Tíminn - 19.01.1975, Blaðsíða 28

Tíminn - 19.01.1975, Blaðsíða 28
Sunnudagur 19. janúar 1975 Nútíma búskapur þarfnast BJlUETt haugsugu Guóbjörn Guöjónsson G” Ðl ÍTJ fyrirgóöan mat $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS FRAMTIÐ EYRARBAKKA OG STOKKSEYRAR ER í VEÐI EF EKKI KEAAUR FLJÓTT BRÚ Á ÖLFUSÁRÓSA Hringurinn, sem afmarkast af þéttbýlisstöðunum Selfossi, Stokkseyri, Eyrarbakka, Þor- lákshöfn, Hverageröi og aöliggj- andi dreifbýli, býr frá náttúrunn- ar hendi viö einhver mestu aöæfi, sem um er aö ræöa á jafnlitlu svæöi hér á landi. Bakgrunnurinn er öflugustu landbúnaöarhéruð landsins, þar sem fyrir hendi er verulegur óvirkjaður jaröhiti, en úti fyrir ströndinni eru ein gjöful- ustu fiskimið þjóöarinnar. Mikil útgerð hefur lengi verið stunduð frá Eyrarbakka og Stokkseyri, og um nokkuð langt árabil frá Þorlákshöfn, en Þor- lákshöfn hefur byggzt upp á til- tölulega skömmum tima, eða frá 1950. Þar er hafnaraðstaða mun betri en á hinum stöðunum tveim- ur, og auk þess er nú unnið að miklum endurbótum á höfninni þar,þannigaðinnan tiðar, veröur þar ein fullkomnasta höfn lands- ins. Þorlákshöfn hefur verið lífhöfn fyrir útgerðina bæði á Eyrar- bakka og Stokkseyri. Um það bil tveir þriðju hlutar af afla Stokks- eyrar á vetrarvertið eru fluttir frá Þorlákshöfn, þvi að ekki verð- ur notazt við Stokkseyrarhöfn nema i hagstæðri veðráttu. Vegalengdin i hverri ferð, sem farin er til að sækja afla til Þorlákshafnar er rúmir 50 km hvora leið. Það fer þvi ekki milli mála, að samkeppnisaðstaða fiskvinnslustööva á Eyrarbakka, Stokkseyri og Selfossi er stórum lakari en i þeim bæjum, þar sem enginn aukakostnaður myndast af þessum sökum. Ibúar á þessum svæðum hafa sótt það mjög fast, að brú yfir ölfusárósa yrði byggð sem fyrst, og nú vofir sú hætta yfir, að ibúar þorpanna austan ölfusár, sem byggja afkomu sina að öllu leyti á sjósókn og vinnslu fiskafurða, flytjist búferlum til staða, þar sem samkeppnisaðstaða er betri, verði ekkert að gert. Með bygg- ingubrúar yfir ölfusárósa breytt- ist aðstaðan á hinn bóginn mjög til hins betra. Þá yrði vegalengd- in til Þorlákshafnar ekki nema 12- 15 km i stað 50 km nú, og hvað snertir flutning hráefnis og af- urða yrði vegalengdin sambæri- leg viö aðra staði. Timinn átti stutt viðtal um þessi mál við Vernharð Sigur- grímsson, oddvita Stokkseyrar- hrepps. Meira en 20 ár frá þvi undirbúningur hófst — Meira en 20 ár eru liðin frá þvi, að undirbúníngur að brúar- gerð hófst, sagði Vernharður, en þvi miður hefur litið miðað. Árið 1952 var gerð könnun á brúar- stæði og dýpt i ósnum. Siðar hefur verið unnið að ýmsum undir- búningsrannsóknum t.a.m. hefur ósinn verið kortlagður og gerð könnun á isalögum. Þessar jafnrikum mæli og raun ber vitni, kallar verulega á þá hættu, að þeir flytji búsetu sina þangað i vaxandi mæli. Það er nokkuð langur spotti að þurfa ætið að aka 50 km. i og úr vinnu, en enginn setti fyrir sig að aka þá 12-15 km vegalengd, sem um yrði að ræða, ef brúin