Tíminn - 24.01.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.01.1975, Blaðsíða 3
Föstudagur 24. janúar 1975. I'l VII w 3 MILLJONATJON í OFSAVEÐRINU gébé-Hvík — Miiljónatjón hefur orftið á bæjunum undir Eyjafjöll- um, einkum austan megin, sagði Iréttaritari blaðsins að Skógum, Jón Hjálmarsson. l>að er mjög viða sem þakplötur hafa fokið af húsum, og sums staðar hafa jafn- vel heilu húsþökin svipzt af. Þá liafa sima- og rafmagnslinur slitnað, er staurar brotnuðu, og girðingar eyðilagzt i þessu of- boðslega roki. Þá hafa gluggarúður i ibúðar- og útihúsum brotnað, og má nefna sem dæmi, að á bænum Hvassafelli brotnuðu hvorki meira né minna en átján rúður. Á bænum Raufarfelli var nýtt hús i smiðum, og fuku allar plöturnar af þaki þess. Bóndinn á Raufarfelli. Þor- valdur Þorgrimsson, var á ferð i jeppabifreið sinni, og ' issi hann ekki fyrri til en bifreiðin fauk út af veginum og hafnaði langt utan hans. Þorvaldur meiddist litiis- háttar. Þá fauk einnig vörubifreið út af vegi og gjöreyðilagðist. Enginn maður var i henni Tjón er meira eða miina á hverjum bæ hér, sagð Jón Hjálmarsson, en sumir bær.durn- ir eru vel settir, þvi að þeir voru tryggðir fyrir sliku tjóni, höfðu svokallaða roktryggingu. Breiðamerkursand- ur sennilega ófær SB-Kvlskerjum — Hér var þreifandi bylur á miðvikudag, þótt ekki væri sérlega hvasst. Ég áætla að jafnfallinn snjór sé um 50 cm djúpur og mjög djúpir skaflar á milli. Radióvitinn á Ingólfshöfða hætti útsendingum, en ekki hefur verið viðlit að fara og at- huga hann. I gær fór lygnandi, en þó var renningur austur á Sandi. Daglega hefur verið bilaum- ferð hér hjá fram til þessa, og Breiðamerkursandur hefur ekki lokazt fyrren nú. Þ.e.a.s. við höfum ekki enn komizt til að athuga það, en ég býst við að svo sé nú komið. Haftyrðill kom hér heim á tún i gær og hélt svo aftur til sjávar hvort sem hann hefur komizt alla leið eða ekki. Haf- tyrðill kemur stundum i vond- um veðrum, en hann mun halda sig við suðurströndina um þetta leyti árs. Á Fagurhólsmýri og þar vestur af var hvassara veður i fyrradag en ekki urðu þar skemmdir svo vitað sé. Þó bil- aði simi og rafmagnslinur, og er simasambandslaust við Svinafell, Skaftafell og Hof. UM TUTTUGU MANNS TEPPT í SÓLARHRING Á ÖXNADALSHEIÐI SJ-Reykjavik Hópur manna var tepptur á öxnadaisheiði frá þvi aðfaranótt miðvikudags fram á miðvikudagskvöld. Ætlunin var að heiðin yrði opnuð á þriðjudags- kvöld, en þá hafði hún verið ófær i rúma viku. Ýta og hefill lögðu af stað úr Skagafirði, og i kjölfar þeirra einir 6-8 bilar. Um svipað leyti fóru snjóhblásari og hefill frá Akureyri áleiðis yfir heiðina. Tækin úr Skagafirði komust norðuryfir Klif, en þau frá Akur- eyriað öxnadalsárbrú norðan við Bakkasel, en þá var veðrið orðið svo slæmt, að ekki sá út úr aug- um. Á miðvikudag var farið á tveim snjóbilum frá Akureyri að sækja fólkið, sem teppt var á heiðinni, og komu þeir með það til Akur- eyrar kl. 5 á fimmtudagsmorgun. Farið var með mat til fólksins, þvi það var orðið matarþurfi, en að öðru leyti við góða heilsu. Um 15 manns var i bilunum, sem ó-Sauðárkróki Mikið austan- hvassviðri varð i Skagafirði á miðvikudag sérstaklega að aust- anverðu. Þak fauk af fjárhús- hlöðu á Úlfsstöðum i Blönduhlið. Austurveggur hlöðunnar var steyptur en suðurstafn og vestur- veggur úr járni og fauk hluti af þvi lika. Þá fuku þakplötur á höfðu fylgt snjóruðningstækjun- um að vestan. A fimmtudag var lagt af stað til að sækja bilana sem tepptir voru á heiðinni. Sjö moksturstæki voru þá notuð við snjómokstur á leið- inni yfir öxnadalsheiði. Ekki var vist að heiðin opnaðist, en veður var gott nyrðra i gær, svo að eilt- Vinnustofa Kjarvals: Er hægt að listaverkin? 