Tíminn - 23.01.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.01.1975, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 23. janúar 1975. n.Miw 3 Tvö ár liðin frá eldgosinu í Eyjum gébé-Reykjavik — 1 dag eru tvö ár siðan eldgos hófst i Vest- mannaeyjum. Rúmir fjögur þús- und ibúar eru nú i Eyjum, og eru það um 80% þeirrar ibúatölu, sem þar var fyrir gos. — Hér er allt öðruvisi umhorfs heldur en fyrir einu ári, sagði Sigurgeir Kristjánsson, fréttarit- ari blaðsins I Eyjum. Bæjarbrag- urinn er góður og uppbyggingin mikil. Allt sækir nú i sitt fyrra horf. Við erum klárir fyrir vertið- ina og tilbúnir að taka á móti loðnu, sagði hann. Helzta mál, sem nú er á döfinni hjá okkur, er ferjumálið, sem komið er langt á veg. Einnig er i ráði að flytja inn sundlaugar- og iþróttabyggingu frá Danmörku, og er verið að ganga frá þvi máli þessa dagana. Ibúðabyggingar eru i fullum gangi, en húsnæðis- leysi er enn mikið. Um sextiu viðlagasjóðshús voru flutt hingað frá Hveragerði, sagði Sigurgeir enn fremur, og búizt er við um 20 til viðbótar frá Danmörku eftir tvo mánuði. Esja komst ekki inn á Raufarhöfn í gær Enn vantar nauðsynlega vörur, vélar og hráefni SJ-Reykjavík — t gær var Esjan úti fyrir Raufarhöfn, en komst ekki inn á höfnina og hélt leiðar sinnar. Nokkuö hvasst var af suð- austri, og bauja hafði slitnað upp. Þorpsbúar sitja þvi enn kaffi- og kartöflulausir. Að sögn sveitar- stjórans, Heimis lngimarssonar, hefur litið rætzt úr vöruskortin- um. Þó hefur komið mjóik frá Húsavik, og þær vörur, sem hægt var að fá austan Vaðlaheiðar, en ófært er til Akureyrar vegna snjó- flóðs I Dalsmynni. Oliumálin eru hins vegar i góðu lagi. — Og mætti vera minna og jafnara. Litlafell kom með oliu til Raufarhafnar á laugardag og Kyndill daginn eftir. Er þvi eng- inn skortur á slikum varningi. Siðasta oliuskip þar á undan kom um miðjan nóvember. Mannleysi háir útgerð fimm báta á Raufarhöfn, og komast bátasjómenn ekki á sjó af þeim sökum. Kjósa menn heldur að fara á loðnu, þar sem búizt er við meiri tekjum. Tilboð Japana í loðnuna of lágt SJ-Reykjavik. Tilboð Japana I frysta loðnu héðan á þessu ári hljóðar upp á 50—60% verðlækkun frá þvi I fyrra, en það er algerlega ófullnægjandi verð fyrir okkur, að sögn Arna Benediktssonar, sem fyrir skömmu var i sölusamn- ingaferð I Japan. I fyrra keyptu Japanir 60.000 lestir af frystri loðnu af Island- ingum, Norðmönnum og Rússum, og þeir eiga enn verulegar birgðir eftir. Eru þvi sáralitlar likur á að þeir kaupi jafnmikið af loðnu af okkur á þessu ári og i fyrra. Heildarframleiðsla okkar I fyrra á frystri loðnu var 18.000 lestir, og fór það magn allt til Japans. Guð- jón Ólafsson, forstjóri sjávaraf- urðadeildar SIS, er væntanlegur frá Japan i kvöld, en óllklegt er að tilboð Japananna hafi breytzt til batnaðar. Borgarstjóri flytur fyrirlestur hjá Læknafélaginu Eir Von á þekktum hjartaskurðlækni í vor til fyrirlestrahalds í desember 1947 komu nokkrir ungir reykviskir læknar saman á fund og stofnuðu með