Tíminn - 23.01.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.01.1975, Blaðsíða 9
8 TÍMINN Fimmtudagur 23. janúar 1975. Fimmtudagur 23. janúar Fullkomnasta skipið í flotanum? Gudmundur RE 29 búinn mjög fullkomnum tækjaútbúnaði gébé Reykjavik — Það er ábyggilegt, að ekkert skip á loðnuvertiðinni verður eins vel búið tækjum og öðrum bún- aði og Guðmundur RE 29, sögðu skipstjórar og eigendur skipsins, er blaðamönnum var ný- lega boðið i reynslusigl- ingu með Guðmundi. í þeirri ferð voru öll tæki i fullkomnu lagi. Nótinni var kastað til reynslu úti á flóanum, og nýju, kraftmiklu spilin störf- uðu eins vel og bezt verður á kosið. Guð- rnundur RE fór svo á veiðar em siðustu helgi, og nú má loðnan fara að vara sig. Miklar og gagngerðar brevt- ingar hafa verið gerðar á skipinu siðan það var keypt .íingað til lands frá Noregi fyrir rúmum Páll og Hrólfur eru hér með tveim Norðmannanna frá Rapp Fabrikker A/S, þeim Atle Vilnes og Björn Aaselid. Tímamyndir: Gunnar. o tveimur árum. Mun kostnaðurinn við allar þessar breytingar nema um þrjátiu og fimm milljónum króna. Eigendur skipsins eru Páll Guðmundsson og Hrólfur Gunnarsson, sem eru skipstjórar á þvi til skiptis, og svo Fiskiðjan hf. Þegar komið er inn i stýrishúsið á Guðmundi, gefur að lita mikið safn af margskonar stjórntækj- um, og getur skipstjórinn stjórn- að öllu frá einum stað i skipinu. Mjög fullkomin spil og vindur voru settar i skipið nýlega, en þvi er hægt að stjórna frá þremur stöðum um borð, og getur skip- stjórinn einnig stjórnað þeim i stýrishúsinu. Vélarnar eru frá norska fyrirtækinu Rapp Fabrikker A/S i Bodö, og hafa þrir starfsmenn fyrirtækisins unnið að uppsetningu þeirra und- anfarið. — Það er mjög mikilsvert, að fyrirtækið sendir þessa menn, sagði Páll Guðmundsson. Þeir fylgja öllu mjög vel eftir, og koma einnig með i reynslusiglinguna til þess að sjá um að allt starfi eins og það á að gera. Þetta mun vera fyrsta spilið af þessari stærð og gerð, sem sett hefur verið i islenzkt skip. Spilin eru reyndar tvö, og þau eru mjög sterk, taka fimmtán tonn hvort. Þeir þurfa að visu ekki að nota nema sextiu prósent af orkunni, en spilin veita mikla möguleika gagnvart togveiðum. Þau kostuðu hundrað og áttatiu þúsund krón- ur, óuppsett. Meðal hinna mörgu nýju tækja i skipinu eru svo fullkomin fiski- leitartæki, löndunarkrani og dýptarmælar, og svo mun vænt- anlegt i það mælitæki, sem mælir virinn, þegar hann fer út, en það mun i fyrsta skipti, sem slikt tæki er sett um borð i skip. Norðmennirnir þrir frá Rapp Fabrikker A/S, þeir Atle Vilnes, Arne Karlsen og Björn Aaselid, voru að vonum mjög ánægðir yfir þvi hve vel nýju tækin reyndust i reynslusiglingunni. Heildar- kostnaður við allar þessar breyt- ingar er um tuttugu og tvær milljónir isl. króna. Skipstjórarnir, Páll og Hrólfur, eru lika harðánægðir og lita björtum augum tiJ vertiðarinnar. Það kannast flestir við nafnið Guðmundur RE 29 úr loðnufrétt- um frá siðustu vertiðum, og ekki er að efa, að þeim gangi vel nú, þegar skipið er svo vel búið að öll- um tækjabúnaði. Það er