Tíminn - 22.01.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.01.1975, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 22. janúar 1975. n.VIINN 3 Steingrímur Jónsson, fyrrv. rafmagnsstjóri lótinn STEINGRIMUR Jónsson, fyrrv. rafmagnsstjóri I Reykjavik, lézt að morgni hins 21. janúar. Steingrimur fæddist 18. júnl 1890 I Gaulverjabæ. Að loknu stúdentsprófi fór hann utan til náms og lauk prófi I rafmagnsverkfræði frá Polyteknisk Læreanstalt I Kaupmannahöfn 1917. Sfð- an starfaði Steingrimur um nokkurra ára skeið erlendis, enhvarf siðan heim og fór að starfa að rafmagnsmálum hjá Reykjavlkurbæ 1920. Rafmagnsstjóri varð hann 1921, þegar Rafmagnsveita Reykjavikur tók til starfa, og gegndi þvi starfi I fjóra ára- tugi. Þá var hann fram- kvæmdastjóri Sogsvirkjunar frá 1937 til 1965, þegar Landsvirkjun tók við Sogs- virkjun. Steingrimur gegndi einnig ymsum trúnaðarstörfum öðrum á sviði rafmagns- og orkumála. Þá tók Steingrimur mikinn þátt i félagsmálum stéttar sinnar. Steingrimur ritaði fjölda greina og ritgerða I ýmis tlmarit. Kvæntur var hann Láru Margréti Arnadóttur frá Isa- firöi. Atvinnuleysi yfirvofandi ó Skagaströnd JJ-Skagaströnd — Dauft er yfir atvinnulifinu hér á Skagaströnd um þessar mundir. Togarinn Arnar landaði nýlega á tsafirði, og þar á undan I Reykjavik, þar sem aflinn fæst ekki greiddur hér I frystihúsinu. Þvi miður má þess vegna búast við að fjölga fari hér á atvinnuleysisskrá. Neskaupstaður: Útivinna hófst aftur í gær Byrjað að aka olíumenguðum snjó í girðingu í nýju höfninni -lllt óstandið í sjónvarpsmdlum BG-Neskaupstað — Héðan er litið að frétta, enda hefur veriö vont veður undanfarna daga um allt Austurland. Olluhreinsuriin eftir snjóflóðið hefur þvi litið gengið, útivinna legið niðri að mestu leyti. t gær, þriðjudag, stóð til að byrja að aka menguðum snjó I girðingu í nýju höfninni innst I firðinum. Unnið hefur verið af fullum krafti við að ganga frá vél- um og tækjum i frystihúsinu. Landað var úr togurum i þess- ari viku I fyrsta sinn á árinu. Bjartur var með 70 tn. og Barði með 90 tn. af bolfiski. Allir Norð- fjarðarbátar eru farnir á loönu og landa hér ekki á þessari vertlð, svo sem kunnugt er. Niðurlagningarverksmiðjan tók til starfa i gærmorgun. Þar vinna um 40 konur, og er nú verið að leggja ufsa niður I dósir sem sjólax. Sjónvarpsmálin eru Austfirð- ingum ofarlega I huga, en þau eru i algeru ófremdarástandi. Sjón- varp hefur sézt I viku á þessu ári. 1 siðustu viku hafði það verið bil- að I sex daga, en sást á laugar- dag, siðan var aftur bilað fyrri hluta útsendingartíma á sunnu- dag, en komst siðan I lag og var i lagi á mánudagskvöld. Svona hefur þetta verið slðan Gagnheið- arstöðin tók til starfa og sjónvarp kom hingað, og þó verst ástandið siðustu tvö árin. Ég er viss um, að ef sjónvarpað væri i júli, fengju tækin sólsting, og alltaf verður bilun, ef veðurhæðin fer i fjögur vindstig eða meira. Það er alls ekki hægt að búa við þetta! Ráðstefna umkjör láglaunakvenna Starfsstúlknaféiagið Sókn, ASB, féiag afgreiðslustúlkna I brauð- og mjólkurbúðum, Iðja, félag verksmiðjufólks, Starfsmannafé- lag rikisstofnana og Rauösokka- hreyfingin efna til sameiginlegr- ar ráðstefnu um kjör iátiauna kvenna sunnudaginn 26. janúar n.k. Ráðstefnan verður haldin i Lindarbæ i Reykjavik og hefst kl. 10 árdegis. Konur úr ýmsum starfsgrein- um flytja stutt framsöguerindi, en siðan verður unnið i starfshóp- um. Markmiðið með ráðstefnu þessari er fyrst og fremst að draga fram sérstöðu láglauna- kvenna I atvinnullfinu og hvatn- ing fyrir þær til að krefjast úr- bóta. Ráðstefnan er fyrsta skipu- lagða aðgerð kvenna i jafnréttis- baráttunni hér á landi á kvenna- árinu. Þess er vænzt, að þeir, sem á- huga