Tíminn - 19.01.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 19.01.1975, Blaðsíða 13
Sunnudagur 19. janúar 1975. TÍMINN 13 r v Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Kitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gisiason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur I Aðalstræti 7, sfmi 26500 — afgreiðslusfmi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð f lausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. J Lífdrykkurinn hvíti Forfeður okkar áttu sér þjóðsöguna um kúna Auðhumlu, sem nærði jötuninn Ými, upphaf him- ins og jarðar. Þannig hefur mjólkin, lifdrykkur- inn hviti, verið tengd vexti og viðgangi aíls, sem lifir og hrærist, i hugmyndaheimi manna, allt sið- an i grárri forneskju, að áar okkar skriðu út úr hellum og fylgsnum og hófust af safnarastiginu til hjarðmennsku og búskapar. Kýrin, sem mjólkinni miðlaði rikulegar en annar búfénaður, varð með nokkrum hætti fóstra lifsins og móðir. Júgur hennar var hin mikla uppspretta þreks og þróttar, lifslind og orkubrunnur. í sögu íslendinga hefur mjólkin verið meiri ör- lagavaldur en flest annað. Þá var búsvelta, er hana skorti — gnægð viðurværis, ef fullar skjólur voru bornar úr fjósi eða af stöðli. Dropinn úr kúnni var liftryggingin, þegar i harðbakkann sló. Þessi sannindi speglast átakanlega i einni af hinni fyrri bókum Halldórs Laxness, Dagleið á fjöllum, þar sem segir af gistingu hans á bæ á Jökuldalsheiði og kveinstöfum gömlu konunnar, er átti sér eina ósk og þrá i fannaveröld heiðar- innar: Mjólkurlögg. Jafnt i bókmenntum sem sannsögulegum frá- sögnum má finna fjölmörg dæmi þess, hversu húsmæðurnar mátu kýrnar sinar mikils, og á sumum heimilum hefur að minnsta kosti til skamms tima verið vakað yfir þvi, að börn og unglingar temdu sér ekki að nefna þær illum nöfnum eins og til dæmis beljur. Það var öndvert góðum siðum, ef það jaðraði þá ekki við guðlast, að fara óvirðingarorðum um Auðhumlurnar i fjósinu. Margt hefur breytzt i þjóðlifinu á siðustu ára- tugum, og þeim hefur fækkað, sem umgangast kýrnar daglega. Enn sem fyrr er mjólkin þó ein bezta og mikilvægasta neyzluvara íslendinga, og fólk finnur gleggst, hvers á er vant, ef torvelt er að ná i mjólk, eins og þegar fannalög valda sam- gönguteppu á borð við það, er viða hefur verið nú að undanförnu. Svo brýn verður mjólkurþörfin þá i þéttbýlinu, að einskis er látið ófreistað til þess að brjótast til næstu bænda, til þess að sækja mjólkursopa handa börnum og gamalmennum að minnsta kosti. Á sama hátt segir það sina sögu, að jafnvel i harðvitugustu kaupdeilum og verk- föllum þykir það bein óhæfa að loka svo öllum að- dráttarleiðum, að sjúklingar og ungviði missi mjólkur sinnar. Þetta er hér rifjað upp af þvi tilefni, að Mjólkursamsalan i Reykjavik átti fjörutiu ára af- mæli i siðustu viku og afurðasölulögin á siðasta ári, en mjólkurlögin voru einn þáttur þeirra. Til- koma mjólkurlaganna og Mjólkursamsölunnar markaði þau timamót, bæði i sögu framleiðslu- mála og neytendamála, er seint verða ofmetin, og gegnir þar einu máli, hvort heldur litið er til bættra heilbrigðishátta, skynsamlegrar skipu- lagningar eða fjölbreytni i úrvinnslu mjólkur. Við erum sem betur fer mikil mjólkurneyzlu- þjóð, og við eigum dugandi bændur, sem öllu kosta til að hafa sem bezta vöru á boðstólum, og vel kunnandi mjólkuriðnaðarmenn, er margir hverjir hafa sótt menntun til Danmerkur, þar sem matvælaiðnaður er hvað fullkomnastur. Loks er svo búskapurinn og mjólkuriðnaðurinn fjölda bæja og kaupstaða meiri eða minni stoð — sumra