örugg- lega betur búið að tækjakosti en nokkuð annað islenzkt skip. Það skyggir þó á, að ekki er nóg að veiða nógu mikið af loðnunni. Það þarf lika að landa henni, en flestar þær þrær, sem nothæfar eru á Austfjörðum, eru nú fullar af snjó. Skipstjórarnir Hrólfur Gunnarsson og Páll Guðmunds- son i stýrishúsi Guðmundar RE. Tækiðneðst á myndinni til. hægri er stjórntæki nýju spilanna. Hér fylgjast sjómennirnir með nótinni, sem nýbúið er að kasta út. D Breiðfirzkar bækur „Grúsk" Árna Óla GR BÓKAFLÓÐI þessara ný- liðnu jóla rak þó nokkrar á min- ar fjörur, gefnar mér af börnum minum og vinum. Meðal þeirra voru tvær.sem mig langar til að minnast nokkuð á, enda eru þær skrifaðar af gömlum sveitung- um mlnum, Eyhreppingum. önnur bókin er eftir Sigurð Sveinbjarnarson frá Bjarneyj- um, og nefnir hann bókina „Bjart er um Breiðafjörð”. Nafnið eitt lýsir tilfinningum hans til æskustöðvanna og er ■um leið sannnefni. í bókinni lýsir Sigurður búskaparháttum og lifsbjargarviðleitni manna, þar sem hann sleit barnsskón- um, i hinni elztu verstöð, sem sögur fara af hér á landi, Bjarn- eyjum. Ekki kemur mér á ó- vart, þótt honum takist það með ágætum. En fræðimennska hans um fugla og dýralif eyjanna yfirleitt, kemur mér á óvart, og sýnir það enn einu sinni, að ekki þurfa allir að slita buxnasetunni á skólabekkjum til að vita lengra en nef þeirra nær, — já, m.a.s. að skjóta sumum lærðum mönnum „ref fyrir rass”. Ekki hefur sá, sem þetta ritar, lagt fyrir sig örnefnasöfnun, en mik- ill fengur þykir mér að örnefna- skrám þeim, sem eru i bókinni, og þó einkum örnefnunum i Stagley, og var ekki seinna vænna að bjarga þeim, enda eyjan búin að vera 170 ár i eyði. Sögur af eldiviðar- og fjárflutn- ingum hafa að visu verið skráð- ar fyrr, en þær, sem þarna birt- ast, eru þó góð viðbót til aö sýna og sanna yngri kynslóðinni, að fæst þeirra eru komin af lið- leskjum. Sagan af kirkjuferð Bjarneyinga árið 1800 mun vera einstök i sinni röð. En illa er mér við söguna um „bardagann undir Látrabjargi” — tel, að hún hafi ekki átt erindi i þessa bók. Eina villu hnaut ég um i bókinni, n.l. föðurnafn Magnús- ar læknis i Flatey. Hann var sonur Sæbjarnar (ekki Snæ- bjarnar) Egilssonar bónda á Hrafnkelsstöðum i Fljótsdal, og þvi af Austurlandi. Það, sem Sigurður skrifar um æðarvarp, og það, sem hann telur, að helzt valdi hnignun þess i seinni tið, er ég honum sammála um, að flestu leyti...I fáum orðum sagt: bók Sigurðar er góður við- bætir viö þann fróðleik, sem þegar er skráður um hina hrörnandi byggð i Breiðafjarð- areyjum, þetta „gósenland”, sem fáir vilja nýta nú, en var fyrir nokkrum árum mikið keppikefli. Málið á bókinni er góð breið- firzka. Hafi Sigurður þökk fyrir framtakið. Hin bókin, sem ég minntist á i upphafi, er eftir Bergsvein Skúlason frá Skáleyjum. Hann er nú enginn viðvaningur á rit- vellinum, þvi að þetta er niunda bókin hans. Bókina nefnir hann „ÚTSKÆFUR”. Nafnið bendir til þess, að hann telji sig nú hafa lokið þeim heyskap, sem hann hefir unnið að i tvo tugi ára (I hjáverkum er vist óhætt að segja, þvi