Tíminn - 21.01.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.01.1975, Blaðsíða 7
ÞriOjudagur 21. jainiar 1975 TÍMINN 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Augiýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur i Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuöi. Blaðaprent h.f. Tveir brautryðjendur Það er óumdeilanlegt, að Jónas Jónsson frá Hriflu var sá stjórnmálamaður, sem hafði forustu um, að íslendingar hófu að nota heitt vatn til húsa- hitunar. Hann beitti sér fyrir þvi, að skólar yrðu reistir á heitum stöðum, þar sem þess væri kostur, og þannig yrði sparaður mikill hitunarkostnaður. Viða olli þetta miklum deilum, og er deilan um staðsetningu héraðsskóla á Suðurlandi sennilega þekktust i þeim efnum. Þar hjó Jónas á hnútinn með þvi að beita ráðherravaldi sinu til að velja Laugarvatn. Það var eitt af fyrstu þingmálum Jónasar að beita sér fyrir byggingu sundhallar i Reykjavik og þvi verki hratt hann fram, þegar hann var orðinn ráðherra. í sambandi við leiðslu heita vatnsins til Sundhallarinnar, var heitt vatn jafnframt leitt i nokkur nálæg hús, og gafst sú til- raun svo vel, að óhætt má telja hana upphafið að hitaveitu Reykjavikur, sem andstöðuflokkarnir i borgarstjórninni gerðu fljótlega eftir þetta að einu helzta baráttumáli sinu. Siðan Jónas Jónsson hóf baráttu sina fyrir Sund- höll Reykjavikur og skólasetrum á heitum stöðum, hefur þjóðin notað heita vatnið i sivaxandi mæli til húsahitunar. Það er nú öllum orðið ljóst, að hér er um að ræða einn mesta auð landsins. Nú er svo komið að fyrir lok ársins 1976 munu hitaveitur ná til byggðarlaga með 126 þús. ibúa. Hitaveitufram- kvæmdir hafa verið ákveðnar til viðbótar i byggðarlögum, sem hafa um 14 þús. Ibúa. At- huganir á hitaveituframkvæmdum fara nú fram i byggðarlögum, sem hafa um 9-10 þús. ibúa. Þannig mun verulegur meirihluti landsmanna njóta heita vatnsins til upphitunar innan fárra ára. Þar sem möguleiki fyrir hitaveitur er ekki fyrir hendi, verður að nota hinn innlenda orkugjafann, rafmagnið, til upphitunar. Að þvi er nú markvist stefnt, eins og vinstri stjórnin lagði drög að og núv. rikisstjórn mun koma i framkvæmd. I þvi sam- bandi er vert að minnast annars brautryðjenda, Sigurðar Jónassonar. Hann mun einna fyrstur manna hérlendis hafa hvatt til þess i ræðu og riti, að rafmagn yrði notað almennt til húsahitunar. Sigurður Jónasson var mesti hvatamaður Sogs- virkjunarinnar, en hann átti þá sæti i borgarstjórn Reykjavikur. Sumarið 1933 gerðist sá atburður I borgarstjórn Reykjavikur, að meirihlutinn felldi tillögu frá minnihlutanum, að það væri bezta og sjálfsagðasta leiðin til að bæta úr raforkuþörf bæjarins, að bærinn og rikið ræki raforkustöð við Sogið. Eftir þetta skarst einn af fulltrúum meiri- hlutans, Hjalti Jónsson, úr leik og hótaði að kjósa Sigurð Jónasson fyrir borgarstjóra, ef flokksbræð- ur hans féllust ekki á virkjun Sogsins. Hjalti Jóns- son féll ekki frá þessari fyrirætlun fyrr en Jón Þor- láksson gaf kost á sér sem borgarstjóra, en vegna ágreinings við flokksbræður sina á þingi, hafði Jón ákveðið að draga sig út úr landsmálum og helga sig bæjarmálum i staðinn. Jón Þorláksson og Sigurður Jónasson unnu svo siðar að þvi að útvega lán i Sviþjóð til fyrstu Sogsvirkjunarinnar og tryggðu þannig framgang hennar. Jón var ekki borgarstjóri nema I fá misseri, en áorkaði meira i þvi starfi en nokkur annar, þvi að hann kom fram Sogsvirkjuninni, hóf undirbúning að hitaveitunni og vann að verulegri aukningu útgerðar i bænum. En i sambandi við