Tíminn - 21.01.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.01.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Þriftjudagur 21. janúar 1975 Diana Marcovits, söngkona, píanóleikari, skdld og leikkona! Diana er 24 ára gömul og er mjög eftirsótt til skemmtana á góBum skemmtistöðum i Bandarikjunum. Sagt er að hún komi öllum i gott skap, þvi að framkoma hennar er óþvinguð, visur hennar skemmtilegar og frumlegar, og svo er hún af- bragðs pianóleikari. Sumar visur hennar eru um bernsku- og æskuminningar frá skóla- dögum hennar, en þá átti hún heima i Kanada. Ekki er vist að kennarar hennar yrðu hrifnir af að heyra þær, þvi að hún gerir vist óspart grin að þeim. Hún yrkir um ástarlif letidýranna, sem hanga i trjánum og auðvitað lika um ástalíf mann- fólksins, en allt er það i léttum dúr. Siðast og ekki sizt er sagt að hún geri mikið að þvi að gera gys að þvi, sem hún kallar „Youth Culture”, en þá hermir hún eftir sorgmæddum ungum skáldum og söngvurum, sem leggja mest upp úr þvi að syngja um hvað þeir eigi bágt, ,,þó að það séu allt tilbúnar sorgir þeirra sjálfra,” eins og hún segir. Diana sagði nýlega á skemmtun: — Ég vona að fólkið sé orðið svo leitt á þessum til- gerðarlegu, volandi listamönn- um og grátandi kúrekasöngvur- um, að það kunni að meta svolitið hressilegra skemmti- efni. Og það ætla ég að reyna að hafa fram að færa. Mig langar til að búa til vfsur og lög um hvað lifið getur verið ánægju- legt —að minnsta kosti á meðan mér sjálfri finnst tilveran dá- samleg. Þvi segi ég — hæ tröllum og syngjum — og takið nú öll undir! Flautar á strdkana Kvikmyndaleikkonan Ann-Margret heimtar jafnrétti kynjanna á öllum sviðum. Ný- verið var hún á leið vestur um haf og millilenti flugvélin sem hún var i við London. Þarvakti kvenmaðurinn á sér athygli með þvi að flauta á eftir karl- mönnum i flugstöðvarbygging- unni. Hún tók flautu upp úr pússi sinu og i hvert sinn sem eitthvað karlkyns, sem henni leizt á, gekk fram hjá flautaði hún ákaft, og karl- fuglinn fór hjá sér og þorðu þeir sem á var flautað vart að lita á konuna, sem þó hefur þótt augnayndi til þessa. — Nú plötum viö þá. Þeir eru alltaf á útkiki eftir diskum. — Frá þessu segjum við aldrei. 'Okkur verður ekki trúað. — Til Kúbu. DENNI DÆMALAUSI ,,Og þú sem sagðir að hann hefði áreiðanlega hunzkast burtu um þetta leyti dags.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.