Tíminn - 19.01.1975, Blaðsíða 18

Tíminn - 19.01.1975, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 19. janúar 1975. „Komdu undir eins inn." ,,Nei. Farðu sjálf inn". „Hvað hugsarðu maður...ætlarðu að sitja hér í alla nótt?" „Það get ég ef svo vill verkast. Ekki stig ég framar fæti í þetta hús". „Hvað hefurðu út á kofagreyið að setja?" ,, Ég á þangað ekkert erindi. Norðkvist á húsið, og allt, sem þar er inni, hef ur þú dregið saman. Og hvað hef ég að gera þangað? — Ég er ekkert annað en utanveltubesef i". „Hef urðu verið að telja þér trú um þetta í dag? — Nei, þú átt kofagreyið, að því er ég bezt veit, og allt, sem i honum er. Ég veit ekki til þess, að við höfum nokkurn tíma gert greinarmun á því, hvað þú átt og hvað ég á. Og að þú sért utanveltubesefi — ég veit ekki hvort ég á að reiðast þess háttar bulli eða hlæja að því", sagði Katrín, og nú var farið að þykkna í henni. En höf uðið á Jóhanni seig æ lengra niður á bringuna. Það var aumleg sjón að sjá hann. „Þú visssir, hvort þú áttir að hlæja, þegar þú sazt á skurðbakkanum hjá Norðkvist", sagði hann ásakandi, en þó með grátstafinn í kverkunum. „Er mér ekki heimilt að hlæja?" sagði Katrín stillilega. „Jú, svo sannarlega! Ekki skal ég amast við því. Það er bara verst, að ég skuli vera þér til baga". „Vera mér ti I baga — hvernig þá?" „Þú veizt að líklega bezt sjálf". „Nei, það veit ég ekki". Jóhann nötraði af ekka. Hann gat ekki haldið sér lengur í skefjum. „Ég hef aldrei verið nógu góður handa þér, það vita bæði guð og menn, Hvað er ég í samanburði við Norðkvist?" „I samanburði við Norðkvist?" endurtók Katrín hægt. Nú fór hún fyrst að skilja, hvernig í öllu lá. „Þú heldur þó ekki, að það sé einhver samdráttur með okkur Norðkvist?" spurði hún eftir stundarþögn. Jóhann svaraði engu. „Heldur þú í rauninni, að það sé einhver samdráttur með okkur Norðkvist?" spurði Katrín aftur. Jóhann snökti ráðþrota og fól andlitið í höndum sér. „Það er svo sem eðlilegt, þó að þú viljir hvorki heyra mig né sjá", tuldraði hann. „Finnst þér, að mér hafi farizt þannig við þig, að ég muni hvorki vilja heyra þig né sjá?" spurði Katrín vingjarnlega. „Ne-ei, en þú vilt mig ekki framar". „Segðu mér eins og er: heldur þú, að ég hafi verið að draga mig eftir Norðkvist?" sagði Katrín með áherzlu og lagði hendurnar á axlir manns síns. „Er það þá ekki satt?" snökti hann. „Það skal ég segja þér seinna. — Segir fólkið það?" „Já — allir". Katrín þagði drykklanga stund og starði út í myrkrið. Niðri í þorpinu glórði hér og þar í Ijós. Nú skildi hún svo margt, sem henni hafður áður sézt yfir. Nú skildi hún ótal tvíræð orð og tillit, og nú vissi hún, hvað olli skapbrigðum Jóhanns og heift hans í garð Norðkvists. Og hún hafði verið sá einfeldningur að sjá ekki, hvað fram fór kringum hana. Þó var þetta sjálfsagt ekki nýtilkomið. Og allt þetta hafði aumingja Jóhann orðið að bera. Það voru engin undur, þótt hann hefði verið venju fremur skapstyggur upp á síðkastið. „Hvað er þessi orðrómur búinn að vera lengi á sveimi?" spurði hún lágt og horfði enn út í náttmyrkrið. „AAörg ár líklega — síðan í vor að minnsta kosti", snökti Jóhann. Katrín settist á stein fyrir framan hann. „Jóhann", sagði hún blíðlega", manstu þegar Einar fæddist og ég lá ein hérna í kotinu og þú fórst að sækja Ijósmóðurina? Þá gat ég ekki treyst á neinn nema þig. AAanstu þegar þú sauðst grautinn og mataðir mig í rúminu? Einar— hann svaf: hann var alltaf svo þægur. Og manstu veturinn, sem þú saumaðir seglin? Ég gleymi því aldrei, hvernig Einar kjagaði kringum þig á segldúknum og steyptist á hrammana við hverja fellingu. Þann vetur vorum við eins hamingjusöm og