hafa á málefninu, sæki ráð- stefnuna, en öllum er heimil þátt- taka I störfum hennar. Sturlaugur Böðvarsson útgerðarmaður: ourgur sig ekki að gera minni bátana út á loðnu OÓ-Reykjavík. —Loðnuverðið er ákveða, aö minni bátarnir, atAi A ctrn I ó íí t nt í A o A tr í A ollon t tn n A f *» **n J IaAmh fnt*i a Borga • • OÓ-Reykjavík. — Loðnuveröið er orðið svo iágt miðað við ailan tilkostnað, að það er tóm vit- leysa að vera að gera út á þessar veiðar, að minnsta kosti alla minni báta, sagði Sturlaugur Böðvarsson, útgerðarmaður, er Timinn spurði hann I gær um hina miklu iækkun, sem orðið hefur á loðnuverði. Ég er búinn að ákveða, að minni bátarnir, sem áttu að fara á loðnu, fari ekki á þær veiðar. Haraldur og Höfrung- ur II, sem eru 200 tonn, voru á loðnu I fyrra, en ekki nú. — Þegar ekki fæst hærra verð fyrir aflann, en raun ber vitni, sagöi Sturlaugur, borgar sig alls ekki að gera út á loðnu. Sem dæmi um tilkostnað get ég nefnt að við AAESSA I C-DUR EFTIR BEETHOVEN — flutt af Sinfóníuhljómsveitinni, Fíl- harmóníukórnum og fjórum einsöngvurum gébé—Reykjavik — Fimmtu- dagskvöldið 23. janúar verða siö- ustu tónleikar Sinfóniuhijóm- sveitar tslands á fyrra misseri starfsársins 1974/75. Flytjendur með hljómsveitinni eru Söng- sveitin Filharmónia og fjórir ein- söngvarar. A efnisskrá veröur m.a. Messa I C-dúr op. 86 eftir Beethoven, og er þaö i fyrsta sinn sem það verk er fiutt hér á landi. Þessir áttundu og siðustu tón- leikar Sinfóniuhljómsveitarinnar á fyrra misseri verða svo endur- teknir föstudaginn 24. janúar kl. 20.30. Stjórnandi verður Karsten Andersen aöalhljómsveitarstjóri, einsöngvarar Elisabet Erlings- dóttir, Solveig M. Björling, Garð- ar Cortes og Halldór Vilhelmsson, og auk þess Söngsveitin Fil- harmónia, en söngstjóri sveitar- innar er Garðar Cortes. Söngsveitin Filharmónia var stofnuð haustið 1959, og var fyrsta verkefni hennar Carmina Burana eftir Carl Orff, sem flutt var i april 1960 undir stjórn Róberts A. Ottóssonar. Meöan hans naut viö, stjórnaði hann söngsveitinni á öll- um tónleikum, sem hún tók þátt I, ef frá er talin þátttaka hennar i setningu Listahátlöar 1964. Söng- sveitin og Sinfóniuhljómsveitin hafa siöan 1960 flutt mörg kór- verk sameiginlega, og var það siðasta Messias eftir Handel, sem flutt var 1973. Auk Messu I C-dúr eftir Beet- hoven, verður á efnisskránni á fyrrgreindum tónleikum sinfónia nr. 7 i A-dúr op. 92 eftir Beet- hoven. Þá skal athygli tónleikagesta vakin á þvi, að þar sem þetta eru siðustu tónleikar fyrra misseris 74/75, óskast endurnýjun áskrift- arskirteina tilkynnt sem fyrst i sima 22260. Fyrstu tónleikar siðara misser- is verða 6. febrúar n.k. vorum aö setja upp nýja nót á Rauösey, og kostaði hún 11 millj. kr. Ef eitthvað bregður út af er hægt að missa þetta I einu kasti. — Hitt er annað mál, að ég veit, að ekki er hægt að borga meira fyrir loðnuna, eins og nú standa sakir. Og þegar kominn er þorsk- urinn á miðin borgar sig ekki að gera nein skip út á loönu, en þetta er sá tlmi hér við Suðvesturland, þegar þorskveiði er lítil, en hún glæðist um miðjan marz. Sturlaugur sendi þrjá stærri báta á loðnuveiðar. Lesta þeir 300 til 500 tonn. Eru það Rauðsey, Höfrungur III, og Skirnir. Eru þeir allir farnir austur. — Ég hætti ekki við að senda minni bátana á loðnu i gær, eftir að veröið var auglýst, sagði Stur- laugur. Vitað var, að þunglega horfði um sölu á loðnumjöli og að verðið yrði ekki nógu hátt. 1 fyrra höfðu minni bátarnir forgang ti) að landa i frystingu og komu þá Framhald á 14. siðu. .ifTTTmrnT Öngþveitið í f jdrmálum Reykjavíkurborgar VIÐ síðari umræðu um fjár- hagsáætiun Reykjavikurborg- ar, sem fram fór 19. desember s.l., snerust umræður að veru- legu leyti um