa, en vafalaust eru þeir margs fróöari, þvi aö alltaf eru þeir aö kinka kolli, mænandi upp i hann, og það er ekkert lát á spurningunum. Viö erum varla búin aö koma okkurfyrir i hótelherberginu uppi á þriöju hæö, þegar þeir eru komnir i samband viö starfsfólkiö og hund hótelstjórans, griðarstór- an collie sem gegnir nafninu Mike, gullfallegur og á bolta og heldur sig mest framan viö af- greiösluboröiö á neöstu hæö og blöur þar eftir þvi aö einhver komi til aö leika viö hann. Þessa viku, sem við erum á hótelinu, hverfa strákarnir timunum sam- an. Við vitum ekkert, hvort þeir eru niöri aö leika viö Mike, rabba viö Allan barþjón, einkavin þeirra, sem selur þeim gosdrykki á pottflöskum meö afslætti, þang- að til þeir komast að þvi að dökka, breiöa, stjórnsama Anna Magnani á Dino-barnum hinum megin götunnar er billegri á gos- iö. Þá fara þeir oftast til hennar, nema þaö sé rigning. Þaö eru allir jafnelskulegir viö þá, Það er alveg sama hversu innilega Skotana þarna á hótelinu hefur langað til aö horfa á frétt- irnar sinar, alltaf var sett á ein- hvern hasar, ef strákarnir fara inn I sjónvarpsherbergiö. Þetta er litasjónvarp og ótrúlega heill- andi. Það er eins og allir skilji mann. Þaö er sama, hvar maöur kemur, allir leggja sig fram um aö vera elskulegir og skilningsrikir. Það er enginn tungumálaveggur á milli. Ég hins vegar legg mig i framkróka um aö tileinka mé framburð þeirra og fæ þá einkunn að af Rússa aö vera tali ég bæri- legustu ensku. Strákarnir lúra ekkert á þjóðerni sinu, hvar sem þeir koma, enda inntir snarlega eftir þvi, og þaö er ótaliö gosiö, sælgætið og mjólkurhristings- glösin, sem þeir fá út á þaö. Einn vertinn kemur að boröinu til okk- ar til að segja okkur, aö þjóöin okkar noröur i Ballarhafi sé prýöisfólk, sem láti ekki Eng- lendinginn vaöa ofan i sig, og þetta sama eigi Skotar að gera. A erlendri grund ræöir maöur ekki pólitik. Allra sizt innanrikis- mál i viökomandi landi, en þó maður láti sér nægja aö kinka kolli og breiöa yfir ferkari umræður meö brosi, finnur maö- ur til stolts yfir þvi, aö þjóöin okk- ar litla skuli þekkt meöal al- mennings i stórborg, og þaö fyrir haröskeytni sina gagnvart aöila, sem viökomandi þekkir og það vel. í umróti götuæsinga — á laugardegi En mikið óttalegt sveitafólk getum við nú verið. Um hádegisbilið á laugardegin- um erum við fótgangandi á leiö á markaðinn, útimarkaöinn, sem er afskaplega fjölbreytilegur en hálfruslulegur samt sem áður. Hitt er annaö mál, að þarna má gera skinandi kaup, enda þótt mér sé það ekki i lófa lagið, utan hvaö skrautsverö frá Indlandi heillaði mig, óttalegt skran. Langt aö komnir feröalangar heilsa upp á James Watt. Stytta Roberts Burns er á miöri mynd og Walter Scott gnæfir viö himin á heilmikilli súlu. The bonnie, bonnie banks of Loch Lomond. m bökkum ævintýralándsins... ° Baldur Hólmgeirsson segir frá i máli og myndum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.