Tíminn - 24.01.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.01.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 24. jauúar 1975. Vinsæll ferðamannastaður Hva&anæva að úr heiminum streymir fólk til útisafnsins, sveitabæjarins Vogtsbauerhof vi& Gutach i Svartaskógi i Þýzkalandi. Um það bil 400 þús- und ferðamenn komu til þessa staðar á siðasta ári, og var það hvorki meira né minna en 70 þúsund fleiri gestiren árið áður. A Vogtsbauerhof getur fólk ekki einungis kynnt sér hvernig lifs- kjör bændanna voru siðustu fjórar aldirnar, heldur er þar einnig hægt að dást að fegursta handverki, sem sveitafólkið hefur dundað sér við milli þess sem það stundaði búskapinn af fullum krafti. Myndin er frá safninu. Kreppan segir til sin Kreppan kom hvað greinilegast I ljós i Paris um jólin, þvi að borgaryfirvöld spöruðu sér að þessu sinni allar ljósa- skreytingar á Champs-Elysees, en undir venjulegum kringum- stæðum hefur gatan öll verið ljósum prýdd. Reyndar voru búðargluggar uppljómaðir eins og áður, og auglýsingaskiltin glóðu i næturmyrkrinu. Þá var kaupmönnum tilkynnt, að frá og með 2. janúar væri þeim ekki heimilt að eyða rafmagni til óþarfa upplýsingar i búðar- gluggum sinum. Slökkt verður að vera á öllum ljósskiltum frá klukkan 10 á kvöldin og til morguns. Undanskilin eru þó skilti á lyfjabúðum og nætur- skemmtistöðum, auk kvikmyndahúsa, sem opin eru fram eftir kvöldinu. Þessi fyrir- tæki mega hafa ljós á skiltum sinum á meðan þau eru opin. En yfirvöld hafa gert meira en þetta til þess að spara. Bann hefur verið sett við auglýsing- um, sem hvetja fólk til þess að eyða oliuvörum, gasi eða raf- magni i hvaða óþarfa tilgangi sem hugsazt getur. Til dæmis hefur verið bannað að auglýsa tæki til upphitunar. Þetta bann nær til auglýsinga i blöðum, út- varpi og sjónvarpi, og á ýmsum stöðum, þar sem auglýsingar hafa verið hengdar upp til þess að ganga i augun á almenningi. Og skrifaðu svo eitt hundrað sinnum: Ég má ekki fela snigla i skegginu hans Jóseps. DENNI DÆMALAUSI ,,Þaðer bara peningaeyðsla fyrir þig, að kaupá grimu, Magga.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.