Tíminn - 19.01.1975, Blaðsíða 21

Tíminn - 19.01.1975, Blaðsíða 21
Sunnudagur 19. janúar 1975. TÍMINN 21 Akveftið hefur verið að breyta einkunnargjöf hijómplötudóma Nú-tfinans litillega Breytingin er i þvi fólgin að bætt er við -f eða — merki aftan við stjörnurnar, og með þvi móti á dómarinn okkar auðveldara um vik, að ákveða piötunum nákvæmara sæti, eftir gæðum. Fyrir jólin, i jólaplötuflóðinu urðum við þess varir, að stundum gætti nokkurs ósamræmis i stjörnugjöf annars vegar og texta hins vegar. Með þessum nýju breytingum vonum við að það sé úr sögunni. GEORGE Harrison er sá meðlimur „The Beatles” sálugu sem mestum frama hefur verið spáð. Ástæðan fyrir þvi er efalitið sú, að tónlistin, sem hann semur, þykir mjög,þroskuð” eins og sagt er, og bezt undir það búin að mæta timans tönn af verkum þeirra fjórmenninga nú á siðari timum. Það má segja að Harrison hafi fyrst méð lögum sinum á Abby Road vakið verulega athygii sem lagahöfundur, og þá sérstak- lega fyrir lag sitt „Something” en það var hans fyrsta og eina lag, sem Bitlarnir létu á A-hlið á tveggja laga pltöu. Það var svo á hans fyrstu sóló-plötu, All things Must Pass (þriggja platna albúmi) að Harrison var orðinn sá Bitill er mesta athygli vakti, enda er þar um að ræða eina athyglis- verðustu plötu, sem komið hefur fram á öllu rokk-timabilinu. A plötunni Living in the Material World (önnur plata hans) olli hann mörgum aðdáendum sinum vonbrigðum, og þá kom upp sú spurning, hvort Harrison hefði „brætt úr sér” eftir All Things Must Pass, — og þvi var beðið með óþreyju eftir nýrri plötu. Sú plata er nú komin og ber heitið Dark Horse.Hér er á ferð- inni að minu mati mjög flókin plata, sem tekur mjög langan tima að skilja svo vel sé. Það er greinilegt, að rödd Harrisons hefur minnkað og háir það plötunni nokkuð við fyrstu áheyrn. En þegar maður hefur hlustað nokkrum sinnum á plötuna fer maður að taka betur eftir ýmsu öðru, eins Og vel sömdum lögum, áhrifamiklum textum og mjög góðum gitarleik (einhverjum þeim bezta sem ég hef heyrt um langan tima). Þegar platan er þvi skoðuð i heild, verða hlutir eins og litill raddstyrkur Harrisons og minnkandi sönggeta- að smáatriði miðað við allt það góða, sem platan inniheldur. HUÓMPLÖTUDÓMAR DÓMARI: GUNNAR GUNNARSSON SJAIST með endurskini Útungunarvél óskast Nýleg 200—1200 stykkja vél óskast til kaups. Verður að vera i fullkomnu lagi. Tilboð óskast send i pósthólf 12 Hvolsvelli fyrir 30. janúar. Verð og ástand tilgreinist. Stærri vél kemur til greina. Á miðvikudaginn lauk skila- fresti I skoðanakönnun Nú-timans um 10 beztu LP-plöturnar á síðasta ári. Vegna mikiiiar ófærðar og óveðurs á landinu að undan- förnu hafa póstsamgöngur utan af landi verið haria stopuiar, — og má þvi búast við aðeinhver bréf eigi eftir að berast okkur sem póstlögð hafa verið fyrir 15. janúar. Úrslit könnunarinnar verða birt eftir hálfan mánuð. Mjög mikil þátttaka hefur verið i þessari skoðanakönnun og hafa okkur borizt yfir 300 bréf. Mjög mikil ástæða er til að gleðjast yfir þessari al- mennu þátttöku lesenda Nú-timans, þar sem margar hrakspár dundu yfir okkur I upphafi um dauðadóm þess- arar könnunar. Lesendur hafa sýnt, að könnunin hefur fallið i góðan jarðveg, og erum við staðráðnir I að haldaáfram á sömu braut á næstu árum. endist okkur lif og heiisa til þess. Mjög góð snjó-mynstur HAGSTÆTT VERÐ Sólum flestar stærðir ÁBYRGÐ Á SÓLNINGU Sendum í póstkröfu SÓLNlN&Hi; Nýbýlaveg 4 * Sími 4-39-88 Kópavogi a

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.