Tíminn - 21.01.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 21.01.1975, Blaðsíða 16
Þriöjudagur 21. janiiar 1975 Guðbjörn Gufijónsson Heildverzlun Slfiumúla 22' Slmar 85694 & 85295 Nútíma búskapur þarfnast BAUSR haugsugu g:-ði fyrirgóéan tnai $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Fjórveldaviðræður um friðunaróform Norðmanna í dag: Fast verður sótt af beggja hólfu — að sögn fréttaskýrenda Reuter-London. 1 dag fara fram i London viðræður milli fulitrúa norsku, brezku, frönsku og vest- ur-þýzku rfkisstjórnanna um þau áform Norðmanna að friöa á- kveöin veiðisvæöi úti fyrir ströndum Norður-Noregs fyrir togveiðum. Samningarnir: Undirnefndir ræða við ríkisvaldið Fréttaskýrendur búast við, aö fast verði sótt af beggja hálfu I viðræðunum i dag, en ekki er ljóst, hvort samkomulag næst. Sem kunnugt er hafa farið fram aðskildar viöræöur milli Norð- manna annars vegar og Breta, Frakka og Vestur-Þjóðverja hins vegar, en þær hafa til þessa eng- an árangur borið. Reuter-fréttastofan segir, að norska stjórnin hafi boðizt til að slaka til frá upphaflegum tillög- um sinum. Að sögn fréttastofunn- ar hafa stjórnir hinna þjóðanna haft tilboð norsku stjórnarinnar til athugunar aö undanförnu. Stórveldin þrjú geta — að sögn fréttaskýrenda i Osló — aðeins fallizt á áform Norðmanna á þeim rökum, að minni hætta verði á veiðarfæratjóni að vetrarlagi, séu togveiðar bannaðar á hinum umdeildu svæðum. Hins vegar hafa fulltrúar þeirra bent á, að verði friðunaráformin að veru- leika, stóraukist afli norskra sjó- manna — og til þess mega stór- veldin ekki hugsa. Jens Evensen háfréttarráð- herra verður formaður norsku sendinefndarinnar i viðræðunum I dag. David Ennals aðstoðarut- anrikisráöherra veröur i forsvari fyrir brezku sendinefndinni, en embættismenn koma fram fyrir hönd frönsku og vestur-þýzku stjórnanna. Fulltrúi Efnahags- bandalags Evrópu situr svo við- ræðufundinn sem áheyrnarfull- trúi. Ný flugfargjöld á flugleiðinni yfir N-Atlandshaf og atvinnu- rekendur NÆSTI fundur samninganefnda vinnuveitenda og ASl verður haldinn n.k. föstudag. Björn Jónsson, forseti ASÍ, sagði i gær, að litiö væri af samningamálun- um að frétta, en nefndir, sem settar heföu verið i einstök mál- efni, væru að hefja störf. — Nefndir starfa að þvi að ræða við rikisvaldið um skatta- og húsnæðismál og undirnefndir hafa einnig verið settar i viss mál til aö ræða við vinnuveitendur, sagöi Björn, en vildi ekki að svo komnu máli tiunda nákvæmlega, hvaöa málefni það væru, sem þar yrðu rædd. Ekki hefur enn verið óskað eftir afskiptum sáttasemjara af samn- ingagerðinni, hvað sem kann a6 verða eftir föstudagsfundinn, en þá skýrast linur væntanlega. Reuter-Genf. Þrjátiu flugfélög, er halda uppi áætlunarflugi yfir Norður-Atlantshaf, náðu i gær endaniegu samkomulagi um ný fargjöld á flugleiðinni. Hin nýju fargjöld koma i stað eldri gjalda, en grundvellinum var kippt und- an þeim, er Bandarikjastjórn lagði blessun sina á mun lægri fargjöld leiguflugfélaga. Samkomulagið náðist eftir tólf daga viðræöur á sérstakri ráð- stefnu, sem IATA (Alþjóðasam- band flugfélaga) boðaöi til. Aður höfðu fulltrúar flugfélaganna náð bráðabirgðasamkomulagi um fargjöld á flugleiðinni yfir Norð- ur-Atlantshaf, en það átti að renna út I lok marz. