Tíminn - 24.01.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.01.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 24. janúar 1975. KVEÐJUORÐ Guðmundur Hannesson • Indriði Einarsson • Kristján Helgason Lúðvík Karlsson • Sigurbjörg Guðmundsdóttir • Stefán Ólafsson Tómas Sigurðsson • Guðmundur Guðmundsson Föstudaginn 17. þessa mánaðar lögðu 5 af starfsmönnum Raf- magnsveitna rikisins flugleiðis af stað frá Reykjavik og var ferðinni heitið til Snæfellsness. Tilgangur fararinnar var að að- stoða og leiðbeina um byggingu háspennulinu og spennistöðvar á Nesinu en mannvirki þessi áttu að gera Snæfellsnesingum öllum kleift að fá rafmagn frá hinum stóru vatnsorkuverum Lands- virkjunar við Sog og Þjórsá. Lokaáfangi tengingarinnar var að hef jast, eftir að tekizt hafði áð tengja suðurhlutann rétt um jólin, fyrir harðfylgi starfsmanna Raf- magnsveitnanna i hörku frosti og blindhrið. Nú var veðrið skárra, þennan örlagarika dag, þótt allmikill strekkingur væri i lofti og vind- hviður úr skörðum fjalla. Ferðin tók snöggan endi. örlög- in gripu hér i taumana, svo sem oft gerist i lifi okkar flestra. Stundarf jórðungi eftir að lagt var af stað og komið var að mynni Hvalfjarðar, féll flugvélin til jarðar og allir, sem i henni voru, alls 7 manns, létu lifið samstund- is. Þeir voru: Guðmundur Hannesson yfirverkstjóri Guðmundur fæddist 12. septem- ber 1933 að Arnkötlustöðum i Holtum Rangárvallasýslu. For- eldrar hans voru Hannes Frið- riksson bóndi að Arnkötlustöðum og kona hans Steinunn Bjarna- dóttir. Systkini Guðmundar voru 6, Hulda, Margrét, Bjarni, Salvör, Ketill Arnar og Aslaug. Kona Guðmundar Hannessonar var Sólveig Halblaub. Þau eignuðust 4 börn, Elisabetu, sem nú er 16 ára, Agúst 14 ára, Hannes 12 ára og Arnheiði 9 ára. Guðmundur vann frá unglings- árum ávallt hjá Rafmagnsveitum rikisins. Arið 1948, þá aðeins 15 ára, hóf hann störf við linubygg- ingar að sumarlagi. Arið 1955 var hann ráöinn verkstjóri og 1964 yfirverkstjóri linulagna. Auk verkstjórnar vann hann einnig við val linustæða, útstikun, mæl- ingar og hönnun. Siðasta stór- verkefni hans var undirbúningur háspennulinu milli Suður- og Norðurlands, en bygging þeirrar linu skyldi hefjast eftir 1-2 mán- uði. Indriði H. Einarsson verkfræðingur Indriði fæddist 8. ágúst 1932 á Siglufirði. Foreldrar hans voru Einar Indriðason og Lovisa Helgadóttir, en eftirlifandi móðir hans, Lovisa, býr nú hjá dóttur sinni Sigriði og tengdasyni á Akureyri. Indriði varð stúdent frá Akureyri 1953, tók fyrri hluta verkfræðiprófs við Háskóla Islands árið 1956, en siðan loka- próf i rafmagnsverkfræði frá tækniháskóla i Kaupmannahöfn árið 1959. Hann starfaði fyrst hjá Rafmagnsveitu Reykjavikur 1959—64, hjá Bræðrunum Ormsson h.f. 1964—67, en frá 1967 til dauðadags hjá Rafmagnsveit- um rikisins, hin siðari ár sem yfirverkfræðingur framkvæmda- deildar Rafmagnsveitnanna. Hann hafði þannig á hendi stjórn á öllum stærstu framkvæmdum Rafmagnsveitnanna, þar á meðal virkjun