sér nýtt fé- lag, sem þeir gáfu nafnið Eir. Tiidrögin að stofnun félags þessa munu hafa verið þau, að fé- lög, sem fyrir voru, munu aðal- iega hafa unnið að félagsmálum, á meðan faglegt efni sat meira á hakanum. Tilgangur Læknafélagsins Eir var stofnað til erindaflutnings og umræðufunda um læknisfræði og efla stéttarþroska og samheldni i félagsmálum. Þá var talið æski- legt, að félagið stuðlaði að aukn- um kynnum meðlima sinna, með fjölbreyttri dagskrá, nánari um- gengni og jafnvel hóflegu sam- kvæmislifi,eins og tekið er fram i fyrstu fundargerð þessa félags. Þá var og á stefnuskrá þess að gangast fyrir þvi að fá þekkta er- lenda lækna til fyrirlestrahalds. Fyrsti formaður Eir var pró- fessor Sigurður Samúelsson. Alla tið hefur félagiö verið mjög starfssamt, sérstaklega á fyrstu árunum, en i seinni tið hafa risið upp f jölmörg sérgreinafélög, sem hafa gert Eir erfiðara fyrir. Hins vegar hefur Eir eftir sem áður sitt ákveðna hlutverk, og mun svo verða um óákveðna framtiö. Hinn 24. jan. mun borgarstjóri, Birgir ísleifur Gunnarsson, halda fyrirlestur um heilbrigðismál I Reykjavik i auditorium Hótel Loftleiða. Þá standa vonir til að einn af þekktustu hjartaskurð- læknum heims komi hingað á vegum félagsins i marz eða april. Það er prófessor Charles Dubost frá Paris, en hann er brautryðj- andi á sinu sviði. Núverandi stjóm skipa: Frosti Sigurjónsson, formaður, Stefán Jónsson, ritari, og Kári Sigur- bergsson, gjaldkeri. Útfarirnar verða á föstudag og laugardag FÓLKIÐ sem fórst i þyrlu- slysinu á Kjalarnesi 17. þ.m. verður jarðsett á föstudag og laugardag. Eigendur Þyrlu- flugs h.f. verða jarðsettir á föstudag kl. hálftvö og starfsmenn RARIK á laugardaginn kl. 10,30. Út- farirnar fara allar fram frá Dómkirkjunni i Reykjavik. Sildarverksmiðjan er tilbúin að taka á móti loönu, og þangað hafa verið ráðnir einir 15—20 menn. Loðnuskilja er um borö I Esjunni, sem verður til mikilla bóta, og tekur skiljunni fram sem fyrir er. Sú nýja kvað vera bæði afkasta- mikil og losa sjó frá loðnunni, sem hin gerir ekki i eins rikum mæli. Þá vantar vélaverkstæðið gas og súrefni til að þiða upp færibönd og annan útbúnað til undirbún- ings loðnumóttökunni, en þessi efni eru einnig i Esjunni. Leikfélagið ætlaði að hafa sýn- ingu á Þórshöfn I gærkvöldi, en ekki varð úr ferðinni, þar sem farið var að skafa siðdegis og veður ekki árennilegt, þótt það væri ekki orðið eins vont og hér syðra. A föstudag er áformað að hafa leiksýningu i Skúlagarði i Kelduhverfi. Læknir kom til Raufarhafnar á mánudag i fyrsta sinn siðan ann- an janúar. En ófært var á milli þorpanna þangað til nú i vikunni. Rauðinúpur landaði 110 tn af fiski á Raufarhöfn i fyrradag, og nóg atvinna er I frystihúsinu þessa dagana. A laugardag verður þorrablót á Raufarhöfn. Óþörf deila um ráðherra Mikil styrjöld stendur nú um það milli Morgunblaðsins og Þjóðviljans hvor sé betri orku- máiaráðherra Magnús Kjart- ansson eða Gunnar Thorodd- sen. Þessi deila er þó ástæðu- laus og óþörf, þvi að þeir