kæmi. Nú þegar er farið að örla áþeirri þróun, að fólk flytjist héðan til Þorlákshafnar, og mér er kunnugt um marga, sem munu hugsa sér til hreyfings, ef Alþingi ákveður nú eftir jóla- leyfi, að þessi brúargerð verði ekki tekin inn á vegaáætlun næstu ára. frystihúsa árið um kring, en hing- að til hafa vetrarmánuðirnir þrir, nóvember, desember og janúar, ætið verið hálfdautt timabil hér, þar sem bátar okkar geta sjaldnast landað hér yfir veturinn og erfitt hefur reynzt að flytja hráefnið um langan veg. Nú hafa Selfoss, Stokkseyri og Eyrar- bakki stofnaö með sér sameign- arfélag til kaupa á skuttogara, en án brúar yfir ölfusárósa er ekki grundvöllur fyrir togaraútgerð, sem þó er forsenda þess að jöfn hráefnisöflun geti haldizt allt árið. • — Stokkseyringar eiga nú 11 báta, og þar af eru 9, sem geta • Jaí ölfusárósar — Eyrarbakki og Stokkseyri ibaksýn austan ósanna. — Tfmamynd: Gunnar. notazt við höfnina hér að ein- hverju leyti, þ.e. þegar veðrátta er hagstæð, en þegar brimar, veröur að nota höfnina i Þorláks- höfn. Stokkseyrarbúar hafa þvi gert sér grein fyrir þvi, að sökum aöstæöna verður Þorlákshöfn þeirra lifhöfn I framtiðinni. Arðsemisjónarmið — Arðsemiathugun viðvikjandi brúargerðinni hefur alls ekki far- ið fram, og ekki fengizt fé til hennar. En það er skýlaus krafa okkar, að rannsókn verði gerð á þvi, hversu hagkvæmt mannvirk- ið yrði, fjárhagslega séð, og við erum þess raunar fullviss, að það muni borga sig upp, ef reiknað er út frá arðsemisjónarmiðum. ■ — Vegagerð rikisins gerði i ágúst s.l. lauslega könnun á þvi, hversu dýr brúin, ásamt nauð- synlegri vegagerð, kæmi til með að verða. Sú áætlun hljóðar upp á 450 milljónir króna fyrir brúna og hringveg með varanlegu slitlagi milli viðkomandi staða. — Þetta er ekki svo dýrt fyrir- tæki, ef miðað er við verðmæti þess sjávarafla, sem unninn hef- ur verið á þessum tveimur stöð- um undanfarin ár, og ma'nni hef- ur skilizt að álika fjármunum muni sennilega varið til hluta, sem engan veginn geta talizt jafnnauðsynlegir. Vegaáætlunin veröur tekin fyrir á Alþingi nú eftir áramót, og framtið þorp- anna hér byggist hreinlega á þvi, hvort ákveðið verður að hraða gerð brúarinnar eða ekki. Með byggingu brúar yfir ölfusársósa og með þeim hætti einum, verður reistur traustur grunnur undir áframhaldandi vöxt og viðgang þessara rótgrónu útgerðarstaða. — HJ rannsóknir hafa ekki leitt neitt I ljós, sem torveldað gæti brúar- gerð. • — Okkur hefur alla tið skilizt á ráðamönnum, að nausynlegt væri aö brú kæjni á ölfusárósa um leið og hafnaraðstaðan i Þorlákshöfn yrði bætt. Þær hafnarbætur, sem unniö er að þar nú, nýtast Suður- landinu ekki á neinn hátt nema brúin yfir ölfusárósa komi um leið. Nú hefur komið fram hjá samgöngumálaráðherra, að brúargerð á þessum stað komi ekki inn á vegaáætlun næstu ára. Fari raunverulega svo, mun það hafa ýmsar ófyrirsjáanlegar afleiðingar i för með sér. Fólksflótti — Sú staðreynd, að sjómenn- imir þurfa að nota Þorlákshöfn i Vernharöur