Tíminn - 23.01.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.01.1975, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 23. janúar 1975. TÍMINN 13 Víkingar á toppinn ★ Góður lokasprettur færði þeim sigur gegn Ármanni 21:19 lafna GÓÐUH lokasprettur Vikings liðsins gegn Ármanni tryggði þvi toppsætið i 1. deiidar keppninni i handknattieik. Vikingar unnu upp fjögurra marka forskot Armanns- liðsins ibyrjun siðari háifleiksins, og slöan gerðu þeir út um ieikinn á síðustu min. leiksins, með tveimur góðum mörkum. Staðan var 19:19, þegar Páll Björgvins- son skoraði mark með langskoti, og siðan innsiglaði Sigfús Guð- mundsson sigurinn með marki af linu. Armenningar höfðu forystu i fyrri hálfleik, sem var mjög jafn. 1 byrjun siðari hálfleiksins náðu þeir fjögurra marka forskoti (14:10), en Vikingum tókst að Þórir Tryggva- son lótinn 1 DAG verður gerð frá Dóm- kirkjunni i Reykjavik útför Þóris Tryggvasonar, sem um langt árabil hefur verið i forystusveit Knattspyrnufé- lagsins Vikings. Er hann lézt var hann formaður hand- knattieiksdeildar félagsins, en fyrir handknattleiksdeild- ina hafði hann starfað nær- fellt tvo áratugi, lengst af sem gjaldkeri. Þóris Tryggvasonar verö- ur nánar minnzt I is- lendingaþáttum Timans sið- ar. (14:14) og .jcomast yfir (18:17) á 24. min. Siðan var jafnt, 18:18 og 19:19, en þá gerðu Vik- ingar út um leikinn með tveimur siðustu mörkunum. Stefán Halldórsson og Sigfús Guðmundsson voru beztu menn Vlkings-liðsins, sem hefur oft sýnt betri leik. Stefán skoraði —(2 viti) mörk, en aðrir sem skoruðu, voru: Sigfús 5, Einar 3, Skarphéð- inn 3, Erlendur, Jón og Páll eitt hver. Beztu menn Ármanns voru þeir Hörður Harðarson og Björn Jóhannsson, en þegar þeir voru teknir til skiptis úr umferð i siðari hálfleiknum, féll spil Armanns- liðsins niður. Mörk Armanns: Björn 7, Hörður 3, Jón Á. 3, Pétur 2, Hörður K. 2, Jens og Kristinn eitt hvor. — SOS ASGEIR ELÍASSON átti snilldarleik gegn FH. ÍR-ingar í hdm... skelltu FH Ásgeir Elíasson ótti stórleik. Hann innsiglaði sigur ÍR-liðsins 23:21 LEIKMENN IR-liðsins voru I miklum ham á miðvikudags- kvöldið, þegar þeir skelltu ts- landsmeisturum FH (23:21) I Laugardalshöllinni i spennandi leik. Mennirnir á bak við þennan fyrsta sigur tR-liðsins voru þeir Asgeir Eliasson, sem var pottur- Beattie fékk annað tækifæri — þó var ekki að sökum að spyrja DON REVIE. einvaldur enska landsliðsins, gaf knattspyrnu- snillingnum frá Ipswich, Kevin Beattie, annað tækifæri til að leika með enska lands- liðinu, skipað leikmönnum undir 23ja ára aldri, á mið- vikudaginn gegn Wales. Beattie, — sem mætti ekki til leiks, þegar hann átti að leika gegn Skotlandi I desember sl. — þakkaði Revie traustiö, með þvi að sýna snilldarleik. Hann sýndi þá, að að var ekki misráöið, þegar hann var valinn bezti og efnilegasti leikmaður Englands 1974. Beattie, sem átti frábæran leik, skoraði mark eftir aðeins 7 min, og siðan innsiglaði fé- lagi hans úr Ipswich, David Johnson, sigur Englands (2:0) i siðari- hálfleik. Wales komst ekki á blað og hefur Wales ekki skorað mark gegn enska liðinu — undir 23ja ára aldri sl. sex ár. Beattie var bezti maður vallarins, en þeir Ian Moore (Stoke) og Phil Thompson (Liverpool) áttu einnig mjög góðan leik. Leighton James (Burnley) átti góða spretti fyrir Wales, en þegar hann var kominn i skotfæri, þá kom Beattie og hirti knöttinn frá honum. — SOS KEVIN BEATTIE. inn og pannan i leik liðsins, og markvörðurinn ungi, Hákon Arn- þórsson, sem átti mjög góðan leik — hann varði hvað eftir annað snilidarlega. — Þessi sigur var mjög sætur, og hann kom á réttu . augnabliki, sögðu kampakátir ÍR- ingar eftir leikinn. IR-liðið sýndi sinn bezta leik i vetur, og voru leikmenn liðsins mjög virkir og létu knöttinn ganga. Arangurinn lét ekki á sér standa, þeir komust I 10:5 i fyrri hálfleiknum, sem lauk 13:10 fyrir IR. 1 siðari hálfleik munaði mest fjórum mörkum (17:13), en þá fékk Þór- arinn Tyrfingsson að yfirgefa STAÐAN Staðan er nú þessi I 1. deild Vikingur 8 5 1 2 158:143 11 Valur......... 8 5 0 3 155:136 10 Haukar....... 8 5 0 3 153:135 10 FH............ 8 5 0 3 163:157 10 Fram.......... 8 4 2 2 140:142 10 Armann....... 9 4 0 5 149:162 8 Grótta....... 