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum tekur hið nýja samkomulag þvi gildi pann 1. april n.k. Efni samkomulags þess, er náðist I gær, hefur ekki verið birt. Þó fullyröir Reuter-fréttastofan, að samkomulagið taki til svo- nefndra APEX-fargjalda, sem veriö hafa umdeild, enda tók fyrrgreint bráðabirgðasam- komulag ekki til þeirra. Nokkur þau flugfélög, sem aðild eiga að IATA, hafa verið andvlg þessum fargjöldum, sem eru mjög lág. (Skilyröi þeirra er, að farmiði sé keyptur tveim mánuöum fyrir fram, auk þess sem gildistimi miöans er takmarkaður). Flugfé- lögin hafa fremur aðhyllzt að selja farmiða meö stuttum gildis- tima á lágu veröi, enda telja þau, að auðveldara sé að hafa eftirlit með þvi kerfi, svo aö ekki sé fariö kringum það. ^pfllSHORNA Á IYIILLI V 1 • ' Feisal NTB-Kairó. Feisal konungur Saudi-Arabiu hefur að undan- förnu verið i opinberri heim- sókn I Egyptalandi. Að sögn Abdel-Aziz Hegazi, forsætis- ráðherra Egyptalands, hefur konungur heitið að gefa Egyptum fjárhæð, er nemur 100 millj. dala (u.þ.b. 12 milljörðum Isl. króna), til að tryggja þeim lifsnauðsynjar i framtiðinni. I sameiginlegri fréttatil- kynningu Feisals og Anwar Sadats Egyptalandsforseta, sem gefin var út I gær, lýsa þjóðhöfðingjarnir yfir áhyggj- um sinum vegna sifelldra árása Israelshers á Llbanon, og hvetja þeir öll Arabarlki til að styöja við bakið á Llbanon- stjórn. Þá leggja þeir til, að haldinn verði fundur æðstu manna Araba og Afrikubúa til að styrkja tengslin milli þessara tveggja samherja. Egypzkir embættismenn vildu I gær hvorki staðfesta né vísa á bug orðrómi um, að I næsta mánuði verði haldinn I Saudi-Arablu fundur Saudi- Araba, Egypta, Jórdana og Palestinuaraba (PLO) til að samræma sjónarmiðin. Reuter-Gent. Fulltrúar þeirra 35 rikja, sem aðild eiga að öryggismálaráðstefnu Evrópu, hófu viðræður að nýju I gær eftir nokkurt hié. Aö sögn rikti vinsamlegt and- rúmsioft á ráðstefnunni, en enn er eftir að finna lausn á flestum þeim deilumálum, sem ætlunin er að leysa á ráð- stefnunni. A þessu stigi ráðstefnunnar er enn eftir að finna lausn á deilumálum á borð við skyldu til að tilkynna fyrirhugaðar heræfingar, friðhelgi landa- mæra, ferðafrelsi, menning- artengsl og vinnuaðstöðu fréttamanna. 1 gær var hins vegar rætt um mál, sem ekki eru eins umdeild, svo sem efnahagstengsl og tengsl Evrópurlkja við Miðjarðar- hafsríki. Vestrænir fulltrúar á ráð- stefnunni eru hóflega bjart- sýnir á, að árangur náist á ráöstefnunni, t.d. benda þeir á, að uppsögn Sovétstjórnar- innar á viöskiptasamningi hennar við Bandarlkjastjórn flýti ekki fyrir' samningum. 011 ríki Evrópu taka þátt I störfum ráðstefnunnar, að Albaniu undanskilinni. Þá eiga Bandarfkin og Kanada einnig aðild að ráðstefnunni. ★ Reuter-London/Paris. Sem kunnugt er hefur brezka stjórnin ákveðiö aö hætta þátt- töku I fyrirhugaðri gerð jarð- gangna yfir Ermarsund. Anthony Crossland ráðherra skýrði frá ákvörðun stjórnar- innar i neðri málstofu brezka þingsins I gær, en ástæöur að baki hennar eru þær, að þröngt er nú I búi hjá Bretum. Ákvörðuninni var að vonum illa tekiö I Frakklandi. Tals- maður frönsku stjórnarinnar sagöi I gærkvöldi, að ákvörð- unin hefði verið fljótfærnisleg — málið hefði mátt leysa á farsælli