Tíminn - 23.01.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.01.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 23. janúar 1975. Katrínu hefði fundizt vistin daufleg, þegar synir hennar þrir voru allir farnir að heiman, ef Jóhann hefði ekki verið eftir og leitað hjálpar og hugsvölunar hjá henni eins og lítið barn. Hann var oftast á fótum, en var mjög lasburða, þoldi ekkert á sig að reyna og mátti hvorki við að vökna né verða kalt. Sízt af öllu-mátti þó neitt út af bera í viðmóti. Eitt kaldyrði nægði til þess, að hann varð altekinn af hugsýki. En venjulega gat Katrín talið í hann kjark með móðurlegri nærgætni sinni. Fólk f urðaði sig á því nve þolinmóð'bg ástúðleg hún gat verið, en sjálfri fannst Katrínu ekki ómaksins vert að útskýra það, hve létt henni veittist það í raun og veru. Hvað vissi þetta fólk um þá óseg janlegu ást og undirgef ni, sem fólst í sérhverju tilliti Jóhanns, og hvernig gat það skilið, að slíkt væri henni margföld umbun fyrir umstang sitt og amstur? Veturinn eftir gekk Eirikur til prestsins. Hann hafði tekið undraverðum stakkaskiptum á sjónum. Hann var- orðinn glaðlyndur og býsna hress og dafnaði ágætlega um veturinn. Hann var höfði hærri en Einar og jafn hár og Gústaf, sem þó var mun þreknari. Katrínu var það mikið gleðief ni, að næstelzti sonur hennar virtist nú hafa yfirunnið fyrri krankleik sinn. Þennan vetur virtist Einar komast snöggv- ast á þá skoðun, að tillaga móður hans um skólanám væri ekki með öllu afleit. Hann leitaði uppi námsbækur Gústafs, og beindi nú allri elju sinni að bóklestri. Eitt kvöld í viku fór hann á f und kennarans og lét hann hlýða sér yf ir. Katrín varð þessu harla fegin og ekki sízf vegna þess, að nú virtist hann loks hafa eignazt vin, sem hann gat veitt e'nhvern trúnað. Sjálf hefði hún auðvitað kosið að eignast ofurlitla hlutdeild í þeim trúnaði, en annars fannst henni nú sem endranær svo miklu minna skipta um gleði sína heldur en hamingju drengsins. Það var mest um vert, að einhver geisli yljaði huga drengsins hennar. Hann lagði hart að sér við vinnuna sem fyrr og gaf sér engan tíma til hvíldar, meðan hann var heima. Þegar hann fór í skóg hafði hann jaf nan með sér bók, og hvenær sem tóm gafst, notaði hann tímann til þess að renna augunum yfir námsefnið. Það kom oft fyrir, þegar hann ók viði heim úr skóginum, að hann sat annars hugar ofan á hlassinu og lét aktaumana lafa og þuldi upphátt lexíur sínar. Þegar svo bar undir, tók hann jafnvel ekkert eftir þvi, þótt fólk gengi framhjá og varpaði á hann kveðju. Vegfarendur störðu undrandi á hann og hristu höf uðið: elzti strákurinn hennar Katrínar var orðinn eitthvað undarlegur. Síðustu tvö sumur hafði Einar verið á sömu skútu, og hann réðst enn á hana þetta vor. Um sumarið hækkaði hann i tigninni, því að hann var gerður að aðstoðar-stýri- manni, sem var óvenjulegur frami svo ungum manni. Kaup hans var þá hækkað upp í f jörutíu mörk á mánuði, sem var tvöfalt meira heldur en hann hafði fengið fyrsta sjómennskusumarið. Eiríkur var þetta sumar tekinn í hásetatölu sem viðvaningur, en Gústaf varð enn að sætta sig við að vera léttadrengurog aðstoðarmatsveinn. Árið eftir var Gústaf fermdur. Katrinu fannst það óskíIjanlegt, hvernig tíminn f laug áfram. Börnin hennar voru öll að verða fullorðnir karlmenn. Sjálf þóttist hún ennþá vera ung, og óbugað var þrekið að minnsta kosti, því að enn skáraði hún af sama ódrepandi dugnaðinum og f yrr, þótt mýkt og stæling líkamans væri dálítið tekin að rýrna. Þau Elvíra og Urho höfðu fjölgað mannfólkinu á hverju ári, og Elvira litla var orðin mun hæggerðari en forðum. Urho var löngum til sjós, en var þó jafnan tíma og tíma um kyrrt heima og reyndi þá að sjá sér og sínum farborða á þann hátt sem bezt gekk. Haustið, sem Gústaf byrjaði að ganga til prestsins, kom Elvira dag nokkurn í kotið