hinar miklu framkvæmdir i hitunarmálum, er gagnlegt að minnast brautryðj- endanna tveggja, Jónasar Jónssonar, sem beitti sér fyrir nýtingu heita vatnsins til húsahitunar, og Sigurðar Jónassonar, sem hvatti til að auka stór- lega nýtingu raforku á þann hátt. ERLENT YFIRLIT Tillögur Fords stefna í rétta átt En þær sæta gagnrýni bæði frá hægri og vinstri Ford forseti FORD forseti vann það embættisverk i fyrsta sinn slðastl. miðvikudag að flytja þinginu hið árlega yfirlit um hag og ástand rikisins, ásamt greinargerð um fyrirætlanir forsetans i þvi sambandi. Að mörgu leyti er þetta eitthvert sögulegasta yfirlit, sem bandarlskur forseti hefur flutt siðan á dögum Franklins D. Roosevelts. Astæðan er m.a., að Bandarikin hafa ekki staðið á öllu örlagarikari timamót- um siðan I kreppunni miklu eða i siðari heimsstyrjöldinni. í upphafi ræðu sinnar vitn- aði Ford til þess forseta, sem hann er talinn vilja likjast mest, Trumans. Hann vitnaði til yfirlitsins, sem Truman hafði flutt þinginu fyrir 26 ár- um, en þá átti Ford fyrst sæti á þingi. Truman sagði, að ástandið væri gott og Banda- rikin væru fær um að veita þegnum sínum batnandi kjör. Ford sagðist ekki geta gert orð Trumans að öllu leyti að sin- um. Hann yrði að játa að ástandið væri ekki gott, at- vinnuleysi væri mikið og verð- bólga mikil. Greiðsluhalli hjá rikinu yrði 30 milljarðar doll- ara á þessu fjárhagsári og sennilega 50 milljaröar doll- ara á næsta ári. Ýmsir drægju i efa getu stjórnar og þings til að fást við vandann. Að þvi leyti væru þó orð Trumans frá 5. janúar 1949 i fullu gildi. Bandarikin væru færari um að fullnægja þörfum þegna sinna en nokkru sinni fyrr, ef þingið og forsetinn létu ekki sinn hlut eftir liggja. Ford forseti hefði getað bætt þvi viö upplýsingar sinar um ástand rikisins, að i fyrsta sinn um margra áratuga skeið, minnkaði þjóðarfram- leiðslan á siðastl. ári miðað við framleiðslu ársins á und- an, þegar miðað er við raun- gildi, og verðbólguvöxturinn varð helmingi meiri en næsta ár á undan eða 10.2% á móti 5.6%. Þetta er þrisvar til fjór- um sinnum meiri verðbólgu- vöxtur en til jafnaðar á ára- tugnum 1960-’70. FORD forseti vék þessu næst að þeim tillögum, sem hann hafði fram að færa, en hann taldi það nú veigamest að gera ráðstafanir til að vinna bug á atvinnuleysinu, sem færi sivaxandi. Til þess þyrfti öðru fremur að auka eftirspurn og viðskipti. Vextir hafa þegar verið lækkaðir og dregið úr lánsfjárhöftum i þessu skyni. Þessu til viðbótar yrði að koma veruleg skatta- lækkun, sem á fyrsta stigi yrði fólgin i þvi að einstaklingar fengu endurgreidd 12% af skattinum, sem þeir greiddu 1974, en þó eigi hærri upphæð en 1000 dollara. Samtals myndi þetta nema 12 milljörð- um dollara. Endurgreiðslan þyrfti að gerast i tveimur áföngum, fyrri greiðslan i mai og siðari greiðslan i septem- ber. 1 framhaldi af þessu þyrfti svo að lækka skattana framvegis með breytingu á skattalögunum, og væru gerð ráö fyrir breytingu, sem lækk- uöu skatta á tekjulægri ein- staklinga um 16.5 milljarða á ári, en jafnframt fengu þeir tekjulægstu, sem enga skatta greiddu, greiddar sérstakar uppbætur, sem myndu nema um tveimur milljörðum doll- ara á ári i aukin útgjöld fyrir rikið. Samtals myndi þessi skattalækkun hjá einstakling- um þvi raunverulega skerða hag rikisins um 18.5 milljarða króna. Þá væri gert ráð fyrir að lækka skatta á fyrirtækjum um 4 milljarða dollara á ári i þeim tilgangi að örva fjárfest- ingu þeirra. Þessar skatta- lækkanir ættu að örva svo mikið eftirspurn og viðskipti að