Tíminn - 21.01.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.01.1975, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 21. janúar 1975 Þriðjudagur 21. janúar 1975 Þér gefst eitthvert tóm til þess i dag að finna lausn á persónulegu vandamáli, sem þú hefur verið að glima við. Þú skalt starfa i einrúmi að lausn máls eða skipulagningu starfs. Þú nýtur mikilla vinsælda i kvöld. Fiskarnir (19. febr20. mai . Það er eitthvað aðkallandi, sem þú ættir að snúa þér að. Þarna er þin reglulega þörf, og þetta er verkefni við þitt hæfi, sem þér er sómi að. En þú skalt athuga málið vel og láttu ekkert hagga stjórnmálaskoðunum þinum. Hrúturinn (21. marz—19. april) Eitthvað, sem þú leggur sérstaklega á þig til þess að koma fram, vekur athygli, og veröur metið sérstaklega. Mundu það, að þinar eigin hugmyndir og aðferðir eru heppilegastar fyrir þig. Þú skalt temja þér elskulegheit, sem skapa samhug. Nautið (20. april—20. mai) Þú ættir að veita þörfum eldra fólks, sem þér er viðkomandi, meiri athygli en þú gerir. Einnig ættir þú að sinna af mætti þörfum viðskipta eða atvinnu. Hinsvegar skaltu nota kvöldið til þess að hvila þig og slappa af. Tviburarnir (21. mai—20. júni) I dag er þér hollt að horfa á málin frá heimspeki- legu sjónarmiði. Það er alltaf, og sérstaklega undir kringumstæðum eins og þessum hægt að finna dýpri skilning á hinu dagfarslega. Hugboð- in hafa reynzt þér misjafnlega. 1 dag eru þau þér sérstaklega hagstæð. Krabbinn (21. júni—22. júli) Það er rétt eins og gangur mála sé eitthvað rangsnúinn i dag. Þú skalt gripa ný sambönd og tækifæri, og félaga þinum skalt þú frúa fyrir fjármálaástæðunum, eins og þær eru i raun og veru. Þú skalt sinna verkefnum heim fyrir. Ljónið (23. júlí—23. ágúst) Þú skalt endurskoða umgengnishætti þina. Það er lika hollt fyrir þig að fylgjast með duttlungum og hreyfingum annarra, sérstaklega félaga þinna, — og það er ákaflega hætt við þvi, að þú fáir að heyra góða sögu, ef þú leggur við eyrun. Jómfrúin (24. ágúst—22. sept.) Þú skalt fara að gera þér það ljóst, að verðleikar þinir, hvort sem þú ert yfirmaður eða vinnu- kraftur, eru þér mikil stoð, hvað frama og vel- gengni snertir, og þú skalt haga þér i samræmi við það. Vel unnið verk gleður alla. Vogin (23. sept.—22. okt.) Einhverjar áætlanir hafa verið á döfinni varð- andi heimilið eða einhverjar eignir. Þú skalt sýna þessu alúö, og þú skalt umfram allt tala við þá, sem sérfróðir eru, til þess að ná betri árangri. Kvöldið höfðar til keppnisandans, Sporödrekinn (23. okt.—21. nóv.) Það er rétt eins og aðaláherzlan sé ennþá á hag- nýtum, jarðbundnum hugmyndum. Það er heppilegt að leggja niður fyrir sig, hvort ein- hverjar breytingar, jafnvel smávægilegar, myndu ekki hafa heppileg áhrif. Láttu erfiðið borga sig. Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.) Eitthvað það hefur gerzt i gær, sem er þess virði, að þvi sé fylgt eftir. Hitt er annað mál, að það er ekki vist, að ákafi á öllum sviðum sé jafn heppi- legur. Þú skalt nota kvöldiö til að vinna upp verkefni og sinna fjölskyldunni. Steingeitin (22. des.-19. jan) Þetta gæti hæglega orðið fyrirtaksdagur, sér- staklega fyrir einhver persónuleg málefni eða ástamálin. Það er mjög liklegt, að atburðarásin auki sjálfstraust þitt og hæfni til að ráða fram úr ýmsum málum, sem reynzt hafa erfið. JOHNS-MANVILLE qlerullar- 9 einangrun er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta glerull- areinangrun á markaðnum í dag. Auk þess fáið þér frian álpappir með. Hagkvæmasta einangrunarefnið i flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. Muniö Johns-Manville í alla einangrun. Sendum hvert á land sem er. WBa JÚN LOFTSSON HF. WW Hringbrout 12 1 . Sími 10-600 „Vindsvalur” er einn þeirra, sem skrifaðhafa Landfara og er það nærtækt nafn i þessu tiöar- fari. Annars vil ég taka það fram við „Vindsval”, að bréfum verður að fylgja fullt nafn og heimilisfang (eiginnafnið nægir ekki eitt), ef fólk ætlast til þess að mark sé tekið á bréfum. Þetta gildir eins, þótt fullt nafn verði ekki birt i blaðinu. Yfirgangur reykingamanna En þá kemur bréfið frá Vind- sval: Landfari góður! Ég er einn af þeim, sem lengi hefur blöskrað tillitsleysi og yfirgangur margra reykinga - manna gagnvart þeim, sem ekki reykja. Þar á ég við fólk, sem lætur sér ekki nægja að stofna heilsu sjálfs sin I voða, heldur telur sér heimilt að eitra og forpesta andrúmsloftið fyrir öðrum allan guðslangan daginn á opinberum skrifstofum og öðrum vinnustöðum, að ekki sé minnzt á skemmtistaði. Þetta fólk skellir skollaeyrum við sam róma aliti lækna um allan heim, sem telja að sigarettureykingar séu einhver mesti voði fyrir heilsu manna nú á dögum, og hirðir ekki hætishót, þótt lýst sé yfir, að hættan sé ekki eingöngu búin þeim, sem sjálfir reykja, heldur einnig öðrum, sem verða að dúsa I reykmettuðu lofti alla daga. Er þá alveg sleppt öðrum endemis sóðaskap, sem reykingafólki fylgir, þar sem eru yfirfullir, fúlir og daunillir öskubakkar um allar trissur og sviðnar borðplötur, sem minna á hina miklu eldhættu, sem frá þessu fólki stafar. t einu dagblaðanna hér f borg gat nýlega að lita dæmi um þennan yfirgangshugsunarhátt margra reykingamanna. Þar var birt viðtal við ungan Islend- ing, sem lagður var inn á sjúkrahús erlendis og segir sinar farir ekki sléttar. Lá hann þar á stofu með öðrum og býsn- ast m.a. yfir nunnu einni, sem skipaði honum fram, ef hann vildi reykja. „Ég lét þvi halda vakt frammi, á meðan ég fékk mér reyk inni á stofu,” segir viðtalsmaður og hælist um. Er ekki kominn timi til, að reykingafólk almennt átti sig á þvi, að þvi ber ekki aðeins sið- ferðileg skylda til að hlýða regl- um heilbrigðisstofnana um reykingar, heldur einnig að taka fullt tillit til samborgara sinna með þvi að reykja ekki á al- mannafæri?” Um útvarpsgjöld Utanbæjarmaður skrifar: „Hvernig skyldi fólki verða við, ef eitthvert kaupfélaga landsins sendi hálfa hveitipoka heim á bæina og reiknaði þá á fullu verði? Eða hver yröu við- brögð þeirrar húsfreyju, sem keypti grjónapakka hjá Silla og Valda og kæmist svo að raun um, að tekið hefði verið úr hon- um? Þetta er aðeins dæmi, þvi að þetta gerist ekki. Meiningin var aftur á móti að spyrja forráða- menn sjónvarps og hljóðvarps, upp á hvað reikningur þeirra fyrir sjónvarpsafnot á Austur- landi og Norðurlandi á að hljóða, þegar það ber við hvað eftir annað, að hvorki heyrist né sést á stórum svæðum og stund- um langtimum saman? Við skulum ekki gera þvi skóna, að þessar rikisstofnanir fari að selja „hálfan poka hveitis”, sem fullur sé. En eftir hvaða reglum verður þá fariö um afsláttinn?” Utanbæjarmaður. Fyrirliggjandi og væntanlegt Nýjar birgðir teknar heim vikulega Spónaplötur 8-25 mm Plasthúðaðar spóna- plötur 12-19 mm Harðplast Hörplötur 9-26 mm Hampplötur 9-20 mm Birki-Gabon 16-25 mm Beyki-Gabonl6-22 mm Krossviður: Birki 3-6 mm, Beyki 3-6 mm, Fura 4-12 mm Harðtex með rakaheldu limi 1/8' '4x9' Harðviður: Eik (japönsk, amerisk, áströlsk), Beyki (júgóslavneskt, danskt), Teak, Afromosia, Iroko, AAaghony, Palisander, Oregon Pine, Gullálmur, Ramin, Abakki, Amerísk hnota, Birki 1 og 1/2" til 3", Wenge Spónn: Eik, Teak, Pine, Oregon Pine, Fura, Gullálmur, Almur, Beyki, Abakki, Askur, Afromosia, Koto, Amerísk hnota, AAaghony, Palisander, Wenge Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt JÓN LOFTSSON HF. Hringbraut 121*0“ 10 600 SJAIST með endurskini Afgreiðslustarf Viljum ráða nú þegar stúlku til afgreiðslu- starfa i kjörbúð okkar að Austurvegi 65, Selfossi. Kaupfélag Árnesinga Selfossi. Einangrun — Frysti- og kæliklefar Tökum að okkur að einangra frysti- og kælikiefa. Skiptum um einangrun i eldri klefum. Notum eingöngu sprautaöa polyurethane einangrun. Tökum að okkur hvers konar húsnæði. EINANGRUNARTÆKNI H.F. Pósthólf 9154 — Reykjavík — Slmi 7-21-63 á kvöldin. Happdrætti Samvinnuskólanema Dregið var i happdrættinu 15. janúar og hlutu þessi númer vinning: 113 — 1567 — 1653 — 1856 — 2104 — 2420 — 2474 — 2665 — 3213 — 3281 — 3707. Happdrætti Samvinnuskólanema. Rafmagnsveitur rikisins óska að ráða til sin eftirtalið starfsfólk 1. Byggingaverkfræðing eða bygginga- tæknifræðing vegna starfa við hönnun á háspennulinu. 2. Vélgæslumann i Laxárvatnsvirkjun við Blönduós. 3. Vélgæslumann á Þórshöfn. 4. Rafvirkja i Ólafsvik. Upplýsingar um störf þessi veitir starfs- mannastjóri. Rafmagnsveitur rikisins. Laugavegi 116 Simi 17400.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.