Tíminn - 22.01.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 22.01.1975, Blaðsíða 16
*......1 Miðvikudagur 22. janúar 1975. - Nútíma búskapur þarfnast BJUfSR haugsugu Guöbjörn Guöjónsson GSDI fyrir góöun mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Chou En-lai, forsætisróðherra Kína: Vill styrkja tengsl Bandaríkja og Japans! Reuter-Peking. Chou En-lai, for- sætisráðherra Klna, beindi þvl til japanska stjórnmálamannsins Shigeru Hori, sem um þessar mundir er staddur I Kina, að Japanir ættu I rlkari mæli að beina viðskiptum sinum til Bandarikjanna. Fréttaskýrendur hafa túikað þessi ummæli Chou En-lais á þá leið, aö Kinverjar leggi nú allt kapp á að einangra erkióvini slna I norðri, Sovétmenn. Stjórnmálamennirnir áttu langan fund með sér i fyrradag, þar sem fyrrgreind ummæli komu fram. Chou En-lai varaði Japani og við að tengjast um of áætlunum Sovétmanna um rann- sóknir á málmauðugum svæðum I Slberiu. Japan — sem er mesta efnahagsveidi i Austur-Asiu um þessar mundir — hefur reynt að fara bil beggja i samskiptum sin- um við kommúnistarikin tvö, Sovétrikin og Kina. Japanir hafa til þessa hafnað hugmynd Sovét- manna um „öryggiskerfi Asiu- rikja”, Kinverjum til mikils létt- is, þar eð þeir lita á hugmyndina sem tilraun erkióvinanna til að einangra og þjarma að kinversku þjóðinni. Kinverjar hafa tekið undir kröfu Japana um, að Sovétmenn skili þeim aftur fjórum eyjum, sem eru norður af Japanseyjum, en eyjar þessar féllu til Sovét- manna I lok siðari heimsstyrjald- ar. (Þess má geta, að Kiichi Miyazawa, utanrikisráðherra Japan, hélt til Moskvu I fyrri viku til viðræðna við sovézka ráða- menn um gerð endanlegs friðar- sáttmála milli rikjanna tveggja, en sllkur sáttmáli var aldrei gerður, þegar siðari heims- styrjöldinni lauk. Einn helzti ásteytingarsteinninn i þeim við- ræðum er einmitt tilkall Japana til ofannefndra fjögurra eyja.) 1 ræðu sinni á kinverska þjóð- þinginu, er flutt var i fyrri viku, benti Chou En-lai á mikilvægi styrkra tengsla milli Banda- rikjanna og Japans, þvi að slík tengs væru eina vörn Japana gegn aukinni ásælni Sovétmanna. (Þeir siðastnefndu hafa einmitt farið þess á leit við japönsk fyrir- tæki, að þau leggi fé af mörkum til rannsókna á málmauðugum svæðum I Siberiu.) Það, sem einkum ræður afstöðu kinverskra ráðamanna að þessu leyti, er traust þeirra á þeim um- mælum Bandarikjastjórnar, að hún muni ekki seilast til viðtækari áhrifa I Austur-Asiu. Aftur á móti óttast kinverska stjórnin útþenslu af hálfu Sovétstjórnarinnar, enda virðist hún hata „rússneska björninn” takmarkalaust. Sér- hvert samband, sem aftrar Sovétmönnum frá þvi að hrinda i framkvæmd útþenslustefnu sinni, er æskilegt að dómi Kinverja, þótt kapitalisk riki á borð við Bandarikin og Japan eigi i hlut. Úrslit fjórveldafundarins í London: Samkomulag um togveiðibann Reuter-London. A fundi Norð- manna, Breta, Frakka og Vestur- Þóðverja, sem haldinn var I Evensen, hafréttarráðherra Noregs: Efriöur hjalii að baki, en enn er iöng leið eftir. London I gær, náðist samkomulag I aðalatriðum um friðuparáform norsku rikisstjórnarinnar. David Ennals, aðstoðarutan- rikisráðherra Bretlands, var I forsæti á fundinum. Ennals sagði á fundi með fréttamönnum sið- degis I gær, að gengið yrði endan- lega frá samkomulagi