meginstytta. — JH. Spartak Beglov, APN: Viðskipti og mismunun geta ekki samrýmzt Sambúð Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna stefnt í hættu Henry Jackson öldungadeildarþingmaúur Af háifu stjórnar Sovétrikj- anna hefur verið harðlega mótmælt hinum nýju lög- um, sem Bandarfkjaþing hefur sett um utanríkis- verzlun og lán, en sam- kvæmt þeim munu Kússar ekki fá svonefnd beztu-kjör, sem nær allar viðskipta- þjóðir Bandarikjanna njóta, nema þeir leyfi ákveðinni tölu Gyðinga að flytjast úr landi. Stjórn Sovétrikjanna telur þetta ihlutun um inn- anrikismál og gerir sig jafn- vel liklega til að draga úr viðskiptum við Bandarikin i mótmælaskyni. Spartak Beglov gerir nánari grein fyrir afstöðu stjórnarinnar I eftirfarandi grein: SOVÉTRÍKIN hafa ótvirætt lýst neikvæðri afstöðu sinni til hinnar nýju lagasetningar Bandarikjanna um verzlunar- viðskipti og lán. Hefur jafnvel Henry Kissinger, utanrikis- ráðherra Bandarikjanna, orð- iö að viðurkenna það á blaða- mannafundi 14. janúar. Afstaða Sovétrik ja nna byggist á ljósum rökum og ákveðnum meginreglum. Þró- un gagnkvæmt hagkvæmrar verzlunar er ósamrýmanleg pólitiskum aðgerðum er jafn- gilda ihlutun um innanlands- mál hins aðilans. Þau 57 ár, sem liðin eru frá stofnun Sovétrikjanna, og þó einkanlega á tima hins svo- kallaöa kalda striðs, hafa bandarisk stjórnvöld haldiö uppi af stjómmálaástæðum ýmiss konar mismunun og hindrunum i sambandi við viðskipti við hin sósialisku riki, og hafa einnig hafnað við- teknum venjum i alþjóðlegum verzlunarviðskiptum. Vegna slökunar á spennu og endur- bættra samskipta, austurs og vesturs á öllum sviðum, verð- ur fáránleiki þessa afbrigði- lega hátternis einkar skýr, eins og ljóst er af hinum mikla áhuga, sem fjölmörg fyrirtæki i Bandarikjunum hafa sýnt á undanförnum árum á þvi að auka viðskiptin við Sovétrikin. Og það var engin tilviljun, að eitt fyrsta skrefið, sem Sovét- rikin og Bandarikin stigu I átt til bættrar sambúðar, var gerð viðskiptasamnings sin á milli árið 1972, sem skýrt og ótvi- rætt gerði ráð fyrir þvi, að hvor rikisstjórnin um sig gæfi hinum aðilanum skilyrðislaust kost á hagkvæmustu við- skiptakjörum. HIN NÝJA lagasetning Bandarikjaþings um verzlunarviöskipti og lán, er þaö samþykkti á siöustu vik- um liðins árs, er i beinni mót- sögn við þessar skuldbinding- ar og anda friðarþróunarinn- ar. Hagstæðustu kjör i við- skiptum Bandarikjanna við Sovétrikin og önnur sósialísk riki eiga aðeins að gilda i 18 mánuði og eru bundin skilyrð- um, sem eiga ekkert skylt við efnahagsleg samskipti. Eins og sovézk blöð hafa sagt er framtið verzlunarviðskipta og lánveitinga komin undir náð ,,sérlegrar nefndar” H. Jack- son’s öldungardeildarþing- manns: Þau eru komin undir þvi, hvaða skoðun hún hefur á framkvæmd sovézkrar lög- gjafar á þessum 18 mánaða tlma, sérstaklega varðandi mál borgara, sem flytjast úr landi, sem ætið og samkvæmt öllum alþjóðlegum lagavenj- um hefur verið talið innan- landsmál viðkomandi rikis. Afnám mismununarákvæð- anna hefur þvi þveröfugar verkanir: Það er yfirskyn Ihlutunar um innanrikismál annars rikis, þ.e. mismunun i fágaðra formi. Augljóst er, að viss hópur bandariskra stjórnmála- manna hyggur ekki á þróun viöskipta við önnur lönd öðru visi en að þröngva upp á þau um leiö pólitiskum hleypidóm- um og eigingjörnum hags- munamálum sinum. Hin nei- kvæöa afstaða til hinnar nýju löggjafar Bandarikjanna um endurskoðun verzlunarvið- skipta, sem látin hefur verið i ljós I mörgum löndum, er skiljanleg og réttmæt af þess- um sökum. UNDANFARIN AR, eða alít frá þvi að slakna tók