Tíminn - 23.01.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.01.1975, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 23. janúar 1975. TÍMINN 7 Útgefandi Kramsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (úbm). Jón Ifelgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðsluslmi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Örugg forusta Þess hefur verið minnzt i fjölmiðlum, að 15. þ.m. voru liðin 40 ár siðan Mjólkursamsalan i Reykjavik tók til starfa. öllum kom þá saman um, að hún hefði leyst af hendi hið mikilvægasta starf, sem bæði hafi orðið til hags framleiðendum og neytendum. Vafalitið hefur þó hagnaður fram- leiðenda orðið að þvi leyti meiri, að mál þeirra voru komin i fullkomið óefni áður en hún tók til starfa. Það er áreiðanlega ekki ofmælt, að bænd- ur á Suðurlandi eiga ekki öðrum samtökum meiri þakkir að gjalda en Mjólkursamsölunni. En það gekk ekki baráttulaust að koma Mjólk- ursamsölunni á legg. Sennilega hefur ekki verið háð harðari barátta um nokkurt annað mál á undangengnum 40 árum. Sú saga verður ekki rifjuð upp hér, en mikilsvert er þó, að hafa hana i minni og gildir það þó einkum um bændur. Af henni geta þeir lært, hvar er trausts að vænta þegar i harðbakkann slær. En þótt þessi saga verði ekki rakin hér að sinni, er skylt að minnzt sé þeirra manna, sem höfðu hér forustuna og mest valt á, að giftusamlega tækist til. Af forustu- mönnum bænda komu þar margir við sögu, en þó mun engum gert rangt til, þótt nefnd séu sérstak- lega nöfn þeirra séra Sveinbjarnar Högnasonar og Egils Thorarensen. Baráttan út á við hvildi meira á séra Sveinbirni Högnasyni en nokkrum manni öðrum og kom þá oft vel i ljós hvilíkur skörungur hann var og öðrum snjallari á mál- þingum. Egill Thorarensen reyndist hér sem á mörgum öðrum sviðum hinn framsýni og ötuli at- hafnamaður, er aldrei lét sinn hlut eftir liggja, þegar á reyndi. En á fyrstu misserum Mjólkur- samsölunnar hvildi þó ekki aðalþungi forustunn- ar og baráttunnar á þessum mönnum, heldur á landbúnaðarráðherranum, sem hafði forustu um setningu mjólkursölulaganna og framkvæmd þeirra fyrstu árin. Þá stöðu skipaði Hermann Jónasson. Það var fyrsta verk hans sem forsætis- ráðherra og landbúnaðarráðherra að setja bráða- birgðalög bæði um mjólkursöluna og kjötsöluna, til að tryggja bændum betri afkomu með bættu skipulagi, án þess þó að gengið væri á hlut neyt- endá. Þessi framkvæmd var þá umdeildari en nokkur önnur siðar og nálguðust ádeilurnar á Hermann Jónasson næstum árásirnar á Hannes Hafstein og Jónas Jónsson á sinum tima. En þær misstu allar marks, þvi að hinn ungi forsætis- og landbúnaðarráðherra reyndist ekki aðeins ein- beittur og djarfur, heldur sýndi jafnframt þau hyggindi að rasa aldrei um ráð fram. Fram- kvæmd og árangur afurðasölulaganna er tvi- mælalaust einn mesti stjórnmálasigur, sem hefur verið unninn á landi hér. Hagnaðurinn, sem skipulag afurðasölulaganna hefur fært bænda- stéttinni, er ómetanlegur. Svo vel hefur þetta skipulag gefizt, að deilur um það hafa um langt skeið heyrt fortiðinni til, og það stendur enn i höfuðdráttum, eins og það var mótað af Her- manni Jónassyni og samstarfsmönnum hans fyrir meira en 40 árum. Að sjálfsögðu komu þar margir við sögu og lögðu fram drjúgan hlut, en forustan og framkvæmdin hvildi þó fyrst og fremst á Hermanni Jónassyni. Afurðasölulögin komu til framkvæmda á einum mestu erfiðleikaárum i sögu íslands og voru þátt- ur i þvi margþætta viðreisnarstarfi, sem þá var unnið. Þau eru gott dæmi þess, að sigrast má á miklum erfiðleikum, ef forustan er örugg og ótt- ast ekki harða baráttu, sem oft fylgir þvi að koma réttum málum fram. Þ.