fjórveld- Finnski rithöfundurinn Hannu Salama fær bókmenntaverðlaun Norðuriandaráðs I ár. Úthlut- unarnefnd verðlaunanna kom saman i Osló I gær og var þá til- kynnt um úrskurð hennar. Salama er fæddur árið 1936 og er einn af kunnustu núlifandi rithöf- undum Finna. Verðlaunin hlaut hann fyrir bókina Undan snjó, en kunnastur mun hann fyrir bók, sem útgáfa var bönnuð á i heimalandi höf- anna i lok þessa mánaðar. t frétt Reuter-fréttastofunnar segir m.a., að þetta samkomulag sé árangur þeirra þrotlausu við- ræðna, sem staðið hafa annað veifið I haust annars vegar milli Norðmanna og hinsvegar þeirra Framhald á 14. siðu? undarins fyrir nokkrum árum, vegna meints guðlasts. Vakti sú bók miklar deilur og endanlega úrskurðaði dómstóll, að útgáfa bókarinar skyldi leyfð. Af Islands hálfu voru bækurnar Yfirvaldið eftir Þorgeir Þorgeirs- son og Hermann og Didi eftir Guðberg Bergsson lagðar fyrir dómnefndina að þessu sinni. lslendingarnir i nefndinni eru ólafur Jónsson og Vésteinn Ólason. Finni hlýtur bókmennta- verðlaun Norðurlandaróðs Bresjneff Reuter-Moskvu. 1 Prövdu — málgagni sovézka kommúnistafiokksins — birt- ist I gær grein, þar sem borið er lof á stjórn Sovétrlkjanna. t greininni er farið fögrum orð- um um það fyrirkomulag, að fleiri en einn fari með æðstu stjórn — og m.a. vitnaf I orð Leonlds Bresjneffs flokksleið- toga þvl til stuðnings. Fréttaskyrendur segja til- gang greinarinnar þann að fullvissa utanaðkomandi um, að stjórnin sé i raun og veru i höndum fleiri en eins manns — en um leið sé henni ætlað að stugga við ýmsum af leiðtog- um flokksins, sem taldir hafa veriö of einræðissinnaðir. Greinarhöfundur vitnar — sem fyrr segir — til orða Bresjneffs, þar sem hann kveður nútimaleiðtoga verða að vera f jölda eiginleika búinn vegna fjölbreytileika nútima- þjóðfélags. Fréttaskýrendum I Moskvu hefur að undanförnu oröið tið- rætt um stöðu Brjesneffs inn- an Sovétstjórnarinnar. Flestir hallast að þvi, að flokksleið- toginn hafi enn tögl og hagldir I stjórninni, þrátt fyrir minni háttar áföll, eins og stirðleika á sviöi utanrikisviðskipta við Bandarikin. (Sovétmenn sögðu sem kunnugt er upp viö- skiptasamningi við Banda- rikamenn frá árinu . ,1972 vegna ályktunar Bandarikja- þings þess efnis, að Sovétrikin fengju aðeins „beztu við- skiptakjör” I Bandaríkjunum, ef sovézkum Gyðingum yrði leyft að fara úr landi.) Þá hafa fréttaskýrendur vlsað á bug fréttum þess efnis, að Bresjneff hafi nýlega feng- iö hjartaáfall og sé þvi alvar- lega sjúkur. ★ NTB-Bagdad. Sem kunnugt er skutu þrir arablskir hryðju- verkamenn á hóp saklauss fólks á Orly-flugvelli við Paris um fyrri helgi, en héldu — eft- ir nokkurt þóf — á brott frá Paris I franskri farþegaþotu. Þremenningarnir lentu svo á flugvellinum við Bagdad I fyrradag, en voru hnepptir I gæzluvarðhald 1 írak. Hryðjuverkamennirnir fengu loks að lenda I írak, en áður höföu stjórnir velflestra Arabarikja neitað að veita þeim viðtöku. 1 hinni opinberu útvarpsstöð I trak var tekið fram I gær, að þarlend stjórn- völd fordæmdu athæfi þremenninganna. Og þvi var bætt við, að írak væri ekki griðastaður ofbeldismanna. önnur Arabariki, og flest samtök Palestínuaraba, hafa tekið I sama streng og for- dæmt athæfið á Orly-flugvelli, en tuttugu manns særðust i skotárás þremenninganna, auk þess sem þeir tóku tiu gfsla og héldu þeim föngnum um hrið. Yfirvöld I írak gáfu út til- kynningu, i þann mund er þot- an lenti á flugvellinum við Bagdad. 