hafa báðir staðið sig vel I þessu starfi Magnús og Gunnar. Magnús Kjartansson Gunnar Thoroddsen Vinstri stjórnin reyndi að þoka þessum málum áleiðis og undirbúa þau eins og kostur var, og núv. stjórn hefur hald- ið þvi áfram eins og ástæður hafa frekast ieyft. Báðar hafa þessar rikisstjórnir, vinstri stjórnin og núv. rikisstjórn, reynt aðbregðast sem bezt við vandanum, enda hefur Fram- sóknarflokkurinn átt aðild að þeim báðum. Þess hafa þeir Magnús og Gunnar lika notið. Morgunblaðiðog Þjóðviljinn ættu aðfinna sér önnur þarfari verkefni en að vera að deila um störf þeirra Magnúsar Kjartanssonar og Gunnars Thoroddsen að þessu ieyti. Tekjur heimilanna Morgunblaðið birti athyglis- verða grein siðastl. laugardag um kaupmátt ráðstöfunar- tekna heimilanna. Þar sagði á þessa leið: „Nú hefur verið á það bent, að kaupmáttur launa hafi að raungildi lækkað á siðasta ári um 15% á meðan þjóðartekjur hafi aðeins lækkað um 1%. Hér er um villandi samanburð að ræða, þar sem miðað er við kaupmátt launa daginn sem samningarnir gengu i gildi en breyting á þjóðartekjum er meðaltalsútreikningur fyrir allt árið. Ef bera á þessar tvær stærðir saman verður að miða við meðaltalskaupmátt ársins 1974. Það breytir að sjálfsögðu myndinni. Samkvæmt út- reikningum þjóðhagsstofnun- ar hafa kauptaxtar hækkað að meðaltali um 47% aö meðtöld- um áhrifum launajöfnunar- bótanna. Heildaratvinnutekj- ur hafa á hinn bóginn aukist nokkru meir eða um 52% og kemur þar m.a. til aukin yfir- vinna. Taliö er að ráðstöfun- artekjur heimilanna hafi hækkað á siðasta ári um 53% og verðlag á vörum og þjón- ustu hafi hækkað að meðaltali um 42%. Kaupmáttur ráöstöf- unartekna heimilanna hefur þvi að meðaltali hækkað á sið- asta ári um 8% meöan þjóðar- tekjur lækkuðu um 1%. Ástæð- an fyrir þvi að ráðstöfunar- tekjur heimilanna hafa hækk- að meir en kauptaxtar er sú, að reiknað er meö áhrifum skattabreytinganna og tekju- tilfærslum eins og bótum al- mannatrygginga”. Góður árangur Mbl. segir enn fremur: ,,Hér er um mjög athyglis- verðar tölur að ræða. sem sýna ótvirætt, að þrátt fyrir mikla verðbólgu, dýrtiðarvöxt og minnkandi þjóðartekjur hafa tekjur heimilanna aukist að raungildi á siöasta ári. Hitt er alveg ljóst, aö kaupmáttur launataxta hefur vitaskuld lækkað miðað við það ástand, er var þegar kjarasamning- arnir voru undirritaöir um mánaðamótin febrúar og marz. Eins og sakir standa höldum við þó svipuðum kaup- mætti eins og fyrir ári, áður en kjarasamningarnir tóku gildi. Það verður þvi aö teljast góð- ur árangur miðað við þróun efnahagsmálanna”. Þ.