Tíminn - 23.01.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.01.1975, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 23. janúar 1975. - Núfíma búskapur þarfnast BJUXER haugsugu Guöbjörn Guöjónsson g:-ði ft/rir fjóúttn m at $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS A myndinni sést Ford forseti á rlkisstjórnarfundi I fyrri viku. Andspænis honum situr Rockefeller vara- forseti, en við hliðhans t.v. Kissinger utanrlkisráðherra og t.h. Schlesinger landvarnaráðherra. r DEILUR RISA MILLI FORSETA OG ÞINGS Ford forseti staðróðinn í að knýja fram stefnu sína ALLT bendir nú til harðnandi átaka Geralds Fords Bandarikja- forseta við Bandarikjaþing. Til- efnið er að þessu sinni andstaða áhrifamikilla þingmanna úr flokki demókrata við þau áform forsetans að gera Bandarikja- menn óháða innflutningi á oliu — eða réttara sagt þeim aðferðum, er forsetinn hyggst beita. Á fundi með fréttamönnum i fyrrinótt lét Ford svo um mælt, að hann ætlaði sér — ef nauðsyn krefði upp á sitt einsdæmi — að setja innflutningsgjald á innflutta oliu. Eins og áður segir, hafa áhrifa- miklir þingmenn lagzt gegn stefnu Fords: Þeir telja, að inn- flutningsgjald muni auka á verð- bólgu og koma — auk þeirra skattabreytinga, er forsetinn hef- ur lagt til, að gerðar verði — sér- staklega illa við þá, sem lægst hafa launin. öldungadeildar- menninrnir Henry Jackson, Ed- ward Kennedy og Thomas O’Neill hafa lagt fram tillögu þess efnis, að ákvörðun um álagningu inn- flutningsgjalds megi fresta i allt að þrjá mánuði. Fréttaskýrendur velta nú mjög fyrir sér, hvort þessar deilur for- seta og þings — sem eru langt frá þær einu, sem komið hafa upp að undanförnu — dragi dilk á eftir sér. Sýnilegt er, að Ford er stað- ráðinn i að knýja fram stefnu sina, hvað sem það kostar, en vafi leikur á, að hann hafi vald til að gera ráðstafanir á borð við álagn- ingu gjalda skv. stjórnarskrá Bandarikjanna. Gengi Bandaríkja dollara lækkar Reuter-Frankfurt/Zurich. Gengi Bandarikjadals féll bæði á gjaldeyrismarkaði i Vestur-Þýzkalandi og Sviss fyrr i þessari viku, þrátt fyrir viðleitni viðkomandi seðla- banka að halda gengi hans óbreyttu með miklum gjald- eyriskaupum. Gengi dals hefur aldrei verið lægra gagnvart sviss- neskum franka en i fyrradag. Og i gær féll gengi dals veru- lega gagnvart vestur-þýzku marki, þannig að það hefur ekki verið svo lágt i rúmt ár. Efnahagssérfræðingar kenna einkum dökku útliti i bandarisku efnahagslifi um þetta lága gengi dals. verið Umdeildir fólksflutningar fró Kýpur: 3500 hafa nú fluttir d brott Reuter-Ankara. Hinir umdeildu flutningar á tyrknesku-mælandi eyjaskeggjum frá Kýpur til 'Tyrk- lands standa yfir þessa dagana. Þeir hófust s.l. laugardag og áætiað er, að þeim ljúki n.k. mánudag. Flóttamennirnir eru fluttir flugleiðis frá herstöð Breta á Kýpur til flugvallar i grennd við Adana á suðurströnd Tyrklands. 1 byrjun voru farnar fimm ferðir á dag milli lands og eyjar, en þeim var fjölgað um helming i gær. Landstjórinn i Adana sagði i viðtali við Reuter-fréttastofuna i gær, að á að gizka 3500 flóttamenn hefðu verið fluttir til Adana frá þvi á laugardag. Hann neitaði hins vegar að gefa upp, hve margir yrðu alls fluttir þangað að þessu sinni. Melih Esenbel, utanrikisráð- herra Tyrklands, sagði i þinginu i gær, að flóttamönnum yrði feng- inn bústaður á norðurhluta Kýpur (sem er á valdi. tyrkneska hers- ins) en tiltók ekki, hvaða staðir kæmu til greina. Reuter-Sameinuðu þjóðunu,. Kýpurstjórn hefur kært flutninga þá á tyrknesku mæiandi eyjar- skeggjum, er nú standa yfir (sjá fyrri frétt), til Kurt Waldheim, aðalritara Sameinuðu þjóðanna. I kærunni lýsir stjórnin áhyggj- um sinum vegna fyrirætlana um, að flóttamönnum verði fenginn bústaður á norðurhluta Kýpur. Ennfremur segir, að til skamrns Kýp urstjórn kærir flutninga til aðal- ritara S.þ. tima hafi brezka stjórnin verið andvig slikum tilflutningum á Kýpurbúum, en með þeim sé ijós- lega stefnt að skiptingu Kýpur i tvö riki. (Grisku mælandi eyjar- skeggjar, sem eru u.