8 1 2 5 156:170 4 tR............ 9 1 1 7 165:194 3 Markhæstu leikmenn: Hörður Sigmarsson, Haukum .................. 70(22) Björn Pétursson, Gróttu .. 51(20) Stefán Halldórss. Viking .. 39(14) Einar Magnússon, Viking . 37( 0) Ólafur Jónsson, Val ..... 35( 0) GunnarJ Pálmi og Óli — valdir í NM-liðið í handknattleik BIRGIR Björnsson landsliðs- einvaldur hefur nú valið tvo markverði i landsliöið i hand knattleik, sem tekur þátt I Norðurlandamótinu I Kaup- mannahöfn í byrjun febrúar. Það eru þeir ólafur Bene- diktsson úr Val og Gunnar Einarsson úr Haukum. Þá hefur hann valið Pálma Pálmason úr Fram sem úti- spilara i staðinn fyrir Geir Hallsteinsson. Birgir sagði, að enn væri allt á huldu um það, hvort hann veldi fleiri leikmenn í NM- liöiö. — Það getur farið svo, að ég velji einn markvörð til við- bótar, eða 1-2 útispilara. Ég athuga þetta I rólegheitum, sagði Birgir. Hann kvaðst einnig þurfa að hafa samband við Axel Axelsson og kanna, hvort hann gæti leikið með. — SOS völlinn i samtals 7 mín. A þessum tima náðu FH-ingar að jafna (18:18), og voru þá 7 min. til leiksloka. Siðustu min, leiksins voru geysilega spennandi, og Þórarinn kom IR-liðinu i 20:18. Þá minnkaði Gunnar Einarsson muninn i 20:19, en Asgeir Elias- sonsvaraði (21:19). Siðan skoraði Ólafur Einarsson (21:20 fyrir FH, Þórarinn skoraði 22:20 fyrir ÍR úr vitakasti, og þegar ólafur svaraði enn fyrir FH (22:21), var allt á suöupunkti i Höllinni, enda aðeins ein minúta eftir til leiksloka. 1R- ingar léku örugglega undir lokin, og Asgeir Eliasson innsiglaði sig- ur liðsins með þvi að brjótast i gegnum FH-vörnina og skora glæsilegt mark — 23:21. Það er greinilegt að ÍR-liðið er að vakna til lifsins, eftir þann dvala, sem það hefur legið i. Ef liðið heldur áfram á þessari braut, hafa leikmenn þess enga ástæðu til að kviða framtiðinni. En þeir mega ekki slaka á, þvi að fallið blasir enn við þeim. Leik- mönnum FH tókst ekki að stöðva IR-ingana, og þegar þeir voru komnir nokkrum mörkun undir, fóru þeir að láta skapið hlaupa með sig i gönur og nöldra i dóm- urunum, Ólafur Einarsson og Þórarinn Ragnarsson áttu beztan leik i FH-liðinu. Mörkin i leiknum skoruðu: — 1R: Asgeir 6, Guðjón 4, Þórarinn 3 (2 viti), Agúst 3, Brynjólfur 3, Jó- hannes 2, Gunnlaugur og Hörður H.eitthvor. FH:Ólafur9 (3 viti), Þórarinn 7 (1 viti), Gunnar 2, örn, Arni og Viðar eitt hver-SOS Dómari sakaður — um hlutdrægni FH-ingar gerðu aðsúg að Birni Kristjánssyni dómara eftir leik þeirra gegn IR-liðinu. Þeir báru það á hann, að hann hefði átt þátt i sigri ÍR-Iiðsins, til þess að koma Vikingum á toppinn i 1. deildarkeppninni. — SOS Suður- nesja- menn — í innanhúss- knattspyrnu SUÐURNESJAMENN efna til innanhússknattspy rnumóts á sunnudaginn I iþróttahúsinu i Njarðvík. Fjögur lið taka þátt i keppniuni i karlaflokki. — Reynir frá Sandgerði, Viðir úr Garði, UMF-Grindavikur og Keflavik. Þá keppa tvö kvennalið, frá Grindavik og Keflavik. Mótið hefst kl. 10 f.h. á sunnudaginn. Rússarstokka upp landsliðið sitt þeir hata ákveðið að byggja það í kringum félagslið RÚSSAR hafa nú ákveðiö að stokka upp landslið sitt i knatt- spyrnu. Þessi ákvörðun var tekin eftir reiðarslagið, sem þeir urðu fyrir I lrlandi i Evrópukeppni landsliöa, þegar þeir töpuðu 3:0 fyrir Irlandi. Eftir þann leik var skipuð nefnd, sem kannaði hvern- ig bezt væri að skipuleggja mál landsliösins. Þessi nefnd hefur nú skilað áliti, sem knattspyrnuyfirvöld i Rússlandi hafa samþykkt i kring- um félagslið og verður meistara- liö Rússlands, Dynamo Kive, lát- ið leika þá leiki, sem eru eftir i Evrópukeppni landsliöa. Þó þannig, að liðið verður styrkt leikmönnum, sem falla inn i leik- skipulag þess. Þá hefur verið ákveðið að Spartak Moskva leiki fyrir hönd Rússlands i undan- keppni Olympiuleikanna og verð- ur sami hátturinn hafður á, að liðið verður styrkt með leikmönn- um, sem falla inn i leikskipulagið. Rússar hafa nú rekið sig á það, að það er ekki vænlegt til árang- urs, að velja beztu knattspyrnu- menn þjóðarinnar i landsliðið, þegar þeir ná ekki saman, þegar út i keppni er komið. Að lokum má geta þess að Rússar leika i sama riðli og Islendingar i undan- keppni OL-leikanna og getur þvi farið svo, að við leikum gegn stvrktu Spartak Moskvo-liði. — sos

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.