1 NÆSTU viku er væntanlegur hingað til lands brezkur lista- verkasérfræðingur til að lita á simalinurog rafmagnslinur. Raf- magnsstaur brotnaði og spennir varð ónýtur. Rafmagnslaust varð, en komst i lag til bráða- birgða i gær, en mun jafnvel hafa bilað eitthvað aftur. Heyið i hlöð- unni var bundið og fór litið af þvi, þó eitthvað af lausu heyi. hvert færi verður meðan það helzt. Að sögn Björns Brynjólfssonar, vegaeftirlitsmanns á Akureyri, kostar moksturinn i Eyjafjarðar- sýslu nú á aðra milljón á sólar- hring. 20 snjómoksturstæki eru i notkun, þegar mest er, og mokað er nú nótt og dag, enda allt á kafi i snjó. flytja myndir Kjarvais, sem hann mál- aði á veggi vinnustofu sinnar i Austurstræti fyrirmörgum árum. Er þess vænzt, að sérfræðing- urinn geti úrskurðað, hvort hægt verður að ná myndunum af veggjunum, án þess að skemma þær, og koma þeim fyrir annars staðar, og hvort unnt er að gera við þær myndir,. sem skemmdar eru. Ekki hefur enn verið ákveðið, hvað um myndirnar verður. Til greina kemur að þær verði áfram á sama stað, ef ekki reynist unnt að flytja þær. Núverandi eigend- ur hússins hafa enga afstöðu tekið til listaverkanna, en aðilar að málinu eru menntamálaráðu- neytið og erfingjar Kjarvals. Skemmdir að Úlfsstöðum í Skagafirði Aukin viðskiptamenntun Meðal frumvarpa, sem Vil- hjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra fylgdi úr hlaði á Alþingi, áður en þinghlé var gert, má nefna frumvarp um viðskipta- menntun á framhaldsskóla- stigi. Meginstefna þess frum- varps er sú, að nemendur, sem lokið hafa skyldunámi, eigi þess kost að afla sér sér- menntunar tii undirbúnings fyrir störf i við- skiptalifinu. Eins og kunnugt er hafa tveir einkaskólar, Verzlunar- skólinn og Samvinnuskólinn, verið burðarásar f viðskipta- menntun á framhaldsskóla- stigi hérlendis. Er gert ráð fyrir þvi, að þessir skólar haldi starfsemi sinni áfram, en að rekstur þeirra verði framvegis greiddur af rikinu. Jafnframt gerir frumvarpið ráð fyrir þvi, að stofnað verði til nýrra skóla á þessu sviði. Verzlunarskólinn og Sam- vinnuskólinn hafa rækt hlut- verk sitt með prýði, en það er hins vegar löngu Ijóst, að þeir anna hvergi eftirspurn um skólavist. Og þegar tillit er tekið til þess, hve viðskipti eru snar þáttur i atvinnulifinu, ber að sjálfsögðu að leggja áherzlu á góða menntun á því sviði sem öðrum. Þess vegna ber að fagna þvi frumvarpi, sem nú liggur fyrir Alþingi um aukna þátttöku hins opinbera i viðskiptamenntun lands- manna. frumvarp Eftirtektarvert Menntamálaráðherra fylgdi einnig úr hlaði frumvarpi um fullorðinsfræðslu. Það frum- varp er ekki siður eftirtekar- vert. A timum örra tækni- breytinga eru sifellt gerðar meiri kröfur til hvers konar menntunar. i þvi frumvarpi, sem lagt hefur verið fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir þvi, að riki, sveitarfélög, aðilar vinnumarkaðarins og fræðslu- samtök annist fullorðins- fræðsluna, en i 1. grein frum- varpsins segir, að fullorðins- fræöslan hafi það að markmiði að skapa öllum skilyrði til þroska, bæði sem einstakling- um og samfélagsþegnum. Fulloröinsfræðsla sé annar þáttur i menntakerfi þjóðar- innar, ævimenntun, og sé hún jafnrétthá hinum þættinum, hinu lögbundna skólakerfi, frummenntuninni. Siðan er sagt, að fullorðins- fræðsla geti verið meö þrennu móti. í fyrsta lagi skólanám, hliðstæða frummenntunarinn- ar. i öðru lagi starfsnám, við- bótarmenntun, endurmenntun og ummenntun i tengslum við atvinnulifið i viðtækustu merkingu. Og i þriðja lagi frjálst nám og fristunda- menntun til þekkingar og men ningarauka. Frumvarpiö um fullorðins- fræðslu er svo viðfeömt, að ekki er við þvi að búast, að það komist i framkvæmd i einu vetfangi þó að samþykkt verði á Alþingi. Hér hlýtur að verða að eiga sér stað nokkur þróun. Visir að fullorðinsfræðslu er starf- semi námsflokka i Reykjavik og viðar, svo og bréfaskólar. Sú starfsemi hefur fyrir löngu sannað ágæti sitt. —a.