fjármál borgar- innar, skuidasöfnunina á s.l. ári, og hvernig bæri að losa borgina úr þvi öngþveiti I fjár- málum, sem hún er komin i. Við umræðurnar sagöi Kristján Benediktsson m.a. i upphafi ræðu sinnar: „Fjárhagsáætlun borgar- innar og stofnana hennar fyrir áriö 1975 ber vissulega glögg einkenni þess öngþveitis og fjármálaerfiöleika, sem nú- verandi borgarstjórnarmeiri- hluti er búinn að koma borgar- sjóði og fyrirtækjum borgar- innar I. Borgarstjóri segir, aö erfiðleikarnir stafi engan veg- inn af slæmri stjórn né að- gæzluleysi um meðferð fjár- muna, þótt fyrir liggi, aö allur rekstur borgarinnar hefur þanizt út, að þvf er virðist hömluiaust, siðustu árin. Að hans dómi er orsakanna að leita hjá tekjustofnalögunum, sem sett voru áriö 1972, þegar vinstri stjórnin sat að völdum. Áhrif tekju- stof nalaganna Um þau lög, og áhrif þeirra á afkomu Reykjavikurborgar, hefur oft verið deilt I borgar- stjórninni. Þær deilur skulu ekki rifjaöar upp. En nú hefur það gerzt, að I þær deilur hefur blandað sér nýr aðili, og vænti ég, að hvorki borgarstjóri né borgarfulltrúar Sjálfstæðis- fiokksins muni haida fram, að hann gefi rangar upplýsingar eða fari með staðlausa stafi. Þessi aðili er hagfræöingur Reykjavikurborgar. Hann hefur sent frá sér merka skýrslu, þar sem dregnar eru saman ýmsar upplýsingar og geröur saman- burður miili ára, m.a. um skiptingu innkomins fjár- magns i rekstur og fram- kvæmdir. A bls. 21 I þessari skýrsiu er að finna uppiýsingar, sem sýna ótvírætt, aö breytingin, sem gerð var meö tekju- stofnalögunum 1972, hefur i reynd komið mjög vel út fyrir Reykjavikurborg. Vænti ég, að borgarfulltrúar Sjáif- st æðisflokksins kynni sér þessar upplýsingar, hafi þeir ekki þegar gert það. Mun þá vonandi linna þeim söng i- haidsins, að umrædd tekju- stofnalög séu valdur aö fjár- hagserfiðleikum þeim, sem nú er við að strlða. Leyndu staðreyndum Hér hefur veriö gagnrýnt, að borgarstjóri og aörir tals- menn meirihlutans minntust ekki á fjárskort né erfiðleika fyrstu 6 mánuði ársins, þótt þegar i ársbyrjun væri aug- ljóst, að rifa þyrfti seglin. Þvert á móti báru þeir sig vel og töiuðu mest um nýjar framkvæmdir og eigin sniiii við stjórnun borgarinnar. En eftir borgarstjórnar- kosningarnar fór að slá i bakseglin og sannleikurinn að koma I Ijós. Samt var það fyrst 12. júli, sem borgarstjóri ritaði forstöðumönnum stofn- ana og þeim aðilum, sem hafa með mannaforráö að gera hjá borginni, og brýndi fyrir þeim sparnað og bannaði allar nýj- ar mannaráðningar, svo og eftirvinnu og vinnu á helgi- dögum. Taka ekki mark á borgarstjóra Þessar aðgerðir borgar- stjóra voru góöra gjalda verö- ar, en hefðu auðvitaö þurft að koma miklu fyrr. Þetta bréf borgarstjóra viröist hins veg- ar hafa borið litinn árangur, aö þvi er varðar sparnað i rekstrinum. i fjárhagsáætlun ársins 1975 eru áætluð laun fyrir 64 nýja fasta starfsmenn, þar af 6 á skrifstofum borgarstjóra og borgarverkfræðings og 29 við skólana, þótt nemendum I barna- og gagnfræðaskólum borgarinnar hafi fækkað um 575 frá siöasta skólaári. Þannig er nú þetta. Kerfið, sem ihaldiö hefur verið að koma sér upp I Reykjavik undanfarna áratugi, er samt við sig. Það fer ekki úr skorð- um eöa breytir starfsháttum sinum, jafnvel þótt yfirmaður þess, borgarstjórinn sjálfur, skrifi þvi bréf. Það heldur bara áfram að lifa sinu eigin lifi, hvað sem ölium fyrirmæl- um og bréfaskriftum liður”. —a.þ. Einsöngvararnir eru Elisabet Erlingsdóttir, Solveig M. Björiing, Garð- ar Cortes og Halldór Vilhelmsson. Timamyndir: G.E. Litið inn á æfingu hjá Sinfóníuhljómsveit lslands og Söngsveitinni Filharmónfu, er verið var aö æfa Messu I C-dúr eftir Beethoven.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.