Tíminn - 22.01.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.01.1975, Blaðsíða 9
8 TÍMINN Miðvikudagur 22. janúar 1975. Miðvikudagur 22. janúar 1975. TÍMINN 9. Erling Aspelund, hótelstjóri. Hann stjórnar tveim hóteium ESJU og LOFTLEIÐUM. Það er vetur núna með váskaða og fönn. Allir hlutir breytast á vetrin, landið, manneskjurnar og hestarnir og allt er svo kalt og vonlaust. Þú ert tómur i sálinni, hótelin eru tóm og vegurinn er oftast auður, nema þegar bein- brotnir trukkar og rútur mjakast gegnum fjalla- skörðin meðan veturinn æpir. Ó guð, ekkert er eins djúpt sokkið og sólin i þessu blessaða landi. Já, hótelin eru tóm. Þessi undarlega stemmning með ilmi af þotueldsney ti og frönskum kartöflum, sem blandaðist tvö hundruð tungumálum i forstofunum og gesta- móttökum hótelanna, hún er horfin með seinustu þotunni sem flaug burtu i haust. Allt var það horfið og hótelið húkir eins og gigtar- spitali úti i kófinu, kofótt og raunalegt. Rætt við Erling Aspe- lund — Hvað er Hótel, spurðum viö Erling Aspelund, en hann stjórnar tveim af síærstu hótelum okkar, LOFTLEIÐUM og ESJU? — Við þvi eru sjálfsagt mörg svör. Liklega er það heimili. Heimili fyrst og fremst, svaraði hann dapurlega. Hingað kemur alls konar fólk, og sagt er að allt gerist á hótelum, sem skeður i lifinu sjálfu. Lífið með allri sinni gleði og sorgum er hér, eða á hér heima og jafnvel kemur það fyrir að börn fæðast og eins lika hitt, aö gesturinn deyr. Aö visu hafa börn ekki fæðzt hér hjá okkur, þvi þaö er fæðingardeild hér rétt hjá og f ilI*U 1 FOS— Hótel KEA á Akureyri hefur verið rekiö með tapi alla tlð. Þetta glæsi- lega hótel samvinnumanna i Eyjafirði hefur þó veriö lyftistöng fyrir Akureyri og Norðurland og hefur veitt ferðamönnum ómetanlega þjón- ustu og unnið byggðarlaginu mikið gagn. (SLENZKU HÓTELIN STANDA TÓM EÐA HÁLFTÓM í SKAMMDEGINU Rætt við Erling Aspelund, hótelstjóra um vetur á hóteli það fleiri en ein, en menn hafa dáið hér, og á öllum hótelum kemur það fyrir, þvi þetta er fjöl- mennt heimili. — Við höfðum komið til þess að spyrja nokkurra spurninga um veturinn og hótelin, sem þá eru svo að segja tóm. Um það hafði Erling Aspelund þetta að segja: Hótelin standa hálftóm og auð á vetrin — Hótelin á íslandi standa að mestu auð á vetrin. Við erum með þetta 27-30% nýtingu þegar verst gegnir. — Er nokkur munur á HÓTEL LOFTLEIÐUM OG ESJU eftir árstima? — Já, það er heldur meira um að vera hjá þeim á Esju að vetrarlagi en á Hótel Loftleiðum, þvi þar gista fleiri utan af landi. Loftleiðahótelið er meira setið af útlendingunum en Esja. — Við þessu er i rauninni litið unnt að aðhafast. Við reynum að auglýsa og eitt og annað, en i rauninni er ekkert við að vera i borginni, sem laðar útlenda menn hingað til dvalar. Segja má þó að dálítið hafi áunnizt i þvi að kynna ísland og lengja ferðatimann. Nokkur aðsókn er farin að verða á vorin, eða siðla vetrar, en linu- ritin eru þó keila, sem sé aðsóknin eykst stöðugt fram eftir miðju ári og er mest i júli, en svo fækkar gestum og nýting kemst i lágmark yfir áramótin og skammdegið. Hótelnýting svipuð hér og á Norðurlöndum — Hvað um „stop over” — eða