Lagarfoss, sem væntan- lega fer að framleiða raforku fyrir orkuskortandi Austurland i næsta mánuði. Indriði var kvæntur Kristinu Leifsdóttur prófessor og eignuð- ust þau tvö börn, Einar nú 7 ára og Hrefnu 5 ára. Kristján S. Helgason forstjóri Kristján var fæddur I Hrisey 8. febrúar 1945. Foreldrar hans voru Helgi Sveinsson iþróttakennari á Siglufiröi og Sólveig Kristjánsdóttir. Fyrstu upp- vaxtarár sin átti hann heima á Siglufirði, en siðar fluttist hann til Reykjavikur. Kristján var kvænt- ur Guðrúnu Friðriksdóttur og varð þeim tveggja barna auðið. Kristján vann fyrst ýmisleg skrifstofustörf i Reykjavik, en ár- ið 1973 stofnaði hann fyrirtækið Hjólbarðasólunin Bandag h.f. og veitti þvi forstöðu til æviloka. Þá var Kristján meðstofnandi og for- stjóri Þyrluflugs h.f. og var hann með félaga sinum Lúðvik Karls- syni i hinni örlagariku og siðustu ferð 17. janúar. Lúðvik Karlsson f lugmaður. Lúðvik fæddist i Reykjavik 11. mai 1943. Foreldrar hans voru Karl Lýðviksson lyfsali og kona hans Svanhildur Þorsteinsdóttir. Lúðvik stundaði nám i mennta- skólanum i Reykjavik, en siðan fór hann til Englands til framhaldsnáms i ýmsum grein- um. Meðal annars lauk hann þar prófi i ensku i Cambridge og siðar prófi i kvikmyndaiðn. Atvinnu- flugmannsprófi lauk hann i Reykjavik, en siðar prófi i þyrlu- flugi i Orlando i Florida i Banda- rikjunum. Systkini Lúðviks eru Anna Þóra, Sigurður og Ingi- björg. Eftirlifandi eiginkona Lúð- viks er Hrafnhildur Helgadóttir. Börn þeirra eru Helgi 5 ára, Karl, nú 2 ára og Þorlákur 1 árs. Sigurbjörg Guðmundsdóttir Sigurbjörg var fædd 24. mai 1911 á Arnesi i Arneshreppi Strandasýslu. Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundson og Steinunn Hjálmarsdóttir. Sigur- björg var elzt 9 systkina. Hinn 25. júli 1931 giftist hún Sörla Agústs- syni frá Kjós i Arneshreppi. Sigurbjörg og Sörli bjuggu 2 fyrstu árin i Kjós, en siðan 10 ár i Djúpuvlk, en þaðan fluttu þau ár- ið 1944 að Kirkjubóli i Valþjófsdal i önundarfirði. Þau eignuðust 8 börn, sem öll eru á lifi, 6 dætur og 2 syni. Nöfn þeirra eru Jóna, Ásdis, Guðriður Björg, Erna, Ragnheiður Sigrún og Kristin, en synirnir Agúst og Guðmundur Sigurbjörg heitin var, þegar hún lézt, á leið til tengdasonar sins Páls Guðfinnssonar til starfa þar sem matráðskona hjá vinnu- flokki hans á Snæfellsnesi. Stefán ólafsson verkfræðingur Stefán fæddist 21. júli 1924 i Reykjavik. Foreldrar hans voru Ólafur Sveinsson prentari og kona hans Elinborg Kristjáns- dóttir. Stefán lauk stúdentsprófi i Revkjavik árið 1944, en hóf þá nám i byggingarverkfræði við tækniháskólann i Stokkhólmi og lauk þar prófi árið 1949. Hann vann á skrifstofu bæjarverkfræð- ings i Reykjavik á árunum 1949—56. A árunum 1956—64 starfaði hann hjá Steypustöðinni h.f. i Reykjavik, fyrst sem verk- fræðingur hennar og siðar sem ráðunautur. Árið 1958 stofnaði hann, ásamt öðrum verkfræöing- um, eigin verkfræðistofu, en hún starfar enn undir hans nafni. Þá var Stefán einn af stofnendum