ekki minnist ég að hafa séð nafn hans á lista yfir rithöfunda, sem laun hafa feng- ið úr rikiskassanum). Það er ekki ætlun min — enda er ég ekki fær um það — að fara hér að dæma um ritsmiðar Bergsveins Skúlasonar frá bók- menntalegu sjónarmiði. Bækur hans, einkum „UM EYJAR OG ANNES TVÖ BINDI” og „ARA- TOG”, eru fræðslurit um eyjarnar og strandlengjuna frá „vikum vestur” og i Gils- fjarðarbotn. Þar tekur hann lesendurna viö hönd sér og fræðir þá um búskaparhætti eyjamanna, lýsir baráttu þeirra við „stormvakin eyjasund”. Hann reynir þó hvergi að gera þá að meiri mönnum en þeir voru, sem mörgum hættir þó til, ef þeir skrifa um horfna tið. Klökkva er hvergi hægt að finna I ritum hans um ömurleg örlög hinnar deyjandi byggðar um eyjar og annes Breiðafjarð- ar, köld fræðimennska stýrir penna hans, og einmitt þess- vegna verða bækur hans sigild- ar fræðibækur og uppsláttarrit þeim sem siðar kynni að detta i hug að skrifa um þetta byggðarlag. óllum er óhætt að hlita leiðsögn Bergsveins um eyjar og annes, — það munu all- ir sanna með mér, sem farið hafa um söguslóðir hans. Eins og ég sagði hér á undan, áttu þessar linur ekki að vera neinn ritdómur um bækur Berg- sveins. Þarna er saman kominn allskonar fróðleikur á 2300 bls.: draumar, kveðlingar, lausavis- ur og heil ljóðabréf, bæjarímur, draumar, sagnir af huldufólki og ótalmargt fleira. Allt hefði þetta lent i glatkistunni, hefði Bergsveinn ekki haft vilja og hæfileika til að „draga það I land”. Þykir ykkur nú ekki eins og mér, að þessi fræðimaður, Bergsveinn Skúlason, ætti að fá einhverja umbun elju sinnar og dugnaðar með þvi að veita hon- um ærlegan ritstyrk, þótt ekki væri nú nema i eitt skipti fyrir öll? Ég segi nú eins og nafni minn, skáldið i Sandi, kvað einu sinni um tiskudrósirnar: „mér sviður i hjarta og blæðir I auga”. Ég las listann yfir nöfn þeirra, er hlutu „viðbótarrit- laun rithöfunda”, sem skráður var iblöðin fyrir jólin. Ekki var Bergsveinn þar. Máski hefir hann aldrei sótt um rit- höfundarlaun, bezt gæti ég trú- að þvi. En þeir, sem skammtað hafa úr þeim kjötpotti, hljóta þó að hafa lesið bækur hans, og hissa er ég á Halldóri minum á Kirkjubóli. Hann hefir þó vist vit á bókum, svo marga ritdóm- ana hefir hann skrifað. En mér mun nú bezt að hætta, áður en ég tala mér til óbóta. Guðmundur Einarsson í HVERT SINN, scm við sjá- um eða heyrum eitthvað, sem hrífur hugann, viljum við gjarna að aðrir njóti þess sama. Þetta var mér efst i huga, er ég lauk við að lesa Grúsk Arna Óla. Fjórðu bók- ina i þeim bókaflokki. Innihald þessarar bókar Árna á erindi til allra á ellefu hundrað ára afmæli þjóðar- innar. Árni fer með lesandann um landið þvert og endilangt, frá fyrstu byggð þess til okkar daga. Það er sama, hvar hann kemur við, alls staðar hefir hann sögu að segja. Sögu, sem við höfum ef til vill gleymt, eða að hún hefir gengizt úr hjá okkur, vegna hávaða eða ann- arra umbrota. Ég ætla ekki að taka eitt fram yfir annað i bókinni. Hún er öll jafn fýsileg til lesturs. Þó get ég ekki látið hjá liða að benda á frásögnina um hreins- uðu