áningarfarþegana? — Þeir eru að verða einn traustasti viðskiptahópurinn. Siðast þegar athugun var gerð á þessu voru þeir um 25% af ferða- mönnum íslands. Þetta eru eins og kunnugt er menn, sem vilja nota ferðina yfir hafið til þess að kynnast íslandi — bæta landi i vegabréf sitt. — Hvernig er hótelnýting I Reykjavik miðað við t.d. Osló og aðrar stærri borgir á Norður- löndum, sem ekki eru beinlinis alþjóðlegir ferðamannastaðir? — Þetta mun vera svipað. Arið 1974 vorum við á Loftleiðum með 59% nýtingu, en meðalnýting á Norðurlöndum mun vera um 61% siðastliðið ár. — Að visu er þetta svolitið öðruvisi t.d. i Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Þar er mikið af aðkomumönnum um miðja viku, en minna um helgar. Þetta eru menn, sem sinna erindum i þessum borgum á rúmhelgum dögum. Hverjir búa á hótelum i Reykjavík? — Hverjir eru það, sem nota stóru hótelin I Reykjavik i skammdeginu? Er ísland illa séð af ferðamönnum á vetrum? — Svo að við vlkjum aftur að áningarfarþe^unum, þá eru þeir hérna allt afið. Landið hefur fengið geysilega dýrmæta aug- lýsingu I fjölmiðlum um allan heim. Þar ber hæst heims- meistaraeinvigið i skák, fund Nixons og Pompidou og jarðeldana, fyrst i Surtsey og siðar á Heimaey. Það heyrir nú til undan- tekninga, ef menn vilja fá að sjá snjóhús og hundasleða á Islandi. ísland er þekkt land núna, land sem hefur gott orð á sér, og þjóðin býr við góð lifskjör og þægindi, sem óviða eiga sér hliðstæðu. Annar stór hópur, sem notar hótel á veturna, eru menn i ýiðskiptaerindum, sem nota þennan tima til þess að kynna varning og þessháttar. Þessir menn eru frá fyrirtækjum, sem selja allskonar vélar fyrir land- búnað, sjávarútveg og iðnað, svo og sölumenn með allskonar aðrar vörur. í þriðja hópnum eru svo menn utan af landi, sem eru hér i erindum, frium, á leið út i heim, eða að koma erlendis frá. Þá er oft allmikið um íslendinga búsetta erlendis, sem dvelja hér i leyfum. Nokkuð er lika um gesti vegna áhafnaskipta á skipum, og stórframkvæmdir eins og Sigölduvirkjun leiða af sé all- mikla mannflutninga, og þá gistingu I höfuðborginni á meðan dvalizt er þar. Hér er þvi þó nokkuð um Júgóslava á stundum, og allskonar menn, sem koma hingað til lands vegna orku- versins. Hótelin eru alltaf að spara — Nú er sparnaðartimi hjá þjóðinni. Svo til allir eru byrjaðir að spara, eða að minnsta kosti farnir að velta krónunni, reyna að verja henni betur. Eru hótelin byrjuð að spara? — Hótelin eru alltaf að spara, og hafa alltaf verið að spara. Annað mál er það, að við, eins og aörir höfum staðið frammi fyrir þeirri sérstöku staðreynd nú, að eitt ráðið gegn vaxandi verðbólgu verður að vera það að reyna að sjá um að menn hafi bókstaflega ráð á að ferðast og gista á hótel- um. Þetta er framkvæmd með ýmsu móti. Við höfum tekið upp sjálfsafgreiðslu með nýju sniöi, sem kemur I stað þjóna og frammistöðustúlkna. Reynt er að bjóða upp á holla og ódýra rétti Anddyri Hótel Loftleiða á annatima 1 í ^ EcR * 'wm við vægu verði. Gestir kunna vel að meta þetta, engu siður en gamla lagið. Með þessu móti höfum við getað haldið dálitið I horfinu. Ennfremur bjóðum við upp á barnamatseðil fyrir fjöl- skyldur, svo að öll fjölskyldan geti „borðað úti”, en á þvi voru dálitil vandkvæði vegna kostnað- ar. Saga með „heimilis- mat” i Grillinu. KEA með kaffiteríu — Hvað með önnur hótel? Hafa þau fariðinn á svipaðar brautir? — Já.