Tíminn - 24.01.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.01.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 24. janúar 1975. Föstudagur 24. janúar 1975 Vatnsberinn (20. jan.—18. febr.) Enda þótt einhverjir nákomnir þér séu á ein- hvern hátt andvigir þvi, sem þú ert að bralla, þá skaltu ekki láta það hafa minnstu áhrif á þig, heldur halda fast við það, sem þú ert sannfærður um, að sé rétt. Svaraðu gagnrýni. Fiskarnir (19. febr.—20. mai . Loksins, — þegar stendur orðið nákvæmlega á sama — fást úrslit i einhverju máli, sem þér lá óskaplega mikið á hjarta á sinum tima og þú þráðir ekkert heitara en hagstæða lausn. Það má vel vera að þér finnist eitthvað til um fréttirnar núna. Hrúturinn (21. marz—19. april) Ef þú bara blandar ekki saman starfi og skemmtun, þá ættirðu að fá töluverðu áorkað i máli, sem varðar þig þó talsvert miklu. Vandinn við það að vera vingjarnlegur við samstarfs- fólkið er það, að þá er eins og aginn vilji fara út um þúfur. Nautið (20. april—20. maí) Það er næsta liklegt, að þú rekist á eitthvað það i dag, sem verður þér til framdráttar á einhvern skemmtilegan hátt. Þetta gæti verið i sambandi við peningamál, eða einhvers konar viðskipti, — en samt skaltu nú fara að öllu varlega. Tviburarnir (21. maí—20. júni) Ef þú gætir þin á þvi að blanda ekki saman starfi og skemmtun ættirðu að geta áorkað talsverðu i dag i máli, sem varðar þig miklu. Ef þetta heppnast skaltu gleðjast með þinu fólki yfir árangrinum. Þið hafið þá tii þess unnið. Krabbinn (21. júní—22. júli) Þetta er heldur hagstæður dagur. Þú skalt gera þett bezta til þess að sinna öllum þeim f jölmörgu verkefnum, sem þú hefur tekið að þér. Þú skalt hafa mikla aðgát á öllu þvi, sem einhver áhrif getur haft á einkalif þitt. Þú átt gott með einbeit- inguna. Ljónið (23. júlí—23. ágúst) Það er hætt við þvi, að fjármálin taki mjög tima þinn i dag, og þú gerir eitthvað það, sem mun bæta mjög fjárhagslega aðstöðu þina, en þú ætt- ir endilega að ganga úr skugga um, hvort þú eig- ir ekki einhvers staðar eign, sem þú er búinn að gleyma. Jómfrúin (24. ágúst—22. sept.) Það er hætt við þvi, að það fari ýmislegt öðruvisi en ætlað er i dag. Það getur vel farið svo, að þú fáir tækifæri til að taka þátt i mannfagnaði, og það skaltu endilega gera og hafa það þá hugfast að umgangast þá, sem þú umgengst ekki venju- lega. Vogin (23. sept.—22. okt.) Það eru þó nokkrar likur á þvi, að þér verði á einhver mistök i dag, og þess vegna ættir þú að fara einstaklega varlega að i hvivetna, hvað sem þú tékur þér fyrir hendur. Starfsorkan er mikil, en gættu þess að ofreyna þig ekki. Sporödrekinn (23. okt—21. nóv.) Þú ert uppfullur af hugmyndum og orku, en það er hætt við þvi, að það standi ósköp stutt, þvi miður, svo að þú skalt reyna að beina þreki þinu i æskilega farvegi, — þá er heldur ekki svo mikil hætta á örvæntingunni, sem stundum hrjáir þig. Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.) Þaö litur bara út fyrir, að þú eigir auðvelt með það i dag að gleyma þvi leiðniega, sem gerðist i siðustu viku, og þú munt finna það, að vinir þinir og fjölskylda stendur að baki þér og styðja þig i einu og öllu. Gætir átt ánægjulega kvöldstund. Steingeitin (22. des.-19. jan) ffeldur er nú að birta yfir, finnst þér ekki? Heils- an er kannski ekki upp á það allra bezta, en það er ymislegt annað sem þú hefur ástæðu til aö vera ánægður yfir. Þér berast að likindum fregnir af fjarlægum vini eða kunningja. JOHNS-MANVILLE glerullar- 9 einangrun er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta glerull- areinangrun á ma.rkaðnum í dag. Auk þess fáió þér frian álpappir með. Hagkvæmasta einangrunarefnið i flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. Muniö Johns-Manville í alla einangrun. Sendum hvert á land sem er. JÖN LOFTSSOI Hringbrout 121 Simi I •4 HF. 0 600 1 dag, föstudaginn 24. janúar, er fyrsti dagur i þorra — hinn svokallaði bóndadagur. — Það hefur liklega verið vegna þess, að bóndadagurinn var i nánd, að mig dreymdi i nótt vfsu, sem ég ætla að láta ykkur heyra, sagði Höskuldur Einars- son frá Vatnshorni við Timann i gær. En draumvisan var svona: Nú er hér komið kvennaár, kaldsamt með norðansteytu, efnahagsmálin illa klár; eiginmenn þjást af streitu. Snjó-hjólbarðar til sölu í flestum stærðum góð snjó-mynstur HAGSTÆTT VERÐ Sólum flestar stærðir ÁBYRGD Á SÓININGU Sendum í póstkröfu SÓLN1N6 HE Nýbýlaveg 4 • Sími 4-39-88 Kópavogi ! AUGLÝSIÐ í TÍMANUM Tímlnner penlngar ] REYKJAVÍKURDEILD Rauða kross íslands NÁMSKEIÐ: SKYNDIHJÁLP Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 20-22, i sex skipti. Byrjar 30. janúar n.k. Ilagaskóli: kennari Hafþór Jónsson, Breiðboltsskóli: kennari Guðjón Petersen. Álftamýrarskóli: kennari Sigurður Svei sson. NÁMSKEIÐ: Aðhlynning sjúkra í heimahúsum Þriðjudaga og miðvikudaga kl. 17-19, i sjö skipti. Byrjar 29. janúar n.k. öldugata 4: kennari Kristbjörg Þórðardóttir. Námskeiðin eru ókeypis og öllum heimil þátttaka. Upplýsingar og innritun i sima 2-82-22 og að öldugötu 4.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.