þ.b. fjórir fimmtu hlutar af Ibúum eyjarinn- ar, eru algerlega andvigir slikri skiptingu). Skyndileg stefnubrey ting brezku stjórnarinnar er sögð hafa vakið mikla ólgu á Kýpur — ólgu, sem geti haft alvarlegar afleið- ingar i för með sér. Ofangreindir fólksflutningar eru ekki aðeins taldir brjóta i bága við ályktanir S.Þ., heldur einnig sérstakan sáttmála um sjálfstæði Kýpur frá árinu 1960, alþjóðalög, sáttmála S.Þ. og Genfar-sáttmála frá árinu 1949. /vHttlSHORNA iviilli Reuter-Belfast. ógnaröld virðist hafin að nýju á Norður- trlandi, Vonir um að trski lýð- veldisherinn (IRA) héldi að sér höndum, þrátt fyrir hótan- ir um hið gagnstæða, urðu að engu eftir það, sem gerðist I fyrrinótt. Þrir menn létu þá lifið — tveir, þegar þeirra eigin sprengja sprakk i bifreið þeirra, og sá þriðji sem aug- ljóslega var myrtur. A sunnudag höfðu fulltrúar brezku stjórnarinnar átt fund með félögum úr hinum póli- tiska armi lýðveldishersins, Sinn Fein. Sá fundur glæddi vonir um, að samkomulag um nýtt vopnahlé á Bretlandseyj- um væri innan seilingar. En þær hafa — eins og áður segir — orðið að engu. Um siðustu heigi kom til smávægilegra átaka á Norður- trlandi, en á þau var fremur litið sem óhöpp eða framtak róttækra félaga úr IRA. En það, sem gerðist I fyrrinótt, er aö flestra dómi engin tilviljun — heldur fyrirboði um nýja ógnaröld á Norður-Irlandi. Fréttaskýrendur i Dublin telja — eftir siðustu fréttum að dæma — að herskárri aðilar i forystu IRA hafi nú náð undir- tökunum, en áður virtust þeir, sem friðsamari eru — og vildu t.d. framlengja vopnahléð — hafa yfirtökin. ★ Reuter-London. Viðskipti hafa aukizt á brezka verðbréfa- markaðnum sl. tvo daga. Svo virðist sem fjármálamenn llti bjartari augum á framtlðina, þótt blikur séu á lofti. Það, sem einkum hefur auk- ið sölu á hlutabréfum að undanförnu, eru merki um, að brezka stjórnin muni gripa til nýrra ráðstafana til að stemma stigu við verðbólgu, þ.e. setji verkalýðshreyfingin henni ekki stólinn fyrir dyrn- ar. Efnahagssérfræðingar telja varhugavert að byggja um of á þessari breytingu til batnað- ar, enda berast ætið véfréttir um dökkt útlit i brezku efna- hagslifi — nú siðast frá við- skiptaráðuneytinu, sem spáir 7-10% minni fjárfestingu I iðn- aði á þessu ári en i fyrra. * Trudeau Amin Reuter-London. Idi Amin (Jgandaforseti hefur sent Elisabet Englandsdrottningu boð um, að hann sé væntanleg- ur til Bretlands i ágúst n.k. — i þeim tilgangi að gefa brezkum jfrelsishreyfingum' góð ráð! í skilaboðum Amins til drottningar segir m.a., að hann geri boð á undan sér, svo að timi gefist til að undirbúa dvöl hans, er vonandi verði sem ánægjulegust og þægileg- ust. Amin lætur i ljósi áhuga á að fá að ferðast um alla hluta Stóra-Bretlands og hitta að máli leiðtoga þeirra hreyf- inga, sem berjast fyrir sjálf- stæði hinna einstöku lands- hluta. Þá segist forsetinn vilja hitta Asiubúa, er flúið hafi frá (Jganda til Bretlands, og full- vissa þá um, að þeim sé frjálst að snúa aftur til (Jganda án þess að neitt verði gert á hluta þeirra. ★ Reuter-Salisbury. Ian Smith, forsætisráðherra Ródesiu, hélt fund i gær með stuðnings- mönnum Ródesiustjórnar á þingi. Á fundinum skýrði ráð- herrann frá gangi viöræðna þeirra, sem að undanförnu hafa farið fram milli stjórnar- innarog fulltrúa Afriska þjóð- arráðsins. Að fundinum loknum ræddi Smith við fréttamenn og kvaðst hafa skýrt stöðuna I samningaviðræðunum, eins og hún væri nú, svo og ráðgazt við stuðningsmenn sina um framtið viðræðnanna. I opinberri tilkynningu, sem gefin var út i Salisbury I gær, segir, að öryggissveitir Ródesiustjórnar hafi skotið a.m.k. 20 skæruliða frá þvi vopnahlé var gert þann 11. desember s.l. Þar af hafa 15 þeirra fallið á siðustu tiu dög- um. Allt er á huldu um gang viðræðna Ródesiustjórnar og fulitrúa blökkumanna. Frétta- skýrendur eygja þó enga lausn i bráð, og ekki jók sú ákvörð- un suður-afriska upplýsinga- ráðherrans, Connie Mulder, að fresta fyrirhugaðri för sinni til Salisbury, á bjartsýni þeirra. ★ Reuter-Bonn. Frá þvi var skýrt I gær, aö Pierre E. Trudeau, forsætisráðherra Kanada, kæmi i opinbera heimsókn til Vestur-Þýzka- lands 3. marz n.k. Þetta verður fyrsta heim- sókn Trudeau til Vestur- Þýzkalands, en hann var ný- lega á ferð i Frakklandi og Belgiu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.