Byggingariðjunnar h.f. Stefán hafði áður, um tima unnið að byggingarhönnun fyrír Raf- magnsveitur rikisins, en fyrir nokkrum mánuðum hafði hann gerztað fullu starfsmaður þeirra. Stefán var giftur Kristinu Árnadóttur, og börn þeirra eru Arni Björn, Ólafur Már, Björg, Auður og Einar Kristján. Tómas Sigurðsson verkfræðingur Tómas var fæddur 7. desember 1938 á Siglufirði. Foreldrar hans voru Sigurður Þorkell Tómasson og Maggy Flóventsdóttir. Tómas lauk stúdentsprófi frá mennta- skólanum i Reykjavik vorið 1958. Hann stundaði siðan nám i raf- eindafræði viö tækniháskólann i Liverpool og lauk þaðan prófi vorið 1965. Þegar hann kom, á sama ári, réðst hann til Lands- sima Islands, en siðar starfaði hann hjá Aöalverktökum á Keflavikurflugvelli. Haustið 1970 fór hann til Eng- lands til framhaldsnáms i raf- eindatækni, og ári siðar lauk hann prófi i þeirri grein viö Bangor Há- skóla i Wales. Eftir það starfaði hann um tima hjá Orkustofnun, en siðan gerðist hann deildar- verkfræðingur hjá Rafmagns- veitum rikisins og vann þar til dauðadags. Bygging og gæzla raforkuvera, út um allt land, i hvers konar veðrum og sérstaklega að vetri til, er hættulegt starf i okkar harðbýla landi. Þeir sem að sliku vinna eiga engu siður skilið sam- úð okkar, en þeir sem um tima þurfa að biða i straumleysi. Við minnumst margra starfs- manna Rafmagnsveitna rikisins, sem hafa hætt sér út i tvisýnu i hvers konar óveðraham til þess að lagfæra bilanir og koma aftur hlýju raforkunnar inn á heimili, sem um tima hafa orðið að búa við myrkur og kulda. Mér þykir hlýða að minnast hér eins atviks sem olli hörmulegum lifslokum mæts manns: Guðmundur Guðmundsson rafgæzlumaður Guðmundur rafgæzlumaður Rafmagnsveitnanna á Þórshöfn lézt 12. janúar s.l. af völdum of- reynslu og hjartabilunar, þegar hann var i blindhrið og kafsnjó að gegna skyldustörfum sinum við lagfæringar á bilun raforku- kerfisins á Þórshöfn. Guðmundur var fæddur 18. ágúst 1916. Hann hóf störf hjá Rafmagnsveitum rikisins 1. júli 1958 og hafði þvi verið starfs- maður þeirra i 16 ár. Kona Guð- mundar var Þuriður Þorvalds- dóttir, sem er látin fyrir nokkrum árum. Sonur þeirra er Einar Guð- mundsson sem býr á Þórshöfn. Guðmundur lætur eftir sig há- aldraða móður, Elinu Guðmunds- dóttur, sem nú dvelur á sjúkra- húsi á Akureyri. A fimm dögum hafa 8 manns látið lifið, i starfi fyrir eina stofn- un. Fjölskyldur og vinir hinna mörgu manna eiga um sárt að binda vegna þessara hörmulegu atburða og stórt skarð er höggvið i starfsemi þeirra fyrirtækja, sem þessir mætu menn unnu hjá. Við rennum ósjálfrátt huganum til örlagavaldsins. Hver verður næstur fyrir barðinu — undir snjóskriðunni — fyrir vindofsan- um, sem kæfir lif okkar. Við vit- um það ekki — almættið ræður. Við starfsmenn Rafmagns- veitna rikisins, getúm aöeins vottað aðstandendum djúpa sam- úö okkar, og við munum vissu- lega ávallt minnast þessara mætu manna með söknuði. Valgarö Thoroddsen.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.