Tíminn - 19.01.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.01.1975, Blaðsíða 11
Sunnudagur 19. janúar 1975. I'lMIW 11 lagið að baki fer að skýrast, hæðir og bakkar, engi, hús og kastalar. betta er svolitið einkennileg grænka, aðallega dökk og drúpir af trjánum, sem eru þó miklu fremur hávaxnir runnar, þvi að tré finnst manni ekki geta verið svona þétt. En fegurðin og hátiðleikinn gefur vatninu svip svo langt, sem augað eygir, Ég þrái það eitt að komast út úr mollunni i strætó og ganga ber- fættur i mjúku grasinu á vit vatnsins eða finna skógarþykknið umlykja mig, eins og til að geta gægzt skáldlega út úr laufinu með grænan skóg að baki. Eftir á finnst mér nánast furðulegt, að ég skuli komast i stemmningu við endur- minningarnar um staðinn. Rómantikin hefur nefnilega orðið að setja ofan fyrir skipulagning- unni og skemmtilegheitunum. Það þarf að minnsta kosti, að fara aðrar leiðir en við hittum á, til þess að geta i næði gengið með elskunni sinni eftir „the bonnie, bonnie banks of Loch Lomond.” Hjá fólki og villidýrum — í fortíð og nútíð. Sannleikurinn er nefnilega sá, að brautarvörðurinn i Balloch hafði alveg hárrétt fyrir sér. Við höfðum ekki gengið nema örfá spor frá brautarpallinum — til hægri — þegar við komum að strætisvagnastoppistöðinni og þaðan út i bjarndýragarðinn. Ef við hefðum farið til vinstri, hefðum við ekki þurft að ganga eins langt til að hitta á karla, sem sigldu með mann út á vatnið i hraðbátum. Þriðji möguleikinn er oft fyrir hendi, en ekki þennan dag. Þá er farið með skemmti- ferðaskipi út á vatnið, en það vildi nú svo til, að það var bilað þessa dagana. Jæja, en bjarndýragarðurinn er sannarlega vel þess virði að fara i gegnum hann. Hann er i þrem hólfum, og öryggisvarlzan þar er sannarlega ekki i molum. öll hliðin eru tvíþætt og við hvert þeirra ferðir með deyfilyfja- byssur. í fyrsta hóflinu, þar sem áður höfðu verið hvitabirnir, voru nú tigrisdýr. Stór, letileg og hirtu litið um bilinn, þegar við ókum i gegn. Eitt kom þó og nusaði af honum. Hin voru að éta og létu ekki truflast. Það getur vel verið, að ein- hverjum finnist þau slitin úr tengslum við umhverfi sitt, en það er ekki á þeim að sjá. Ekki veit ég, hvernig skozki veturinn leggst i þau, en haustið fannst þeim sýnilega notalegt, enda sjálfsagt ýmsu vön, og ólikt hugnanlegra að vita dýrin hafa þetta svigrúm útivistar- innar, en þröng búr i dýragarði. Og þá kunna birnirnir aldeilis við sig. Griðarlega stórir boltar, en mjúklega fimir og virðast skrölta innan i loðnum feldi sin- um. Himalaya-birnir svartir á skrokkinn, birnurnar með hvitan kraga um hálsinn og skógar- birnirnir brúnu, heill flokkur af þeim á rölti. Þeir eru kumpánleg- ir við strætó, koma alveg upp að og leggjast á gluggana. Kannski verið gefið. Heldur eru þetta óhugnanlegt samfélag, þótt þeir séu svona gosalegir á svipinn, þvi að styrkleikinn er gifurlegur. Trén á svæði þeirra eru varin með bárujárnsplötum, þvi að bangsi er klifursamur, og svo leggst hann á börkinn. Þarna eru birnur sér i búrum með ungana sina, en ekki kom- umst við það nærri, að við gætum tekið myndir af mæðgininum. Og það gerir sér enginn leik að þvi að yfirgefa rútuna þarna. Og þarna er lika fjöl- skrúðugasta fuglalif — og svo alltaf rómantiskt vatnið i bakgrunninum. Úr bjarndýragarðinum er farið i skemmtigarðinn. Þar eru róðrarbátar fyrir yngri kynslóðina, rennibrautir, veitingatjald, indiánavirki og hús uppi i tré. Þarna hefðu strákarnir helzt viljað vera heilan dag og meira til — en þeim þótti svo sem ósköp gaman að koma inn i höllina, sem þarna er orðinn vinsæll ferðamannastaður. Þar búa landeigendurnir, sem eiga hugmyndina að skemmtigarðin- um og bjarndýragarðinum. Þau eiga lika hugmyndina að fugla- garðinum á bak við kastalann. Framan við höllina er