Tíminn - 24.01.1975, Page 1

Tíminn - 24.01.1975, Page 1
diesel rafstöðvar HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKULATUNI 6 -SÍMI (91)19460 ÆNG/Rf1 Áætlunarstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rif Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 t5 AAikil umskipti í efnahagsmálum frá því sem var í ársbyrjun 1974: Gjaldeyrisforðinn má heita alveg uppurinn Viðskiptahallinn 1974 var 15,3 milljarðar HHJ-Rvík — llla horfir nú um efnahag landsins, og hefur mjög sigið á ógæfu- hlið á síðasta f jórðungi s.l. árs. Er ástandið nú orðið stórum verra en áætiað var, þegar núverandi stjórn var mynduð. Bráða- birgðayfirlit sýnir, að halli á viðskiptum við útlönd nam um 15,300 milljónum króna árið 1974, en við stjórnarmyndunarviðræð- urnar i sumar var talið, að hann gæti orðið a llt að 9,200 milljónir króna á árinu. Viðskiptahallinn 1974 svar- artil 11,5% af þjóðarfram- leiðslu ársins. Til saman- burðar má nefna, að við- skiptahallinn 1973 var 2,615 milljónir króna eða sem svaraði 2,8% af þjóðar- framleiðslunni. — Þá hefur gjaldeyrisstaða hríð- versnað á s.l. ári og fé í gjaldeyrissjóðum var i árslok 1974 aðeins u.þ.b. fimmtungur þess, sem var í ársbyrjun, umreiknað til þess gengis, sem nú gildir. í ársbyrjun nam gjaldeyr- isforðinn nær tíu milljörð- um króna, en í árslok var hann aðeins tæplega tveir milljaðar eða sem svarar hálfs mánaðar innflutn- ingi, miðað við sama inn- flutning og var fyrstu fjóra mánuði ársins. Gjaldeyrisforðinn er því í raun þorrinn, og við blasa miklir efnahagsörðugleik- ar. Hefði aftur á móti frumvarp það um efna- hagsaðgerðir, sem fyrr- verandi ríkisstjórn lagði fram, orðið að lögum, er fullvfst, að nú hefði verið við mun minni vanda að etja. — Svo er þó fyrir að þakka atvinnuuppbygg- ingu þeirra, sem átti sér stað í tið fyrrverandi ríkis- stjórnar, að við erum vel í stakk búnir til þess að glíma við vandann. Þetta var meðal þess sem fram kom 1 framsöguræöu ólafs Jó- hannessonar dóms- og viöskipta- málaráðherra á fjölsóttum al- mennum fundi um efnahagsmál- in, sem Framsóknarfélag Reykjavikur efndi til i gærkvöldi. Aukinn halli úr 11,5% 2,8% Ólafur gerði i upphafi ræðu sinnar grein fyrir efnahags- ástandinu, afkomunni á s.l. ári og horfum á næstunni. Efnahagsleg afkoma lands- manna var að mörgu leyti erfið á s.l. ári. Fhárhagsstaðan út á viö versnaði t.d. stórlega og varð mun lakari en ráð var fyrir gert, þegar núverandi stjórn var mynduð. Samkvæmt bráða- birgðayfirliti er talið, að við- skiptahallinn gagnvart útlöndum, hafi numið um 15,300 milljónum króna á árinu 1974, en þegar um- ræður um stjórnarmyndun fóru fram, var áætlað að hann gæti orðið 9,200 milljónir króna, sagði Ólafur. Mjög seig á ógæfuhliðina i þessu efni á siðasta ársfjórðungi s.l. árs. Til samanburðar við 15,300 milljóna króna viðskipta- halla á árinu 1974 — sem svarar til 11,5% af þjóðarframleiðslu ársins — nefndi ráðherrann, að viðskiptahallinn 1973 hefði numið 2,615 milljónum króna, sem svar- ar til 2,8% af þjóðarframleiðslu. Eigum aðeins gjald- eyri til hálfs mánaðar Þá skýrði Ólafur frá þvi, að gjaldeyrisstaðan hefði stórversn- að á s.l. ári. Gjaldeyrisvarasjóð- urinn var um s.l. áramót u.