Tíminn - 21.01.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.01.1975, Blaðsíða 9
Þriöjudagur 21. janúar 1975 TÍMINN 9 DAR EN 1976 3un um að komið pósthúss í Reykjavik, ekki er vanþörf á, en hvar á að fá fé til framkvæmda? — í þvi sambandi má benda á þann möguleika, að ágóðinn af einni til tveimur frimerkjaútgáf- um verði látinn renna i húsbygg- ingarsjóð. Þegar ég hóf starf hjá póstþjón- ustunni fyrir rúmum þrem ára- tugum, heyrði ég getið um hús- byggingarsjóð (nýtt pósthús), en mér er ókunnugt um, hvort hann er enn til. Vegur póstsins minnkaður með nýju reglugerðinni — Póstmannafélagið lét nýlega i ljós óánægju vegna setningar nýrrar reglugerðar um stjórn og starfrækslu póst- og símamála. Hvað segirðu um það mál? — Þegar sameining pósts og sima fór fram 1935, var verið að gera tilraun með að sameina tvær stofnanir jafnréttháar. Ekki þótti tiltækilegt að sameina þessa starfsemi i Reykjavik. Þær á- stæður, sem þá ollu, eru ennþá fyrir hendi, og i rikari mæli en áð- ur. Þá var ákveðið, að við hlið póst- og símamálastjóra skyldi vera sérstakur póstmeistari i Reykjavik. Með nýju reglugerð- inni er þessu breytt að þvi leyti, að embætti er sett á milli þeirra, sem er umdæmisstjóri 11 Reykja- vik. Að minu persónulega áliti er þetta ekki skynsamleg ráðstöfun og ber merki þess, að verið sé að setja póstinn niður. Póstmeistaraembættið i Reykjavik var stofnað 1872, siðan kemur embætti póstmálastjóra, sem Sigurður Briem gegndi til 1935, þegar sameiningin fór fram við simann, en alla tið siðan hefur póstmeistarinn i Reykjavik átt sætii póst- og simamálastjórn, og þar af leiðandi getað leitað beint til yfirmanns stofnunarinnai1, sem er póst- og simamálastjóri. En við þá breytingu, að um- dæmisstjóri I kemur þarna sem tengiliður, sem er óvist að sé einu sinni póstmaður, hefur pósturinn ekki þá aðstöðu, sem hann hafði áður. Við teljum, að það komi miklu betur út fyrir póstinn að vera sjálfstæður i sinum rekstri eins og hann er t.d. i Noregi og Sviþjóð, heldur én að vera i sam- bandi við simann. Þetta eru að mörgu leyti ólikar stofnanir. Að okkar áliti á póstarmurinn, eins og við köllum hann, eftir þessa breytingu enga aðild að yfirstjórn póstmála. Póstgiróstjórinn i Reykjavik hefur einnig heyrt beint undir póst- og simamálastjóra, en eftir breytinguna kemur einnig milli- liður á milli þeirra, sem er rekstrarstjóri pósts og sfma. Við teljum þetta embætti það mikil- vætt, að það eigi að heyra beint undir póst- og simamálastjóra. Yfirmennirnir mótmæltu — Þá ber að hafa I huga, að ráðamenn póstmála, að undan- FélagsráðPt. Einar Albertsson frá Siglufirði er I ræðustól. skildum póst-og simamálastjóra, og Póstmannafélagið fengu ekk- ert um þetta að vita fyrr en reglu- gerðin lá á borðinu á Þorláks- messudag og átti að koma til framkvæmda þann 1. janúar 1975. 1 öðru lagi voru fengnir hingað sérhæfðir Norðmenn til að kanna ástandið i póst- og simamálum hér, og þeir hafa gert tillögur, sem við höfum óskað eftir við póst- og simamálastjóra að fá að lita á. En þær eru ókomnar til okkar enn þann dag I dag. Eftir þvi sem ég bezt veit, mun það þó vera ætlun Norðmanna i svona tilfellum, að félögin fái að lita á þessar tillögur og gera sinar at- hugasemdir. Þarna eru allt önnur vinnubrögð höfð á, en annars staðar á Norðurlöndum. Allir yfirmenn póstsins, að und- anskildum póst- og simamála- stjóra, hafa mótmælt þessu i bréfi til ráðherra. Póstmannatal og orlofsheimili — Hvað er annars helzt til tið- inda af starfi Póstmannafélags Islands? — Siðastliðið sumar hófst und- irbúningsvinna við útgáfu póst- mannatals, en Ólafur Jónsson, sem nemur sögu við Háskóla Is- lands, hefur tekið að sér að ann- ast hana. Talið hefst með Ólafi Finsen, sem var póstmeistari i Reykjavik frá 1872, og siðan koma allir þeir, sem starfað hafa hjá póstinum i eitt ár eða lengur. Aætlað er, að skráðar verði upp- lýsingar um 1200—1300 manns samtals i bókina. Félagið á fjögur sumarhús i Munaðarnesi, og nú höfum við einnig fest kaup á hluta úr jörð- inni Rauðabergi i Mýrahreppi, A- Skaft. Þessi kaup voru gerð með fullu samkomulagi við sveitarfé- lagið, enda höfum við ekki i hyggju að taka heila jörð undir með afréttarlöndum og öðrum gögnum og gæðum. Þarna er gamall bær, og komið hefur fram áhugi á að breyta honum i byggðasafn, þegar fram liða stundir. Rauðaberg er um 30 km frá Höfn i Hornafirði. Ég geri ráð fyrir að hluti gamla bæjarhússins verði nýttur fyrir sumardvalár- fólk á þessu ári til bráðabirgða, en engar ákvarðanir hafa enn verið teknar um byggingar or- lofshúsa þar. Ég vil ekki fjölyrða meira um starf félagsins að þessu sinni. í hita hinnar daglegu kjarabaráttu launamanna gera ýmsir aðilar oft litið úr gagnsemi launþegasam- takanna. Þau eru stundum jafn- vel talin fjandsamleg þjóðfélag- inu. Flestir viðurkenna þó við ró- lega yfirvegun, hve rikan þátt samtök launamanna hafa átt i uppbyggingu þess velferðarþjóð- félags, sem Islendingar hafa byggt upp og sifellt er að þróast. Að lokum þetta: Megi þróun póstmála hér á landi verða i sam- ræmi við þær kröfur, sem gerðar eru i velferðarþjóðfélagi um góða þjónustu og bætt lífskjör til handa þeim, sem vinna störf sin af trú- mennsku og samvizkusemi. SJ Gagnkvæmt tryggingafélag ? Já, Samvinnutryggingar g.t. eru gagnkvæmt tryggingafelag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.