Tíminn - 23.01.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.01.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 23. janúar 1975. Föstudagur 8. nóvember 1974 Vatnsberinn (20. jan.—18. febr.) Þú verður að öllum likindum að vera reiðubúinn þvi að gripa til skjótra ákvarðana i dag, og það verðursjálfsagtisambandivið fjármálin. En þú skalt ekki reiða þig á aðstoð annarra umfram það, sem hægt er að búast við undir venjulegum kringumstæðum. Fiskarnir (19. febr.—20. mar . Umfram allt þarftu að vera sanngjarn i dag og gefa fólki tima til að átta sig. Það er eitthvert samkomulag, sem þér hefur um þó nokkurt skeið staðið til boða. Þú ættir að ganga að þvi, og finndu þér tima til að ræða við gamlan vin. Hrúturinn (21. marz—19. april) Þú skalt ekki halda það, að málæði sé til einhvers gagns, og þú skalt lika gera þér grein fyrir þvi, að það verður naumast á næstunni, sem þú þarft að leita nýrra verkefna. En — það sakar svosem ekki að vera viðbúinn, þegar þar að kemur. Nautið (20. april—20. mai) Það er hjá vinum og kunningjum, sem þú finnur vittsvið áhugamála og tómstundastarfs, sem þú hefur gott af að taka þátt i. Reyndu að afla þér sem nýjastra upplýsinga i ákveðnu máli, og i samningaviðræðum skaltu ekki ganga út frá neinu gefnu. Tviburarnir (21. maí—20. júní) Þú skalt gæta hófs i einkallfi og sérstaklega i fjármálunum. Það er lika full ástæða til að hugsa vel um heilsuna. Það er ekki vist, nema þú fáir að finna fyrir afleiðingum loforða, sem þú gafst, jafnvel fyrir annarra hönd, I ákveðnu máli. Krabbinn (21. júní—22. júli) Nærgætni er lausnarorðið i dag, ekki aðeins um stundarsakir, heldur leysir það vandann til frambúðar. Það er hætt við þvi, að þú fáir upplýsingar i dag, sem verða þér ekki að skapi, en láttu sem ekkert sé. Þú sérð þetta i öðru ljósi siðar. Ljónið (23. júlí—23. ágúst) Þú skalt búa þig undir það, að aðrir séu alls ekki sammála þér, og þvi geti sambúðin á stundum verið stirð i dag, ef ekki blátt áfram leiðinleg. Andstæðingar geta náð undirtökum og sam- starfsmenn orðið harla erfiðir. Beittu skynseminni. Jómfrúin (24. ágúst—22. sept.) Það litur aldeilis út fyrir að þetta verðir dagur óvæntra viðburða, og það á ýmsum sviðum. Þú skalt fresta svari þinu til þess að vera viss um, hvað það er, sem er þér mest i hag. Það er ekk- ert vist, að það verði þér ljóst i dag. Vogin (23. sept—22. okt.) Þú skalt vera alveg eins og þú átt að þér i dag, og þá mun allt annað færast I samt lag. Þú skalt halda þig fjarri öllu leynimakki. En hugleið- ingar i góðu tómi eru hollar og nauðsynlegar, og það er einmitt það, sem er þér fyrir beztu i dag. Sporðdrekinn (23. okt.—21. nóv.) Ef þér tekst að komast i gegnum þennan dag án stórátaka, sem jafnvel gætu endað með sprengingu, mátu vera hreykinn af umgengnis- hæfni þinni, þvi að sálarlif sumra verður með versta móti. Mikilvægt vandamál virðist ekki einfalt að lausn. Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.) Það má heita vist, að þú verður að eyða meiri tima i f jölskylduna, ef ekki á blátt áfram að fara illa. Það er hætt við þvi að félagsskapur annarra verði þér ekki til neins góðs i dag, að ekki sé meira sagt. Gerðu hlutina sjálfur. Steingeitin (22. des.