1 tilkynningunni er skýrt tekið fram, að þotunni hafi verið leyft að lenda af mannúðarástæðum. Aður hafði hún sveimað um i leit að lendingarstað, en fékk hvergi lendingarleyfi. Eldsneytið var orðiö af skornum skammti, en um borð var þriggja manna áhöfn, sem gefið hafði sig fram til fararinnar. Þremenningarnir gáfu sig strax fram við yfirvöld i Irak og voru umsvifalaust hnepptir I gæzluvarðhald. Ekki er ljóst, hvað bíður hryðjuverka- mannanna. Samtök Palestinu-araba (PLO) gaf I fyrradag út til- kynningu þess efnis, að sam- tökin krefðust þess að fá þremenningana framselda, svo að hægt yrði að refsa þeim, ef um Palestinuaraba væri að ræða. Álit þekkts norsks fiskifræðings: Stofninn í Norðursjó í hættu vegna ofveiði á ungsíld NTB-Þrándheimi. Þekktur norskur fiskifræðingur telur I grein, sem hann ritaði i norskt fiskveiðitimarit fyrir skömmu, að siidarstofninn i Norðursjó þoli ekki þá miklu sókn i hann, sem átt hafi sér stað að undanförnu. Fiskifræöingurinn Ole J. östvedt segir, að veiöitölur frá siðari helmingi fyrra árs sýni glöggt, hve heildarveiðikvóti sá, sem tiltekinn var á timabilinu 1. júli 1974 til 30. júni 1975, sé langt frá öllum sanni. Kvótinn var — aö loknum ströngum samningavið- ræðum — tiltekinn 488 þús tonn, þó með heimild til að hækka hann upp I 540 þús. tonn. Þetta hámark var 200 þús. tonnum hærra en til- lögur fiskifræðinga gerðu ráð fyrir. Veiöitölur sýna, að fáar — jafn- vel engin af þeim þjóðum, sem slldveiðar stunda INorðursjó geta fyllt þann kvóta, sem þeim var úthlutaður. T.d. hafa Norðmenn aðeins veitt um 36 þús. tonn, það sem af er þessu timabili, en kvóti þeirra nemur 100 þús. tonnum. Það er þvi ljóst — heldur östvedt áfram — að veiöitakmarkanirnar hafa komiö að litlu haldi til þessa. Sýnilegt er a.m.k., að magn full- vaxinnar sildar i sjónum hefur ekki aukizt. Að sögn östvedts er ungsild veidd I alltof miklum mæli, — t.d. er áætlað, að nálægt 70% af afla þeim, sem komið hefur á land að undanförnu, sé ókynþroska sild. Fiskifræöingar hafa reiknað út, að gotstofninn hafi minnkað um allt að 70% frá árinu 1965. Haldi gotstofninn áfram að minnka, er hætta á — að dómi þeirra, sem vit hafa á — að sildarstofninn i Norðursjó hverfi smám saman úr sögunni, þar eð ekki verði um að ræða næga endurnýjun á stofnin- um. Fiskifræðingar telja öruggt, að 800—900 þús. tonn af sild megi veiða árlega I Norðursjó, sé skyn- samlega að málum staðið. Skil- yrði þess er, að hætt verði að veiöa ókynþroska sild, svo að got- stofninn nái fyrri stærð. (1 framhaldi af þessari frétt hafði Timinn samband við Má Elisson fiskimálastjóra og spurði hann, hve kvóti sá, er tslending- um var úthlutað fyrir timabiliö 1. júli 1974 til 30. júni 1975, væri hár. Már kvað hann vera 30 þús. tonn. Þegar hefðu veiðzt 24—25 þús. tonn upp i kvótann, en áformað væri að halda veiðum áfram I april—m.ai. Yrði af þvi, teldi hann vist, að tslendingar veiddu upp i kvóta sinn á umræddu tima- bili. Fiskimálastjóri tók undir þá skoðun norska fiskifræðingsins, að heildarkvótinn hefði verið til- tekinn of hár.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.