þ. Surtseyjarmynd Ósvalds fær verðlaun í íran Kvikmynd Ósvaldar Knudsen, ,,Jörð úr ægi", vann fyrstu verð- laun fyrir myndir um visindaleg efni á 11. alþjóðlegu kvikmynda- hátiðinni. sem haldin var i tran i september til desember siðast- liðnum. lilaut ósvaldur gullstytt- una „Delfan” sem viðurkenn- ingu, ásamt skjali undirrituðu af menntamálaráðherra trans, dr. A.H. Sharifi. Þátttakendur voru kvikmynda- framleiðendur frá 22 löndum, þar á meðal Bandarikjunum, Sovét- rikjunum, Indlandi og mörgum öðrum rikjum i Evrópu, Asiu og Ameriku. Kvikmyndahátíðin var sett með viðhöfn i Teheran 17. september, að viðstöddum menntamálaráð- herra Irans. Voru valdar þrjár myndir til sýningar við athöfnina, og var mynd Osvaldar um Surts- eyjargosiö ein þeirra. Siðar var myndin sýnd aftur, a.m.k. þrisv- ar sinnum. ,,Jörð úr ægi” er þriðja kvik- myndin, sem Osvaldur Knudsen gerði um Surtseyjargosið. og gef- ur hún yfirsýn yfir gosið frá byrj- un, svo og þróun eyjarinnar og visindalegar rannsóknir þar. Ós- valdur lauk við myndina 1973, en fyrsta mynd hans um gosið, „Surtur fer sunnan”, hlaut á sin um tima fyrstu verðlaun á kvik- myndahátið Evrópuráðsins. Einn jarðaður á mánudaginn Einn manna þeirra, sem fórust i þyrluslysinu, Guð- mundur Hannesson yfirverk- stjóri, verður ekki jarðsettur fyrr en á mánudaginn. og fer útför hans fram frá Fossvogs- kirkju klukkan hálf-tvö. Þetta skal tekið fram til leiðréttingar þvi, að sagt var i blaðinu i gær, að starfsfólk Rafmagnsveitna rikisins, sem i slysinu fórst, yrði jarðað á laugardaginn. Gjaldeyrisstaðan rýrnaði um rúma 7 milljarða Viðskiptahallinn fjórfaldaðist UOKATÖLUR liggja nú fyrir um gjaldeyrisstöðu bankanna i árslok 1974 og nemur nettó-gjaldeyriseign bank- anna samkvæml þeim 1.914 millj. kr. miðað við skráð gengi i árslokin. Er þá búið að draga frá gjaldeyriseigninni lán, sem Alþjóðagjaldeyris- sjóöurinn veitti vegna hækk- unar oliuverðs ásamt öðrum reikningsskuldum bankanna. Keiknaö á gengi i árslok 1974 hefur gjaldeyrisstaða bank- anna rýrnað um 7.158 millj. kr. á árinu, en um 5800 millj. kr„ ef rciknað er á meðal- gengi ársins. Tölur um vöru- og þjónustu- viðskipti i desember eru enn ekki fyrir hendi, en sam- kvæmt lauslegu bráðabirgða- yfirliti er nú gert ráð fyrir, að viðskiptahallinn 1974 hafi numið um 15.300 millj. kr. reiknað á meðalviðskipta- gengi ársins. Er það um fjór- falt meiri halli en árið 1973. Þessi mikli halli hefur verið jafnaöur með rýrnun á gjald- eyrisstöðunni. sem nemur um 5.800 millj. kr. reiknað á meðalviðskiptagengi ársins, ásamt löngum erlendum lán- tökum, en áætlað er. að inn- komin löng erlend lán, að frá- dregnum afborgunum slikra lána, hafi numið um 9.100 millj. kr. Þá hefur nettó-inn- streymi frá ýmsum öðrum fjármagnshreyfingum numið um 400 millj. kr. Um efnahagsmálin og stöðu þjóðarhúsins er fjallað i grein á forsiðu blaðsins i dag, en þar greinir frá ræðu um efna- hagsmálin. sem Ólafur Jó- hannesson dóms- og viðskipta- málaráðherra hélt á fundi, sem Framsóknarfélag Reykjavikur efndi tii i gær- kvöldi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.