Tíminn - 22.01.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 22.01.1975, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 22. janúar 1975. n viin: 15 Mark Twain: Tumi gerist leyni- lögregla „Veslings Jaki. Hugsa sér, að hann skuli aftur- genginn búa sig ná- kvæmlega eins og hann hafði fyrirhugað að gera i lifanda lifi. Nú geturðu séð það þarna, sem vor- um ekki alveg vissi mn — hárið. Það er ekki lengur eins mikið og það var, það hefur verið snöggklippt, alveg eins og hann ráðgerði. Aldrei á ævi minni hef ég séð nokkurn eðlilegri hlut en þessa afturgöngu. Eða hvað finnst þér Finnur?” ,,Nei,' það hef ég ekki heldur,” sagði ég. „Ég gæti þekkt þetta aftur hvar sem væri. Það er alveg eins og lifandi vera”. „Það finnst mér lika. Það litur alveg út eins og það væri af holdi og blóði og eins og það hefði aldrei dáið”. „Þegar við vorum búnir að sitja þarna um stund og stara á aftur- gönguna, sagði Tumi. „Heyrðu Finnur, það er eitthvað undarlegt við þessa afturgöngu — finnst þér ekki? Hún á alls ekki að vera á ferli og sýna sig um há- bjartan dag”. „Það segir þú alveg satt”, sagði ég. „Ég hef aldrei heyrt getið um þvi likt áður”. „Nei, afturgöngur koma aldrei fram og sýna sig nema á nótt- unni — og þá jafnvel ekki fyrr en eftir klukkan tólf. Það hlýtur að vera eitthvað meira en litið bogið við þessa afturgöngu sannaðu til. Ég get ekki skilið, að 0 Hótelin félögin viö að veita flugfarþegum húsaskjól og viðurværi á áfanga- stað. Það er þægilegra fyrir viðskiptavininn að geta keypt þessa þjónustu á einum stað, i stað þess að þurfa að leita þetta uppi. 5-7 ár að vinna upp hótel — Hvernig hefur útkoman á hótelrekstrinum verið? — Hjá Hótel Loftleiðum var útkoman á síðasta ári góð. Um Hótel Esju er það að segja, að viö höfum aðeins rekið það hótel hluta af árinu, og útkoman þar er töluvert lélegri. Esja er nýtt hótel og kemur raunverulega aöeins of snemma inn á hótelmarkaðinn hér i borginni. Þaö er segin saga, aö það tekur ávallt nokkur ár að vinna upp nýtt hótel. Það er t.d. talið, að það taki 5-7 ár erlendis að afla stóru hóteli nægjanlegra vinsælda. Það er þvi liklegt, að ekki taki það skemmri tima hér norður við heimskautsbaug. — Hve marga getið þiö hýst á þessum tveim hótelum? — Það eru 700 rúm. Frægir gestir á hótelum — Nokkrir frægir gestir? — Já, hingað slæðist stundum frægasta fólk. Bing Crosby hefur búið hér, Henry Kissinger, utan- rikisráðherra Bandarikjanna og fyrirrennari hans, Rogers, enn fremur Schulz, fjármálaráðherra Bandarikjanna og Ron Zipgler, blaöafulltrúi Nixons forseta, en hann er ennþá i þjónustu Nixons. Enn fremur Willy Brandt, og ekki megum við gleyma snillingnum Robert Fischer, sem setti heiminn á annan endann, meðan á skákeinviginu stóð. Þessum frægu gestum fylgir oft sérstök stemning. Þá er ekki minni stemmning i húsinu kringum ýmsar ráðstefnur og fundahöld. Kjarasamningar Alþýðusambandsins og vinnu- veitenda hafa farið fram hér á Hótel Loftleiðum, þar sem aöstaða til slikra fundahalda er mjög ákjósanleg. Þessum samningafundum fylgir á stundum mikil spenna, einkum siöustu dagana, þegar það fer að ganga saman — eða sundur. Einnig má nefna ýmsar alþjóð- legar ráðstefnur, sem sett hafa svip á hótelið. Kinverskt sendiráð — „Hvita húsið” á Loftleiðum Þetta eru þvi fjölþætt verkefni sem hótelin hafa. Einu sinni var hér kinverskt sendiráð i heilt ár. Kfnverjarnir voru hér, meðan þeir voru að finna sér húsnæði til frambúðar. Þetta voru þægilegir og kurteisir menn, og við söknuðum þeirra, þegar þeir fóru. Já, og Hvita húsið „var” á Hótel Loftleiðum, meðan fundur Nixons og Pompi- dou stóð yfir i Reykjavik. Starfs- menn „Hvfta hússins” önnuðust stjórnarstörf héðan, og héldu m.a. blaðamannafundi. Húsið fylltist af erlendum frétta- mönnum og stjórnarerindrekum, og Henry Kissinger og fleiri hátt- settir menn áttu i önnum. — En núna er vetur. Er ekkert að gerast? — Nei, eins og áður sagði, þá er litið um að vera á hótelum á þessum árstima. Esja er meö 55 i 43 herbergjum, sem er 32% nýting,en á Hótel Loftleiðum eru 88 gestir i 63 herbergjum, sem þýðir 29% nýtingu, sagði Erling Áspeíund hótelstjóri að lokum. JG r — liffiiii Q|| 5911 Kópavogur Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna i Kópavogi heldur fund fimmtudaginn 6. febrúar næstkomandi kl. 20,30 I Félagsheimili Kópavogs. Fundarefni: Fjárhagsáætlun Kópavogskaupstaðar 1975. Framsögu hefur Björgvin Sæmundsson bæjarstjóri. Stjórn- in. Kópavogur Framsóknarfélögin f Kópavogi halda sitt árlega þorrablót laugardaginn 1. feb. Nánar auglýst sfðar. AAosfellssveif Fimmtudaginn 30. jan. kl. 8 verður haldið skemmtikvöld I Hlé- garði i Mosfellssveit. Dagskrá. Einar Agústsson utanrikisráö- herra flytur ávarp, Garðar Cortes syngur einsöng við undirleik Krystyna Cortes. Siöan veröur spiluö framsóknarvist, annað kvöldið i þriggja kvölda keppni. Góð kvöldverðlaun. Heildar- vinningur er glæsileg sólarferð til Kanarieyja með Sunnu. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Kjósarsýslu og Mosfellssveitar. Þorrablót Framsóknarfélögin iReykjavik efna til Þorrafagnaðar miðviku- daginn 15. febrúár kl. 19.30 i veitingahúsinu Klúbbnum. Nánar auglýst siðar. Framsókncrfélag Reykjavíkur Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavikur verður haldinn 30. janúar að Hótel Sögu, hliðarsal, kl. 20,30. Venjuleg aðal- fundarstörf. Stjórnin. að Hótel Esju fimmtudaginn 23. janúar kl. 8,30 e.h. FUNDAREFNI: EFNAHAGS- AAÁLIN Frummælandi verður Ólafur Jóhannesson dóms- og viðskiptamálaráðherra Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.