-19. janj Þú skalt gera þér það ljóst, að það sem þér virðist vera slétt og fellt, kann að lita allt öðru visi út i augum annarra, og þú ættir ekki að vera alltof sannfærður um réttmæti allra skoðana þinna. Athugaðu möguleikana á samkomulagi. Hlynur endurvakinn EINS og kunnugt er ákvað stjórn Samb. ísl. samvinnufé- laga, að fengnum tillögum sérstakrar blaðnefndar, að sameina blöðin Samvinnuna og Hlyn á miðju s.l. ári. Nú fyrir skömmu hóf Landssam- band isl. samvinnustarfs- manna (LfS) útgáfu blaðs með heitinu Hlynur, og gaf það út tvö hefti fyrir áramótin. Efni þeirra er greinar, viðtöl og fréttir varðandi málefni starfsmanna Sambandsins, samstarfsfyrirtækja þess og kaupfélaganna, og að þvi er segir i blaðinu, er stefnt a þvi, að út komi sex hefti ár- lega. 8 tíma að flytja slasaða konu 25 km leið LÍÐAN Margrétar Viggósdóttur, húsfreyju á Skefilsstöðum, er góð eftir atvikum, en hún liggur nú I sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Eins og getið hefur verið í Timanum, féll Margrét fyrir björg s.l. föstu- dag, er hún var að draga rekavið með dráttarvél upp Skefiisstaða- bakka, sem þarna eru 15—20 metrar á hæð. Dráttarvélin rann með Margréti fram af bjargbrún- inni. Ólafur Sveirisson, yfirlæknir á Sauðárkróki, sagði i gær, að Mar- grét hefði ökklabrotnað og að tveir hryggjarliðir hefðu brákazt. Hann lét þess einnig getið, að Margrét yrði að liggja i sjúkra- húsinu um tima, en batahorfur væru þó góðar. Læknir fór með björgunarsveit- inni frá Sauðárkróki, þegar til- kynnt var um slysið, og'gerði hann að meiðslum Margrétar til bráðabirgða, en vegna ófærðar var ekki hægt að flytja hana til Sauðárkróks fyrr en á laugardag. Atta klukkustundir tók að flytja Margréti frá Skefilsstöðum til Sauðárkróks, en það er um 25 km leið. Var sá háttur hafður á við flutn- inginn, að hlúð var að slösuðu konunni i upphituðum bil, sem dreginn var af ýtu um göngu- skörð. AuglýsicT í Tímanutn Laust starf Rafveita Akureyrar óskar eftir að ráða rafmagnstæknifræðing eða rafvirkja, vanan rafveiturekstri. Verkefni: Umsjón með og stjórn verk- legra framkvæmda rafveitunnar, og og að sjá um daglegan rekstur bæjar- kerfisins. Nánari upplýsingar um starfið veitir raf- veitustjóri. Umsóknarfrestur er til 10. febrúar n.k. Rafveita Akureyrar. Sparib þúsundir! verðstaðreyndir: Vörubilahjólbarðar: 900- 16/10 kr. 15.015. 825-20/12 kr. 18.000. 1000-20/14 kr. 28.715. 1000-20/16 kr. 30.070. 1100- 20/14 kr. 31.150. SÖLUSTAÐIR: Hjólbarðaverkstæðið Nýbarði, Garðahreppi. Simi 50606. Skodabúðin, Kópavogi. Simi 42606. Skodaverkstæðið á Akureyri h.f. Simi 12520. Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar, Egilsstöðum. Simi 1158. TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44-66 SlMI 42600 KÚPAVOGI REYKJAVÍKURDEILD Rauða kross íslands NÁMSKEIÐ: SKYNDIHJÁLP Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 20-22, i sex skipti. Byrjar 30. janúar n.k. Hagaskóli: kennari Hafþór Jónsson, Breiðagerðisskóli: kennari Guðjón Petersen. Álftamýrarskóli: kennari Sigurður Sveinsson. NÁMSKEIÐ: Aðhlynning sjúkra í heimahúsum Þriðjudaga og miðvikudaga kl. 17-19, i sjö skipti. Byrjar 29. janúar n.k. öldugata 4: kennari Kristbjörg Þórðardóttir. Námskeiðin eru ókeypis og öllum heimil þátttaka. Upplýsingar og innritun i sima 2-82-22 og að öldugötu 4.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.