Tíminn - 21.01.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.01.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Þriðjudagur 21. janúar 1975 SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS. Stjórnandi Karsten Andersen. SöNGSVEITIN FILHARMÓNÍA. Söng- stjóriGarðar Cortes. Tónleikar i Háskólabiói fimmtudaginn 23. janúar og föstudaginn 24. janúar kl. 20.30. Flutt verður Sinfónia nr. 7 og Messa i C-dúr eftir Beethoven. Einsöngvarar: Elisabet Eriingsdóttir.Solveig M. Björiing, Garöar Cortes, Halidór Viiheimsson. Aögöngumiðar að báðum tónleikum eru seldir i Bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðustig 2 og I Bókav. Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti 18. Til áskrifenda: Vinsamlegast tilkynnið endurnýjun á skirteinum nú þegar i sima 22260. SINFÖNÍUHLJOMSVEIT ÍSLANDS Mll HÍKISl IAARI>ID CAV 01 íu- og loftsíur í flestar tegundir bifreiða og vinnu- véla HLÖSSlf Cbinhntti H C ■ m , . • SkiphoTti 35 • Simar: 1-13-50 verilun B-13-51 veritstæði 8 13-52 skrifstof* ....................................................... 1 Rafgeymar i miklu úrvali hlossi;— Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verilun - 8-13-51 verkst»ði - 8 13-52 skrifstola Permobel Blöndum bílalökk ilLOSSL Skipholti 35 ■ Simar: 8-13-50 verilun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa ^ Kveikjuhlutir í flestar tegundir bíla og vinnuvéla frá Evrópu og Japan. 33LOSSL Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verilun • 8-13-51 verkstæði ■ 8-13-52 skrifstofa FISKAR Á FJALLI Ingimar Erlendur Sigurðsson hefur sent frá sér tvær nýjar bækur nýverið, og heita þær Undirheimur, sem er skáldsaga, og Fiskar á Fjalli, sem eru ljóð Hefur hann þá samið heilaga tölu bóka, eða sjö. Ingimar fer geyst þessa dagana, þvi að fyrrmeir liðu nokkur ár milli bókanna, en sú fyrsta þeirra, Sumar- hólmar, kom út fyrir 15 árum. Ingimar Erlendur situr dag- lega við skriftir i auðnarlegu holti innan um loftskeyta- stangir, þar sem hann á hús fjarri mannabyggðum, — þar sem draugar væla i holtum og börðum liðlangan veturinn og grasið vex á sumrin, innan um kræklótt lyng og mosa. Þessi kvæði eru þvi utan úr auðninni úr eins konar Gólanhæðum, þar sem skæruliðinn styðst við byssu sina, „hálfvegis sofandi, hálfvegis eins og i draumi”. Ingimar á létt með að yrkja. Það er ef til vill stærsti gallinn. Af þessu hafa margir öfunds- verðir menn þjáðst meira en hann, svo sem eins og séra Matthias Jochumson og Davið Stefánsson. Innblásturinn, ásamt stöðugri, áleitinni skáld- skaparþörf, er erfið sambúð. Uppskera i þeim skógi er mis- jöfn, sumt hefur ekki náð þroska, annað I blóma, og það þriðja er ofþroskað og fellur til jarðar, allt á sömu stund. Við, sem lesum ávextina verðum að velja sjálf, hvað við lesum. Einn dag mun ég leggjast i grasið og stráin munu reka mig I gegn. Já, svona góða daga á hann stundum i holtinu á Vatnsenda- hæð. Svona ljóð kunna mjög fáir aö smiða. Ingimar Erlendur hefur ávallt haft nokkra sérstöðu sem skáld. Ég þekki ekki ævikjör hans, né reynslu framan af ævi, en hann sameinar oft með ein- stökum hætti, blóðrika samúð með þeim sem bágt eiga, baráttu þeirra, sem gripa til vopna, og söng þeirra er láta deginum nægja slna þjáningu, og draumurinn einn er það sem máli skiptir: Ekki veit ég hvaða hugsanir eru bak við þetta fallega enni en ég veit hvaða hrukkur eru framundan þessu faiiega enni. Og svo haldið sé með sýnum áfram I sömu röð: HEIMSSTYRJÖLD Þvi við erum sprengjur ást, hatur, stolt, reiði, grimmd í rúmum okkar rúmast afrika, evrópa, ástraiia, asia, amerika heimsveldi hversdagsleikans ég sem hóta að leggja undir mig heimsrúm þitt og nekt konu þinnar I heimsstyrjöld sálarinnar. Svo að lokum kvæðið Gier- brot. Upphafið er svona: Víst eru himnarnir úr gleri ég hef séð himin blá glerbrot falla til jarðar snertu þau ekki.... Þetta er eitt bezta og áhrifa- mesta kvæði bókarinnar, skin- andi skáldskapur, eins og hann gerist beztur. Guð er á himnum gras á jörðu stendur I leiðarmerkjum á einni fremstu siðu bókarinnar. Þetta gamla orðstef segir rauninnimeira um þessa bók en flest annað. Enginn vafi er á að Ingimar Erlendur hefur með þessu verki haslað sér völl, I eitt skipti fyrir öll, sem áhugavert, og snjallt ljóðaskáld, Kvæði eins og VOR, BÆN, LITRÍKI, TOLSTOJ UNGI, að ógleymd- um SOLZHENITSYN, hljóta að teljast með þvi bezta, sem ort hefur verið á siðari árum hér á landi. Ég veit ekki, hvort skapstórir menn eru á eftir leiðsögn um kjörsvið sitt, ljóðagerðina. Þar er ekið um ójöfnur, og hvort kerran tollir á hásingunum, verður auðna og reynsla að skera úr um. Ef til vill kæmi rit- skoðun I bróðerni eitt kvöld að svo miklu gagni, að valið yrði vendilegar I næstu bók, þvi að háu sæti fylgja miklar kröfur. Maður sér visi að slikri rit- skoðun, ef borið er saman við ORT A ÖXI. Litið kvæði getur lika verið áhrifamikið, eins og kvæðið um Einstein sýnir. Það heitir AFSTÆÐISKENNING og hljóðar svo: Einstein var seinn til máls svo sprakk fyrsta kjarnorku sprengjan. Eins og þetta litla kvæði segir meira en mörg þau stærri, gæti bók meö ströngu úrvali orðið mjög sterk. Skáldsögu Ingimars Erlends, UNDIRHEIMUR, mun verða getið siðar við hentugleika. Jónas Guðmundsson. ÚTBOÐ Tilboð óskast I sumarhirðu hinna ýmsu græ-nu svæða borgarinnar fyrir Gatnamálastjórann I Reykjavik, garð- yrkjudeild. Otboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, gegn 3.000,- kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, föstudaginn 14. febrúar 1975 kl. U.f.h. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Ráðskona óskast i sveit á Suðurlandi. Litið heimili. Má hafa með sér börn. Tilboð merkt Ráðskona 1565 sendist blaðinu sem fyrst. iwni- r NLAKI/ RETT- INGAR fást nú aftur á íslandi Margs konar innréttingar Fjölbreytt litaval MLARI/ Vandaðurfrdgangur MLARI/ Leitið upplýsinga Komið • Hringið • Skrifið '&un/m yfazei'/óóon h.i. (y - Akureyrí • Glerárgötu 20 • Simi 2-22-32 Reykjavík ■ Suðurlandsbraut 16 ■ Sími 3-52-00 . k

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.