hátt með samningum. Makarios Kýpurforseti (t.v. á myndinni) ávarpar stuðningsmenn sina við komuna til Kýpur fyrr I vetur. AAikil ólga á Kýpur vegna ákvörðunnar brezku stjórnarinnar um brottflutning tyrknesku mælandi eyjarskeggja til meginlandsins: MAKARIOS STILLTI SJÁLFUR TIL FRIÐAR Reuter-Nikósiu. Til alvarlegra á- taka kom I Nikósiu, höfuðborg Kýpur I gær, þegar æstir eyjar- skeggjar af griskum uppruna réðust að sendiráðum Bandarikj- anna og Bretlands I borginni i annað sinn á þrem dögum. Árás- armennirnir stilltust fyrst, er Makarios Kýpurforseti — leiðtogi grisku mælandi manna á eynni — gekk fram fyrir skjöldu og bað þá hætta frekari aðgeröum. Æstur múgurinn hafði að engu táragas og skothríð öryggis- varða, heldur stefndi ótrauður að aðalstöðvum bandarlsku upplýs- ingaþjónustunnar. Verðirnir hörfuðu, og allt benti til, að úr uppþotinu yrði hreint blóðbaö. Makarios forseti (og erkibiskup) hraðaði sér þá á vettvang I bifreið sinni. Hann olnbogaði sig siðan ó- hræddur gegnum mannþröngina, meðan skot kváöu við og slrenur vældu. Að sögn fréttaritara Reut- ers var tilkomumikil sjón að sjá forsetann, klæddan dragslðum kufli slnum, kllfa upp á steinvegg frammi fyrir æstum mannfjöld- anum og ta hann til að draga sig I hlé, svo að hann (þ.e. Makarlos) gæti sagt örfá orð. Það geri Makaríos og tókst aö lægja öldurnar. (Ástæðan fyrir reiði grlsku mælandi manna er sú ákvörðun brezku stjórnarinnar að samþykkja flutninga til megin- landsins á fjölda tyrknesku mæl- andi manna, sem nú dvelja I her- stöð Breta á Kýpur. Grisku mæl- andi menn óttast nefnilega, að þessum flóttamönnum verði út- hlutað húsum, sem eru I eigu grlsku mælandi eyjarskeggja, en tyrkneski herinn, sem lagt hefur undir sig norðurhluta Kýpur, hefur nú á valdi slnu). Makarios bað fólk að sýna still- ingu og foröast að beita ofbeldi, þótt hann segðist skilja reiði þess. Enn fremur fullvissaði hann við- stadda um, að fulltrúar grísku mælandi manna gætu aldrei fall- izt á þá lausn á Kýpurdeilunni, að stofnuö yröu tvö rlki á eynni. Hann sagði, að tilflutningar Ibúa kæmu ekki til greina. 1 beinu framhaldi af þvl lagði hann á- herzlu á, að þeir tyrknesku mæl- andi menn, sem nú dveljast I her- stöð Breta á Kýpur, yrðu að flytj- ast til fyrri heímkynna á ný. Talsverðar skemmdír voru unnar á byggingu bandarlsku upplýsingaþjónustunnar i gær, en áraáarmenn komust ekki inn I bygginguna. A laugardag var einnig ráöizt á sendiráð Banda- rikjanna og Bretlands. i kjölfar þeirra árása sendi bandarlska ut- anríkisráðuneytið harðorð mót- mæli til Kýpurstjórnar og krafð- ist þess, að sllkum árásum yrði hætt. Fulltrúar þjóðarbrotanna á eynni, þeir Glafkos Klerides og Rauf Denktash, hittust I gær til að ræöa þau vandamál, sem enn eru óleyst á Kýpur. 1 fréttatilkynningu, sem gefin var út að loknum fundi þeirra, segirm.a., aö þeir hafi rætt fram- tið alþjóðaflugvallarins við Nokó- slu. (Flugvöllurinn hefur verið lokaður og hans gætt af Samein- uðu þjóðunum, frá þvl sprengjum var varpað á hann I innrás Tyrkja I júli I fyrrasumar). Aftur á móti virðist sem lítill árangur hafi náðst á fundinum, að þvl er varðar stjórnskipulega framtið Kýpur. Annar fundur hefur verið boöaður á föstudag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.