þ.b. fimmtungur þess, sem hann var i Viltu kaupa vatnsveitu ? Hafi einhver áhuga á að eign- ast vatnsveitu, getur verið möguleiki á að kaupa slikt fyrir- tæki hinn 19. marz n.k. hjá sýslumanninum i Stykkishólmi, en þá verður vatnsveita kaup- túnsins, ásamt öllum tilheyr- andi mannvirkjum, seld á nauð- unaruppboði, ef sveitarsjóður verður þá ekki búinn að greiða eða semja um skuldina. Vatnsveitan er auglýst j nýút- komnu Lögbirtingablaði, og er það Tryggingastofnun rikisins, sem gerir kröfu til að fá greidda veðskuld að upphæð tvær milljónir króna, auk vaxta og kostnaðar. ársbyrjun, miðað við núgildandi gengi. A árinu öndverðu nam sjóðurinn nær tiu milljörðum króna, en i árslok var hann aöeins tæpir tveir milljarðar, eða sem svarar hálfs mánaðar innflutn- ingi, ef miðað er við innflutning- inn eins og hann var fyrstu fjóra mánuði ársins. Þvi má segja, sagði ráðherra, að gjaldeyrissjóðurinn sé i raun alveg þorrinn. Af þessu leiðir, að svigrúm til eðlilegrar utanrikisverzlunar og lánsfjáröflunar erlendis er nú mun þrengra en á s.l. ári önd- verðu. Viðskiptakjörin 9% lakari en áður Meginorsakir þess, hvernig málum er nú komið, eru lakari viðskiptakjör en áður gerðist, sölutregða á erlendum mörkuð- um og mikill almennur innflutn- ingur, en þetta allt einkenndi mjög siðasta fjórðung ársins 1974. Talið er að viðskiptakjörin hafi versnað um 9% á s.l. ári frá þvi sem var árið áður. Þá ræddi Ólafur um verðlags- málin, bæði hvað áhrærir verð á almennum vörum og opinberri þjónustu, og skýrði m.a. frá þvi, að verðlag á vöru og þjónustu. hefði verið 42-43% hærra á s.l. ári en árið áður. Hann gerði grein fyrir hinum miklu verðhækkunum, sem átt hafa sér stað, þótt verðstöðvun sé, eða eigi að vera i gildi, til 30. mai, og sagði, að hækkanir á ýmsum opinberum þjónustu- gjöldum ættu hér drjúgan hlut að máli. 48% kauptaxtahækkanir árið 1974 Þá talaði ráöherra um manna- skipti þau, sem orðið hafa á verð- lagsskrifstofu og hugsanlegar breytingar á vinniibrögðum þar. Þó að verðbólgan hafi verið mikil á s.l ári, hefur hún stund- um verið meiri sagði Ólafur, og vitnaði til ritgerðar eftir Jón Sigurðsson, forstöðumann Þjóð- hagsstofnunar, sem birt var i ný- útkomnum Fjármálatiðindum. Ráðherra ræddi siðan um Framhald á 14. siðu. Ólafur Jóhannesson dóms-og viöskipamálaráðherra I ræðustól á fundinum f gærkvöldi. Tfmamynd Gunnar. Vona, að ekki komi til sjómannaverkfalls — segir Jón Sigurðsson, formaður Sjómannasambandsins — Ég get ekkert sagt um, hvort til verkfalls sjómanna kemur.Ég vona að svo verði ekki, en sú ósk hefur kannski engan annan bak- grunn, en þann, að orðið verði við kröfum okkar. Hvort við sláum eitthvað af þeim, er svo annaö mál, sagði Jón Sigurðsson, for- maður Sjómannasambandsins, f gær. En samninganefnd sjómanna vegna bátakjarasamninganna samþykkti á fundi i fyrrakvöld ályktun um að beina þvi til aðildarfélaga Sjómannasam- bands Islands að þau afli sér vinnustöðvunarheimildar, og að sjómenn á bátunum verði tilbúnir að hefja verkfall eigi sfðar en fyrir miðnætti 10. febrúar n.k. Samninganefndir bátasjó- manna og útvegsmanna hafa haldiö með sér einn fund, og var deilunni vfsað til sáttasemjara. Hélt hann sáttafund 15. janúai s.l., en hefur ekki boðaðtil annars fundar. Sagði Jón, að sáttasemj- ari réði nú ferðinni um frekari samningsumleitanir. Sömuleiðis hefur verið haldinn einn fundur með samninganefnd- um togaramanna og útvegs- manna, og sáttasemjari hefur haldið annan fund með nefndun-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.