gömul steinmynd. Eins og fórnarstallur framan við eldgamla mynd af Landnemavirkið i skemmtigarðinum. til að syngja saman á hátiðar- stundu. On the bonnie, bonnie banks of Loch Lomond Einn brandarinn um Glað- skógaborg er á þá leið, að hún sé svona vinsæl, af þvi að það sé svo gott að komast þaðan. Þaö er alveg satt, að leiðir liggja þaðan til allra átta, en við höguöum okk- ur eins og sveitamenn i þessu til- felli lika og lærðum af reynslunni. Þarna er fjári mikil umferða- miðstöð, og renna rútur frá henni út um allt. En það voru nú helzt ákveðnir staðir, sem við vildum sjá og skoða, eins og héraðið hans Roberts Burns og svo auðvitað Loch Lomond, en það var alveg sama, hversu oft sem við himdum i biðröðinni i aðgöngumiðasöl- unni, alltaf var uppselt, þegar við komum að. Við höfðum skellt okkur með lestinni til Edinborgar og allt gengið prýðilega, og nú ákveðum við að skella okkur með næstu lest til Loch Lomond. Það er fyrirhafnarinnar en okkur órar fyrir, og eftir smástund stöndum við á brautarpallinum i bænum Balloch. Við inntum brautarvörð inn eftir þvi, hvar vatnið væri. Hann starir á okkur, þangað til hann gerir sér grein fyrir, að við séum ekki að gera grin, þá bendir hann til hægri og siðan til vinstri. Við getum valið um leiðir. Hann hlær eins og hestur, þegar við spyrjum, hvar við fengjum leigubil og sagði, að þetta væri fyrir handan næsta húshorn, eða svo til. Svo að við örkum af stað. Við veljum leiðina til hægri. Við erum ekki farin að sjá neitt vatn, þegar strákarnir eru komn- ir á tal við strákponna einn, sem bíður hjá mömmu sinni undir spjaldi, sem á stendur: „Bjarn- dýragarðurinn við Loch Lo- mond”. Strákurinn telur okkur á að biða. Þetta sé fjári athyglis- verð ferð. Það er með hálfum huga, að við stigum upp i krambúleraðan tveggja hæða strætisvagninn, sem kemur eftir okkur. Við höf- um búizt við þvi að reika eftir friðsælum bökkum ævintýra- vatnsins en ekki þvi að aka inni á milli villidýra i beygluðum strætó. Okkur er sagt, að halda okkur i sætunum sem mest, meðan á akstrinum standi, þvi að vanginn veröi vandlega lokaður. Ekki er hann nú lokaðri en það, að heljarmikill geitungur kemur svifandi inn um glugga á efri hæðinni og rikir ógnarstjórn, þar til undirritaður er orðinn leiður á að horfa á þennan feita harð- stjóra þvo sér með afturlöppun- um á framrúðunni og rak hann út með auglýsingabæklingi, við- stöddum til sýnilegs léttis, þvi að varla hafði nokkur þorað að bæra á sér á meðan. Það skal tekið fram, að ég hefði aldrei ráðizt til atlögu við ógnvaldinn, hefði ég verið kunnugur fyrirbrigðinu. Þetta er sem sé i minum augum ekkert annað en randafluga af stærri gerðinni. Fyrst eru þaö strákar að kynda bál frammi á vatnsbakkanum, og óskapleg. grænka i baksýn. Svo kemur vatnið, mikið af bátum á sléttum vatnsfletinum og lands- Þrír vinir, Mikki með boltann I miöjunni. ■ í»» t,ís » Bangsar í garöinum, og bárujárnsvariö tré. skjaldböku. Ég sit á bekk og hug- leiði þessa mynd, meðan þau fara inni höllina og skoða flugvéla- safnið og borðbúnaðinn og það allt saman. Það er hérna, sem fortiðin snertir streng i hjarta minu, — hvað skyldi þetta timanna tákn eiga að segja manni. Þessi forna mynd, sem á þessum stað hefur séð kynslóðir koma og fara. Framhjá henni hafa elskendur gengið spölkornið niður að gamla bátaskýlinu, sem nú er að hverfa inn i laufskrúðið á bakkanum. Framhjá henni hafa hetjur þeyst til viga á sléttum völlunum. A henni hefur ef til vill hvilt auga útlagans, sem leitaði skjóls I þykkninu handan við höllina. Hér hefði ég viljað mega lesa þagnarmál steinsins, en til þess er enginn timi. Dagurinn við Loch Lomond er á enda yfir ávaxtasafa og samloku i veitingatjaldinu.... Gamla skjaldbakan á stalli sinum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.