mysuna, sem var efni i drykkjarsýru, i kaflanum um súrt smjör. Svo að sú frásögn fari ekki ólesin fram hjá t.d. framámönnum i mjólkuriðn- aði, matreiðslukennurum, læknum, húsfreyjum eða svaladrykkjaframleiðendum. Frásagnarhæfileika Árna Óla þarf ekki að lýsa, hann er öllum kunnur. Vöggugjöf, sem aðeins fáum hlotnast. Með Grúski sinu er Árni Óla að ýta við okkur. Við skulum lesa bókina hans og slást þannig i för með honum og hlusta á, hvað hann hefir að segja. Þórarinn Haraldsson, Laufási. TÍMINN 9 Guðmundur Jónasson: Lízt vel á skriðbeltin Guðmundur Jónasson fjallagarp- ur fór á mánudaginn með frétta- menn i stutta ferð i Bláfjöllin i tólf manna bil, sem búinn var skrið- beltum eins og þeim, sem Timinn sagði frá fyrir skömmu, en skrið- beltin er hægt að setja undir hvaða fjögurra drifa bil sem er, og fer billinn þá allra sinna ferða sem snjóbill væri. — Mér Hzt vel á þennan búnað, sagði Guðmundur að förinni lok- inni, og ég held að hann gæti kom- ið að góðu gagni. Þótt skriðbeltin séu alldýr, eru þau samt sem áður miklum mun ódýrari en jafnvel litlir snjóbilar. Auk þess er ekki hægt að nota snjóbilana nema skamman tima á ári hverju. Væru skriðbelti til i hverri sveit, þyrfti varla að kviða þvi, að samgöngur á landi legðust niður svo vikum skiptir eins og nú ger- ist. — Jeppar á skriðbeltum gætu dregið hjólhýsi eða vagna á skið um, og þannig væri hægt að flytja bæði fólk og varning. Þótt skriðbelti séu undir bilum, eru þeir eins liðlegir i akstri og væru þeir á hjólum, og flötur skriðbeltanna er svo mikill, að þyngd jeppabils á skriðbeltum er svipuð á hverja flatareiningu og þyngd skiðamanns, eða átta sinnum minni en gangandi manns. Af þessu leiðir, að bill á skriðbeltum sekkur ekki, þótt lausamjöll sé undir. Guðmundur Jónasson: Mér Hzt vel á skriðbeltin. Fjallabill Guðmundar Jónassonar á fullri ferð upp eina brekkuna I Bláfjöllum. Timamyndir: Gunnar. Þoturnar verða skoðaðar á Keflavíkurvelli Gsal-Rvik — Eftir stórbrunann i flugskýli F.t. á Reykjavikurflug- velli fyrir skömmu var talið að ógjörningur yrði að skoða þoturn- ar tvær hér á landi. Nú er hins vegar ákveðið að aðalskoðun þeirra fari fram i flugskýli á Keflavikurflugvelli. Aö sögn Svcins Sæmundssonar blaðafulltrúa flugfélaganna, hófst undirbúningur að skoðununum i gær en sjálfar skoðanirnar hefj- ast á mánudag. Hvor þota verður i skoðun i tvær vikur hér heima, en siðan verða þær sendar til Belgiu. Húsgagnameistarafélag Reykjavíkur skiptir um nafn: Félag húsgagna- og innréttingaframleiðenda Á SIÐASTA fundi Húsgagna- meistarafélags Reykjavikur var einróma samþykkt að breyta nafni félagsins i Félag húsgagna- óg innréttingaframleiðenda. t fréttatilkynningu, sem Tim- anum barst, segir, að ástæðan fyrir nafnbreytingunni sé fyrst og fremst sú, að reyna að sameina alla húsgagna- og innréttinga- framleiðendur á landinu i eitt félag, en félagið telji brýna nauðsyn bera til þess, vegna harðnandi samkeppni erlendis frá. —• Eins og kunnugt er innflutningur á húsgögnum frjáls.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.