þaðhafamörghótelgert. Þeir á Hótel Sögu eru t.d. farnir að afgreiða „heimilismat” i Grillinu i hádeginu og einhverjar ráðagerðir munu þar uppi um svipaða tilhögun og á HÓTEL KEA á Akureyri þar sem um nokkurt skeið hefur verið starf- rækt mjög vinsæl kaffiteria. Þetta eru aðgerðir sem ganga i sömu átt, — sem sé að gera hlutina ódýrari. Ég er nú kannski ekki rétti maðurinn til þess að fjalla um önnur hótel, en mér virðist þetta ganga i svipaða átt hjá hinum. Með þessu móti hefur tekizt að lækka verðið á mátið- unum um allt að helmingog við erum nú með einhverja ódýrustu matstaði I borginni. Hættir við dansleiki — næturklúbbur og hótel fóru ekki saman þar — Nú eruð þið hættir að reka næturklúbb I Loftleiðahótelinu, eða dansstað. Hvernig hefur það gefizt? — Ja, við töldum, að það færi ekki vel saman að reka dansstað og hótel. Það var hávaðasamt og ekki nægjanleg kyrrð til þess að þetta gæti farið saman. Nú, um fjárhagshliðina er það að segja, að það var alltaf tap á þessum rekstri, þótt margir álitu, að við græddum á þessu. Það var öðru nær. Nú teljum við, að betra orð fari af þessu húsi sem gististað, þvi að hér er ró og friður. — Enn fremur er þess að gæta, að hér er flugstöð fyrir alb milli- landaflug Flugleiða, — hingað koma þeir, sem ekki fara beint til Keflavikur, og hingað koma þeir, sem ekki fara á eigin vegum frá flugstööinni þar. Hér er þvi oft mannmargt. Hótel og flugfélög — Til hvers er danshúsnæðið notað núna? — Það er notað fyrir einka- samkvæmi og árshátiðir, og til fundahalda. — Hversvegna reka flugfélög hótel? — Þau telja það hagkvæmt. Það leysir ýmsan vanda. Það er ekkert nýtt, að flutningafyrirtæki reki hótel. Meðan farþega- skipinvoru og hétu, ráku skipa- eigendurnir stór hótel á viðkomu- stöðum skipanna. Sama er að segja um járnbrautir um allan heim. A öllum stærri járn- brautarstöðvum reka járn- brautarfélögin hótel. Nú, og siðan flugið yfirtók mannflutningana, hafa þau einnig farilfinn á sömu braut og tekið upp stórrekstur á hótelum. Með þessu leitast Frh. á bls. 15 Henry Kissinger heldur blaðamannafund I „Hvita húsinu”, sem þá var á Hótel Loftleiðum, vegna veru Nixons i Reykjavik, þar sem hann hélt fundi með Pompidou Frakklandsforseta. Rogers þáverandi utanrikisráðherra Bandarlkjanna kemur að Hótel Loftleiðum. Þrlr Hfverðir gæta ör- yggis hans. Hótel Loftieiðir. t greininni er sagt frá ýmsu er varðar rekstur Hótels Loftleiða og fleiri hótela, sem standa hálftóm yfir skammdegistlmann. A myndinni sést einn frægasti gestur hótelsins, Bobby Fischer, skákmeistari. Skókeinvígið, forsetafundurinn og aðrir heimsviðburðir eins og eldgosin við Vestmannaeyjar, hafa aukið þekkingu heimsins á Islandi og menn koma ekki lengur hingað til þess að skoða snjóhús Kínverskt sendiróð á hóteli, „Hvíta húsið" var á Loftleiðum. Samningafundir og róðstefnur setja sérstakan blæ á hótelin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.