sigrazt yrði á atvinnuleys- inu. 1 RÆÐU Fords kom fram, aö sá tekjumissir, sem rikið yrði fyrir vegna skatta- lækkunarinnar, yrði að nokkru leyti unninn upp með auknum sköttum á oliunctkunina, eins og siöar verður vikið að, en að öðru leyti leiddi hún til aukins greiðsluhalla á fjárlögum. Þó yrði lögð áherzla á að halda útgjöldum sem mest i skefj- um. Þannig yrði forðazt að efna til nokkurra nýrra út- gjaldaliða á næsta fjárhagsári og stefnt yrði að þvi að laun og tryggingabætur hækkuðu ekki meira en 5%. Annar aðalkafli ræðunnar fjallaði um orkumálin. Ford sagði, að hið erfiða ástand þeirra, væri ekki eingöngu oliuframleiðslulöndunum að kenna, heldur hefðu Banda- rikjamenn sóað orkunni hugsunarlaust um efhi fram. Þessu yrði að breyta og stefna að þvi, að Bandarikin yrðu sjálfum sér nóg innan lOára. i fyrsta lagi yrði að draga úr notkuninni og yrði m.a. stefnt að þvi með þvi að skattleggja oliuna meira. Þá yrði stuðlað að þvi með skattafrádrætti og fleira, að einangrun húsa yrði aukin, svo að hitunarkostnað- ur gæti lækkað. Þannig yrði reynt að auka oliusparnað á sem flestum sviðum. 1 öðru lagi yrði svo að auka orku- framleiðsluna heima fyrir. Kappkostað yrði að auka oliu- framleiösluna i Alaska og oliuvinnslu á hafsbotni. Kola- framleiðslan yrði stóraukin að nýju. Þá yrði að gera stór- auknar ráðstafanir til að nýta kjarnorkuna. Ford nefndi i þessu sambandi, að á næstu 10 árum yrðu reist 200 stór kjarn- orkuver, 150 stór kolakynt raf- orkuver, 250 nýjar kolanámur yrðu teknar i notkun og byggð- ar yrðu 30 stórar oliu- hreinsunarstöðvar. Þá yrðu um 18 millj. ibúða einangrað- ar betur og smiðaðar milljónir bila, sem notuðu minni oliu en nú er titt. Að lokum ræddi Ford nokk- uð um utanrikismál og hvatti hann þingið m.a. til þess að veita stjórninni meira svig- rúm til samninga. Hann nefndi sem dæmi, að þingið hefði haft óheppileg áhrif á verzlunarsamningana við Sovétrikin, þvi að það hefði sett skilmála, sem stjórnin hefði verið á móti. * EINS og áður segir, mun það ekki hafa gerzt siðan á dögum Roosevelts, að banda- riskur forseti hafi brotið upp á öllu róttækari breytingum i áramótaræðu sinni en Ford að þessu sinni. Ræðan hefur yfir- leitt hlotið góða dóma að þvi leyti, að hún geri ráð fyrir rót- tækum aðgerðum til að bæta atvinnuástandið og til að sigr- ast á orkukreppunni. Hins vegar sæta ýmis atriði hennar gagnrýni bæði frá hægri og vinstri. Af hálfu ihaldssamra republikana er það einkum talið tillögum Fords til for- áttu, að greiðsluhallinn á rikisrekstrinum heldur áfram að aukast. Þannig hefur Barry Goldwater öldungadeildar- þingmaður látið svo ummælt, aö þessi halli muni leiða til slikrar verðbólgu, að efna- hagskerfiö standist ekki öllu lengur en i fimm ár, ef sliku heldur áfram. Af hálfu demó- krata er það hins vegar gagn- rýnt, að ekki sé nægilega hugsað um láglaunafólk og tryggingaþega. Þannig sé það óraunhæft að ætla ekki að hækka tryggingabætur nema um 5%. Þá sæta ýmsar ráða- geröir forsetans um skatt- lagningu oliunnar verulegri gagnrýni og er af hálfu demó- krata bent á ýmsar aðrar leið- ir. Bersýnilegt er af þessu, að framundan er mikið samn- ingaþóf milli forsetans og þingsins, ef samkomulag á að nást. Ford mun áreiðanlega þurfa á allri þeirri reynslu að halda, sem hann hefur öðlazt sem þingleiðtogi, ef vel á að fara. En trúlega mun það þó gera aðila samningsfúsari, að þeim er ljóst, aðþaðgetur haft megináhrif á framtið Banda- rikjanna, hvernig þessi mál leysast nú. Þ.Þ. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.