Sigurgrimsson, oddviti Stokkseyrarhrepps. — Stokkseyrarsjómenn eru viðurkenndir meðal þeirra beztu á landinu, og hér hafa alizt upp sjósóknarar allt frá landnámstið. öll afkoma manna byggist á fiski og fiskvinnslu, og hér er eitt af bezt reknu frystihúsum landsins. Það hefur lagt i óhemju fjárfest- ingu og endurbyggingu að undan- förnu og verður brátt meðal full- komnustu fiskiðjuvera landsins. Fjárfesting við endurbætur fyrstihússins á s.l. ári nam um 40 milljónum kr., og þrátt fyrir þann mikla aukakostnað, sem akstur hráefnisins frá Þorlákshöfn veld- ur, hefur það verið rekið með milljónarekstrarhagnaði, sem dæmi um rekstrarkostnað má nefna að hann nam fyrstu átta mánuði s.l. árs 8.5 milljónum króna. — Bæði á Stokkseyri og Eyrar- bakka hafa allar þjónustufram- kvæmdir orðið að sitja á hakan- um vegna framkvæmda viðvikj- andi fiskvinnslunni, og hér hefur lika tekizt aö koma upp geysilega verðmætum atvinnutækjum. Það gefur auga leiö, að þau atvinnu- tæki verða ekki starfrækt án nægilegs mannafla. Fari sem horfir, að brúin verði ekki byggð og fólk flytjist i verulegum mæli brott héðan verður ekki nægilega mikill mannafli fyrir hendi til að rekstur atvinnutækjanna svari kostnaði. Ljóst er, að of seint verður að hefja brúargerð, þegar bæirnir eru komnir i eyði og ibú- arnir fluttir til staða, sem bjóða upp á betri aðstöðu. Brúin forsenda hrá- efnisöflunar fiskvinnslu- stöðvanna — Nú eru, sagði Vernharður, nýgengin i gildi lög, sem gera ráð fyrir þvi, að frá og með árinu 1977 verði allt starfsfólk frystihúsanna fastráðið. Þau lög kalla óhjákvæmilega á starfrækslu fSLENZKIR HEST- AR Á FINNMÖRK SAMAR' hafa horft með sam- blandi af efa og vantrú á islenzku hestana, sem nú eru komnir alla leiö norður á Finnmörk. Fimm is- lenzkir hestar standa nú við stall i Masi, en hesthúsið veröur stækkað jafnskjótt og efni leyfa, segir eigandinn, Tryggvi Lund Guttormsen sem sjálfur er af Samakyni. — Þessir hestar gefa mér kær- komnar aukatekjur, segir Jóhann Eira, sem annast sorphreinsun I Masi. Hann hefur tekið að sér að hirða hestana og sækir námskeið, þar sem honum er kennt að fara með þá. Hann á siðan að stjórna hestastöðinni. Rosknir Samar hafa litið hest- ana hálfgerðu hornauga. Enginn segir þó, að hann vilji þá burt. Hestarnir komu hingað I október- mánuði, og ég hef þegar látið mér skiljast, að þeir geta komið að góöu gagni hér á Finnmörk. Þá má nota til þess að aka viði og heyi, segir Jóhann Eira. Tryggvi Guttormsen segist einnig ætla að koma sér upp sauð- fé, kúm og hænsnum og reka eins konar kennslubúskap, en annars er það gestaheimili, sem hann hefur rekið i Masi, sem er langt inni i landi og tilheyrir sama sveitarfélagi og Kautókeinó. Hestana hyggst hann aðallega hafa handa ferðamönnum, sem gista hjá honum og fara til veiða I vötnum, sem þar eru i kring. rw ■ Samar á fslenzkum hestum — Jóhann Eira á Albert og Sveinn Ari Guttormsen á Skugga-Sveini frá Hvoli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.