á alþjóð- legri spennu, hefur almenn- ingur I Sovétrfkjunum fylgzt af áhuga og athygli með þróun bættrar sambúðar Sovétrikj- anna og Bandarikjanna. Það er einhuga álit almennings i Sovétrikjunum, og flestir hóf- samir Bandarikjamenn eru sömu skoðunar, að slik þróun samskipta á grundvelli frið- samlegrar sambúðar, jafn- réttis og gagnkvæms hagnað- ar sé eina rétta leiðin. Hún þjónar lifshagsmunum beggja landanna svo og heimsfriðn- um. Á hinum pólitiska vett- vangi hefur náðst margvisleg- ur árangur nú þegar, er hefur jákvæð áhrif á ástand alþjóða- mála i heild. Samningar hafa náðst á ýmsum sviðum — um að fylgja lögmálum friðsamlegr- ar sambúðar, um ráðstafanir til að koma i veg fyrir kjarn- orkustrið, um takmarkanir árásarvopnabúnaðar — er hafa verið raunhæft og sam- eiginlegt framlag Sovétrikj- anna og Bandarikjanna til þess aðgera friðarþróunina og viðurkenningu á lögmálum friösamlegrar sambúðar að óafturkallanlegri allsherjar- þróun. Vaxandi samvinna á mörgum sviðum, báðum aðil- um til hagsbóta, hefur þegar borið góðan árangur. Nefnum sem dæmi svið visindanna: Fulltrúar beggja landanna og visindastofnanir þeirra leita stöðugt að nýjum samstarfs- sviðum og einkennist sú leit af löngun til að vinna báðum þjóðunum i hag og mannkyn- inu i heild. Samskipti á jafn- réttisgrundvelli, byggð á gagnkvæmri virðingu, og já- kvæð leit að lausn alþjóðlegra vandamála eru mikilsverð, og þjóðirnar tvær, hin sovézka og hin bandariska, eru til þess kallaðar að tryggja þau og þróa á jákvæðan hátt eins og unnt er. ÞAÐ ER af þessum sökum, sem sovézka þjóðin getur ekki sætt sig við tilraunir vissra aðila I Bandarikjunum, er halda dauðahaldi i arfleifð og gjaldþrota kenningar kalda striðsins, til þess að klambra saman úr ýmsum afturhalds- öflum pólitiskum, andsovézk- um samtökum og eyöileggja með hjálp þeirra þann árang- ur, sem hefur kostað svo mikið erfiði á undanförnum árum að ná. Friðsamleg sambúð og samvinna leggja sömu skyld- ur á herðar báðum aðilum. Fylgni við meginreglur hinna nýju samskipta Sovétrikjanna og Bandarikjanna, sem skjal- festar eru i sameiginlegri yfir- lýsingu, byggist á þvi aö fylgja reglum friðsamlegrar sam- búðar i einu og öllu. Enginn hefur rétt til að slita úr sam- hengi eitt atriði þeirra, — i þessu sambandi ákvæðið um að virða fullveldi, jafnrétti og að hiutast ekki til um innan- rikismál — og túlka það að geðþótta eða að telja sig mega hafa það að engu. Þær breytingar er hinn sovétfjandsamlegi hópur i Bandarikjunum gerði á texta löggjafarinnar um breytingar á verzlunarviðskiptum, eru ekki aðeins gróft brot á áður- nefndum meginreglum, brot, sem er ósamrýmanlegt al- mennum reglum er nú gilda i millirikjasamskiptum i heiminum, heldur ganga þær og óhjákvæmilega i berhögg við hagsmuni Bandarikjanna sjálfra. Til þess að þóknast pólitiskri samúð eða andúð vissra hópa stjórnmála- manna, eru mjög mikilvægum og vænlegum horfum sam- skipta Bandarikjanna við hinn sósialiska heim stofnað i voða, horfum, sem eru nátengdar leitinni að stööugleika i al- þjóðlegum efnahagssamskipt- um, spurningum um atvinnu við framleiðslustörfin, sam- keppnishæfni bandariskra fyrirtækja o.s.frv. Þess vegna ber að vona, að heilbrigð skynsemi og póli- tiskt raunsæi, sem hafa átt svo mikinn þátt i að koma á já- kvæöum umskiptum á sambúð Sovétrikjanna og Bandarikj- anna, muni um siðir látin ráöa, einnig i sambandi við að fjarlægja hindranir, sem enn eru i vegi fyrir þróun fulls samstarfs landanna tveggja á öllum sviðum, báðum aðilum til góðs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.