á Klifinu, öllum að óvöru. Þær Katrín höfðu að vísu ekki gleymt fornri vináttu, en nú orðið var það þurrabúðarkonan, sem oft- ast heimsótti f rúna. Elvira var sjaldséður gestur þarna í efri byggðinni. Katrín þóttist undir eins vita, að nú lægi Elvíru eitt- hvað á hjarta. En jafn nærgætin kona og hún spurði einskis, heldur beið þess, að gestkonan leiddi talið að erindi sínu. Þær drukku kaffi og skoðuðu eplatrén og skröf uðu um stund um daginn og veginn. Svo varð löng þögn. Elvíra settist á stól á miðju gólfi og varp öndinni mæðulega. ,,Jæja þá. Nú fær Urho vilja sínum loks framgengt", sagði hún. ,,Hvað er það, sem hann vill?" spurði Katrín. Hann vill fara til Vesturheims". ,,Til Vesturheims?" „Já". ,,Ég hef aldrei heyrt það orðað, að hann hefði það í hyggju". O jú-jú. Það hefur verið að brjótast í honum langa- lengi. Þú veizt nú, hvernig hann er: Alltaf eitthvað nýtt, bara nýtt! Ég er viss um, að hann væri til með að reyna að ganga á höfðinu!" FIMMTUDAGUR 23. janúar 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni. Margrét Guömundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Stafurinn sterki. Sæm- undur G. Jóhannesson rit- stjóri á Akureyri flytur er- indi. 15.00 Miödegistónleikar. Montserrat Caballé syngur meö kór og hljómsveit ariur úróperunni „Normu” og „II Pirata” eftir Bellini, Carlo Felice Cillario stjórnar. Isaac Stern og Fil- harmóniusveitin i New York leika Fiölukonsert op. 14 eftir Hindemith, Leonard Bernstein stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Barnatimi: Ágústa Björnsdóttir stjórnar „Einu sinni var” — lesin nokkur gömul og góö ævintýri. 17.30 Framburöarkennsla i ensku. 17.45 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Mælt mál. Bjarni Einarsson flytur þáttinn. 19.40 Samieikur I útvarpssal: Fina r Jóhannesson og Sigriöur Sveinsdóttirleika á klarinettu og pianó. a. „Fantasiestucke” op. 43 eft- ir Niels W. Gade. b. „Abime des Oiseaux” fyrir sóló- klarlnettu eftir Oliver Messaien c. Duo concertant eftir Darius Milhaud. 20.05 Framhaidsleikritiö: „Húsiö” eftir Guömund Danielsson, gert eftir sam- nefndri sögu. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Annar þáttur nefnist: Hnlgandi stjarna. Persónur og leikendur auk höfundar sem gegnir hlutverki sögu- manns. Pétur Klængs: Ró- bert Arnfinnsson, Frú Ing- veldur Henningssen: Helga Bachmann. Gísli I Dverg: Valur Gislason. Katrin Henniiigsen: Valgerður Dan. Aron Carl Henning- sen: GIsli Halldórsson. Agn- es Henningsen: Anna Kristín Arngrimsdóttir. Aörir leikendur: Guðmund- ur Magnússon, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Geirlaug Þorvaldsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Valdemar Helgason og Herdis Þorvaldsdóttir. 21.00 Kvöldtónleikar.a. Julian Bream og George Malcolm leika á gitar og sembal Introduction og Fandango eftir Boccherini. b. Gérard Souzay syngur lög eftir Richard Strauss, Dalton Baldwin leikur á pianó. c. Rena Kyriakou leikur á pianó Prelúdiu og fúgu I e- moll op. 35 eftir Mendels- sohn. d. Han de Vries og Fllha rmóniusveitin I Amsterdam leika Konsert- ino fyrir óbó og hljómsveit op. 110 eftir Johannes Venzeslaus Kalliwoda, Anton Kersjes stjórnar. 21.40 „Guðmundur”, smásaga eftir Kristján Jóhann Jóns- son. Höfundur les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Kvöldsag- an: ,,i verum”, sjálfsævi- saga Theódórs Friöriksson- ar Gils Guðmundsson les (21). 22.35 (Jr heimi sálarllfsins. Fyrsti þáttur Geirs Vil- hjálmssonar: Sálarsamein- ing, um sálvaxtarkerfi dr. Assagioli og verkleg æfing i sjálfsskoðun, „hver er ég”- æfingin. 23.05 Létt múslk á siökvöldi.a. Happy Harry og hljómsveit hans leika dixilandlög. b. Ýmsir listamenn flytja finnsk og ensk þjóðlög. c. Dave Brubeck kvartettinn leikur lög eftir Cole Porter. 23.50 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.