Þ. U ruguav ERLENT YFIRUT Verður breytt lögum Sameinuðu þjóðanna? Sérstakt aukaþing mun fjalla um það Members Added since 1945 Original U.N. Members (1945) __p Tur>isia i) 9 brrncan RepUbi,c L Der,mark 0o_ Sdivador ,'Elhiopia E9VPt El Guatemaiá Hait, Honn C6 Greece lra? Lebanon bbena^? ^ 'ran ^guaÍNorwayPánamaParagoaJpém Átr'P?l3nd SaUd' Aráb'a Atrica Syria Jurkey Uk- O rairte U S 5.R Venez'2 . uela Yugoslavia • „ United Kmgdont) , „ - I. UmtedStates ■ A þessari mynd eru þau rikin, sem stofnuðu S.Þ., talin upp á dökkum fleti að neðan, en nýju rikin á livítum fleti að ofan. A ÞESSU ARI verða liðin þrjátiu ár frá stofnun Samein- uðu þjóöanna. Vegna forgöngu þjóða þriðja heimsins svo- nefnda verður afmælisins m.a. minnzt á þann hátt, að haldið verður sérstakt auka- þing 1 ár til að ræða um hugsanlegar breytingar á lög- um samtakanna, sem voru samþykkt á stofnfundinum i San Francisco 1945. Fyrir þann tima, verður leitað álits þátttökuþjóðanna um það, hvort þær æski breytinga og þá hverra. Það var utanrikisráðherra Filippseyja, Charles P. Romulo, sem hafði forustu um þaö á allsherjarþinginu siðastl. haust, að lög Samein- uðu þjóðanna yrðu tekin til endurskoðunar. Tillaga hans hlaut strax stuðning meiri- hluta þróunarrikjanna svo- nefndu. Tillagan sætti öflugri mótspyrnu Sovétrikjanna og fylgirikja þeirra og greiddu þau öll atkvæði gegn tillög- unni. Jakob A Malik, fulltrúi Rússa, gekk svo langt, að hann kvað Romulo nú vera að reyna að eyðileggja það, sem hann hefði vel gert i San Fran- cisco, en Romulo var fulltrúi Filipseyja á stofnfundinum þar og nokkrum árum siðar var hann forseti allsherjar- þingsins, svo að hann er vel kunnur málefnum Sameinuðu þjóöanna. Af hálfu Saudi Ara- biu og Kanada var reynt að miðla málum á þann hátt, að frekari umræðum um lögin yrði frestað til næsta alls- herjarþings. Það var fellt og ákveðið eins og áður segir að ræöa það á aukaþingi á þessu ári. Eins og vænta mátti, studdi Kina eindregið þau þróunar- riki, sem vilja koma fram breytingum á lögunum. Kin- verjar telja þetta mál tilvalið til að koma á ágreiningi milli Rússa og þeirra þróunarrikja, sem vilja breyta stofnlögun- um. Bandarikin hafa litið látið á sér bera i þessum umræð- um, en vitað er að þau standa hér miklu nær Sovétrikjunum en Kina. Bandarikjamenn munu ekki telja heppilegt að gera neinar meiriháttar breytingar á lögum S.