Tíminn - 23.01.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.01.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 23. janúar 1975. 11 = .■ Eining felur ASÍ samn- ingaumboð A ALMENNUM fundi verkalýðs- félagsins Einingar sunnudaginn 12. janúar s.l. var staðfest fyrri samþykkt félagsstjórnar um að fela samninganefnd ASÍ umboð til samningagerðar fyrir hönd fé- lagsins, en.sem kunnugt er hafa velflest verkalýðsfélög þegar veitt Alþýðusambandinu slikt umboð. Samþykkt fundarins var gerð með 94 samhljóða atkvæð- um. Jón Ásgeirsson og fleiri komu fram með aðra tillögu, sem gerði ráö fyrir, að Alþýðusambandi Norðurlands yrði falið samnings- umboðið. Jón og stuðningsmenn hans lýstu þvi yfir, að þeir tækju ekki þátt i atkvæðagreiðslu, þeg- ar þeir sáu, að þeir voru i miklum minnihluta á fundinum. A fundinum var samþykkt að gefa 100. þús. kr úr sjúkrasjóði i söfnun þá, er yfir stendur vegna mannskaðanna I Neskaupstað. (tlr fréttatilkynningu frá Ein- ingu) Húseigandi f nágrenni Kaupfélagsins brýtur sér leið gegnum snjóinn. Enn fannfergi á Egilsstöðum— Skefur jafnóðum í slóðirnar I 1 Mokað frá Barnaskólanúm á Egilsstööum. SJ-Reykjavík Þessar myndir tók Jón Kristjánsson, fréttarit- ari blaðsins á Egilsstöð- um, þar á fimmtudags- morgun í síðustu viku. I gær var enn þungfært á Egilsstöðum, úrkomu- litið, en skóf óðum í aII- ar slóðir og erf itt um vik við snjómokstur. Rudd- ar hafa verið slóðir milli niikiivægustu staða á Egilsstöðum. Fyrir helgi hafði verið mokað af vegum út að Eiðum, inn á Velli og til Reyðar- fjarðar. Á síðastnefndu leiðinni var einnig verið að moka í gær en erfitt um vik vegna veðurs. Nýju vegirnir standa- sig vel M.ö.-Sveinsstöðum — Enn hefur þaö sannazt f óveörunum, sem yfir landiö hafa gengiö aö undan förnu, aö nýju háu vegirnir eru greiöfærari en þeir gömlu, þótt mikiö snjói. Mikill snjór er t.d. I Langadal, og miklum erfiðleikum er háð að halda gamla veginum þar opnum. Hins vegar er nýi vegurinn frá Blönduósi að Holtastöðum snjó- laus. Meðan gamli vegurinn var notaður, varð hann þó oft fyrr ófær en vegurinn framar i daln- um. Nýi vegurinn gegnum Vatns- dalshólana er einnig alveg snjó- laus. Slíkar fregnir berast frá öllum landshlutum, og ætti fátt að reka meira á eftir þvi að uppbyggingu vegakerfisins verði hraðað sem kostur er. Skólahald lá niðri i Húnavalla- skóla í siðustu viku vegna sam- gönguerfiðleika, en börnin komu aftur í skólann á mánudag. Rækjudeilan: Enginn viðbrögð hjá sjávar- útvegs- ráðuneyti gébé-Reykjavik — Enn hefur engin ákvöröun veriö tekin i máli skipstjórnarmanna rækjuveiöi- bátsins Nökkva frá Biönduósi, sem sviptur var rækjuveiöileyfi, svo sem kunnugt er. Sjávarútvegsráöuneytið hefur enn enga ákvörðun tekið i málinu, en Nökkvi landaði á Hvamms- tanga á mánudaginn, og var afl- anum ekið til Blönduóss. Siðan fór báturinn rakleiðis á veiðar aftur. Þessi mynd var tekin viö söluskála og bensinstöö Kaupfélags Héraösbúa, en þennan samadag var mokaö frá bensin- og olfutönkunum, sem eru einhvers staöar I snjónum fremst á myndinni. Hinn rækjuveiðibáturinn, sem sviptur var leyfi, Aðalbjörg frá Blönduósi, hefur ekki enn haldið til veiða, vegna bilunar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.