nokkrar manneskjur geta orðið. Ertu búinn að gleyma nóttinni, þegar Einar fór á sjó í fyrsta skipti og við fylgdum honum öll niður á bryggjuna? Sýndist þér hann ekki lítill og brjóstumkennanlegur, þar sem hann stóð á þilfarinu innan um fullorðna sjómennina? Og vonandi hefur þú ekki gleymt því, þegar frúin á Eikivöllum gaf honum sparibaukinn? Ég hefði aldrei komizt heim, ef þú hefðir ekki fundið okkur á ísnum um kvöldið. Þvílík fannkoma, herra minn trúr! Ég var eins og bjáni og sá ekki út úr augunum, en þú arkaðir beint áfram eins og um hábjartan dag. Sjómenn eru öllum mönnum ratvísari. — AAanstu svo þegar Gústaf fæddist — haustið, sem þú komst svo snemma heim? Oft þakkaði ég guði fyrir, að þú varst þá í landi, og ég var ekki ein, eins og Allt i lagi Geiri, ekki hreyfa þig! Rétt er það Geiri, ég sagði að við myndum. hittast áftur. 2. Það er McFry!' SUNNUDAGUR 19. janúar 8.00 Morgunandakt Séra Sigurður Pálsson vigslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög Hljóm- sveit útvarpsins i Hamborg leikur. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. Sónötur fyrir orgel og hljómsveit eftir Mozart. Edward Pow- er Biggs og Columbiu sinfóniuhljómsveitin leika, Zoltán Rozsnyai stjórnar. b. Konsert i C-dúr fyrir pianó, fiðlu, selló og hljómsveit op. 56 eftir Beethoven. Rudolf Serkin, Jaime Laredo, Leslie Parnas og Marlboro hátiðarhljómsveitin leika, Alexander Schneider stjórnar. c. Sinfónia nr. 5 i B-dúr eftir Schubert. Hljómsveitin Philharmónia hin nýja leikur, Dietrich Fischer-Dieskau stjórnar. 11.00 Messa i safnaðarheimili Langholtssóknar .Prestur: Séra Sigurður Haukur Guð- jónsson. Organleikari: Jón Stefánsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.10 Úr sögu rómönsku Ameriku Sigurður Hjartar- son sk'ólastjóri flytur þriðja hádegiserindi sitt: Venesú- ela, Mið-Amerikurikin og Vestur-Indiur. 14.10 A listabrautinni Jón B. - Gunnlaugsson kynnir lista- fólk. 15.00 Miðdegistónleikar: Frá tónlistarhátið 1 Búdapest (hljóðritun frá ungverska útvarpinu) 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 EndurtekiO efni: Gustav Fröding Sveinn Asgeirsson tekur saman dagskrá um skáldið. Lesari með honum: Ævar R. Kvaran. (Aður útv. fyrir ári). 17.15 Létt tónlist frá útvarpinu f Vinarborg 17.40 (Jtvarpssaga barnanna: „Emil og leynilögreglu- strákarnir” eftir Erich Kastner. Haraldur Jó- hannsson þýddi. Jón Hjartarson leikari les (5). 18.00 Stundarkorn með Adolphina kórnum I Ham- borg og Silcher kórnum i Stuttgart. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 „Þekkirðu land?”Jónas Jónasson stjórnar spurn- ingaþætti um lönd og lýði. Dómari: ólafur Hansson prófessor. Þátttakendur: Stefán Hermannsson og Pétur Gautur Kristjánsson. 19.50 Tónlist eftir Helga Páls- son a. Björn Ólafsson og Arni Kristjánsson leika þrjú lög fyrir fiðlu og pianó. b. Hljómsveit Rikisútvarpsins leikur Svitu i fjórum köfl- um, Hans Antolitsch stjórn- ar. 20.30 Finnska skáldkonan Kerstin Söderholm Þórodd- ur Guðmundsson segir frá skáldkonunni og Margrét Helga Jóhannsdóttir les úr ljóðum hennar I þýðingu Þórodds, fyrrri þáttur. 21.00,,BunteBlatter” op. 99 eft- ir Robert Schumann Jean Martin leikur á pianó. 21.30 Spurt og svaraðErlingur Sigurðarson leitar svara við spurningum hlustenda. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Danslög Hulda Björnsdóttir dans- kennari velur lögin. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 20. janúar 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05, Valdimar örnólfsson leikfimi kennari og Magnús Pétursson pianóleikari (a.v.d.v.). Fréttir kl. 7.30,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.