Þ. að sinni. ASTÆÐAN til þess, að þróunarrikin vilja breyta stofnlögunum, er fyrst og fremst sú, að þau vilja tryggja sér meiri völd. Þau benda á, að stofnfundinn i San Fran- cisco sátu aðeins fulltrúar 45 rikja, en nú eru þátttökurikin oröin 138. Hin nýju þátttöku- riki njóta sin til fulls á alls- herjarþinginu, þar sem at- kvæði eru jöfn, og gerðu það lika i rikum mæli á siðasta allsherjarþingi. En ályktanir allsherjarþingsins eru ekki bindandi, heldur aðeins stefnumótandi og ráðgefandi. Aðalvöldin eru hjá öryggis- ráðinu, en þar eiga aðeins 15 riki sæti og fimm þeirra hafa þar föst sæti og hafa jafnframt neitunarvald. Það er ekki sizt neitunarvaldið, sem fer i taugarnar á mörgum nýju þátttökuríkjunum. Meðal hinna, sem eru meira hægfara hefur fylgið viö neitunarvaldið heldur aukizt i seinni tið og valda þvi ekki sizt ýmsar ályktanir allsherjarþingsins. Mönnum er það ljóst, að eigi ákvarðanir allsherjarþings og öryggisráðs aö reynast raun- hæfar, þurfa stórveldin að geta sætt sig við þær, og þess vegna verði þær að byggjast á málamiðlun milli þeirra og smærri þjóða. Meðal þeirra mála, sem kunna að koma til meðferðar i sambandi við endurskoðun laganna, er atkvæðisrétturinn á allsherjarþinginu. Það sætir gagnrýni ýmissa, að at- kvæðisrétturinn skuli ekkert miðaður við ibúatölu, heldur fari hvert riki með eitt at- kvæði, án tillits til fólksfjölda. Hjá sumum stofnunum er þetta öðru visi farið, t.d. hjá alþjóðlega þingmannasam- bandinu. Þar er tekið nokkurt tillit til fólksfjölda eða þannig, að fámennustu rikin hafa 8 at- kvæði, en þau fjölmennustu 20. Þetta mál mun vafalaust koma á dagskrá og þó einkum, ef farið væri að ræða um að auka valdsvið allsherjar- þingsins. í þessu sambandi er ekki úr vegi að rifja það upp, að fyrir þremur árum birtu 60 bandariskir öldungadeildar- menn yfirlýsingu þess efnis, að þeir teldu það ekki aðeins rangt gagnvart Bandarikjun- um og öðrum stórveldum, heldur algert brot á lýðræðis- reglum, að atkvæðisréttur rikjanna væri jafn á þingi S.þ., án tillits til stærðar. Þá hefur mjög komið til orða að endurskoða laga- ákvæðin um alþjóðlega dóm- stólinn i Haag sökum þess, hve litið þjóðirnar hafa leitað til hans. EINS OG málin horfa nú, virðist liklegast að mest átök geti orðið um neitunarvaldið i öryggisráðinu og atkvæðis- réttinn á allsherjarþinginu. 1 sambandi við öryggisráðið, hefur þeirri málamiðlun verið hreyft, að fjölga þátttökurikj- um þar, svo að fleiri geti átt kost á þvi að taka þátt i störf- um þess. Þá munu ýms riki vilja fá þar föst sæti, eins og t.d. Ind'and, Japan og Brasilia og jafnvel ttalia, sem telur sig eiga ekki siður rétt til þess en Bretland og Frakkland. At- hyglisvert var, að bæði Japan- ir og ttalir voru stuðnings- menn þess, að haldið yrði aukaþing til að fjalla um breytingar á lögunum. Rikin, sem nú eiga föst sæti i öryggisráðinu eru Bandarik- in, Sovétrikin, Kina, Bretland og Frakkland. Hin rikin, sem eiga sæti I öryggisráðinu, eru kosin til þriggja ára i senn. Ef aö likum lætur, þarf meira en eitt aukaþing til þess að samkomulag náist um breytingar á lögunum. Sam- kvæmt venju er það sennilegri spádómur, að það gæti orðiö verkefni margra þinga að fjalla um þetta. Það er ekki heldur óliklegur spádómur, að færi svo að minni rikin gætu náð einhverju samkomulagi, sem stórveldunum mislikaði, að þau beittu neitunarvaldi sinu I öryggisráðinu til að fella það, en allar breytingar á stofnlögunum verða að hljóta samþykki bæði allsherjar- þingsins og örvggisráðsins. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.