Þ. Rækjustríðið: Engar aðgerðir enn — en væntanlega verður skipstjóri Nökkva kærður gébé-Reykjavik — Ekkert nýtt hefur gerzt I rækjumálum Húna- flóabáta, sagði Þóröur Ásgeirs- son, skrifstofustjóri i sjávarút- vegsráðuneytinu. Við höldum fast við það, að þessi bátur sé við ólög- legar rækjuveiöar, þar sem hann hefur veriö sviptur veiðileyfi sinu. Við höfum fengið staðfest, að þessi bátur hafi verið við veið- ar, og verða eigendur hans vænt- anlega kæröir samkvæmt þvi. Kári Snorrason, framkvæmda- stjóri rækjuverksmiðjunnar á Blönduósi, sagði i gær, að Nökkvi hefði tvisvar landað rækju á Hvammstanga, fyrst 2500 kg, og seinna um 1500 kg. Aflanum hefði svo verið ekið á bifreiö til vinnslu á Blönduósi. — Við höfum ekki orðið fyrir neinum vandræðum á Hvamms- tanga við uppskipunina, heldur þvert á móti. Fólk tekur okkur sérlega vel, og viö verðum ekki varir við kala i okkar garð, sagði Kári. Það eru ekki nema örfáir menn, sem skipta sér af þessu. Hins vegar sagði Kári Sigur- geirsson, framkvæmdastjóri rækjuverksmiðjunnar á Hvammstanga, að fólk væri mjög óánægt með framvindu mála og þætti furðu gegna, að þessir aðil- ar gætu stundað lögbrot óáreittir. Að öðru leyti vildi Karl ekki mik- ið um málið segja, það væri I höndum ráðuneytisins og beðið yrði eftir aðgerðum þess, sem hlyti að verða fljótlega. Nökkvi frá Blönduósi fór, á- samt öðrum rækjubátum, aftur á veiðar um hádegi i gær, en seinni- hluta dagsins var komin bræla á miðin, þannig að veiðin hefur ekki verið mikil. Sauðburður allt drið DUTTLUNGAR náttúrunnar eru margvislegir, og er það til dæmis, að I Djúpadal I Rangárþingi er sauðburðurinn farinn að dreifast i meira lagi á allt árið. — Ein ærin hjá mér bar núna 16. janúar, sagði Benedikt bóndi Valberg, er við töluðum við hann, og önnur bar um mánaðamótin október og nóvember, Maður hef- ur orðið að koma upp eins konar barnaheimili, svo að ungviðið verði ekki fyrir hnjaski. Framfarafélag í AAosfellssveit FYRIR áramótin var stofnaö framfarafélag I Mosfellssveit, og er markmið þess að vinna að hagsmunamálum og menningar- málum sveitarinnar. 1 stjórn þess voru kosnir Kristján Þorgeirsson, sem er for- maður, Kristján B. Þórarinsson, Einar Kristjánsson Torfi Jónsson og Björn Baldvinsson. Biskupinn við erkibiskupsvígslu Biskup Islands, dr. Sigurbjörn Einarsson, fór á miðvikudags- morgun til Englands i boði hins nýskipaða erkibiskuðs i Kantara- borg, dr. Donalds Coggans, til þess aö vera viðstaddur, þegar erkibiskup verður formlega sett- ur inn i embætti sitt i dómkirkj- unni i Kantaraborg á föstudaginn kemur, og taka þátt i fleiri at- höfnum af þvi tilefni. Bræla á loðnumiðum gébé-Reykjavik — Hjá Loðnu- nefnd fengum viö þær upplýsing- ar i gær, að um sjötiu skip hafi nú haldið til veiða, og er loðnuaflinn nú nálægt tiu þúsund tonnum I allt. Ofsaveður gengur nú yfir landið, og voru allir bátarnir á leið til hafnar i gærdag eða voru þegar komnir inn. Þrjátiu og átta skip tilkynntu um afla i gærmorgun, og reyndist hann samtals 5.590 tonn. Bátarnir gátu þó ekki verið við veiðar nema um þrjár, fjórar klukku- stundir, en þá versnaði veðriö, svo að þeir urðu að halda til hafn- ar. Eldborgin tilkynnti um mestan afla, sem var 450 tonn. Bátarnir hafa landað á Seyðisfiröi, Eski- firði, og Reyðarfirði. Flestar þrær hafa veriö fullar af snjó, en alltaf er verið að vinna við að ryðja þær og er það verk langt komið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.